Tíminn - 22.01.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.01.1966, Blaðsíða 8
miummm tímium ___KSEEB LAUGARDAGUR 22. janáar 1966 - r: - < Ílllll||lill|iplppill|l llÍHÍÍIIll^ÉMgÍll fSfíí:*: : , ': , 4S, ; - - n u/ k ét&t k * i i , ■ :: ; ■•:: : mm i - Guðmundur Sigurjónsson Ánægjulegt aö ná jafntefli gegn svona sterkum manni - segir Islandsmeistarinn ungi, (iuðmundur Sigurjónsson Eitt af því sem hvað mesta athygli vekur í Reykjavík þessa dagana er Reykjavíkurskákmótið, þar sem 5 erlendir skákmenn eru þátttakendur, ásamt nokkrum beztu skákmönnum Reykjavíkur. Það er mjög eftirtektarvert, að íslenzku keppendurnir eru yfirleitt ungir menn, en tveir þeir yngstu eru aðeins 18 ára að aldri. Það er óneitanlega gott til þess að vita, að við skulum eiga afreksmenn í skáklistinni, sem halda uppi hróðri landsins um álfur. Skáklistin er tvímælalaust tómstundaiðja, sem æskilegt er að ungt fólk temji sér, eigi síður en aðrar íþróttir. Hún þroskar og skerpir andlega íhygli, sem vissulega er þörf að þroska með þjóðinni á öld hraðans. Þess vegna ber öllum að styrkja og efla skákina, jafnt opinberum aðilum, sem öllum almcnningi, með því að hlúa að og skapa góða aðstöðu því fólki, sem helgar tómstundum sínum þessa gamalgrónu íþrótt, sem þó er síung og skipar veglegan sess meðal helztu menningarþjóða í dag. Einmitt á þessum vettvangi hefur athygli heimsins verið vak- in á okkar litlu þjóð fyrir atbeina okkar snjöllu skákmanna, en þar ber hæst kempuna Friðrik Ólafs- son, stórmeistara. Tíðindamaður Vettvangsins brá sér inn í Lídó á miðvikudagskvöld ið og fylgdist með 6. umferðinni á Reykjavíkurskákmótinu. Þar var nokkuð margt áhorfenda og sú viðureign, sem mesta athygli vakti var tvímælalaust skák þeirra Vas- júkof og Guðmundar Sigurjóns- sonar. Guðmundur stýrði hvítu mönnunum og virtist tíðinda- manni heldur halla á hann 'm hríð, auk þess sem umhugsunar- tími hans eyddist meira er tími andstæðingsins. Hófust þá harðar sviptingar og féll mikið lið hjá báðum. Lauk viðureigninni svo, að Rússinn fékk hvergi brotizt gegn um peðamúr hins 18 ára fslands- meistara, er mynduðu varnarvegg um hvíta kónginn, og sömu kepp- endur jafr.tefli eftir 38 leiki. Var Guðmundi óspart klappað lof í lófa. Við náðum sem snöggvast í Guð mund að skákinni lokinni og tók- um hann tali — Ertu ekki þreyttur eftir skák ina? — Ekki skai ég neita því. — Hvernær byrjaðir öú að tefla? — Ég byrjaði að tefla tójf ára gamáll. — En hvenær fórstu að taka þátt í mótum að ráði? — Ég vann mig upp í meist- araflokk Taflfélags Revkjavikur 1964. — Og þú varðst íslandsmeistari í fyrra? — Já. — Er þetta ekki erfitt móí? — Jú, það er óhætt að segja það, það er við mjög eriioa mót- stöðumenn að etja. Auk þess er þetta mjög erfiður tími fyrir mig, þar sem ég er að byria í pröf- um í skólanum. — Þú stundar nám i Mennia- skólanum í Reykjavík. — Já, í 5 bekk stærðlræðideild- ar. — Hvað segja kennaiarnir Guð mundur, er þeim ekki illa við að þú sért i löngu og erfiðu skák- móti? — Þeir eru furðaniega tiljits- samir og taka mig ekki mikið upp núna. — Ertu ánægður með írammi- stöðu þína í mótinu til þessa. — Mér hefur gengið heldur illa. — Hvað segirðu um skákina við Vasjúkof? — Það kom fram byrjun, sem ég þekkti ekki, ég hef að vísu séð hana en ekkert kannað. Hann fékk betra út úr byrjuninni og staða mín varð talsvert þröng. Ég reyndi bara að þvælast fyrir og gat skipt upp og létt á stöðunni og tel mig frekar heppinn að Framhald á bls. 12. Nýr rít stjórí Fjölþætt starfsemi F.U.F. Nýlega hefur Félag ungra Fram sóknarmanna í Reykjavík sent frá sér starfsáætlun sína fyrir fyrri hluta árs 1966. Af því til- efni leitaði tíðindamaður Vett- vangsins