Vísir - 18.03.1974, Side 7
Visir. Mánudagur 18. marz 1974
7
cTVIenningarmál
Varnarmál og
þjóðarvilji
íslendingar hafa háð
þrotlausa baráttu við nátt-
úruöflin og fært þar marg-
ar fórnir. Manntjón hafa
þeir einnig beðið af völdum
styrjalda hlutfallslega
ekki minna en þær þjóðir,
sem tekið hafa þátt í þeim.
Hins vegar hafa þeir
aldrei lagt neitt af mörk-
um til eiginlegra land-
varna, hvorki í f jármunum
né verkkvöðum, hvað þá að
þeir hafi hætt lífi sínu.
Slíkt hefur þó jafnan þótt
sjálfsögð skylda allra
þjóðfélagsþegna — og
raunar háleit dyggð að
falla fyrir föðurland sitt.
Vissulega ber það eigi siður
vitni um dyggðugt hugarfar að
hafna öllum hernaði — neita skil-
yrðislaust að taka sér vopn i hönd
hvað sem á dynur, eins og friðar-
sinninn gerir. Ef Islendingar að-
hylltust slika lifsskoðun, leiddi af
henni, að þeir visuðu á bug öllum
samskiptum við her, hverju
nafni, sem hann nefnist, afneit-
uðu hernaðarbandalögum og
hvers konar hernaðarsamstarfi,
en létu að öðru leyti auðnu ráða.
Afstaða beggja er siðferðislega
réttlætanleg: varnarsinnans, sem
er reiðubúinn að láta lifið fyrir
ættjörðjna og friðarsinnans, sem
hafnar vopnum skilyrðislaust.
Að verja iand
með bænarskrá
En hvaða siðferðilega mæli-
kvarða ber þá að leggja á afstöðu
tslendinga: að njóta hervarna án
þess að bera nokkrar skyldur, að
kalla hingað útlend varnarlið,
leitazt við að hafa af þvi allt það
hagræði, sem unnt er, en vikja sér
sem vandlegast undan kvöðum.
Þetta er allt of kunnugt til þess að
þörf gerist að rifja það upp. Fjöldi
íslendinga hefur stórhagnazt á
viðskiptum við varnarliðið, góð-
gerða- og hjálparstarf þess er al-
kunnugt, enda spara innlendir
málsvarar þess i hópi blaða-
manna og stjórnmálamanna ekk-
ert erfiði til að tiunda það sem
vandlegast. Eru jafnvel dæmi
um, að islenzk málgögn hafi tekið
það óstinnt upp, ef lslendingar
reyndu að bjarga sér sjálfir og af-
þökkuðu aðstoð varnarliðsins.
Loks er varnarliðið einn helzti
skemmtikraftur landsins, auk
þess sem það heldur uppi sköru-
legri risnu fyrir gesti og gang-
andi.
Þetta er óvenjuleg aðstaða i
varnarmálum. Sýnist þvi mega
spyrja, hvort einmitt þetta hafi
ekki fremur ruglað dómgreind
hinna um það bil 55 þúsund undir-
skrifenda. Hafa ekki ábata og
þægindasjónarmiðin: hermangið,
hjálparstarfið, hermannasjón-
varpið og veizluboðin hreinlega
hlaðiö undir skeytingarleysi og
léttúð, þannig að undirskrifta-
áhuginn sé ekki annað en vitnis-
burður um hvatir, sem varla er
hægt að hafa i hámælum af vel-
sæmisástæðum, og umhyggjan
fyrir öryggi lands og þjóðar yfir-
varp eitt.
Rökin fyrir landvörnum á ís-
landi eru flókin eins og fyrr er
vikið að og almenningur gerir sér
litla grein fyrir innsta eðli þeirra
og — það, sem verra er — nennir
sennilega ekki að brjóta þau til
mergjar, af þvi að eðlilegar kvað-
ir fylgja ekki. Á þetta lagið hefur
herinn gengið með þvi að kitla
ábatavon, auglýsa hjálpsemi sina
og dekra við afþreyingarhneigð,
og eru þar drýgst vopn múgsefj-
unarinnar. Þannig hefur honum
tekizt að afla sér vinsælda og
treysta sig i sessi — og árangur-
inn lætur ekki á sér standa.
