Tíminn - 14.01.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.01.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FÖSTUDAGUR 14. janúar 1966 Sala Þyrils Enúl Jónsson ráSherra skrifar alllanga grein, er birtist í Alþýðu blaðinu hinn 7. þ.m. undir fynr- sögninni „Þyrilshneykslið og fov stjóri Skipaútgerðarinnar”. Er ég þakklátur fyrir greinina að því leyti, að hún gefur mér tækifæri til þess að ræða nokkru nánar um viðskipíj mín og nefnds ráðherra í opinberum störfum, en áður hefur þessi ráðherra m.a. talið sér sæma að ráðast á mig á ódrengilegan og rakalausan háít í ræðu á alþingi, þar sem vörnum varð ekki við komið af minni hálfu. Emil Jónssyni hefur skolað í mörg- há embætti um dagana og virðist hann af þessum sökum hafa ofmetnazt nokkuð, og það jafnvel svo, að hann telji sig eiga ag vera hafinn yfir alla gagnrýni. En ekki verður á slíkt fallizt. Embættismeðferð Emils í sam- bandi við sölu Þyrils hefur sætt réttmætri gagnrýni, og reynir hann i nefndri grein að klóra í bakkann með því að vitna í gömul bréf frá mér, sem fáir munu ve- fengja. að skrifuð voru fyrst og fremst af áhuga á því að vernda hagsmuni Skipaútgerðarinnar, þegar tómlæti ríkti hjá æðri stjómarvöldum. Tankskipið Þyrill hafði sýnt góðan rekstrarárangur í höndum Skipaútgerðarinnar, þrátt fyrir margþætt þjónustustörf og þótt flutningsgjöld hefðu verið stór- lækkuð frá því, sem áður tíðkað- ist, og vildi ég ógjarna, að Skipa útgerðin missti heilbrigða aðstöðu sina til hagnaðar á þessu snði vegna. óþarflega skjótra kaupa nýrrastrandferðatankskipa af hálfu annarra aðila. Frá mínu sjónarmiði voru fjár- festingarþarfij. þjóðarinnar svo miklar og fjölþættar, að vel hefði mátt draga kaup á nýju strand- ferðatankskipj 1961/62 þar til sýnt þætti, að næg verkefni væru fyrir öíl umrædd skip og ekkert þyrfti að liggja í t.d. 1—2 mánuði á ári beinlínis vegna verkefna- skortsj Nú skal það viðurkennt, að ég v hafði ekki spásagnaranda til þess áð sjá fyrir þá byltingu, sem orð ið hefur í síldveiðum og síldar- iðnaði síðastliðin 2—3 ár og orð- ið hefur til þess m.a. að auka verk efni svonefndra strandferðatank skipa hraðar og meira en búast mátti við. Mun því ekki verða talið óeðli legt, þó að ég af nefndum ástæð- um breyttj um skoðun á síðustu 2—3 árum varðandi rekstrarhorf ur fyrir Þyril í næstu framtið, en þag hæfir málstað Emils Jónsson ar í þessu sambandi að draga fram hin gömlu bréf frá mér, en stinga undir stól því bréfi, sem skrifað var skömmu áður en sala Þyrils fór fram, þar sem ég lagði á móti sölunni, en gat þess þó. að'væri ríMsstjóminni áhuga mál að gera skipið fyrst og fremst að síldarflutningaskipi, þá virtist eðlilegast, að Síldar- verksmiðjur ríkisins tækju við því, þar eð slíkt myndi vafalaust eftir atvikum tryggja bezt og heilbrigðust not skipsins fyrir þjóðarbúið. Hafa flestir talið það vafasama ráðstöfun af hendi hlutaðeigandi ráðuneytis ag láta ríkig leggja til skip með milljóna króna halla á skömmum tíma til þess að flytja síld til eins afvtknasta staðar á landínu (frá venjulegum