Vísir


Vísir - 18.03.1974, Qupperneq 5

Vísir - 18.03.1974, Qupperneq 5
Visir. Mánudagur 18. marz 1974 5 AP/NTB UTLONDI MORGUN UTLOND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP 60% vilja Nixon svari til saka Skoðanakönnun, sem tímaritið ,,Newsweek" lét gera, gefur til kynna, að meirihluti Bandaríkja- manna vill, að Nixon for- seti verði látinn svara fyrir gjörðir sínar í Watergate- málinu í öldungadeild þingsins. — Hins vegar vildi þorrinn ekki taka sér í munn orðið ,,brottvikn- ing" í þessu samhengi. Könnunin var gerð á þann veg, að hringt var i 546 Bandarikja- menn og þeir spurðir m.a.: — Hvort þeir væru meðmæltir þvi, að þingmaður þeirra greiddi at- kvæði með kröfunni um réttar- höld yfir forsetanum, þar sem yrði ákveðið, hvort honum yrði vikið úr embætti vegna Water- gate-málsins? Hvort þeir teldu það til gagns eða skaða ættjörð- inni, ef þingmenn greiddu at- kvæði með þvi að vikja forsetan- um úr starfi? Það, sem könnunin leiddi fyrst og fremst i ljós, var, að menn hliðruðu sér hjá þvi að nota orða- lagið ,,að vikja úr embætti”. — Hins vegar vildu 60% að þing- menn þeirra ynnu að þvi, að rétt- ur yrði settur yfir forsetanum. 30% vildu það hins vegar ekki. 10% voru óákveðin. Spóir afsögn Nixons í nóv. — Nixon neyðist liklega til að segja af sér i nóvember, segir Wilbur IVlills, demó- krata-þingmaöurinn, sem er formaður i nefnd þeirri, er rannsakar skattamál forset- Mills kom fram i sjónvarps- viðtali i gær og itrekaöi þá fyrri yfirlýsingar um, að skattamálin væru forsetanum mun hættulegri en Watergate- hneyksliö. Bœldu niður uppreisn hersins í Portúgal Nixon Bandarikjaforseta gengur erfiðlega að láta jó-jóið leika i hönd- um sér. Hann fékk það að gjöf frá Rot Acuff, ungum þjóðiagasöngvara, á skemmtun i Nashvilie um helgina. Portúgalsstjórn og yfir- menn hersins virðast hafa fulla stjórn á hernum núna, eftir uppreisn einnar herdeildar á laugardag. Ríkisst jórnin hefur krafizt þess, að herinn sé við öllu búinn, sem þýðir, að enginn má hverfa f rá sinum stað. Þessu kann þó að verða aflétt siðar í dag. Alls sitja 200 liðsforingjar og hermenn i haldi eftir að þeir lögðu upp i bilalest frá Caldas da Rainha til höfuðborgarinnar. Vildu þeir votta Antonio de Spinola hershöfðingja hollustu sina, en honum hafði verið vikið úr starfi á fimmtudag fyrir bókarskrif sin, þar sem i ljós kom, að hann fylgdi ekki stefnu stjórnarinnar i nýlendumálum. Auk þessara 200 uppreisnar- manna hafa yfirvöld fangelsað 30 unga foringja úr hernum, en þeir voru taldir aðdáendur de Spinola. Meðal þeirra er Joao Almeida Bruno, hershöfðingi, einn virtasti herforingi Portúgala og náinn vinur de Spinola. Marcello Caetano, forsætisráð- herra, kallaði saman fund i rikis- stjórninni i gær til að ræða ástandiö. Þvi er spáð, að Caetano muni, áður en langt um liður, gera breytingar á stjórninni. Eru þó aðeins nokkrir dagar liðnir, siðan skipti urðu á nokkrum ráð- herrum i henni. OLIUEKLAN A ENDA Arabar samþykktu að aflétta sölubanni en lóta olíuverðið halda sér „Oliuriki Araba aflétta oliubanninu af Bandarikjunum frá og með deginum í dag,” upplýsti oliumálaráð- herra Saudi Arabiu, Ahmed Zaki Yamani, seint i gærkvöldi i Vinar borg. A fundi i Vin um helgina urðu oliuráðherrar Araba ásáttir um að byrja aftur sölu á oliu til