nánari fregna hjá for- manni FUF, Baldri Óskarssyni, um starfið framundan. Þar sem í hönd fara borgar- stjómarkosningar að vori og al- þingiskosningar að ári, verður að sjálfsögðu lögð megináherzla á að gera sem gleggsta grein fyrir mál efnum Reykjavíkur, og kynningu á stefnu Framsóknarflokksins. Að sjálfsögðu munum við nú eins og áður halda áfram okkar fjöl- sóttu skemmtistarfsemi, svo sem hinna ýmsu klúbba innan okkar vébanda, árshátíð, kvöldvökum, almennum dansleikjum og ferða lögum. Við munum halda í samvinnu við Framsóknarfélögin ráðstefnu um Borgarmál. Ráðstefnan verð ur haldin dagana 19. 27. febrú ar. Borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins í Reykjavík verða fram sögumenn á ráðstefnunni auk ýmissa annarra valinkunnra manna. í sambandi við hana verða farnar kynnisferðir í fyrir tæki sem rekin eru af borginni.- Haldnir verða 3 almennir félags fundir ýmist með venjulegu fund arformi eða hringborðssniði. Rætt verður um samvinnumál, vandamál borgaræskunnar og síð- ast en ekki sízt vil ég minnast á fundinn, þar sem Eysteinn Jóns son, formaður flokksins, flytur framsöguerindi um stefnumál Framsóknanflokksins. — Þú minntist áðan á ýmsa klúbb- og skemmtistarfsemi? Bridge-klúbburinn hefur starf- að nokkur ár við miklar og vax andi vinsældir, en kaffiklúbbur inn er nýjung, sem byrjað var á í fyrra að frumkvæði FUF og gafst mjög vel. Þátttakendur koma saman annan hvern laugar dag, drekka síðdegiskaffi og rabba saman ,auk þess sem málsmetandi menn svara spurningum um áður auglýst efni. (Þess má geta hér, að í dag mun Helgi Bergs svara spumingum um aluminmálið.) Þá munuíii við í vetur koma upp kvöldvökum, þar sem verður lesið upp, leikið, sungið, sýndar kvikmyndir og sitt hvað fleira. Ferðalög hafa jafnan verið stór þáttur í starfi FUF. í ráði er að fara í helgarferðir út á lands byggðina, þegar vorar og einnig verður efnt til gönguferða um nágrenni Reykjavíkur. Tvö síðastliðin ár hefur verið efnt til hópferða til Kaupmanna hafnar, sem tekizt hafa sérstak lega vel. Þátttakendur hafa verið mjög margir eða 102 og 85, en lagt hefur verið allt kapp á að hafa þessar ferðir sem ódýrastar, en þó sem fjölbreyttastar. Nú i sumar er hálfsmánaðar ferð um Evrópu. Lagt verður af stað frá Reykjavík 10. júlí og flogið til Kaupmannahafnar. Þaðan mun hópurinn aka um Danmörku og gista á Jótlandi. Síðan verður ekið rakleitt til Amsterdam og höfð 2ja daga viðdvöl. Næsti áfangi er París, en þar verður gist 4 nætur. Farið verður um Rínardalinn og höfð þar 4 daga viðdvöl, síðan ekið til Hamborg ar og dvalið þar einn sólarhring, en farið síðan aftur til Kaup- mannahafnar og gist þar 2 næt Framhald á bls. 12. Með þessum Vettvangi mun Hermann Einarsson annast rit- stjórn Vettvangs æskunnar, á- samt Baldri Óskarssyni. Her- mann er fæddur í Vestmanna- eyjum, sonur hjónanna Ástu Steingrímsdóttur og Einars Jónssonar. Hann lauk prófi frá Kcnnaraskóla íslands á síðast- Iiðnu vori, og starfar nú við Æfingaskóla Kennaraskóla ís- lands. Hermann hefur tekið virkan þátt í félagsmálum, m. a. verið formaður FUF í Vest- mannaeyjum og situr í stjórn SUF. Hermann er mikill áhuga- Hermann Einarsson maður um íþróttamál og var m. a. framkvæmdastjóri Þjóð- hátíðar Vestmannaeyja og Knattspyrnufélags Týs á síð- astliðnu sumri. Vettvangurinn býður Her- mann velkominn til starfa og væntir sem bezts samtarfs við hann í framtíðinni. Frá Bridgeklúbb FUF. Anna Garðars, Gissur Gissurarson og Erla Ingólfsdóttir. Gissur, sem áður fyrr var kunnur markvörður í meistarflokki Víkfngs í handknattleik, er djúpt hugsi. Skyldi drottningin liggja rétt? Ljósmynd HE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.