Hversu margir hefðu skrifað
undir, ef menn hefðu jafnframt
átt að játast undir að taka á sig
hliðstæðar kvaðir, þar á meðal
útgjaldabyrðar, og nágranna-
þjóðir okkar gera? Hversu marg-
ir væru virkir félagsmenn i Sam-
tökum um vestræna samvinnu
eða Varðbergi, ef boðið væri upp
á erfiðar heræfingar i stað
skemmtiferða og samkvæma?
Ef Islendingar telja sér hins
vegar ofviða að leggja neitt af
mörkum, sem máli skiptir til
landvarna — og nokkur rök eru
fyrir, þótt minna megi á, að þeir
búi við meiri velmegun en flestar
aðrar þjóðir — þá eiga þeir i raun
og veru ekki annars kostar völ en
leiða hjá sér allt sem flokka má
undir hermál. Sizt af öllu getur
slik þjóð aðhafzt neitt, sem talizt
getur beiðni til útlendinga um að
annast varnir þeirra ókeypis,
nema i mesta lagi, ef bein árás er
yfirvofandi, og er það þó jafnvel
ærið varhugavert. Ef Islendingar
telja hins vegar óhjákvæmilegt
að koma til móts við eindregnar
óskir nágrannaþjóða um aðstöðu
i landinu, getur það ekki orðið
með öðrum hætti en að þola hinn
útlenda her. Jafnframt hlýtur sú
aðstaða, sem i té er látin að vera
bundin við algert lágmark þess,
sem nauðsynlegt telst. Að öðru
leyti hljóta Islendingar sóma sins
vegna að leiða þær varnarsveitir
hjá sér eftir þvi sem frekast er
unnt.
Undirskriftir og
erlend ihlutun.
Ekki er auðvelt að segja til um
það, hverjar verði afleiðingar
þessa undirskriftaframtaks.
Engar sérstakar likur eru til
þess, að hún hafi komið i veg fyrir
brottvisun varnarliðsins, þvi að
þingmeirihluti hefur hvort eð er
ekki verið til fyrir þeirri ráðstöf-
un, auk þess sem ekki er fyllilega
ljóst, hvað það merkir að „láta
herinn fara”. Jafnvel þótt svo
væri, er alls óvist, að gerlegt sé að
visá hernum brott i blóra við ein-
dreginn vilja nágrannaþjóðanna.
Ef málum er i reynd svo háttað,
má segja að hún hafi ekki skipt
miklu máli og megi gleymast
þess vegna.
Liklegra er þó hitt, að hún hafi
mjög treyst áhrif Bandarikja-
manna á Islandi, er voru þó ærin
fyrir. Stórveldi leitast hvarvetna
við að efla itök sin og áhrif sem
mest, og eru Bandarikjamenn
þar engin undantekning. Þetta
hafa þeir gert viða, t.d. i Suður-
Ameriku og viðleitni þeirra til að
afla sér vinsælda og áhrifa á Is-
landi fer vist varla fram hjá nein-
um.
Margir Islendingar telja þörf á
ýmsum breytingum á skipan
varnarmála á Islandi, meðal ann-
ars að stórlega verði dregið úr
áhrifum hersins i islenzku
þjóðfélagi. Slikt fólk er áreiðan-
lega til meðal undirskrifenda,
þótt allt bendi til að þeir ráði
ferðinni, sem annað hugsa. At-
hyglisvert er að minnsta kosti, að
hvorki skuli vikið að þessum
vanda i áskoru'ninni sjálfri né
yfirlýsingunni, sem fylgdi og áður
hefur veri vikið að.
Markmiðið með endurskoðun
varnarsamningsins er hvað sem
algerri brottför liður að draga úr
áhrifum varnarliðsins i islenzku
þjóðfélagi. Þessa viðleitni hlýtur
undirskrifasöfnunin að veikja
stórlega. Bandarikjamönnum
verður innan handar að sýna
hvers konar tregðu á að
samþykkja breytingar i trausti
þess að túlka megi undir-
skriftirnar svo, að ekki komi
undir neinum kringumstæðum til
uppsagnar varnarsamningsins.
Með óbilgirni virðast þvi Banda-
rikjamenn hafa i hendi sér að
Seinni grein
eftir
Sigurð Líndal
fella rikisstjórnina. Það eitt þarf
ef til vill ekki að valda áhyggjum.
Rikisstjórnin getur fallið vegna
ágreinings um utanrikismál eins
og öll önnur, þótt átök um þau séu
óæskilegri en um innanlandsmál.
Sérstaða þessa máls er hin beina
aðild varnarliðsins með þeirri ó-
eðlilegu aðstöðu, sem það hefur i
landinu.
