Tíminn - 22.01.1966, Side 11
LAtTGARDAGUUR 22. janúar 1966
TÍMINN
11
ðrvænti nú um málefnið. Einnig má það vera að þessi mikla
reiði hafi verið síðasta kraftbirting sálar hans í lokin. Law-
rence gaf enga skýringu á þessari breytingu. Þegar hann
hélt með liði Nuri el Saids norður á bóginn, mátti sjá
haturs- og heiftarglampa í augum hans, sem var í andstöðu
við þá mildu sál, sem áður hafði hryllt við blóðbaði og mann-
drápum. Örvæntingin hafði ummyndazt í heiftar reiði, hann
var orðinn vígamaður, og hirti ekki lengur um að hamla
vígum og manndrápum Bedúínanna. Það mátti halda að
hirðuleysi hans um öryggi sitt í átökum næstu daga benti
til sjálfsmorðs óska. Hann hafði aldrei áður hætt sér svo
í átökum né tekið þátt í jafn fífldjörfum aðgerðum.
Hann gerði lítið til að dyljast og fór svo nálægt bæn-
um að það mátti lítið nær því sjá hann þaðan. Bærinn var var-
inn af þrjú þúsund manna liði, meðal þeirra voru þýzkar
og austurrískar sveitir. Hvenær sem var mátti búast við því
að tyrkneskir útverðir kæmu auga á nokkur hundruð manna
lið hans og það hefði verið hægt að þurrka það út með
útrás úr bænum. En óvinirnir héldu kyrru fyrir innan víg-
girðinganna, þeir trúðu sögunum um að átján þúsund manna
vel vopnað arabískt lið væri í þann veginn að setjast um
bæinn. Lawrence valdi staðinn, þar sem átti að sprengja
upp járnbrautarlínuna. Það var járnbrautarbrú, hættulega
nálægt bænum, aðeins sex mílum fyrir norðan hann. En
hamingjan fylgdi honum, Tyrkir álitu að enginn myndi hætta
sér svo nálægt bænum og þeir höfðu ekki sterkari varðhöld
en vanalega. Þeir gerðu árás á brúarstöðina með aðstoð
Pisani og drápu alla varðsveitina. Þegar þeir voru að vinna
skemmdarverkið gerðu tyrkneskar flugvélar árás, Junor
reyndi að hamla árásinni á sinni vél, en var skotinn niður.
Lawrence lauk sjálfur við skemmdarverkið, hann hafði
sett lið sitt, þar sem það gat varið hann, þegar hann kom
til baka frá brúnni, síðan var haldið til línunnar, sem lá
til Haifa, en með því að eyðileggja línuna þar, einangraðist
Deraa meir og komið var í veg fyrir að Tyrkir gætu sent
sjöunda og áttunda tyrkneska hemum liðsauka, sem nú
varð að standa af sér áhlaup Allenbys. Það fór eins og All-
enby og Lawrence höfðu búizt við, Tyrkir voru nú á verði og
álitu að allar þessar aðgerðir bentu til allsherjar sóknar
gegn Deraa. Þýzki hershöfðinginn Liman von Sanders, sem
hafði verið sendur til Palestínu til að herða Tyrki í vörn
sinni lét blekkjast af þessum árásum og gildrunni í Jórdan
dalnum og sendi liðsauka til Deraa svæðisins.
Þegar þessar liðsveitir voru komnar á áfangastað, lauk
Lawrence við að loka samgönguleiðinni til Deraa. Hann kaus
tvo staði. Mezrib stöðina og Yarmuk brúna, sem honum
hafði misheppnast að eyðileggja í nóvember síðasta ár. Hann
hélt með lífverði sínum.nokkrum hermönnum Nuri el Said
og deild úr stórskotaliði Pisanis til Mezerib og náði stöð-
inni eftir mikla skothríð, flestir féllu af varðliðinu. Hann
skildi hermenn Nuri el Saids eftir, þeir gátu lokið við rán-
in. Hann hélt svo áfram til brúarinnar. í þetta skipti von-
aðist hann til að geta tekið. brúna með svikum, liðsforingi
varðsveitarinnar var Armeníumaður, sem vildi allt til vinna
að gera Tyrkjum bölvun. En svikin tókust ekki, liðsfor-
inginn var grunaður um svik og handtekinn og Lawrence
hélt til annarar brúar, sem lá yfir Yarmuk ána.