síldarmið um) fram hjá bæjardyrum fólks, eins og t.d. á Siglufirði, sem um áratuga skeið hefur mest byggt afkomu sína á síldveiðum, en hef ur undanfarin tvö sumur verið mjög illa sett sökum breyfingar síldarmiðanna. Var auðvitað hægt að gera um- ræddar sOdarflutningatiIraunir á þeim grundvelli að flytja til þeirra hafna, sem næst lágu og vantaði eðlileg verkefni. Hefði Þyrill þá væntanlega gert meira gagn og þurft minni meðgjöf af almannafé. En það virðist ekki alltaf áhugamál valdhafanna að spara opinbert fé. Er því lítið bitastætt í vörn Emils Jónssonar út af sölu Þyrils. Óhrakið er. að skipig var selt fyrir aðeins 5 millj. kr. með 1 millj. kr. útborgun, þótt Skipaút- gerðin hefði nýlega látið gera við skipið fyrir 2,5 millj. kr., að mestu til framtíðarrekstrar, og því fylgdi ag auki ný ratsjá og varahlutir, að mestu alveg ný- keyptir. fyrir um það bil 1 millj. kr. Hjálmar Bárðarson, skipaskoð- unarstjóri, var einn og ódóm- kvaddur fenginn til að meta skip ið til sölu. En matsgerð hans var að ýmsu leyti óljós og óákveðin. Samt var ekki af hálfu ráðuneytis ins talin ástæða til að leita um sagnar forstjóra Skipaútgerðar- innar, né var hann kvaddur ráða í sambandi við sölusamning, en I Ijós kom, að samningurinn var með svo fullu orðalagi I þágu kaupenda, að þeir þurftu strangt tekið ekkj að borga neitt auka- lega fyrir ýmsar rekstrarvörur um borð, sv0 sem olíu fyrir 45 þús. kr. o.fl. fyrir háar fjárhæðir, sem hvergi tíðkast að fylgi skipum við sölu, nema sérstök greiðsla komi fyrir. aðarverkefni, sem ekki var leng ur fyrir hendi. Höfðu olíufélögin, eins og búið var að haga málum, ekki áhuga á að afgreiða skipið um bænadagana eða páskana, en auðvelt hefði verið ag láta þann tíma falla á ferð, ef það hefði ver ið undirbúið á réttan hátt. Svona voru flest vinnubrögð í sambandi við sölu skipsins. Sumir virðast halda, ag útgerð skips sé rétt eins og meðferð leikfangs. Þess skal getið, að tekjur Þyrils síðasta hálfa mánuðinn, sem hann var gerður út af Skipaútgerðinni (31.3.—15.4.) námu kr. 549.562, 61 eða að meðaltali kr. 36.637,50 á dag. Skipig lá svo hér í Reykjavík að mestu leyti á kostnag Skipaútgerð arinnar fram til 27. apríl, að end anleg söluafhending fór fram. Rekstrarhallinn 1964 Mikið hefur verið um það rætt, að rekstrarhalli Skipaútgerðar- innar á árinu 1964 hafi verið yfir 38 millj. kr., og er mér tjáð, að Emil Jónsson sem ráðherra yfir stofnuninn; hafi í þingræðu á s.l. ári látið í ljós, að ég sem far stjóri bæri höfuðábyrgð á hallan um, en sama kemur raunar fram í umræddri grein hans í Alþýðu- blaðinu. Þetta er allþung ásökun og verð ur hlutaðeigandi ráðherra að skilja það, að honum mun ekki haldast uppi að varpa slíku fram án raka. Er ég og albúinn til rök ræðna um málið. Vil ég þá fyrst benda á þaö, að aðeins eitt af núverandi strand ferðaskipum er keypt í minni for stjóratíð, Herjólfur. Esjavarkeypt ‘39, en um smíði á 3 skipum (Heklu Herðubreig og Skjaldbreið) var samið rétt eftir heimsstyrjöldina Núvei-andi strandferðaskip (Esja. Hekla, Herðubreið