Ýmsum finnst nú sennilega, að
með þessu sé óþarfa umhyggja
borin fyrir rikisstjórninni. En hér
skiptir valdatimi ekki máli,
heldur hitt, hverjir hafi lif rikis-
stjórnar i hendi sér. Þótt réttlæt-
anlegt sé að þiggja „aðstoð varn-
arliðsins” til að bjarga mannslif-
um, er óréttlætanlegt að þiggja
hana til að fella rikisstjórnir. Ég
vona, að Sjálfstæðisflokkurinn
ljái aldrei máls á sliku. Það mun
þó nokkuð mega marka af þvi,
hversu hann fagnar undirskrift-
um, þegar þær verða lagðar fram
og hvaða stefnu hann tekur i
varnarmálunum almennt.
Uppreisn múgsins
Jafnvel þótt skjöldur Sjálf-
stæðisflokksins verði eins hreinn i
þessu undirskriftarmáli og hugs-
azt getur, er ekki þar með sagt,
að afleiðingarnar kunni ekki að
verða þær, er sizt skyldi — jafnvel
allt aðrar en forgöngumenn þess
vilja.
Sá góði árangur, sem náðst
hefur, veitir ótviræða visbend-
ingu um, að áróðurinn, sem fylgt
hefur varnarliðinu á tslandi, hafi
borið góðan árangur og það eign-
azt sterk itök. Enginn getur að
visu sagt til um það, hversu stór
sá hópur er, sem varnarliðið veit-
ir með ýmsum hætti andlega for-
ystu, en undirskriftasöfnunin
veitir meðal annars visbendingu
um, að hann sé furðu fjölmennur.
Einn af forsprökkunum hefur
nefnt undirritendur hinn þögla
meirihluta. Vel má vera, að sú
nafngift hæfi, enda fer einatt
saman þögn og fylgispekt.
Múgmennska nær æ meiri tök-
um á hinum þögla meirihluta.
Einkennin eru alkunn: þreyta,
leiði, sinnuleysi, nautnahneigð.
Sigurður Lindal.
Æðsta takmark múgmennisins er
að fá gæði heimsins, sem rikuleg-
ast helzt án þess að leggja neitt af
mörkum til að afla þeirra.
Múgurinn, sem kjarni hins þögla
meirihluta er reiðubúinn til að
fylgja hverjum þeim, sem gefur
álitlegustu fyrirheit um fullnæg-
ingu slikra óska — hverjum þeim
sem linast býður en lofar mestu. I
þessu er meðal annars fólgin
skýringin á velgengni lýðskrums-
flokks Glistrups i Danmörku, sem
Morgunblaðið hefur kallað upp-
reisn hins þögla meirihluta þar i
landi. Eitt af mörgum loforðum
þessa flokks er einmitt að létta af
Dönum byrðum landvarnanna.
Ætli ásigkomulag hins þögla
meirihluta á Islandi sé ekki eitt-
hvaðáþekkt. Eru ekki lifsviðhorf-
in sem fylgt hafa öllum skiptum
við varnarliðið nákvæmlega
þessi? Ef einhver munur er,
ganga hergróðasinnar á Islandi
þó lengra. I Danmörku er einung-
is — að minnsta kosti enn sem
komið er — rætt um að létta af
byrði, hér er takmarkið að
tryggja ágóða. Arangurinn við
undirskriftasöfnunina bendir til
þess, að slikar lifsskoðanir eigi nú
orðið greiða leið að hugum Is-
lendinga.
Nú getur hinn þögli meirihluti,
vandlega skráður á tölvuspjöld,
beðið leiðtoga sins til að gera upp-
reisnina gegn þeim, sem vilja
hafna gjöfum og jafnvel leggja á
byrðar. Varnarliðið hefur átt
drjúgan þátt i að undirbúa jarð-
veginn, og sem viðurkennd stofn-
un i islenzku þjóðfélagi telur það
varla eftir sér að styðja þann for-
ingja, sem er þvi hliðhollur og
þarfnast stuðnings þess. Yrði það
einungis i samræmi við það, sem
er að gerast i nálægum löndum,
að herinn gerist æ umsvifameiri
eftir þvi, sem lýðræðisstjórnar-
háttum hnignar, þótt hægt fari.
Og tæpast ætti að verða bið á, að
einhver gefi sig fram — svo sem
úr hópi þeirra mörgu, sem bera
þunga byrði brostinna vona um
stjórnmálaframa.