Vísir - 18.03.1974, Síða 6

Vísir - 18.03.1974, Síða 6
6 Mánudagur 18. marz 1974. vísrn Útgefandi: Framkvæmdastjóri: ltitstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: ^ Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Kitst jórn: Reykjaprent hf. Sveinn K. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson llaukur Ilelgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 'J2. Simar 11660 86611 Ilverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur i lausasölu kr. 25 eintakið. Blaðaprent hf. Kauphækkunin hverfur Kauphækkanirnar i febrúarlok voru taldar vera um 20 prósent að meðaltali þá strax, og um mánaðamótin hækkaði kaupvisitalan um rúm 6 prósent. Verkafólk fékk þvi að meðaltali um 26 prósent kauphækkun. Þetta mundi við eðlilegar aðstæður þykja miklar kjarabætur. En á rúmum tveimur vikum höfðu verðhækkanir etið upp mestan hluta kauphækkananna. Keyrsla verðbólguskrúfunnar hefur verið með ólikindum. Visir athugaði fyrir helgi, hve mikið mætti ætla, að þessar verðhækkanir hefðu tekið af tekjum meðalfjölskyldu. Sú athugun leiddi i ljós, að láta mundi nærri, að þrir fjórðu af kaup- hækkununum væru þegar glataðir hjá fjögra manna fjölskyldu með 50 þúsund króna mánaðar- tekjur. Miðað var við, að tekjur fjölskyldunnar hefðu hækkað um rúmlega 10 þúsund krónur við kjarasamningana og visitöluuppbæturnar um mánaðamótin, sem er nálægt meðaltalinu. Samantekt á þeim verðhækkunum, sem höfðu orðið á tveimur vikum gaf til kynna, að yfir 7 þús- und krónur af tekjum þessarar fjölskyldu mundu fara til að greiða hærra verð fyrir nauðsynjar, • eftir þvi sem næst varð komizt um likleg meðal- töl. Verðhækkun á búvörum mundi til dæmis kosta fjölskylduna yfir tvö þúsund krónur á mánuði, ef reiknað var með, að hún verði rúmum átta þús- und krónum á mánuði til kaupa á innlendum landbúnaðarvörum. Eigi fjölskyldan bifreið, virðist nærri lagi að telja, að hækkun á bensini kosti 750-900 krónur á mánuði að meðaltali. Hækkun vgjalda rafmagnsveitunnar og verðhækk- un á oliu til húshitunar hefur mjög mismunandi áhrif eftir þvi, hvort fólk býr á hitaveitusvæði eða utan þess. En nærri lagi virðist að telja hækkun um 700-800 krónur á mánuði algert lágmark, þeg- ar hugsað er um meðaltal fyrir landið allt. Hækkun á afnotagjöldum útvarps og sjónvarps er rúmlega 200 krónur á mánuði. Hækkun álagningar i heildsölu og smásölu, hækkun farm- gjalda og verðhækkanir á innfluttum vörum þessar vikur yrði áreiðanlega ekki minni en 1500 krónur fyrir meðalfjölskyldu. Yfirlit yfir hinn langa lista annarra verðhækk- ana leiddi i ljós, að 1600 krónur yrði að teljast hið minnsta, sem þær kostuðu meðalfjölskyldu á mánuði. Þessi listi er samtals um og yfir 7 þúsund krón- ur á mánuði, og er þá ótalið það, sem fer fram hjá verðlagsyfirvöldum i þessari verðbólguskriðu, þar sem allt æðir áfram. Má þar nefna húsaleigu sem skýrt dæmi. Illu heilli verður að lita á það sem lágmark, að verðbólgan hafi etið upp þrjá fjórðu af meðal- kauphækkunum á rúmum tveimur vikum eftir kauphækkanirnar. Þetta gildir um þorra verka- fólks. Þeir standa auðvitað betur að vigi að þessu leyti, sem hafa fengið meiri kjarabætur en þetta og hafa minni fjölskyldu. Engum kemur til hugar, að skriðan hafi numið staðar eftir þetta. Vafalaust á margt eftir að hækka i verði á næstunni af nauðsynjum almenn- ings. Til viðbótar þvi, sem hækkar hvort sem er, ræða stjórnvöld nú um gengisfellingu, og stefnt er að hækkun söluskatts, sem mundi bætast við verðlagið strax, en lækkun tekjuskatta mundi hafa áhrif seinna. Og launþegar verða að biða til 1. júni eftir þvi, að kaupvisitalan hækki. Hætt er við, að mörgum muni finnast það löng bið.