Tíminn - 22.01.1966, Page 9

Tíminn - 22.01.1966, Page 9
LAUGARDAGUUR 22. janúar 1966 TBMINN * i Nafnplata sett á Landsýn Höggmynd Gunnfríðar Jóns- dóttur, Landsýn, sem stendur við Strandakirkju í Selvogi, er tignarleg og sómir sér vel þarna á lágri ströndinni með brimgarðinn á aðra hönd en hæðir landsins á hina. Margir staldra við hjá Strandarkirkju á leið sinni þarna um, enda er þetta frægt guðshús og helgi mikil á því. Ýmsum hefur þótt á skorta, að engin nafn- plata var á stalli styttunnar, hvorki nafn myndar né höfund ar. Nú hefur verið úr þessu bætt. Nokkru fyrir jólin var fest allimikil málmplata á fót stallinn og áhenni stendur: *iiriir iiimwiwiiw LANDSYN eftir Gunnfríði Jónsdóttur afhjúpað 29. maí 1950 Sögnin um Engilsvík í bæn þeir lyftu huga hátt þá háðu stríð við ægis mátt En hiiminn rétti arm í átt þar ýtar sáu land. Það skip úr dauðans djúpi rann því drottins engill lýsa vann. Svo bíður hann við boða þann og báti stýrir hjá. Við það tækifæri, er platan var sett á, var meðfylgjandi mynd tekin af Gunnfríði Jóns- dóttur myndhöggvara hjá stytt unni Landsýn. BORGARMÁL Öþörf mengunarhætta af hest- húsum á bökkum Elliðaárinnar Björn Guðmundssoii, borgar fulltrúi Framsóknarflokksins, bar svohljóðandi fyrirspurn fram á borgarstjórnarfundi í fyrra- kvöld: „Frá því var skýrt í Morgun- blaðinu rétt fyrir jólahelgina, að langt væri komið byggingu átta hesthúsa við ofanverðar Elliða- ár, fast við árbakkann. Af ."rá- sögn blaðsins verður ekki ann- að skilið, en að affall frá húsun- um lendi út í ánni. „Hefur þessi ráðstöfun vakið nokkurt umtal,“ segir blaðið, „enda kunnugt að vatn er tekið úr Elliðaánum, þegar mikið álag er á hitaveitukerfi bæjarins, og það hitað upp, en síðan veitt inn á kerfi borgarbúa." — í fram- haldi af þessu hefur blaðið það eftir kunnum gerlafræðingi, að ekki sé hægt að mæla með því, að afrennsli gripahauga bætist í það vatn, sem síðar væri veitt inn í hitaveitukerfið. Ennfremur upplýsir blaðið eftir borgarverkfræðingi, að hér sé um algert bráðabirgðaleyfi að ræða fyrir byggingu húsanna og þá væntanlega einnig um aðstöðu leiguhafa til að veita óþverranum frá þeim í nytjavatn borgarbúa. Af tilefni þessara upplýs- inga Mbl., er spurt: A. Hvernig má það vera, að ráða menn borgárinnar gefi slíkt leyfi eins og blað þeirra greinir frá? B. Var haft samráð við heilbrigð- isnefnd um staðsetningu gripa- húsanna? C. Hefur nokkuð verið gert til að veita affallinu frá húsunum ann- að en. í nytjavatn borgarbúa? D. Og hafi ennþá ekkert verið gert í þá átt, hvað hugsa ráðamenn borgarinnar sér að gera?“ Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, sagði, að leyfi fyrir þessum hesthúsum hefði verið veitt til bráðabirgða og fylgdi það skilyrði, að fjarlægja skyldi húsin með tveggja mánaða tyrir- vara, þegar þess yrði kraf- izt. Hins vegar hefði verið Björn Guðmundsson byggt meira þarna en leyft hefði verið upphaflega. Ekkert af- fall væri í ána frá húsunum, og þær væru raunar ekki hreinar fyrir. Vel yrði fylgzt með vatn- inu. Björn Guðmundsson þakkaði oorgarstjóra svörin og sagði síð an: „Það er venja að fyrirspyrjandi segi nokkur orð eftir að borgar- stjóri hefur svarað, enda þótt sá há.ttur, sem Alþingi hefur, að spyrjándi fái stuttan ræðutíma áður en spurningu er svarað. sé betri. Fyrirspurnin fjallar um hesthús- in á bökkum Elliðaánna, sem ný- lega hafa verið reist þar. Og þá jafnframt um affallið eða óþverr- ann frá þeim, sem fer í ána. En vatn úr ánni er stundum tekið til hitunar í Varastöðina neðar við árnar, og síðan veitt