Tíminn - 23.01.1966, Qupperneq 12

Tíminn - 23.01.1966, Qupperneq 12
STJNNUDAGUR 23. janúar 1966 í sóEskini... Framhald af 9. síðu. og ég lögðum á sínum tíma fram tillögu um. í upprunalegv álitsgerðinni, sem fyrst var rædd í Helsingfors, hafði ég stuðlað að því ásamt öðrum, að fá verksvið menningarmála- ráðuneytisins fært til móts við miðju, og hin endanlega nið- urstaða undirstrikar þessa til- raun. Sænski ráðherrann var frá fyrstu stundu vantrúaður á málefnið, og norski ráðherrann fylgdi þétt í fótspor hans. En menningarmálanefndin spyrnti fast við fótum af kröftagum þráa til að menningarsjóður- inn mætti verða að raunveru- leika. Hér í Reykjavík hvarf spenn an milli ráðherranna og nefnd- arinnar vegna óvenju skýrra samræðna. Síðdegis voru umræður um skólamál á sameiginlega fund- inum. Ætlunin var, að hún skyldi verða svo frjálsleg, sem mögulegt væri, og sem talsmað- ur menningarmálanefndarinn ar reyndi ég að koma fram með nokkur vandamál til for- dómlausra skoðanaskipta. Hvort það hefur tekizt, mun tíminn sýna. Dónsku ráðherramir og ég átt um síðan að hitta Krag í sendi ráði voru, og ég flýtti mér a síðustu mínútu að dyrum há- skólans, opnaði hurðina — og fauk til baka. Ég komst að lokum út á ytri tröppurnar — og þar stóðum við í hóp og biðum eftir bifreiðum og hijlj- uðum okkur áfram til þess að fjúka ekki um koll. Bifreið- arnar stóðu þvers og kruss og mynduðu hindranir hver fyrir aðra, og ekki var mögulegt að hrópa til næsta manns, svo hann skildi það. Allt í kring- um okkur: gnauðandi fimbul myrkur. Þriðjudagur, 16. febrúar 1965. Morgunn: Ég vaknaði með það á til- finningunni, að ég væri um- kringdur þúsundum blakt- andi fána. Stormur? Já. Hálfopinn gluggi hjakk- aði í hespunum, og utan frá fjöllunum kom éitthvert gjall- andi hljóð. Ef finna skyldi í heimi ímyndunaraflsins mynd, sem svaraði til hljóðsins, hlyti það að vera úlfur. Hádegi: Tveir hrafnar hafa sezt að á þaki háskólans. Hrafnar Óðins sjálfs. f háskólasalnum eru nýjustu áætlanirnar til umræðu, og sérhverja smávægilega efna- hagslega umbót verður að vera hægt að verja með talfræði- legum rökum . . . og svo þess- ir svörtu fuglar, sem efst uppi skima út í auðnina. Kvöld: Afhending bókmenntaverð launanna var sannarlega hátíð- legur atburður. Fólk í hátíða- skapi fyllti leikhússalinn. And- spænis svörtum bakgrunni leik sviðsins sáust fimm norrænir fánar sáust upplýstir. Byrjað var með hinni fögru draumakveðju Carl Nielsens til fslands sigling yfir mikið öldu- rót, fuglar strandarinnar mæta skipinu — og svo að lokum rísa dökku klettarnir úr hafinu, sálmahljómur heyrist í niði brimrótsins. Tónlist og ræðum var kom- ið fyrir £ hinu fegursta sam- hengi. Og svo komu verðlauna- hafarnir fram og þökkuðu fyr- ir sig. Hinn fágaði Olaf Lager- kranz, — tónskáldið, er samdi „Aniarra," Birge Blomdahl, lít- ill, kröftugur maður, sem hall- aði sér fram á ræðustólinn, sigraði hann og salinn — og var horfinn. Reykur nótnaraða hékk í loftinu eftir hann. Maður á ekki að ráðast á fólk, sem gerir sitt bezta. Út- hlutunarnefndin hefur talað, og við tökum andvarpahdi við þeim fregnum að norrænu verð laununum var skipt að þessu sinni. Ætli það verði ekki í síðasta sinn, sem það gerist. Síðasta bók William Heine- sens er að vísu ekki hans bezta bók, og