Tíminn - 23.01.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.01.1966, Blaðsíða 9
-**SSS SUNNUDAGUR 23. janúar 1966 TÍMINN það. Litlu augun í langa óreglu lega andlitinu athuga — bros- andi og skimandi hvort skiln- ingurinn sé svona nokkurn veg inn að vakna, almennt. Norski ræðumaðurinn, íhalds maðurinn Lynd, sem skamma stund var forsætisráðherra, er mikill þingskörungur. Hann vex mjög frá teiknimyndunum og reynist vera ræðumaður maður með fyrirmannlegt, frjálst og þróttmikið mál, furðu skír í orðaskipun. Það er ham- inn biturleiki í fýlulegum, lít- ið eitt skökkum munni, og stuttri stífri efri vörinni, en hann er stærri en ósigrar hans. Það hlýtur að vera ánægjulegt að hafa slíkan stjórnmálaand- stæðing. Sessunautur minn, Bondevik, er frá Rogalandi — eins og binn fíni, rólegi Trond Hegna, sem hefur sínar eigin sjálf- stæðu sósíaldemókratísku r-koð anir. Bondevik tilheyrir Kristi- lega þjóðarflokknum. Hann teygir sig upp í loftið í skökk- um jakkanum. Lútandi höfuð hans virðist biðja um fyrir- gefningu, en svo gerist það allt í einu, að fyrirgefningin stífn- ar í þrjósku. Það er aðeins um að ræða fyrirgefningu með skilyrðum. Litli munnurinn vill helzt segja nei. Hann talar — einnig hér — til kjósenda sinna í Roga- landi í setningum, sem eru slitnar eftir áralanga notkun, og hann gerir það af alvöru, sem leggur eins konar sorgar- krans um gula ræðustólinn. Landsmaður hans, Bratteli, ef til vill væntanlegur forsætis ráðherra, hefur tilfinninga- næmt andlit og tilfinningaríka rödd . . . og augu drauma- mannsins. Það er eitthvað ang- urvært — óframfærið í byrj- un hans, en smátt og smátt fær ræðan þrótt, og ræðumað- urinn sjálfur réttir úr sér. Orð- in mótast frjálst, og það finnst örugglega ekki ein verkalýðs- samkoma, sem getur staðizt þann eld, sem brennur að baki þeirra. Maður, sem hefur lif- að íhugun einverunnar. Og heildarsjónarmið innlífgar orða valið, sem er óvenjule.gt en furðulega gagnort. Jú, Norðmennirnir eru sann arlega athyglisverðastir. Gamli áróðursmaðurinn Röiseland, bóndi og vinstrimaður, byrjaði með því að horfa á hendur sínar. Svo lítur hann á ská upp í loftið. Fyrstu setningarn- ar virðast koma í heiminn með þjáningum. Því lengur sem hann talar, þeim mun áhyggju- fylla er andlit hans, útflúrað af hrukkum. Það er enginn. sem efast um, að hann tilheyr- ir hinu þjáða mannkyni. Hver einstakur gildisdómur — sem alltaf hefur siðfræði- legan grundvöll — er eins og játning, sem ófús líkami verð- ur, þrátt fyrir mótstöðu, að láta af hendi. Sunnudagsmorgun, 14. febrúar 1965. Bylgja dökkblárra fjalls- hryggja rís gegn himninum, sem er svo rauður, að ekki er hægt að hugsa sér hann rauð- ari. Borgarljósin, sem hafa lýst alla nóttina, eru sem stirðn aðir hnettir. Á aðalgöttunni, Hringbrautinni, sem er umlukt grænum ljósum, heldur um- ferðin áfram, hver bílljósin á eftir öðrum. H'ir, er sem eiiífð arvegur, sem aldrei, allan dag inn, losnar við vespulika um ferð Kirkjuturn rís oddhvass sem sýll upp í roðann. Og nú er einnig kveikt á gulum ljósum húsanna, blikband, seiij er spennt umhverfis auðar flatir háskólagarðsins. Það hefur snjóað í nótt. Hér í morguns- árið hefur hvítri frannkyng]- unni veri '. slengt andstætt sjón- hringnum í breiðar fjólubláar strokur. Það suðar í bi'dekkj unum á hörðum veginum, bíl flauta glymur, — og skómmu síðar er vetrarkyrrðin sem inni- fenntur geimur milli jökia. Sunnudagur, fyrir hádegi. Merkileg borg. Nú hefur dagurinn þrengt sér fram, og allt hefur breytzt. Sólin situr lágt yfir miðhæð- unum, þakin hjúpi léttra skýja, eins og náma fölleits eids. Himneskt eldfjall. Hálfbogi borgarinnar