Bandarikjanna en fyrir hana hafði verið tekið i októberstriðinu i haust. Það var Saudi-Arabia, sem knúði þessa samþykkt i gegn á fundi ráðherranna, fyrir þann þátt, sem utanrikisráðherra Bandarikjanna hefur átt i þvi að reyna að koma á friði með Aröb- um og tsraelsmönnum að undan- förnu. — Ýmis Arabariki með- Libýu i broddi fylkingar höfðu staðið gegn þvi. Á fundinum var . ennfremur ákveðið að láta núgildandi verð á óunninni oliu halda sér til 1. júni. — En það var tekið skýrt fram af hálfu þessara 12 ráðherra, að oliuverðið mundi taka þriðju hækkuninni, ef iðnaðarrikin gerðu ekki gangskör i þvi að stöðva verðhækkanir á iðnaðar- vörum, sem oliulöndin kaupa.af þeim. Formaður ráöherranefndar OPEC (sambands oliurikja Araba) sagði eftir fundinn i gær, að verð á oliu mundi hér eftir fylgja almennu verölagi á öðrum vörum á heimsmarkaðnum. Shcikh Ahmed Zaki Yamani, oliuráðherra Saudi Arabiu, hefur veriö hclzti talsmaður þess meðal Araba, að olfubanninu verði aflétt af Handarikjunum. — Hann sést hér (t.h.) á tali viö K.B. Andersen, utan- rikisráðherra Danmerkur. Ekkert sœnskt • r Jobert sparar stóryrðin , Ég held, að það sé betra að hafa tvo fætur en einn," sagði Michel Jobert, utan- ríkisráðherra Frakka, i gær, þegar hann ítrekaði nauðsyn þess, að Banda- ríkin og Evrópa héldu áfram að verða tvær meginstoðir Atiantshafs- bandalagsins. Jobert ítrek- aði, að hann mundi berjast fyrir auknu sjálfstæði Evrópu gagnvart Banda- ríkjunum. Ræða franska utanrikisráð- herrans á fundi með þingmönnum Gaullista vakti sérstaklega at- hygli fyrir það, hversu mildum orðum ráðherrann fór um um- mæli Nixons Bandarikjaforseta i Chicago á föstudaginn. Margir fréttaskýrendur hafa skýrt orð Nixons þá sem úrslitakosti fyrir Evrópu til að bæta sambúðina við Bandarikin. Jobert fjallaði ekki beinum orð- um um þá yfirlýsingu Nixons, að Evrópa gæti ekki búizt við hernaðarlegri samvinnu við Bandarikin, þegar hún stuðlaði að árekstrum við þau i stjórnmálum og efnahagsmálum. Jobert taldi óeðlilegt að tengja alla þessa málaflokka saman. Hann sagðist ekki viðurkenna réttmæti þess. Tónninn i ræðu Joberts þykir endurspegla þá viðleitni, sem orðið hefur vart hjá frönskum embættismönnum undanfarið, og miðar að þvi að draga úr stór- yrðunum um sambúðina við Bandarikin. n|osna- flug yfir Finn- landi Starfsemi sænsku leyniþjónust- unnar IB var til umræðu á sér- stökum fundi Olofs Palmc, for- sætisráöherra Svíþjóðar, og Uhros Kckkoncn, Finnlandsfor- seta i gær. Eftir fundinn neitaði Palme ásökunum um það, að sænska rikisflugfélagið Crownair hefði stundað njósnaflug yfir Finnlandi. — Sænsk yfirvöld i varnarmál- um hafa fullyrt, að slik njósnaflug hafi ekki farið fram og þau hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá flugvélum Crownair. Lengra nær þetta ekki, sagði Palme. Forsætisráðherrann hafnaði einnig fullyrðingum um það, að IB hafi grafið sendistöðvar i jörðu i Salla i Finnlandi eða haft fasta bækistöð i Imatra við sovézku landamærin. Palme sagði það rétt, að IB- menn hefðu sótt vistir til Finn- lands til að geta stundað störf sin á Finnska flóa. Þótt hann teldi þetta ekki brot á almennum regl- um i samskiptum rikja, myndu Sviar taka tillit til mótmæla Finna gegn þessari birgðaöflun.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.