þó er hann einnig þar hinn einstæði frásagnarmaður, stórt skáld, sem fær hið lýríska og epíska til þess að fylgjast að. Hann er tónskáld, málari og teiknari. — Og fyrst um sinn sá eini, sem hægt er að jafna á við Laxness. Það mun vafalaust vera erf- itt fyrir Finna og Svía að hlusta sig inn í hina innilegu frásagnarlist Heinesens, með sínum auðugu fjölbreyttu imd- irtónum, en þeir ættu að skammast sín, sem ekki sjá mik illeikann í „Nóatún“ og „De TÍEVgBNN_________________ fortabte Spillemænd,“ eða hina dásamlegu viðkvæmni í Ijóðun- um. Miðvikudagur, 17. febrúar 1965. Til er fólk, sem fullyrðir, að hinar rómantísku landlags- myndir séu ekki lengur til. Á efstu hæð Hótel Sögu er maður hafinn yfir slíkar full- yrðingar. Hér er nóg að sjá — nóg að upplifa. Ekkert mál- verk getur, £ rómantískri vídd, jafnast á við þá mynd, sem opnar sig óralangt út yfir haf- ið. Gegnum trosnuð göt á skýj- unum, sem rekur hægt áfram, falla Ijóskeilur niður á blágrátt vatnið. Sóley kviknar, gyllt Cytere, og slokknar aftur — og kviknar annars staðar, í kflómetra fjarlægð. Kirkja og hús Bessastaða eru eins og þúfur á litla tangan- um, sem reynir að verja land- ið. Og handan Bessastaða, fellt inn í sjóndeildarhringinn, er veggur hvítra fjaila, sem fær þögnina til að hljóma. Fyrir tveim árum heimsótt- um við í annað eða þriðja sinn forsetann og konu hans, og áttum góða stund á því gest risna heimili. Nú er frúin lát- in, og það er einmanalegt á Bessastöðum. Þá bað ég um að fá að sjá kirkjuna að innan, og nú — við nánari íhugun — held ég, að sorg hafi verið á leiðinni. For- setinn sjálfur sýndi okkur ný- viðgerða kirkjuna og sagði sögu einstakra hluta. Reglu- stiku-arkitektinn hafði einn- ig hér látið til sín taka, en forsetanum tókst að gefa hús- inu birta hins lítið eitt ang- urværa varma hugar síns. Það var eitt éða annað, sem var sterkara en nýju litrúðurnar og naktir veggirnir . . . eitt- hvað, sem gekk undir nafninu: „Innvígt til nýrra árþúsunda.“ Við stóðum á eftir á opna svæðinu milli kirkju og ibúð- arhúss og horfðum á æðarfugla hópinn renna niður á grunnt vatnið við ströndina. Land og saga var eitt. Annars höfum við unnið í nefndum og á sameiginlegum fundum frá morgni til kvölds, í baráttu við tímann. Spurningin um framtíðarstað setningu Eystrasaltsbrúar æsti upp tilfinningarnar. Það var ókyrrð í sænska hópnum, og erfitt var að segja til um, til hvorrar hliðar sænska stjórn- in — að lokum — myndi fara. En eitt var öruggt: brú verð- ur byggð. Ljósast merki um athafnir kom frá vígstöðvum menning- armálanna. Við samþykktum á sínum tíma að byggja norrænt hús í Reykjavík, og danska menningarmálaráðuneytið fékk í hendur það verkefni að stjórna og samræma aðgerð- irnar. Það gerðist m.a. á þann hátt, að ég setti málið fram- ar öllum öðrum málum með athugasemd um, að ekki skyldi beðið eftir skriflegum svörum sem langan tíma tæki að útbúa. Það er sími í hús- inu, sagði ég — og ef nauð- syn er á frekari persónulegum viðræðum, þá er flugvéi hag- kvæmt farartæki. Við keyrðum málið í gegn á mettíma — og sama kerfið giiti hér Þegar ályktunin hafði verið samþykkt hófu skurð- gröfurnar starf sitt fyrir utan háskólann í hléunum gat mað ur heyrt skrap skóflunnar. Það er hið góða við Norð- urlandaráð. að það kynnir ekki