Vísir - 18.03.1974, Qupperneq 10
Það voru tíðindi:
Ekkert íslands-
met í lyftingum
Fátt var um stór afrek á ís-
landsmótinu í lyftingum, sem
haldið var i anddyri Laugar-
dalshallarinnar s.l. laugardag.
Ekki eitt einasta Isiandsmet
var sett á þessu móti, og er
það öfugt við fyrri mót, þar
sem sannkallað metaregn hef-
ur ávallt sett mestan svip á
mótin.
Að þvi hlaut að koma, að þetta regn
hætti, eða a.m.k. minnkaði —en margt
má nú á milli vera. Stóru nöfnin i
iþróttinni, Kári Elisson, Skúli Öskars-
son, Guðmundur Sigurðsson og Gústaf
Agnarsson, reyndu allir við ný met, en
öllum mistókst. Guðmundur var næst-
ur þvi og var árangur hans I mótinu i
heildina mjög góður. Þá var árangur
Skúla einnig ágætur, en þeim Gústafi
og Kára mistókst gjörsamlega. Þeir
misstu ekki aðeins af metunum —
heldur misstu þeir einnig af Islands-
meistaratitlinum i sinum flokkum —
titlum, sem þeir áttu örugglega að
hafa ef þeir hefðu fyrst húgsað um að
tryggja sér þá og síðan að reyna við
metin.
Gústaf byrjaði að snara 150 kg og
tókst það auðveldlega. Siðan hækkaði
hannil65kg og þar mistókst honum i
báöum tilraununum. 1 jafnhending-
unni mistókst honum alveg i öllum
tilraununum og var þar með úr
Snörun
FLUGUVIGT:
Trausti Gunnarsson, HSK 30
DVEKGVIGT:
Sigurður Grétarsson, HSK 70
FJAÐURVIGT:
Kristinn Asgeirsson, HSK 60
LÉTTVIGT:
Jón Pálsson, HSK 60
MILLIVIGT:
Skúli Óskarsson, UIA 95
LÉTTÞUNG AVIGT:
Árni Þ. Helgason, KR 100
MILLIÞUNGAVIGT:
Guðmundur Sigurðsson, A. 137,5
ÞUNGAVIGT:
Sigurður Stefánsson, KR 75
keppni. Sigurvegari i hans flokki,
þungvigt, varð Sigurður Stefánsson
KR, sem lyfti samtals 195 kg., eða 235
kg. minna en Gústaf á bezt. Sama var
upp á teningnum hjá Kára. Hann náði
ekki upp byrjunarþyngdinni og var
þar með úr leik.
Árangur Guðmundar Sigurðssonar i
milliþungavigt var góður, en hann var
aðeins 5 kg frá sinu bezta i saman-
lögðu. Þá var árangur Skúla Óskars-
sonar i millivigt einnig nokkuð góður.
Hannsetti skemmtilegan svip á mótið
með framkomu sinni og höfðu áhorf-
endur mikið gaman af honum og til-
tækjum hans.
Arangur i léttari vigtunum var ekki
neitt til að hrópa húrra fyrir, en þar
röðuðu ungir menn frá HSK sér i hvert
sætið á fætur öðru. Hlaut félagið 4
íslandsmeistara og er það vel gert hjá
félagi, sem ekki hefur haft lyftingar á
stefnuskrá sinni lengur en HSK hefur
gert.
Yfirdómari i þessu móti var einn af
forráðamönnum sænska lyftingasam-
bandsins, Folke Garbon. Var hann hér
m.a. til að kynna sér aðstæður fyrir
NM-mótið i lyftingum, sem fyrirhugað
er að halda hér á landi á næsta ári.
Leist honum vel á salinn i Laugardals-
höllinni og eru þvi allar likur á að mót-
ið fari hér fram.
Islandsmeistarar i einstökum
þyngdarflokkum urðu þessi: (Snörun,
jafnhending, samtals og núgildandi Is-
landsmet samtals).
Guðmundur Sigurðsson. Ljósmynd Bjarnleifur
Vlsir. Mánudagur 18. marz 1974 Vísir. Mánudagur 18. marz 1974
Islandsmeistararnir I blaki 1974 — nemendur íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Ljósmynd Bjarnleifur.
