Tíminn - 23.01.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1966, Blaðsíða 2
'M'; | iwi'VHl v!!'f:wi ’i’ f ’ (ií ií imi m[! í ; pf i - f’í u i' if n ;;11 ’r r ■’ v i' N I! I I 11 TÍMINN SUNNUDAGUR 23. janúar 1966 ÞÁTTUR KIRKJUNNAR TRÚ ÞlN „Hún var trúuð kona.“ „Hann er trúaður maður,“ heyrist stundum sagt um fólk. En vitið þið, hvað oftast er átt við með þessum orðum? Annað hvort að þau, sem talað er um, hafi starfað í ein- hverjum sértrúarsöfnuði eða verið í einhverju rétttrúnaðar- félagi. Og vafalaust er hægt að vera „trúaður“ í þess háttar félagsskap og meira að segja framúrskarandi. En er það þessi aðstaða, sem Kristur hugsar um, þegar hann hrósar fyrir trú? Það getur naumast verið, vegna þess, að fólkið, sem hann dáist að á þessu sviði, t.d. hundraðshöfðinginn og hamverska konan, þau voru að dómi „trúaða fólksins" hvorki meira né minna en heiðingjar. Einhver hér um daginn, var með miklum vandlætingartón að finna að skoðunum prests í útvarpsræðu, af því að hann hafði hrósað Gandhi fyrir trú hans, og vandlætarinn gat þess um leið, að Gandhi hefði raun- ar verið „góðmenni," en samt sem áður heiðingi, og svo var á greinarhöfundi helzt að heyra, að presta með slíkar fullyrðingar þyrfti biskup að taka til sérstakrar athugunar og líklega helzt að fjarlægja úr kirkjunni eða frá . störfum. En orðið „góðmenni“ um Gandhi er náttúrulega engar skammir. í vitund flestra fs- lendinga er það nánast saima og meinleysingi, gæti verið haft um háífvita. En munu ekki flestir for dómalausir bæði sagnfræðingar og hugsuðir telja hann eitt af helztu stórmennum meðal millj ónanna um margra alda skeið? Og mundi ekki Kristur hafa talið þann mann trúaðan, sem afstýrir í trú stórstyrjöld með- an hann af speki og krafti síns innra lífs berst til sigurs fyrir sjálfstæði milljónanna í föðurlandi sínu. Býður heims- veldinu byrginn í trú á friðar- sókn, einn á móti öllum Breta- her? Trú að dómi Krists er áreið- anlega ekki fyrst og fremst játning eða viðurkenniag ein- hverra ákveðinna skoðana og kenningarkerfa. Það er miklu fremur heit tilfinning og sann- færing, traust á sigri hins goða í öllum atvikum lífsins. „Trú er sannfæring um það, sem ekki er unnt að sjá,“ segir einhver hinna fyrstu rithöf- unda kirkjunnar. Og það er góð skýring. Og kenning Jesú og Páls postula um að kærleikurinn sé mestur alls í himni og heimi, að Guð sé kærleikur gefur bæði takmark og grunn fyrir trúartilfinningu mannssálar. Þannig verður trúin, traustið, sannfæringin um sigur hins góða kjölfestan og leiðarljósið í lífsbaráttu mannsins, skapar þar öryggi, ástúð og hjartafrið á hverju sem gengur. Auk þess gerir slík trúaraðstaða vitund- ina skyggna og hrifnæma fyrir öllu góðu, sönnu, réttu <og göf- ugu, hreinsar og skírir gull manngildis og mennta. Gefur útsýn yfir þröngan hring for- dóma og hroka og opnar inn- sæi til annarra mannssálna og æðri heima, skapar jafnvægi og hugrekki í hverri raun, mótar baráttuþrek og lífsvilja. Og þessi trúarvissa, guðstrú- in er því öruggasta undirstaðan einn traustasti þáttur mann- legrar hamingju og sanura þjóðarheilla, og opnar að lok- uim útsýni til annarra veralda að þessu lífi loknu. Það