aðeins stjórnmálamenn án tfl. lits til landamæra eða flokka. Það skapast skýrari sHlningur á því landi, sem maður dvelst í. Þegar kaffið hefur verið greitt, veit maður dálítið um það línurit, sem íslenzka verð- bólgan strikar um þessar mund ir. Stutt ferð inn á handrita- defldina í Landsbókasafninu gefur okkur til kynna, hvort hægt sé að halda áfram vís- indalegri rannsókn með svip- uðum hraða og umfangi — ef mestur hluti Árnasafnsins verð ur fluttur hingað. Maður legg- ur fram einhverja saklausa spurningu, og Einar Ólafur Sveinsson starir á mann með stórum augum — til að sjá, hvort eitthvað tvírætt kunni að leynast á bak við sakleysið. Við höfum hitzt áður. Hann var leiðsögumaður minn er ég heimsótti Hlíðarenda og aðra staði, sem maður þekkir úr Njálu. Auðvitað verður að líta á listasafnið. Þar er framúrskar- andi myndir eftir hina þrjá stóru: Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Kjarval. Ég elska Jón Stefánsson, málara víðátt- unnar og hneggjandi rauðra hesta, en það er víst Kjarval, sem hefur mesta þýðingu fyr- ir fslendingana sjálfa. Hann hefur opnað augu þeirra fyrir ljóðrænu eyðilegra hraun- breiða. Mosavaxin jörðin hef- ur breytzt í gult og grænt æv- intýri. Jafnvel hið litlausa brúna er orðið að leikandi lit- . . . Ég hitti Thor Vilhjálms- son, sem hefur skrifað síðustu bókina um hann, goðsögn um mann, sem er goðsögn, meö þungamiðjuna í æviatriðum hans. Það ætti að þýða hana á dönsku. f safninu er stillt út mál- verkum, sem keypt hafa verið síðustu þrjú árin, og það er gaman að sjá þann kraft, sem einnig streymir frá hinum ungu himinbrjótum. Meirihlut- inn er modemistar.Þegar tekið er með í reikninginn, að ár- leg fjárveiting fyrir safnið til kaupa á málverkum er 1000 dollarar, er það athyglisvert, hvað hér hefur tekizt að gera, séð frá listasafnslegu sjónai- miði. Dr. Selma Jónsdóttir er fal- legasta frúin í þessu stóra húsi, hún gerði rólega grein fyrir plúsum og mínusum safnsins. Það er hughreystandi, að pliís arnir eru í meirihluta. Það er gaman að hitta gamla vini, og bað tókst vegna sam- kvæmis, sem gestgjafarnir og sendiráð okkar buðu til sam- eiginlega. Allt í einu stóð Sigurður Nordal fyrir framan mig, og var sami brosandi og frjáls- lyndi maðurinn og hann hefur alltaf verið, Hann gefur stjóm málámönnum það, sem stjórn- málamannanna er — og lifir enn sem fyrr í sinni eigin menningarveröld. Á safninu er myndastytta af honum, gerð af Sigurjóni Ól- afssyni, þung, ferköntuð hella sem myndar sinn eigin klett. Goðsögnin hefur náð mannin- um. Sem stendur er Nordal andi. sem lifir í öllum blæ- brigðum augnabliksins, en í vissunni um, að þúsund ára saga er enn sem f'nn fasti grandvöllur alls sem gerist. — íslendingar lifa í r.ánara sambýli við söguna en flestir aðrir, segir hann. Hann hefur nýlega tekið sam skipti Íslands-Danmerkur til endurskoðunar, og ýmis at- riði þeirra, segir tiann. nafa ljós hins óvænta yfir sér. Ouð gefi. að hann fái tíma til þess að prenta sín nýju sjónarmið. Við ræddum um handritin. — Tillaga okkar var hin rétta, sagði hann — Það hefði leyst málið í kyrrþey. Hið þýð- ingarmesta er jú, að rannsókn- ir geti farið fram við sem beztar aðstæður, en spumingin um efnislegan eignarétt hefur orðið það áberandi, að engin leið er til baka. Halldór Laxness