inn á hita- veitukerfi borgarinnar. En heita vatnið er almennt notað til upp- þvotta matarílátáta og enda af mörgum í mat, auk margra ann- arra nota. Þegar þetta er hugleitt, verður ljóst hve það er mikils vert, að vatnið í hitaveitunni sé svo hreint, sem tök eru á. Og það mun sízt of djúpt tekið í árina, þótt sagt sé, að það ættu að vera óskrifuð lög fyrir þá sem ráða í þessari borg, að forðast sem mest, að veita óhreinindum í Elliðaámar. En nú hafa þessi lög verið brot- in. Staðsetning húsanna á árbakk- anum og landslagið umhverfis, veldur því, að frárennsli frá þeim fer ekkert annað en í ána. Stað- setning húsanna á þessum stað, virðist illskiljanleg ráðstöfun. Frá sjónarmiði borgarbúa skipt- ir hér höfuðmáli um þrifnað og hollustuhætti nytjavatnsins. En fleira kemur til, sem vert er að líta á. Heilbrigðisnefnd Samkv. Heilbrigðissamþykkt Reykjavíkur, t.d. 154. og 155. gr., er heilbr.nefnd málið skylt. En Mbl. hefur eftir Jóni Sig. borgar- lækni, „að honum hefði verið alls- endis ókunnugt um þá ákvörðun, að leyfa byggingu hesthúsanna átta, og hefði ekki verið til sín leitað um það mál, enda hefði hann ekki um húsin vitað, fyrr en nú.“ Heilbr.nefnd hefur þannig alger lega verið sniðgengin. Eru það und arleg vinnubrögð, — og enn und- arlegri þegar samsetning nefndar innar er athuguð. Hún er nefni- lega svo vísindalega uppbyggð, að minnihlutaflokkarnir eiga þar eng an fulltrúa, þótt 5 manna nefnd sé! En hvað um það. Nefndinni bar bæði réttur og skylda til að fjalla um málið, áður en því var ráðið til lykta. Nú (þ.e. i Mbl. 22. 12. s.l.) upplýsir borgarlæknir, að hann hafi ekkert vitað um húsin fyrr en þá, og Mbl. bætir við: „Kvaðst hann mundu láta rann- sókn fara fram.“ — Hvað hefur sú rannsókn lcitt í ljós? Gimsteinn Reykjavíkur: í bréfi, sem Stangaveiðifélag Rvíkur, skrifar borgarráði 15. júní s.l. um þetta mál, eru Elliðaám- ar kallaðar „gimsteinn Reykjavík- ur“. Form., er skrifar bréfið, bend ir á það í fyrstu hve sérstætt það Framhald á bls. 15. Ort á sýningu í Bogasal Sýning Sveins listmálara Björns sonar í Bogasal, sem opnuð var fyrir viku, er senn á enda, henni lýkur á sunnudagskvöld. Myndirn- ar á sýningunni eru langflestar hinar söonu og voru á samsýn- ingu í Kaupmannahöfn nokkru fyrir jólin, er sýndar voru sam- an myndir eftir þremenninga, tvo danska bræður, kunningja Sveins, en sýningin var haldin í minningu annars bróðursins, sem drukknaði undan Grikklandsströnd í fyrra. Fengu myndir Sveins á þeirri sýningij' lofsamlega dóma, eins og sagt var frá hér í blaðinu fyr- ir jól. Á sýningunni í Bogasal hafa sjö málverk selzt, eitt þeirra keypti Listasafn íslands og nefnist það Til minningar um H. C. Andersen. Aðsókn hefur verið góð, og meðal gesta eftir helgina var Bjarni Guðmundsson frá Hörgsholti, sem dokaði við i drjúga stund. skoðaði málverkin rækilega og var búinn að yrkja nokkur kvæði og vísur um einstak ar myndir, er hann fór. Hér er eitt kvæðið, um myndina „Andlit ættarinnar og lífsins blóm“, og sitja þeir feðgar, Sveinn og sonur hans hjá þeirri mynd hér að ofan. Andlit ættarinnar og lífsins blóm (í Bogasal 17.1. 1966). Ættin stóra andlit sýnir Árþúsundir svipinn mynda. Með geislahári kollinn krýnir og keðjuböndum andans linda Upp með hrjúfum ættar vanga Ástarblómið frjóin teygir. Upp í blámann blómin langa. Bjartir eru lífsins vegir. Sjö á blómi sólir lýsa. Sjáum bláa hulduheima, lífpins blómin lífið prísa. Lindir undir rótum streyma. Bjarni Guðmundsson frá HörgsholtL f

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.