og Skjaldbreið) eru því fyrir löngu urelt til þeirra nota, sem þau eru höfð, og öllum ætti að vera ljóst að ómögulegt er að gera þessi skip út í sams konar þjónustu og nú nema með miklum halla. Hef ég oft á þetta bent á und anförnum árum, en fjárveitingar- vald til breytinga hefur, sem kunn ugt er, aldrei verig í höndum for stjóra Skipaútgerðarínnar, heldur hjá ríkisstjórn og alþingi, og und ir stjórn Emils Jónssonar á mál- efnum Skipaútgerðarinnar frá Eftir Guðjón Teitsson, forstjóra Halda menn, að þessi vinnu- brögð hafi verið viðhöfð af um fayggju fyrir þjóðarhag? Fleira sögulegt Fleira var og sögulegt við sölu skipsins, en þegar hefur verið skýrt frá, svo sem það, ag Skipa útgerðin fékk munnleg skilaboð með hálfsmánaðarfyrirvara um að hafa skipið í Rvík til söluafhend ingar hinn 15. apríl, en þetta var meðal annars ófullnægjandi upp- sagnarfrestur fyrir flesta skip- verja, ef útgerðin átti að vera skaðlaus, því að ekki var hægt að reikna með framsali áhafnar eins og varahluta, sem voru látn ir fylgja skipinu. Skipaútgerðin slapp þó út úr því máli án mjög mikils kostnaðar. Hinn 14. apríl athuguðu væntan legir Kaupendur. að 15. apríl var skírdagur og sv0 fleiri helgidagar sem gerðu óhentugt að fram- kvæma eignaskiptin. Fór þá ráðuneytið fram á þag vig mig, að ég rentaði skipið í viku eða hálfan mánuð i viðbót. en þá var skipið aðeins ókomið til Rvíkur og m.a nýbúig að hafna hálfsmán samkvæmt tillögum frá milli- þinganefnd, og komu þau skip í notkun á árunum 1947/48. Er ekki vafi á því, að Þorcnóðs slysig 1943, þegar yfir 30 manns týndu lífi, er ófullkominn strand ferðabátur fórst, ýtti mjög undir smíði hinna síðastnefndu skipa. Esja hafði reynzt mikið happa- og nytjaskip á stríðstímanum og siðar, og hafð; það vafalaust þau áhrif, að ákveðig var að kaupa svipað skip og þó heldur stærra (Heklu) til viðbótar, en Herðu- breið og Skjaldbreið voru keyptar fyrst og fremst fyrir smáhafnirn ar, þar sem þröngsævi og grunn- sævi var víða við ófullkomin hafn armannvirki. Má segja, ag nefnd skipakaup hafi verið algerlega eðlileg á þeim tíma, sem þau voru afráðin en um það leyti sem skipin voru 1 smíðum og síðar gerðust örar breytingar i samgöngumálum þjóðarinnar Farþegaflutnmgur með flug- vélum sem varla nafðj pektzt áður. "arð æ þýðingarmeiri. vega samgóngur bö'nuðu stórlega svo og hafnaskilyrði. 1959—65 bólaði aldrei á vilja til endurnýjunar skipastólsins né byggingar varanlegs húsnæðis fyr ir stofnunina, þótt nann fyrr á árum nefð; látið líklega um hið síðast nefnda. Má því öllum vera Ijóst, hvér ber höfuðábyrgð á núverandi ó- hagstæðri rekstrarstöðu Skipaút- gerðarinnar. en þetta útilokar þó ekki, að eitthvað af hallanum megi rekja til vanstjórnar, og er meg tilliti til umræddra ásakana af hálfu Emils Jónssonar í minn garð hér með óskað eftir nánari rökstuðningi af hans hálfu. En þag mun e.t.v. koma ýmsum á óvart. að ég mun taka ag mér að sanna að nokkrai millj kr. af þeim rekstrarhalla 1964, sem ráðherrann hefur sérstaklega sak fellt mig fyrir, verður beinlínis að skrifá