—HH Umræðurnar um öryggismál islands hafa sjaldan eða aldrei verið meiri en siðan núverandi rikisstjórn tók við völdum sumar- ið 1971. Umræðurnar hafa á ýms- an hátt staðnað á þessu timabili. Menn láta sér núorðið nægja að nefna t.d. öryggisráðstefnu Evr- ópu og SALT-viðræöur risaveld- anna, þegar þeir segja, að við lif- um á friðartimum, en þeir fara sjaldan orðum um, hvernig þess- um viðræðum miðar. Sumarið 1971 gat verið raun- hæft að benda á öryggisráðstefn- una og SALT-viðræðurnar og segja: Biðið þið við, þegar þetta allt hefur byrjað eða komizt i heila höfn, þá lifum við á sann- kölluðum friðartimum. 1971 var unnt að mála þessa þætti i sam- skiptum austurs og vesturs blárri og glæsilegri birtu fjarlægðarinn- ar. Það dugar hins vegar ekki lengur. Oryggisráðstefnan hefur dregizt á langinn og hún sýnir betur en flest annað, hve djúpt bilið er á milli austurs og vesturs, ekki sizt þegar mannréttindin eru dregin fram i dagsljósið. A nýlegum fundi sinum með Pompidou lagði Brezhnev höfuð- áherzlu á það, að öryggisráð- stefnunni lyki sem fyrst. Loka- fundinn skyldi halda með pomp og pragt, þar sem þjóðaleiðtogar kæmu fram og gæfu hátiðlegar yfirlýsingar. Pompidou tók þess- um hugmyndum Brezhnevs illa Sovézk eldflaug i skotstöðu. og var þeirrar skoðunar, að mik- ilvægara væri að einhver árangur 'næðist af öllum þessum fundum. A fundi á fimmtudag kom fram, 'að öll NATO-rikin styðja þetta sjónarmið Pompidous. Brezhnev þarf ekki sizt á þvi að halda vegna ástandsins heima fyrir að slá sér 'upp með hátiðlegum lokafundi ör- ^yggisráðstefnunnar. Andrei Grechko, sovézki landvarnaráð- herrann hefur gefið yfirlýsingar, þar sem hann gerir litið úr stefnu friðsamlegrar sambúðar við löndin i vestri. Hann er þar með að beina spjótum sinum að stefnu Brezhnevs. Að mati flokksleið- togans mundi hátiðarfundur með Triðarræðum slá nokkuð vopnin úr höndum haukanna i Moskvu, Grechko og hans liði. Likur benda til þess, að ör- 'yggisráðstefnunni ljúki i sumar, .hvort sem það verður með há- tiðarfundi eða á annan hátt. Ljóst er, að niðurstöður ráðstefnunnar 'verða ekki til þess að kollvarpa þvi öryggiskerfi, sem nú rikir i Evrópu eða breyta þvi á nokkurn hátt, sem umtalsvert er. Viðræður risaveldanna um tak- mörkun gjöreyðingarvopna, SALT-viðræðurnar, hófust 1969. Fyrsta samkomulagið náðist 1972 og var undirritað, þegar Nixon heimsótti Brezhnev þá um vorið. Siðan þá hafa aðilar ræðzt við, og að þvi er stefnt á þessu ári að ljúka öðrum þætti viðræðnanna. Margt hefur breytzt siðan fyrsti SALT-samningurinn var undirrit- aður. Ýmislegt bendir til þess, að erfiðara verði að komast að nýju samkomulagi, ekki sizt vegna þess að vigbúnaðartæknin hefur tekið stórstigari framförum i Sovétrikjunum en búizt var við. 1 SALT-I samningnum, sem á að gilda til 1977, er mælt svo fyrir, að Sovétrikin megi á samnings- timabilinu ráða yfir 1560 lang drægum eldflaugum en Banda- rikin 1054. Samið var um þennan mun, vegna þess að bandarisku