Tyrkir voru fjölmennir og þótt Písaní tækist að eyði-
leggja virkið, leituðu varnarliðsmennirnir í skotgrafir, sem
lágu meðfram skothríðinni. Skemmdarverkamennirnir lögðu
ekki í að koma sprengiefninu fyrir, þeir óttuðust að skot-
hríðin myndi lenda í sprengiregningu og sprengja þá í tætl-
ur, svo að lífvörðurinn tólT þetta að sér, og með aðstoð
þeirra tókst honum að koma sprengiefninu fyrir við brúar-
stöplana. Lawrence vandaði mjög þetta verk, þar sem þetta
var hernaðarlega þýðingarmikil brú og sú sjotugasta og ni
unda, sem hann sprengdi. Þegar sprakk, voru það átta hundi
uð pund af sprengiefni, sem sprungu í einu. Það var ekkert
eftir af brúnni, hola og járnarusl voru leyfarnar.
Lawrence hafði lokið við undirbúninginn og undanfarann
að sókn Allenbys á tuttugu og fjórum tímum. Deraa var
einangruð og Tyrkir gátu ekki hreyft sig úr eða til Palestínu
með járnbraut. Tyrneskju liðsveitirnar urðu annað hvort
að halda stöðu sinni eða verða útþurrkaða^, þar eð þær
komust ekkert og það var engin von skjóts liðsauka.
Lawrence hafði unnið það sem honum hafði verið falið
og hann hafði skipanir um að bíða frekari fyrirmæla. En
C The New Amerlcan Librarv
J
UNDIR FÖLSKU FLAGGI
ANNE MAYBURY
ið, til að heimsækja einhverja
kunningja, en bauðst til að vera
heima, og gefa Felix kvöldverð-
inn, ef ég vildi. Það fannst mér
vera ónauðsynlegt, þvi að hún
gæti tekið eitthvað til og látið
það inn fyrir til hans, áður en
hún færi. Þegar ég kom heim um
kvöldið, gerði ég eins og ég var
vanur, áður en ég gengi til náða.
Ég gægðist inn í vinnustofuna til
að vita, hvor.t dyrnar út í garð-
inn væru lokaðar. Ég kveikti ljós-
ið — hann þagnaði, setti glasið frá
sér, hallaði sér fram á við og
spennti greipar yfir hnén — og
þarna lá Felix á gólfinu. Hann
var dáinn.
— En, ságði Fenella, um leið
og hún bar glasið yfir í stól sinn
— fyrst kom engum til hugar,
að þetta gæti verið morð. Hann
hafði ekki einu sinni orðið fyrir
skoti, ekki stunginn, ekki kyrktur.
Vonnie starði á þau öll þrjú,
ókunnugar manneskjur, sem voru
að segja henni frá morði.
— Allt benti til þess, að Felix
hefði dáið úr slagi, hélt Joss
áfram. En það voru alls staðar
á honum stórir, ljótir, bláir flekk-
ir. Mér kom til hugar, hvort hann
hefði dottið og meitt sig, og orðið
svo hverft við það, að hann hefði
fengið slag.
— En það hafði ekki skeð þann
ig, sagði Fenella hægt, og það
var hræðilegt, að Joss frændi
skyldi verða til að finna hann.
Slíkt áfall hefði getað gert út
af við hann. Hefði bara Rhoda eða
Ralph komið fyrst að honum.
— Þó ég hefði komið fyrstur
heim, hefði mér ekki komið til
hugar að fara að gægjast inn í
vinnustofu frænda þíns, sagði
Ralph, eins og hann væri að verja
sig. Eg hefði farið beina leið inn
til sjálfs mín. En Rhoda hefði
sjálfsagt gert það til að huga að
gluggunum.