f vanstiórnarreikning hans sjálís Á ég þar meðal annars við það, ag flest strandferðaskipin voru, gegn mínum ráðum samkvæmt á- kvörðun ráðherra ókaskotryggð frá 1961/62 ti) t apríl 1965 en þetta reyndist a þessum tíma verulega óhagstæit og verður að telja, að beinn hallj af þessari ástæðu, sem nemur nærri 4 millj. kr.. komi fram á reikningum árs ins 1964. Þá vil ég halda því fram, að Skipaútgerðin haf; vegna síldar- flutningatilraunanna 1964, setm á kveðnar voru af ráðherra, tapað 1 millj. kr., og er þar 5. milljónin sem skrifa verður á stjórnarreíkn ing ráðherrans. Fleiri háar fjárhæðir vegna al mennra stjórnarráðstafana koma hér einnig til greina í samanburði við fyrri ár án þess þag skuli nán ar rakið að sinni. Hafnagjöldin Emil Jónsson hefur svarað gagnrýnj út af handahófskennd um og sumpart óhæfilega háum hafnagjöldum, sem víða eru lögð á strandferðaskipin og vörur fluttar með þeim, á þá leið, að tillögur hinna ýmsu hafnastjórna hafj yfirleitt verið samþykktar af hlutaðeigandi ráðuneyti. Hann segir enn fremur í vörn sinni: „Kostnaður við hafnagerðir er víða mjög mikill, en flutnings- magnið, sem um hafnirnar fer, lítið. og hlýtur því gjald á hverja einingu að vera allhátt og lenda á Skipaútgerðinnj sem öðrum”. Þetta er dæmalaust léleg vörn hjá manni, sem haft hefur mest völd á sviði hafnamála á fslandi í nærri 30 ár. Allir vita, að viðast skortir fé til hafna, en ekki verður gagn að háum gjaldtöxtum, ef þeir verða til þess að fæla vörur frá skipum í innanlandssiglingum yfir í önnur flutningatæki, sem engin hafnagjöld greiða. En þeg ar nægilega slæm útkoma hefur skapast á strandferðaskipum, m.a. af þessari ástæðu, þá hætta þau e.t.v. að sigla og hverfa þá einn ig hafnagjaldatekjurnar af þeim. Það er algerlega rangt, að hafnagjöld fyrir vörur fluttar milli innlendra hafna þurfj að vera jafn há og fyrir vörur flutt ar frá útlöndum. og til þess er yfirstjóm hafnamála í landinu hjá vitamálastjóra og ráðuneyti að gæta þess. ag einungis hófsam leg og skynsamleg hafnagjöld séu sett. Annað er ámælisvert tóm- lætj og vanstjóm. Vátryggingar skipanna Út af hinum áðurnefndu óvá- tryggðu tjónum, vil ég þegar taka fram eftirgreint til þess að fyrir- byggja misskilning. Um áramótin 1958/59 voru boð in iðgjöld fyrir vátryggingar 5 skipa strandferðadeildarinnar (Herjólfur ókominn) komin upp í 3,6—3,8 milj. kr. fyrir árið, og benti ég þá á, að þar sem tjón á undanfömum árum hefðu verið innan vig 2 millj. kr. á ári, þá værf íslenzka ríkið slíkur aðili, að það ætti ekki að þurfa að íáta bjóða sér nefnd vátryggingakjör. Varð þá full samstaða milli mín og ráðherra að kaupa aðeins tryggingu á umræddum skipum fyrir algem tapi og björgunar- kostnaði á árinu 1959, en þessi að gerð hafði þau áhrif, að við lok 1959, ouðu erlendir endurtryggj- endu.. iækkun á iðgjöldum fyrir fulla kaskotryggíngu sem nam 1,2 millj. Kr. á ársiðgjaídi, og var þá á ný samkvæmt minni tillögu keypt fulkomin trygging á um- ræddum skipum fyrir árið 1960.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.