Nemarnir í íþróttum
hlutu gullið í blaki!
Töpuðu engum leik ó íslandsmótinu, sem lauk í gœrkvöldi
Þróttur og Grótta
munu leika aukaleik um
sigur i 2. deild karla i
handknattleik og jafn-
framt sæti i 1. deildinni
næsta ár, i iþróttahúsinu
i Hafnarfirði n.k.
laugardag. Þróttur
sigraði KRiLaugardals-
höllinni i gær, 24:16, og
náði þar með sömu
stigatölu og Grótta.
Ekki var leikurinn neitt sér-
stakt fyrir augað, enda sýnilega
lftill áhugi hjá KR-ingunum að
sigra i þessari viðureign.
Þróttararnir höfðu aftur á móti
allt að vinna, og var mikil barátta
f þeim —stundum af meira kappi
en forsjá.
Þeir höfðu tvö mörk yfir i hálf-
leik, 8:6, en KR náði að jafna
10:10snemma isiöari hálfleik. Þá
fóru þeir að slaka á og
Þróttararnir skoruöu næstu sjö
mörk án þess að hinir kæmust á
blaö. Af þessum 7 mörkum skor-
aði hinn skemmtilegi unglinga-
landsliðsmaður Friðrik Friðriks-
son 4 fyrstu mörkin i röð, flest úr
hraðupphlaupum.
Eftir þetta forskot Þróttar fóru
KR-ingarnir aftur i gang og var
leikurinn jafn siðustu minúturn-
ar, en honum lauk með sigri
Þróttar 24:16.
Hin gamla landsliðskempa,
Þorsteinn Björnsson, stóð i marki
Þróttar nær allan leikinn og
varði oft stórglæsilega — þó
þungur sé og þykkur um mittið.
Geta Þróttarar mikið þakkað
honum árangur liösins i vetur, en
hann hefur hvað eftir annað
bjargað þeim úr kröppum dansi,
þegar allt hefur gengið á aftur-
fótunum hjá útispilurunum.
islandsmótinu í blaki
lauk í Laugardalshöllinni í
gærkveldi með þrem síð-
ustu leikjum þessa
skemmtilega móts, sem
staðið hefur yfir með mikl-
um glæsibrag í allan vetur.
Þá tryggði lið UMFB, sem
er skipað íþróttakennara-
nemum frá Laugarvatni,
sér sigur í mótinu. Lið
Laugdæla hlaut silfurverð-
launin og lið stúdenta
bronsið.
Þessi „úrslitahrina” mótsins
hófst á laugardaginn er UMFL
sigraði lið Menntaskólans á Akur-
eyri (IMA) 3:1... 15:11 — 15:12 —
14:16 — 15:2. Þá léku einnig
UMFB og Eyfirðingar, (UMSE)
og sigruðu iþróttakennaraefnin i
þeim leik 3:1.... 15:2 — 15:1 —
21:23 — 15:10. Þriðja hrinan i
þeim leik er einhver sú skemmti-
legasta sem sézt hefur i blaki i
þessu móti en henni lauk með hin-
um óvenjulegu tölum i svona
keppni 23:21.
Keppnin i gærkveldi hófst með
leik UMFL og UMSE. Eyfiröing-
ar sigruðu i fyrstu hrinunni 15:8,
en þá tóku Laugdælir, með Anton
Bjarnason i fararbroddi, sig loks
til og sigruðu i næstu þrem hrin-
tveim hrinum.... 15:11 — 15:10.
Fimmta og siðasta hrinan var
hápunktur kvöldsins, en henni
lauk eftir æðisgengna baráttu
með sigri stúdenta 15:13. Þá var
komið að siðasta leik kvöldsins,
og jafnframt siðasta leik mótsins,
en hann var á milli UMFB og
IMA.
I þeim leik fór ekki á milli mála
hvort liðið væri betra.. Piltarnir
úr Iþróttakennaraskólanum
sýndu þar eins og i öðrum leikjum
i þessu móti, að þeir eru beztir i
þessari ört vaxandi iþróttagrein,
og sigruðu Akureyringana 3:0....
15:9 — 15:9 — 15:10.
