Tíminn - 22.01.1966, Síða 2
LAUGARDAGUR 22. Janúar 1966
2
Á myndinni sjást (f. v.) Guðsteinn Einarsson, forstjóri Hraðfrystihúss
Grindavíkur h. f.,-en hann festi kaup 'á einni humarsflokkunarvél í dag,
Sigmund Jóhannsson, uppfinningamaður og Árni Ólafsson, umboðsmaður
fyrir íslenzkar Sjávarafurðir. Þelr virða fyrir sér humarsfiokkunarvélina
BÝÍu. (Tímamynd HZ)
Sf LDARSKIPST JÖRAR
VONDAUFIR EYSTRA
SJ-Reykjavík, föstudag.
Dagfari frá Húsavík var eina
síldveiðiskipiS, sem var úti á
miðunum fyrir A-usturlandi, er
blaðið hafði samband við síldar-
radíóið á Neskaupstað í dag. Veð
ur hefur verið óhagstætt að und
anförnu og lítið verið lóðað á síld.
Skipstjórinn á Dagfara var að
tilkynna, að hann hefði lóðað á
allstóra torfu, en hún var niðri á
90 faðma dýpi, og veður ekki gott
til veiða.
Dagfari var staddur um 140
mílur frá landi.
Sovézki flotinn er nú norðaust
ur af Færeyjum, en veiðihorfur
eru ekki góðar þar fremur en á
heimamiðum.
Skipstjórarnir eru orðnir held
ur vondaufir, og hafa haft við orð
að ef ekkert veiddist í nótt,
myndu þeir senn hætta. Aust-
fjarðahátarnir eru allir í höfn,
nema Hoffell, sem er á leið út á
miðin.
bankastjóri
Reykjavík, föstudag.
Á fundi í bankaráði í Lands
banka íslands í dag var Jór
Axel Pétursson ráðinn bankastjór:
við Landsbankans í stað Emils
Jónssonar utanrikisráðherra, serr
að eigin ósk var veitt lausn frá
sama starfi. Jón Axel Pétursson
hefir verið settur bankastjóii í
stað Emils Jónssonar síðan 10.
apríl 1961.
Jón Axel Pétursson
Skipað í nýjar
lögreglustöður
HZ föstudag.
Á fundi borgarráðs s.l. þriðjudag
var Bjarki Elíass. skipaður yfirlög
regluþjónn almennrar löggæzlu,
og Óskar Ólason yfirlögreglu-
umferðarmála. Einnig voru þeir
Guðmundur Hermannsson og Sig
urður M. Þorsteinsson skipaðir
aðstoðaryfirlögregluþjónar við al
menna löggæzlu og Sverrir Guð-
mundsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn umferðarmála.
Þessir fimm menn munu taka
við störfum, seih aðeins tveir
menn önnuðust áður. Þessi skipu-
lagsbreyting á lögregluliðinu er
til þess, að verkaskiptingin verður
meiri og störfin meira sundurlið
uð. Lögergluþjónarnir, sem nú er
búið að skipa í nýjar stöður, hafa
allir gegnt störfum varðstjóra og
hafa tekið próf frá erlendum lög-
regluskólum og tekið þátt í ýms
um námskeiðum erlendis og hér-
lendis. Mennirnir njóta allir mik-
ils trausts enda allir starfað meira
en áratug við lögreglustörf.
Vænta þeir þess, að samvinna við
almenriing og samstarfsmenn sína
megi verða sem bezt.
TÍMINN
Fyrsta humarflokkunarvélin í
heimlnum tekin hér / notkun?
HZ-Reykjavík, föstudag.
í dag voru blaðamenn boðnir
suður í Kópavog til þess að skoða
nýja flokkunarvél til að flokka í
humar. Eftir því sem bezt er vitað
et þetta sú fyrsta sinnar tegund-
ar í heiminum. Sigmund Jóhann-
son, vélaeftirlitsmaður í Vest-
mannaeyjum hefur teiknað þessa
vél, en hún er smíðuð í Vélsmiðj-
unni Þór í Vestmannaeyjum. Sig-
hvatur Bjarnason, forstjóri
Vinnslustöðvarinnar h.f. í Vest-
mannaeyjum hefur átt veg og
vanda að því að hugmyndin væri
framkvæmd og stutt hana fjár-
hagslega.
Framkvæmdir í
Hvalfirði á byrjunar
stigi
SJ-Reykjavík, föstudag.
Blaðið hafði i dag samband við
Hörð Helgason hjá Varnarmála-
deild og spurðist fyrir um fyrir-
hugaðar framkvæmdir í Hvalfirði
á vegum Aðalverktaka.
Hörður sagði, að málið væri
enn á byrjunarstigi, og ekki væri
enn farið að gera samninga við
verkalýðsfélagið Hörð og staðhæf
ingar um yfirborganir verka-
manna væru út i hött. Óhætt væri
að segja, að í ár yrðu ekki fleiri
menn í vinnu hjá Aðalverktökum
en voru í fyrra við vegalagningu.
Að lokum sagði Hörður að kaup
samningar Aðalverktaka yrðu sam
hljóða þeim kaupsamningum, er
Sementsverksmiðjan og Hvalur h.
f. hafa gert við verkamenn á
þessu félagssvæði.
Rafmagnslaust á
Akureyri
HS-Akureyri, föstudag.