— En — Vonnie var dálítið
hikandi — hver hefur myrt hann?
— Hingað til hafa engin verks-
ummerki fundizt. Það eina, sem
við vitum, er það, að í fyrrakvöld,
þegar allir voru að heiman, var
einhver hérna á slangri. Sennilega
einhver alókunnugur.
í fyrrakvöld! Nú heyrði Vonnie
ekki meira af því, sem Joss Ash-
lyn sagði. Yfirkomin af hræðslu
skildi hún aðeins eitt, í fyrra-
kvöld var ég í garðinum Hver
veit nema einhver í nágrannahús-
unum hafi komið auga á mig,
þegar ég kom og fór, séð andlitið
við götuljósið svo vel, að hægt
sé að þekkja mig aftur. Ég var
hér og rétt fyrir innan stóra
vinnustofugluggann, sem hún
hafði staðið og gónt á, hafði lfk-
lega verið dauður eða deyjandi
maður...
Hún strauk um ennið. Henni
varð sjóðandi heitt og æðin við
gagnaugað hamaðist.
Joss veitti henni athygli. Mér
þykir leitt að þurfa að segja þetta.
Þú ert ekkert við málið riðin,
en ef þú býrð í húsinu, vill lög-
reglan sjálfsagt hafa tal af þér.
— En Myra var ekki, þegar
þetta skeði, sagði Ralph.
— Nei, en rannsóknarlögregl-
an er vön að vilja grafast fyrir
mestu smáatriði. Þeir ónáða þig
sjálfsagt ekkert, góða mín, ef
þeir bara fá að ganga úr skugga
um það, hvaða dag þú hefur kom-
ið til landsins. Hann brosti til
hennar eins og til að sefa hana.
Vonnie starði á hann óttasleg-
in.
Ef þeir færu að grafast fyrir
um það, myndu þeir uppgötva, að
hún hefði komið til landsins fyrir
tveimur dögum og að hún væri
ekki Myra Ashlyn! Gott og vel.
Þá væri draumurinn búinn. En
þrátt fyrir það yrði engin ástæða
til að gruna hana um morð. Sem
Vonnie Horne yrði enn minni
ástæða til að gruna hana, þar sem
hún hvorki var skyld né kunnug
Joss Ashlyn. Sem Vonnie Horne
gat hún ekki fundið til neinnar
beizkju, hvað þá haturs í garð
Ashlyn-fjölskyldunnar, svo að
hún fyndi sig knúna til að fram-
kvæma neitt svo brjálæðislegt sem
morð.
Þegar upp kæanist það, sem
hún hafði gert, myndi þa$ að
vísu verða til að gera þessum
virðulega, gamla herramanni
hverft við, koma Myru í örvænt-
ingu og verða henni sjálfri til
skammar. Það yrði ekki við því
að búast, að neinn legði trúnað
á göfugan tilgang hennar. Hún
yrði sökuð um að vera ábyrgðar
laust ævintýrakvendi eða ákærð
fyrir að sækjast eftir peningum.
Joss Ashlyn svaraði hinni löngu
þögn með því að útskýra, hvernig
dauða bróðurins hefði borið að.
— Það eru margar djöfulleg-
ar aðferðir við að fremja morð,
Myra. Þessi var á sinn hátt mjög
óvenjuleg. Þessi byggðist á því,
að við Felix nöfðum ýmislegt sam
eiginlegt, af því að við erum
tvíburar. Hann þagnaði.
Vonnie hafði setið með spennt-
ai greipar. Þá tók hún eftir því,
að Ralph stóð hjá henni og bauð
upp á sígarettu. Hún tók eina og
gerði ekki lengur neina tilraun til
að leyna því, að hún væri skjálf-
hent af geðshræringu. Ralph virt
ist skilja hana. Hann brá upp
kveikjaranum og hélt un, hönd-
ina á henn’ i.anr. gat
henn' -i-’.iv
um að sér og haliaði sér aftur á
bak. í sama bili ■rætti hún hin-
um bláu. íhugulu aus'um Fenellu.
Vonnie þakkaði Ralph. en gætti
þess að horfa ekki á hann.