er slík tilfinning, sem ber ávöxt í ástúð, umhyggju og fórnarlund, sem Jesús dáðist að sem trú, smbr. frásagnirnar um hundraðshöfðingjann og kanversku konuna og á hinn veginn andstæðuna, trúleysið, sem hann talar um í fram- komu lærisveina sinna í æðru þeirra, ringulreið og ótta, t.d. í bátnum í rokinu og í auðn- inni við birgðaskortinn. Það er ekki skortur á trúar- tilfinningu, sem einkennir þessa öld, heldur hefur verið villt um fyrir trúarvitund meira að segja heilia milljóna- þjóða kristinna að nafninn Þeim kennt að setja traust s á eitthvað hverfullt eða einsk vert. Þannig myndast bæði manndýrkun og hugmynda- dýrkun, sem er guðstrúnni framandi sem takmark. Og sannarlega þarf guðstrú- in ræktun og eflingu, ekki sízt á mótunarskeiðum mannsæv- innar, t.d. í bernsku og æsku. Og þar skortir oft mikið á. Trúrækni og helgisiðir, bæn- rækni og kirkjurækni eru þar mikilsverð tæki. En það má ekki blanda saman tækjum og tilgangi. Þess vegna getur nunna eða munkur sem þylur bænir oft á dag, sömuleiðis prestur verið trúlaus eða trúar veik. Tækin hafa ekki verkað Hjartað er þá ósnortið, guð- fræðingur getur verið trúlaus- ari en tollheimtumaður og K. F.U.M.-fólkið, sem hefur hina beztu aðstöðu til trúareflingar fellur í skuggann, ef það sýnir hroka og þröngsýni, ofstæki og ofsóknarhug, sem eru allt sam- an eigindir fjarlægar guðstrú þeirri, sem Jesús dáðist að. Trúað fólk er venjulega ekki hrópandi á torgum um frelsun sína og forréttindi, og það er sægt að finna það, hvar sem er við götur hversdags- lífsins, á vinnustöðum í skólum sjó og landi og að sjálfsögðu í kirkjum. Það einkennist af KOPARROR 3/16” - V4” - 5/16“ - 3/8“ - 7/16“ og BÍLABÚÐIN HVERFISGÖTU 54. Pökkunarstúlkur óskast 1 frystihúsavinnii. fæði og húsnæði 3 staðnum F R O S T H F . , HAFNARFIRÐI. sími 50165. <?vrsta flokks RAFGEYMAR -'tn fullnægja ströngustu ' "Kfum Fjölbreytt úrval 6 12 volta jafnan fyrirliggi •>ndi. IWunið SftNNAK. þegar “^r burfið rafgeymi. CXAYPII I Uaugavegi 170, dmykill SÍTnf 199.fi0 Kjörgarður Karlmannaföt. Glæsilegt úrval. Unglinqaföt frá 1650,00 — 2 600,00. Zlltíma SÍMI 22206 Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Lynghagi Fálkagata Barónsstígur Leifsgata far <$> einhverri friðsælu og öryggi, svo að ósjálfrátt líður manni vel í nærveru þess. Auðvitað eru allir gæddir trúartilfinningu, vissum skerf af trausti. Án þess værum við viti og vilja svipt. Vicf treyst- um og verðum öll að treysta einhverju meira að segja dauð- um hlutum að vissu marki. Ég treysti því, a. d. að skipstjóri og vagnstjóri, sem ég ferðast með séu með fullu viti og sæmilegri starfsþekkingu og að tækin séu í sæmilegu standi. Án slíks trausts yrði tilveran óþolandi og þó ekki síður hinn trúlausi sjálfur. Og komist van- trú að jafnvel í hinu smæsta verður ástandið hræðilegt. Hugsið ykkur, að þeirri hug- mynd væri lætt inn hjá far- þegum á flugi, að nú væri hel- sprengja, tímasprengja með í farangrinum. Hvílík angist. Þannig er það samt oft í líf- inu sjálfu. Þannig verkar ef- inn, trúleysið, vantraust og vantrú á hið góða og sigur þess hvarvetna, sem það kemst E að. Af því stafar sjálf- sagt meira en helmingur af allri