eldflaugarnar voru búnar kjarna- hleðslum, sem skjóta mátti með sömu eldflaug á fleiri skotmörk en eitt, þessar hleðslur eru þekkt- ar undir skammstöfuninni MIRV. A Vesturlöndum töldu menn óliklegt 1972 að Sovétrikin eignuð- ust slikar hleðslur á samnings- timabilinu. Bandariskur kafbátur skýtur Polaris-eldflaug I tilraunaskyni. Á miðju siðasta ári voru 336 slikar eldflaugar um borð i bandariskum kjarn- orkukafbátum. Risaveldin hafa ekki samið um takmörkun á þessum eldfiaugum, sem draga frá 1750 til 2880 milur. Björn Bjarnason: Umrœðurnar um oryggis- múl staðnaðar ABM-varnareldflaug sýnd I Moskvu. SALT-samningurinn, sem Nixon og Brezhnev undirrituðu i mai 1972, mælir fyrir um það, að slikar eld- flaugar megi vera á tveimur stöðum i löndum þeirra. Önnur eldflauga- stöðin á að vera i nágrenni höfuðborganna og hin við mikilvæga skot- stöð árasareldflauga. 1 ágúst sl. skýrði James Schles- inger, landvarnaráðherra Banda- rikjanna, frá þvi, að Sovétmenn væru byrjaðir tilraunir með MIRV. Hann spáði þvi einnig, að 1975 hefðu Rússar tekið hleðsl- urnari notkun. Þessar staðreynd- ir hafa leitt til þess, að annar þáttur SALT-viðræðnanna hefur orðið mun flóknari en ella. Raun- ar.hafa viðræðurnar að nokkru leyti siglt i strand, og það kemur fram i fjárlagabeiðni bandariska varnarmálaráðuneytisins, sem nýlega var lögð fram, að ráðu- neytið telur nauðsynlegra en nokkru sinni áður að auka fjöl- breytnina i kjarnorkuvigbúnaði Bandarikjanna. 1 desember sl. lýsti bandariski öldungadeildarþingmaðurinn Henry Jackson þvi yfir, að SALT-viðræðurnar væru komnar i strand vegna umræðugrund- vallarins,,sem Sovétmenn hefðu lagt fram, hann væri bæði ein- hliða og algjörlega óaðgengileg- ur. Jackson lagði fram i öldunga- deildinni drög að samningi, þar sem gert er ráð fyrir þvi, að samningsaðilarnir skeri niður kjarnorkuherafla sinn og hann verði jafnmikill hjá báðum. Bæði rikin hafi heimild til að eiga 560 eldflaugar, sem skotið er frá kaf- bátum, 800 langdrægar eldflaug- ar á landi og 400 langfleygar sprengjuflugvélar. Svipaðar hugmyndir komu ný- lega fram hjá bandariska land- varnaráðherranum. Hann sagði, að Bandarikin væru bæði reiðu- búin að ná jafnvægi með niður- skurði og með aukningu, svo að þau næðu Sovétrikjunum. I skýrslu til fulltrúadeildar Banda- rikjaþings sagði hann einnig, að um leið og menn væntu hins bezta i SALT-viðræðunum ættu þeir einnig að búa sig undir hið versta. Fjárlagabeiðni bandariska varnarmálaráðuneytisins þykir benda til þess, að landvarnaráð- herrann og ráðunautar hans búi sig undir hið versta. Þar er gert ráð fyrir margs konar nýjum kjarnorkuvopnum, sem eiga eftir að valda SALT-samningamönn- unum miklum vandræðum. Fjár- lagabeiðnin frá Pentagon hefur ávallt þótt bezta visbendingin um það, hvert Bandarikin stefna i vigbúnaði sinum. Staðreyndin er sú, að hvort sem litið er til öryggisráðstefnunnar eða SALT-viðræðnanna, er ekki nein sérstök ástæða til bjartsýni um breytta tima i varnarmálum. Eitt má þó fullyrða, að samninga- viðræður austurs og vesturs verða ekki til þess að auðvelda smárikjum ákvarðanatöku um öryggismál sin. Breytingatiman- um er alls ekki lokið, og meðan ó- vist er um endanlega niðurstöðu, er bezt að fara sér hægt, um leið og ýtrustu hagsmuna er gætt.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.