Tíminn - 23.01.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.01.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að nmanum Hringið í síma 12323 Auglýsing ■ rtmanum kemur daglege fyru augu 80—100 búsurd lesenda. 18. tbl. — Sunnudagur 23. janúar 1966 — 50. árg. LEITAD NYRÐRA KT, Reykjavik, laugardag. Leitinni að Flugsýnarvél inni, sem hvarf s. 1. þriðju dagskvöld var haldið áfram í dag samkvæmt áætlun. Nú er næstum eingöngu leitað í flugvélum, en landflokkar hafðir til taks á öllum svæð um. Eitthvað mun hafa verið leitað á landi á Norðurlandi en það er eingöngu á þeim svæðuim, sem mjög erfitt er að leita úr flugvél. Svæðið, sem leitað er á í dag eru Mývatnsöræfi ag Miðnorðurland til sjávar milli Skjálfandaflóa og Hrútafjarðar og Arnarvatns heiði, Tvidægra og Holta vörðuheiði um Borgarfjörð og Mýrar til Reykjavíkur. Ágætt veður hefur verið á leitarsvæðunum í dag og voru nokkrar af hinum fjórt án leitarflugvélum búnar að fara yfir sín svæði á hádegi og voru í þann veginn að hefja leit að nýju. Bátanefndin leitar álits útgerðarmanna Hugsanlegt að opna landhelgi? Þetta eru tvö þeirra teppa ,sem sýnd voru í auglýsingu bandaríska blaSsins. Eru „íslenzkar" drauga- vörur seldur í New York ? FB-Reykjavík, laugardag. í auglýsingu í einu af New York blöðunum nú fyrir skömmu birt- ist geysistór auglýsing um ullar- mottur, sem kallaðar eru íslenzk- ar. Við höfum leitað upplýsinga um þessar mottur hjá ýmsum að- ilum hérlendis, en enginn virðist kannast við þær, og telja þeir, sem bezt þekkja til þessara mála, að hér geti alLs ekki verið um ís- lenzka framleiðslu að ræða. Yfirskrift auglýsingarinnar er á þá leið, að hin þekkta verzlun Macy’s hafi keypt upp allar birgð- ir Fifth Avenue húsbúnaðarfyrir- tækis, og verði motturnar seldar í Macy’s-búðum framvegis. Eftir myndunum að dæma, sem fylgja auglýsingunni er hér um að ræða hinar svokölluðu Rya-mottur. Önn ur tegundin er kölluð íslenzkt ten- ingamunstur og íslenzkt tígla- munstur, og kosta þær í búðunum vestra 80 dollara stærðin 1,85x270 og 150 dollara stærðin 2.70x3.60. Hin tegundin er aftur á móti nefnd Víkingssjávarmunstur og Víkings- sólskinsmunstur. Kosta þær 100 dollara og 180 dollara sömu stærð ir og áður eru nefndar. Ef rétt er, að þessar mottur ~lu ekki framleiddar hér á landi, er varla hægt að draga aðra ályktun af nöfnum þeirra en þá, að ís- lenzkar vörur séu að verða jafn „fínar“ í augum Bandaríkjamanna og vörur frá öðrum Norðurlönd- um hafa verið taldar undanfarin ár. Þar hefur ler.„l verið nóg, að segja vörurnar skandinavískar, þá hafa þær gengið í fólk eins og heita. lummur. Má segja, að motturnar séu eins konar draugavarningur, og gangi nú ljósum logum í einu stærsta verzlunarhúsi heims;ns. SJ—Reykjavík, laugardag. Eins og kunnugt er af blaðaskrif um eru útgerðarmenn í Reykjavík og víðar mjög óánægðir með verð á bolfiski. Stjórnskipuð nefnd hef ur að undanförnu kannað rekstrar grundvöll báta af stærðinni 45— 120 tonn og er einn nefndarmanna Jón Skaptason, alþingismaður. Rlaðið spurðist fyrir um hjá hon um hvernig störfum nefndarinnar væri háttað og hvenær mætti bú ast