Lið þeirra er mjög jafnt og vel
þjálfað, enda eru þeir i iþróttum
alla daga vikunnar. Þar fyrir
utan eru allir i liðinu fæddir
„boltamenn” má þar t.d. nefna
Asgeir Eliasson handknattleiks-
og knattspyrnumann úr 1R og
Fram, Pálma Pálmason, hand-
knattleiksmann úr Fram og
Snorra Rútsson knattspyrnu-
mann úr Vestmannaeyjum, svo
að einhverjir séu nefndir.
Lokastaðan i blaki '74:
UMFB
UMFL
ts
Vlkingur
ÍMA
UMSE
15-4 272:189 10
13-7 281:213 8
11-10 265:254 6
10-12 255:272 4
8-13 256:285 2
4-15 160:276 0
um... 15:2— 15:2 — 15:6. Þar með
höfðu þeir tryggt sér silfurverð-
launin og höfðu möguleika á gull-
inu, ef IMA sigraði UMFB í slö-
asta leiknum 3:0.
Þá hófst leikur 1S og Vikings og
var þar barizt um bronsverðlaun-
in i mótinu. Þessi leikur var mjög
skemmtilegur og spennandi og
höfðu áhorfendur mikið gaman af
honum. Stúdentarnir sigruðu i
fyrstu hrinunum... 15:4 — 15:7.
En þá tóku Vikingarnir heldur
betur við sér og sigruðu i næstu
Asgeir Eliasson, sá kunni iþróttamaður, á miðri mynd, skellir gegn
Eyfirðingum.
IppsÉg
. deild!
Fram tryggði sér titilinn
- og Víkingur úr fallhœttu!
— eftir úrslit í 1. deild kvenna á íslandsmótinu í handbolta
Fram tryggði séi| is-
landsmeistaratitilinn i 1.
deild kvenna i hand-
knattleik i gær með þvi
að gera jafntefli við Vik-
ing 10-10 i sínum næst
siðasta leik i mótinu. Má
liðið tapa siðasta ieikn-
um, sem er gegn Val, en
heldur samt titlinum.
Stigin urðu
Valsmanna!
gegn Þór í 1. deildinni í handboltanum
Valsmenn tryggðu sér
sigur gegn Þór á loka-
mínútum leiksins í 1. deild
á laugardaginn. Lokatölur
urðu 24-21 fyrir Val í
iþróttaskemmunni á Akur-
eyri í þessum leik í 1. deild-
inni í handboltanum— leik,
sem lengstum var mjög
jafn, eiginlega alveg til
loka og eins marks munur
var Val í hag, þegar fimm
mínútur voru eftir.
Áður en leikurinn hófst minntist
Haraldur Helgason, formaður
Þórs, Jónasar Þórarinssonar, en
hann var aðalforustumaður Þ5rs
ihandknattleiknum. Jónas lézt sl.
miðvikudag mjög snögglega —
aðeins þritugur að aldri. Hann
var kvæntur og átti tvö börn, og
er mikill söknuður að þessum
unga, efnilega manni.
Þrátt fyrir sorglegan ramma
leiksins var hann fjörugur fyrir
áhorfendur, en afar illa leikinn.
Mistök voru mikil á báða bóga —
knötturinn gekk oft mótherja á
milli, og það meira að segja i
hraðaupphlaupum.
Valsmenn byrjuðu betur og
skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins
— en siðan komu fjögur Þórs
mörk i röð. 4-2 fyrir Þór. Um
miðjan hálfleikinn hafði Valur
náð forustu, 7-6, en i leikhléi var
allt jafnt, 12-12. Það vakti tals-
verða athygli hve varamarkvörð-
ur Þórs, Ragnar Þorvaldsson,
varði vel — en aðalmarkvörður
liðsins, Tryggvi Gunnarsson, var
i Reykjavik — en hans var ekki
saknað.
Spennan hélzt lengi vel i siðari
hálfleiknum og það var ekki fyrr
en 5-6 minútur voru eftir, aö Vals-
menn gerðu út um leikinn. Þeir
komust i 21-20 og skoruðu svo
næstu tvö mörk og þá var greini-
legt að hverju stefndi, 23-20 fyrir
Val og bæði lið skoruðu svo eitt
mark hvort lokaminútuna.