hafði séð um að fótbrjóta sig, og var því úr sögunni, en Gunnar Gunnarsson var aftur á móti í fullu fjöri. Aridlit hans hafði elzt, en í augunum var óhröm- að líf. Við hittumst upphaflega fyrir tilstilli sameiginlegs vinar, Vic- tor Elberling, fyrrverandi þing skjalavarðar, og það var meira en nóg til að tala um. Síðasta dag fundarins dvaldi ég nokkr- ar klukkust. á heimili Gunn- ars Húsið stendur hátt uppi á hæð, fyrsta húsið, sem byggt var á staðnum, en nú um- kringt heilu hverfi nýtízku húsa. Hina ungu Reykjavík ber við sjóndeildarhringinn, og einungis lítil hafsrönd er enn sjáanleg. Þegar ég sat hér við mósaik- borð, sem hann hefur sjálfur gert, umkringdur málverkum sonarins og fullum bókahill- um, varð mér fyrst ljóst, hvers vegna hinn mikli rithöfunda- ferill hlaut að þróast, eins og raun varð á: íslenzkur bónda- sonur frá afskekktum bæ berst inn í skerandi ómstríðu iðn- aðartímans. Örlög manns verða að athugast frá upphafi þeirra. Nú snýr hann til baka til þeirrar kyrrðar, sem hann kom frá, með rúm áranna í huga. — Ég ber traust — til lífs- ins, sagði hann — og í öðru samhengi: — Það er eldurinn, sem er hið mikla tákn. Það rifjast upp fyrir manni úr ritum hans, að íslenzk sköp eru átök, spenna milli elds og ísa. Hann talar um vinnuaðferð- ir sínar. Handrit var ekki til- búið til prentunar, fyrr en hann hafði umskrifað það sex- sjö-átta sinnum. — Það er fyrst, þegar hið einfalda form hefur náðst, að ég sleppi blýantinum. Hið ein- falda form, sem er eins og ósýnilegur þjónn reynslunnar. Um Danmörku ræddi hann með eðlilegri rósemd. Til voru nöfn, sem fengu augu hans til að glampa af gleði. Það var í rauninni einungis eitt atriði, sem olli honum áhyggjum: —’ Ef skáldskapur einhvers lands á að lifa, verður gagn- rýnin að leggja sitt af mörk- um til virðingar hans og stöðu meðal þjóðarinnar, en . . . danska gagnrýnin . .. — Hvers vegna? spurði ég — án þess að sú reynsla, sem þyngdi drætti hans, fengi lausn í svari. Fimmtudagur, 18. febrúar 1965. Og svo er það kveðjustund- in. Þrettánda fundi Norð- urlandaráðs er lokið, og þakk- arræða þingforsetans. Sigurð ar Bjarnasonar, forseta Alþing- is, festist sem bergmál í eyrum. Síðasta augnaráðinu er beint út um gluggann. Þarna uppi á hæðinni liggja heitavatnsgeymarnir, sem stuðla að upphitun Reykjavík- urborgar. Þessi gráu ferlíki eru „Fiallkirkja“ vorra daga. Að baki þeirra eygir í tvö útvarps- loftnet, samband vorra daga við leyndardóma geimsins. Söguöldin er snúin í stál og steinsteypu f dag er kveðjuveður. Grátt að ofan. Grátt að neðan. En í miðjum þessum gráa heimi syngur vélarhljóðið. Þytur hreyfla. Þrá til lífs í sterkustu litum, sem hugsanlegir eru. —E.J. þýddi. ÚTSALAN hjá TOFT Höfum tekið fram: Gluggatjaldaefni á kr. 158 — nú kr. 70. - met. Baðmullarstóresar á kr. 68 — nú kr. 35 - metr. Ensk ullarefni á kr. 268 — nú kr. 120 - mtr. Rósótt sængurveraefni á kr. 40 og 42 metr. hvítt og mislitt damask. Handklæði á kr. 35, — 40, — 42, stk dökk á kr. 32, stk. Þvottapokar á kr. 9,50 Diskaþurrkur á kr. 9, 50. Diskaþurrkur á kr. 15,00 Baðmullarkvensokkar á kr. 15.00 Nylonsokkar með saum á kr ' 15.00 Nylonsokkar saumlausir á kr. 25.00 Og margt fleira á lækkuðu verði H TOFT, SkólavörSustíg 8.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.