við niðurstöðum hennar. — Nefndin hefur þegar haldið eina tíu fundi, sagði Jón, og við erum búnir að afla margvíslegra upplýsinga um afkomu bátanna og frystihúsanna og erum að reyna að gera okkur grein fyrir hvern ig þetta stendur og hvar skórinn kreppir að. Við höfum skrifað öll um útvegsmannafélögum á land inu og verðalýðsfélögum og spurt m. a. að því hvernig þeim litist á að opna landhelgina að einhverju leyti fyrir togbátum, en það hefur komið til tals, sem eitt af úrræðum sem gæti bætt aðstöðu þessara skipa. Athuganir nefndarinnar eiga að verða ítarlegar .»amkvæmt ósk ráð herra og er varla að vænta niður stöðu fyrr en í marz — apríl. Þá hefur sérstaklega skipuð nefnd frá útvegsmönnum koniið á okkar fund til viðræðna. í nefnd inni eiga sæti alþingismennirnir Birgir Finnsson, Lúðvík Jósepsson, Matthías Bjarnason, Sigurður Ágústsson og Jón Skaptason. SIGLDI ÚT YFIR TVÖ SANDRIF FB—Reykjavík, laugardag Brezki togarinn Wyre Conquerer var væntanlegur til Reykjavíkur klukkan sex síðdegis í dag, en hann náð ist út á flóðinu í nótt um klukkan fjögur. Varðskipið Óðinn var á strandstað. og í gær hafði verið koanið drátt arvírum milli Óðins og tog arans. Kippti Óðinn síðan í, þegar háflóð var. Togarinn var mjög laus í sandinum og iyftist upp á flóðinu. Þegar Óðinn hafði dregið togarann um 60 metra spöl slitnuðu vírarnir, en þá tóku vélar skipsins sjálfar við og tókst þeim að ná honum út, þótt yfir tvö sandrif hafi verið að fara. Togarinn lagði síðan af stað til Reykjavíkur fyrir Framhald á bls. 14 9000 manns í FIB KT-Reykjavík, laugardag. f gær var haldinn aðalfundur I Félags íslenzkra bifreiðaeigenda í Tjarnarbúð og var fundarsókn | góð. Á fundinum voru samþykkt- ar nokkrar tillögur varðandi vega- mál, umferðamál og starfsemi fé- lagsins. f ræðu formanns var skýrt frá margháttaðri þjónustu félags- ins, sem jókst mjög á s. I. ári se i Júlíus Bomholt skrif ar skemmtilega grein í Nyt fra ls- iand um fund Norð- urlandaráðs í Rvík. Við birtum hana á bls. 8—9. Frá aðalfundi FÍB í Reykjavík. hliða fjölgun félagsmanna um rúm þrjú þúsund. Alls er- nú 9000 manns í samtökunum. í ársskýrslu var nokkuð vikið að tryggingarmálum og rætt um hið nýja tryggingafélag, s, ?, ar í FÍB stofnuðu á s. 1. ári. Þá var allítarlega skýrt frá afskip'ui félagsins af öryggismálum. Félag- ið hafci átt aðild að umferðar- nefnd Reykjavíkur, einnig að nefnd til að semja lög um hægri handarakstur íl. Stjórn félagsins hafði samið stefnuyfirlýsingu í öryggismálum umferðarinnar og var rkýrt frá henni í ársskýrslunni og síðan bor in upp og samþykkt samhljóða á fundinum. Það kom fram á fund- inum, að félagið hefur skrifað borgarráði bréf, þar sem fariö er fram á, að Reykjavíi -..jrg komi upp símsvara fyrir ökumenn, sem gæfi upplýsingar um ökufæri og ökuskilyrði. Mun mál þetta vera í athugun hjá umferðardelld borg- arverkfræðings. Úr aðalstjói,; FÍB áttu að ganga formaður og ritari, en voru báðir endurkosnir. jtjórnina skipa nú; Arinbjörn Kolbeinsson, formaður, Magnús Höskuldssor ritari, og Valdimar J. Magnússon, gjaldkeri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.