birtist sem ævin- týri í hvítu, raunverulegt-óraun verulegt baksvið fyrir Shake- speare-leikrit. Maður býzt við, að tröllið stigi upp úr slétt- unni þarna niður frá, ekki í svörtu loðskinni, heldur gló- andi rautt og með hnefa, sem eru eins og kuldabólga. Einu sinni sá ég í Berlín sýningu Max Reinhardts á Kaupmanninum í Feneyjum. Borg með hús á hús ofan, eyja af húsum. Það er að vissu leyti sama myndin, sem birtist hér, en hvítt í hvítu. Einstaka strik grænna húsþaka gerir hið hvíta ennþá hvítara . . . og ef mað- ur heyrði ekki óstöðvandi suð bifvélanna, gæti maður haldið, að borgin væri yfirgefin. Vetr- arborg í hvíld. Þótt húsin liggi þétt saman, er hvert þeirra um- lukt ósamrýmanlegum sérkenn um. Getur borg, sem er steypt úr sementi og staflað upp af hentisemi — eins og húsin vilji ekki liggja í röð meðfram þráðbeinu stræti, en vilji held- ur liggja eins skakkt og mögu- legt er — samræmst skáld- skap? Svo er að sjá. Síðdegis á sunnudag.. Og svo kom þýðviðrið — skyndilega. Svartar malbikaðar göturn- ar fengu bláleitan lit, göturæs- in fylltust krapi, og bifreiðarn- ar sendu bylgjur af skít yfir þá fáu, sem nenntu að ganga. Vinstri buxnaskálmin mín varð aðnjótandi lifrauðar slettu sem jók enn á litbrigðin Ekki er hægt — eins og tyr ir aðeins örfáum klukkustund- um síðan — að stytta sér leið yfir sléttlendið til Hótel Sögu Klakinn brestur, og hið lága og að því er virðist rotnag- aða gula gras sekkur til botns í krapavötn. Förum krókinn. sagði Böigen. Það er gaman að labba í þýðviðrisborginni. Þoka, sem við og við þéttist og verður að regni, kemur inn af hafinu. og það er einmitt döggin, sem fær grænu þökin til að skína. Maður gengur umhverfis Tjörnina, vatnið. Unglingarnir þjóta af stað á skautum til þess að njóta hraðans. Ef til vill verður ísinn þakinn ójöfnum strax á morgun. Fjöldi anda heldur til í heitavatnsvogi i þeim enda vatnsins, sem næst er gamla leikhúsinu. Hundruð- ir anda, sem synda fram og aftur og garga og berjast hver við aðra, þegar brauðbita er kastað út til þeirra ... Ég kannast við þetta frá garð inum í Hróarskeldu. Endurnar eru einnig hér fæddar af vin- gjarnlegum höndum. En lit- brigðin á hrygg og vængjum fuglanna eru — þannig sýnist það — skarpari hér. Það er engu líkara en litirnir taki þátt í átökunum um brauðið. Vatn og hús mynda saman fagra samræmda heild — þá einu sem til er á þessum stað, þar sem sementið er sífellt að mótast. Það er mild og vin- gjarnleg „hygge“ f litunum, sem umkringja vatnið. Húsin eru ekki of stór, en þau standa hærra af því að hinn mikli geimur spennist út yfir þau. Það eiga að vera tré, og í hornum og skjóli, geta þau sannarlega náð nokkurri hæð, en annars . . maður lítur á birkitré með sprungna boli og frostherjaðar greinar. Geta þau bjargað sér til vorsins? Það geta þau. Þegar vorið kemur, er það kraftur gróand- ans, sem dregur húsin þéttar saman. Hvergi í heiminum er grasið eins grænt og í Færeyjum og á íslandi. Ég stóð eitt sinn fyrir fram- an háskólann og fann fil sér legs svima við sýnina. Það var eins og hinn stóri lærdóms- kassi, þessi eins konar Nóaörk stigi upp úr grænu hafinu Það eru blóm á öllum heim ilum. Gegnum þíðviðrisþokuna sér maður innilokaða ,'itxna =■ bak við gluggarúðurnar. Þau glápa á eftir manni, eins og þau haldi að maður hafi vorið geymt í hverjum vasa. Stytturnar eru öflugri í vetr- arveðrinu en í hinni vingjarn- legu sumarbirtu. Sérhverri styttu hefur verið lyft upp á stall. Hylling til hinna ein- stæðu. Fyrir framan Alþingishúsið er það Jón Sigurðsson, sem stendur á verði sínum og horf- ir á aðaldyrnar. Eru það hinir réttu, sem voga sér inn? Og