hugsýki og geðveiki nú- tímafólks, uppgjöf þess, angur og friðleysi, sem svo er reynt að slá á með pillum og áfeng- isnautn, sem oft leiðir út í vítahring, svo að síðari villan verður verri hinni fyrri, Eflið guðstrúna í vitund ykk- ar og veitið hana börnum ykk- ar í arf. Það er helzta undir- staða mannlegrar hamingju. Látið þar einskis ófreistað, not- ið tiltæk tæki eins og bænir, guðsorð, söngva, sálma og kirkjugöngur, helgisiði og trú- félög. En blandið samt aldrei tækinu saman við tilganginn. Haldið vitundinni opinni, hugs uninni frjálsri, hjartanu heitu. Annars bíður hræsnin og hrok- inn við dyrnar reiðubúin að taka völdin. Og sá tími mun koma, að rödd meistarans ómar í vitund á stórri, þungri úrslitastund í lífssögu þinni: „Mikil er trú þín. Verði þér eins og þú trúð- ir.“ Árelíus Níelsson. ® BANKASTRÆTI 7 — SÍMI 12323. Hver flugfarþegi borgar fyrir tvo Flugfarþegar greiða nú verð fyrir farmiða, sem svarar til tveggja manna ferðalags. Önn- ur hver flugvél ferðast tóm, þar sem sætafjöldi hvers flug- félags hefur aukizt mun meira en fjöldi farþega, með þeim afleiðingum að helmingur sæt- anna selst aldrei. Verð flug- miða mun halda áfram að lækka, en það gerist ekki eins ört og á unöanförnum árum. Talið er að lækkunin muni nema einum af hundraði ár- lega. Þessar upplýsingar er að finna í síðasta fréttabréfi Al- þ j óðaf lugmálastof nunarinnar (ICAO), þar sem fram kemur að fjárhagsástæður flugfélag- anna hafa til muna batnað síð- an 1962. Áður fyrr urðu tekj- umar aldrei hærri en sem nam þremur af hundraði yfir út- gjöldin, og oft voru tefcjur lægri en útgjöld. Árið 1963 var tekjuafgangurinn þó kom- inn upp í fimm af hundraði og árið 1964 nálega átta af hundraði. Arðurinn var þó talsvert minni, m.a. sökum skatta, vaxta og afborgana. 80 af hundraði þotur. Um það bil 72 af hundraði allra loftflutninga eiga sér nú stað í þotum, og mun sú hundr aðstala hækka upp í 80 á þessu ári. Þegar um langar flugleið- ir er að ræða eru þoturnar næstum helmingi fljótari í för- um en venjulegar skrúfuflug- vélar. Jafnframt geta þær tek- ið helmingi meiri farcn, og hver eining sem flutt er kost- ar 40 af hundraði minna i rekstri. En þotur eru nálega þrefalt dýrar: í verði og gera miklar kröfur til umferðaþjón- ustu og leiðbeiningartækja á flugvöllum. Flugfélögin standa sem sé andspænis miklum vanda, enda þótt þotuöldin hafi ieitt til þess að flutningskostnaður á hvert tonn — kílómetra hefur samtals lækkað um 27 af hundraði. Samkeppnin hefur leitt til þess, að hvert flugfé- lag hefur verið tilneytt til að kaupa æ fleiri dýrar þotur. Jafníramt hefur verð á göml- um flugvélum lækkað, og nauð synlegt hefur reynzt að gera dýrar endurbætur á flugvöll- um. -lægfara verðlækkun. Farmiðaverðið hefur því ekki lækkað jafnört og búizt var við. Enda þótt veruleg far gjaldalækkun muni eiga sér stað atan mesta annatímans, verður hin árlega lækkun ekki meiri en sem nemur einum af hundraði, samkvæmt útreikn- ingum fréttabréfsins, og eykst þó tala flugfarþega stöðugt um 12 af hundraði árlega. Tal- ið er að sú þróun muni halda áfram a.m.k. fram til ársins 1975.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.