Klukkan 9.15 í dag bilaði rofi
á aðalspennistöð hér á Akureyri
með þeim afleiðingum, að bær-
inn varð rafmagnslaus. Eftir tvær
klukkustundir var þetta þó komið
í lag, og ekkert tjón mun þetta
hafa haft í för með sér. Enginn
vatnsskortur er við orkuverið,
þrátt fyrir hörkufrost, og allt er
þar í eðlilegu ástandi eftir því
sem rafveitustjórinn upplýsti.
Sigmund Jóhannsson, sem teikn
aði vélina, sagðist hafa unnnið
sem verkstjóri í frystihúsi í Vest-
mannaeyjum í mörg ár og gert
sér Ijósa hina knýjandi þörf fyrir
frekari vélvæðingu i humarvinnsl
unni. Hann hefði skyndilega feng
ið þessa hugmynd í kollinn og í
samráði við vélsmiðjuna hefði
hann teiknað og smíðað flokkun-
arvélina.
Flokkunarvélin, sem ber heitið
„SIGMUNDS“-humarflokkunarvél,
tekur ekki nema 1,5 fermetra gólf
rými og er einföld í sniðum. Vél-
in er knúin af þrem rafmótorum,
einn þeirra knýr færibandið, sem
flytur humarinn að og hinir sinn
spíralinn hvor, sem liggja næst
um samsíða með sívaxandi milli-
bili. Eftir þesum spírölum flyzt
humarinn unz bilið er orðið það
breitt að hann fellur niður. Þá
fer hann eftir rennum niður í
bakka, sem eru sex talsins. Þann-
ig fást út sex stærðarflokkar hum
ars og er sá stærsti verðmætastur.
Kostir vélarinnar eru margvísleg-
ir, m. a. má nefna, að vinnan er
hljóðlaus, dagleg smurning er á
Reykjaborgin
seldi vel
SJ-Reykjavík, föstudag.
Síldarradíóið á Neskaupstað
náði í gær sambandi við Reykja-
borg, er skipið var á siglingu út
af Elbufljóti. Reykjaborgin seldi
sildarafla í Þýzkalandi og kvaðst
skipstjórinn, Haraldur Ágústsson
vera anægður með söluna, og
sagði, að síldin hefði verið góð.
Reykjaborgin náði beztri sölu, en
markaður fór versnandi, og seldu
hinir bátarnir fyrir lakara verð.
Reykjaborgin var á leið til Nor
egs, og Jörundur 2. er einhvers
staðar austur í hafi, annaðhvort
við Noregsstrendur eða út af Fær
eyjum.
Eldur í gripahúsi
HS-Akureyri, föstudag.
Kl. 2 í dag kom upp eldur í
gripanúsum í Lækjargili, þar sem
25 kindur og 3 hross voru geymd.
Tókst að bjarga skepnunum, en
annað gripahúsið brann alveg, en
hitt skemmdist mikið. Eigendur
gripahúsanna eru Ingólfur Magn-
ússon og Sigurður Stefánsson.
átta smurstöðum, raflar eru sér-
staklega vatnsvarðir og grind v>ö-
arinnar er úr galvanfsemBnm
„prófílum", klædd ryðfrínm sfeál-
plötum.
Við vélina geta unnið ein eða
tvær stúlkur, og munu afköst á
mínútu nema 2—2% kg ef ein
stúlka vinnur við hana, en helm-
ingi meiri ef tvær vinna við hana.
Vélarnar eru ódýrar, þær kosta
um 87.000 krónur, og borgunar-
skilmálar eru góðir. Búizt er við,
að framleiddar verði 12 slíkar
flokkunarvélar fyrir humarvertið-
ina, sem hefst í maí. f dag voru
seldar 11 af þessum vélum, þar af
tvær á meðan blaðamenn stöldr-
uðu við. Einn útgerðarmaður
hringdi og spurði hvort vélin væri
góð. Var honum tjáð að svo væri
og festi maðurinn þegar kaup á
einni — óséðri.
Humarinn, sem yið íslands-
strendur veiðist, nefnist leturhum-
ar og er hann einungis veiddur
við suðurströnd íslands við Færeyj
ar og Danmörku. Reynt verður
annaðhvort að framleiða vélar fyr
ir þessa aðila eða selja einkaleyfið
Umboðsfyrirtækið fyrir vélamar
er íslenzkar sjávarafurðir og um-
boðsmaður félagsins, sem annast
söluna er Ámi Ólafsson.
Framhald á bls. 14
Kvikmyndasýning
Varðbergs
og SVS í Nýja Bíói
f dag, laugardag, efna Varð
berg og Samtök um vestræna sam
vinnu til kvikmyndasýningar í
Nýja Bíói í Reykjavík og hefst
hún kl. 2 e. h.
Sýndar verða þrjár kvikmyndir.
Endurreisn Evrópu, Saga Berlínar
og Yfirráðin á hafinu og eru þær
allar með íslenzku tali Bjarna
Guðmundssonar, blaðafulltrúa.
Kvikmyndir þessar hafa verið
sýndar víða um land við góða
aðsókn í tilefni þess, að skammt
er síðan liðin voru 20 ár frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar. Er
þetta í fyrsta skipti, sem myndirn
ar eru sýndar fyrir almenning í
Reykjavík og er öllum heimill að
gangur að sýningunni, meðan hús
rúm leyfir, börnum þó aðeins í
fylgd með fullorðnum.
Myndin var tekin í reisugildinu í barnaskólanum
byggingunni er sagt á baksíðunni í dag.
að Hallormsstað, sem haldið var nú nýlega. 'Frá skóla-
(Ljósmynd SJ)