í nálægð sézt maðurinn Jón Sigurðsson. Munnur hans er strik, sem er skorið með hníf, og hnífurinn er gerður að nefi. Augnabrúnirnar eru stífar. Þótt maður þekki ekki mann- inn á bak við þetta ástríðufulla, ákveðna andlit, getur maður heyrt rödd hans. Hún fær birkikjarrið til að beygja sig. Ingólfsstyttan er staðsett á hæsta toppi borgarinnar í þjóð- legum, rómantískum víkinga- stíl. Hann á að sjálfsógðu, sem fyrsti íbúi landsins, að fá það, sem honum ber. En það eru pólitísku stórmennin, sem gefa borginni orð. Aðalumræðan í Norður.ianda ráði á laugardag og sunnudag snerist að mestu um vanda- málið EFTA. Per Hækkerup hélt, án hand- rits, ræðu, þar sem hann gerði nákvæmlega grein lynr skoðun dönsku ríkisstjórnarinnar. I>ótt hann væri með 3Í>.5 stiga hita og hefði rétt stigið úr rekkju, voru rökin sett fram f skýru samhengi og með ör- uggum stíl. Því miður fékk hið sam- kvæma danska sjónarmið ekki fylgi annarra, og ekki var erfitt að sjá, að þetta myndi enda í máttlausri málamiðlun. Lýðræði getur ekki lifað án málamiðlunar, en ef málamiðl- unin leiðir til þess að allar fastar línur þurrkast út—? Á sunnudagkvöldið slöppuð- um við af í leikhúsinu. Sar- dafurstinnan var á dagskránni. Er mögulegt að sýna hina léttustu af öllum óperett um — brunandi vínarvalsa þriðja áratugs aldarinnar — á sviði í Reykjavík? Jú, aftur sýndi það sig, að það er eldur undir ísnum. Ytri búningurinn var spart- anskur — eins og sæmir fá- tæku lýðveldi. Hinni óhóflegu höfuðborg Kalmans með greifalegri prakt er pakkað inn í sveitakaffihús með slitnu áklæði — en söngur og tónlist rann saman í ósjálfráðri gleði. Hljómsveitarstjórinn — rúss- neskur Bandaríkjamaður — fékk vínarvalsana til að svífa eins og þyngdarlaus snjókom, og aðalsöngvarinn, Eríingur Vigfússon, sem einnig er þekkt ur hjá Konunglega leikhúsinu, hreif okkur með sér. Hann var kaffærður í lófaklappi. Hinn karlsöngvarinn, Guð mundur Guðjónsson, er smið ur á daginn og lífsglaður Sar- das-ástmaður á kvöldin, mennt aður í Ítalíu. Allar leikkonurnar eru falleg ar. Það er eins konar Anna Borg í þeim öllum. Eins og Harald Nielsen, þingmaður, sagði á innblásnu augnabliki (tilvitnun _ í ræðu annars manns):—íslenzku stúlkiumar eru fallegar, og þegar þú hefur hitt þá fallegustu, muntu kom ast að raun um, að hún á syst- ur, sem er enn þá fallegri. Síðasti þáttur gerist, sem kunnugt er í garði, og hér fengum við svo sannarlega garð. Ekki aðeins blágræn tré. Grænkan lagðist á glugga og dyr, og engið var svo skær grænt, að kýr, sem kæmi auga á það, myndi falla höggdofa um koll. Sýning, sem hæft væri að nefna: Hóflaitst vor. Mánudagur, 15. febrúar 1965. Morgunn: Borgin liggur grá og blaut, undir skýjabakka, en fyrir ut- an hann skín sólin niður á keðju hvítra fjalla. Vitaljós flugvallarins strýk- ur ytfir aðflugsleiðina frá haf- inu. Hver snöggi ljósglampinn á fætur öðrum. Og þarna úti í bakgrunninum. fjöllin óhagg anlegu. Maður verður smám saman ástfanginn í þessari borg, sem 1 dag hefur losað sig við all- an snjó. Ferskt þíðviðrið fyll- ir stofuna ilmi, sem minnir á liljur. Og svo tekur borgin til hendi! Hún brettir upp erm- arnar — og hversdagsslagsmá) í hversdagsvætu geta hafizt. Um miðjan daginn: Glampasólskin og niu gráð- ur a Celcíus. Miður febrúar- níu gráður! Hvítir fletir sem- entshúsanna standa hlið við hlið, í skinandi ljósinu. Kvöld: Eftir einkar erfiðar viðræð- ur í menningarnet'udinni tókst að tryggja stofnun menningar- sjóðsins, sem Helveg Petersen Framhald á bls. 12 Frá fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík I febrúar 1965.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.