Niu leikmenn Vals skoruðu
mörk liðsins og er slikt heldur fá-
gætt. Gísli Blöndal var mark-
hæstur með 6 mörk og voru tvö
þeirra skoruð úr vitaköstum — en
eitt misnotaði Gisli. Það ein-
kennilega átti sér stað i leiknum
að ekkert viti var dæmt á Vals-
menn — slikt mun einsdæmi i 1.
deildarleik i vetur. Dómarar voru
Ingvar Viktorsson og Þórir
Úlfarsson og dæmdu þeir vel. Nú,
önnur mörk Vals i leiknum skor-
uðu Ólafur H. Jónsson 4, Ágúst
ögmundsson 3, Stefán Gunnars-
son 3, Bergur Guðnason 2, Jón
Karlsson 2, Gunnsteinn Skúlason
2, Jón Jónsson 1 og Þorbjörn Guð-
mundsson 1.
Fyrir Þór skoruðu fimm leik-
menn. Þorbjörn Jensson var
markhæstur leikmanna liðsins
með sjö mörk, Benedikt Guð-
mundsson skoraði séx, Sigtrygg-
ur Guðlaugs 5, Aðalsteinn Sigur-
geirsson 2 og Ólafur Sverrisson
eitt. —AE.
Á morgun verður staðan i 1.
deildinni birt svo og markahæstu
leikmenn deildarinnar.
Ágúst ögmundsson með knöttinn — ólafur Sverrisson til varnar I leik
Þórs og Vals á laugardag. Ljósmynd Jón Einar Guöjónsson.
Þetta var erfiður leikur fyrir
Fram-stúlkurnar, sem höfðu ekki
aöeins sett sér það takmark að
sigra I mótinu heldur einnig að
sigra með fullu húsi. Máttu þær
þakka fyrir að halda öðru stiginu i
þessum leik og ekki verið ósann-
gjarnt úr þvi sem komið var að
Vikingur fengi þau bæði.
Fram hafði yfir I hálflgik 8-3.
En i siðari hálfleik gekk allt á
afturfótunum hjá þeim og Viking-
ur byrjaði að saxa á fimm marka
forustu þeirra. Skömmu fyrir
leikhlé jafnaði Vikingur, en þá
hafði Þórdis Magnúsdóttir (systir
Jóns Hjaltalins) m.a. varið tvö
vitaköst frá hinum skothörðu
Fram-stúlkum.
Vikingur fékk nokkra mögu-
leika á að komast yfir á loka-
minútunum, en þá var boltinn
hvað eftir annað dæmdur af
Fram vegna vandræðaspils, en
taugarnar hjá Vikingsstúlkunum
voru þá litið betri og þær mis-
notuðu hvert tækifærið á fætur
öðru.
1 gær léku einnig i 1. deild
kvenna Valur og FH og sigraði
Valur i þeim leik með 11 marka
mun, 17:6, eftir að hafa haft 5
mörk yfir i hálfleik, 8-3.
Eftir þessa leiki er staðan i
deildinni sem hér segir:
Fram 11 10 1 0 160: : 102 21
Valur 11 9 0 2 158: : 113 18
Ármann 11 5 2 4 126: : 127 12
FH 12 5 2 6 147: : 145 12
KR 10 4 1 5 114: : 117 9
Vikingur 11 1 2 8 101: : 131 4
Þór 9 0 0 9 77: : 136 0
Vill ekkert
félag fó
meistarana?
Strákarnir úr iþrótta-
kennaraskólanum, sem urðu
islandsmeistarar I blaki, út-
skrilast allir i vor. Þeir vilja
gjarnan halda áfram i þess-
ari grein — a.m.k. þeir sem
eru úr Reykjavik og ná-
grenni — en hafa ekkert
félag til að fara i. Þcir hafa
bæði talað við KR og Fram
og einhver fleiri félög og
boðizt til að keppa fyrir þau,
ef þau stofni blakdeild, en
ekkert þeirra hefur sýnt
neinn áhuga á aö fá þá — og
kenna um húsnæðisskorti?
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Innflutningsdeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080
anddte
straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg-
um mynztrum og litum.
Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj-
um sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og
lífgið upp á litina í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.