— Ég hef alltaf f.'ösku af koní-
aki í vinnustofunni. sagði Joss,
Felix hefur sennileía snuðrað um
húsið, þegar ég var úti við, og
einhvern daginn núna undanfar-
ið hefur hann fundið flöskuna og
fengið sér rækilegt bragð úr
henni. Lögreglan heldur, að hann
hafi ekki getað vitað um hana
fyrr en tvo eða þrjá síðustu dag-
ana, áður en hann dó. Hún var
full, þegar ég setti hana í skáp-
inn og nærri því tóm, þegar lög-
reglan fann hana. Einhvem tíma
hefur einhver blandað meðölum í
koníakið.
— Eitri?
— Nei, nei. Gamli maðurinn
hristi höfuðið. — Það er nú
það, sem er furðulegast. Það er
meðal, sem stundum hefur verið
notað sem róandi inntaka, og í
því er efni, sem unnið er úr úrin.
í níutíu og níu tilfellum af hundr-
að er það skaðlaust, en þetta eina
tilfelli, það er ég sjálfur. Ég er
svo ofnæmur fyrir því, að fáeinar
inntökur myndu nægja til að gera
út af við mig.
— Og var þetta meðal í kon-
íakinu? i
Hann kinkaði kolli. Þetta var
mjög sjaldgæfur ofnæmissjúk-
dómur. Meðalið verkar á blóð-
kornin og afleiðingin verður eins
konar blóðþynning. Þegar ég sá
stóru flekkina á líki Felixar, kom
mér þetta meðal ekki í hug. Það
voru mörg ár síðan ég hafði not-
að það sem svefnlyf og í þá daga
gat hver maður viðsíöðulaust far
ið inn í lyfjabúð og keypt það.
Nú verður að fá ávísun frá
lækni. Ég tók það einu sinni þrjú
kvöld í röð, og það lá við, að það
kostaði mig lífið. Og það er svo
langt síðan, að ég var ',eg bú-
inn' bð gleyma því, Af því að við
Fellk vorum tvíburar, er mjög
sennilegt, að við höfum báðir ver-
ið næmir fyrir þessu sama efni.
Hvernig svo sem þessu er farið,
segir læknirinn, að Felix hljóti
að hafa drukkið af þessu tvo—
þrjá síðustu dagana, og síðasta
inntakan hafi drepið hann. Bróð-
ir minn hefur aldrei getað gizkað
á það, sem að honum var — það
fylgir þessu enginn sársauki, held
ur aðeins þessir stóru ljótu flekk-
ir — stærri — já, miklu stærri
o” bandarbakið manní Tann
Otvarpið
Laugardagur 22. janúar
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
isútvarp.
13.00 Óska-
lög sjúklinga
Kristín Anna Þórarinsdóttir kynn
ir lögin. 14.30 í vikulokin Þátt
ur undir stjórn Jónasar Jónas-
sonar. Tónleikar o. fl. 16.00 VeS
urfregnir 16.05 Þetta vil ég
heyra. Arnór Guðlaugsson verka
maður velur sér hljómplötur.
17.00 Fréttir A nótum æskunnar
Jón Þór Hannesson og Pétur
Steingrímsson kynna létt lög. 17.
Í5 Tómstundaþáttur barna og
unglinga. Jón Pálsson flytur 18.
00 Útvarpssaga barnanna: „A
krossgötum" eftir Aimée Somaner
felt. Guðjón Ingi Sigurðsson les
þýðingu Sigurlaugar Björnsdótt
ur. 18.20 Veðurfregnir. 18.30
Söngvar 1 léttum tón 18.45 Til
kynningar 19.30 Fréttir 20.00
Djassinn fer út til sveita Jónas
Jónasson þýðir skýringarnar og
flytur þær 20.45 Leikrit „Hvísl
aðu þvf að mér“ eftir William
Hanley. Þýðandi: Bjarni Bene-
diktsson frá Hofteigi Leikstjóri:
Benedikt Árnason. 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. 22.15 Þorradans
útvarpsins. 02.00 Dacskrárlok.