Tíminn - 23.01.1966, Blaðsíða 5
! '! ' 1 f
SCNNUDAGUR 23. janúar 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiSslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Öryggi í umferðinni
Svo virðist sem loks sé nokkur áfangi að nást í sam-
hæiingu afla, sem vilja vinna ótrautt að meira öryggi 1
umferðinni. Tryggingafélögin, einkum Samvinnutrygg-
ingar, hafa beitt sér fyrir stofnun félaga, sem nefnast
„Öruggur akstur“ og í eru þeir bifreiðastjórar, sem sér-
staka gætni og öryggi hafa sýnt 1 akstri síðustu ár. Trygg
ingafélögin miða tryggingar sínar í vaxandi mæli við það
að verðlauna öruggan a'kstur. Umferðanefnd höfuðborg
arinnar virðist og ætla að sinna þessum málum meira
en áður.
Loks er það að nefna, að í gær hófst í Revkjavík um-
ferðaráðstefna, sem tryggingafélögin standa fyrir, og
taka þátt í henni fulltrúar ýmissa þeirra aðila, sem skyld
ast er um mál þessi að fjalla og búa yfir mestri reynslu.
Er vonandi góðs af ráðstefnunni að vænta.
Umferðaráðstefnu sem þessa hefði þurft að hakla
fyrir löngu, og raunar ætti að halda hana á hverju ári.
Eai það virðist hafa átt nokkurri tregðu að mæta að koma
henni á. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa til
dæmis tvívegis að minnsta kosti á síðustu árum flutt til-
lögu um það í borgarstjórn Reykjavíkur, að borgin beiti
sér fyrir slíkri ráðstefnu, en þeim tillögum jafnan verið
vísað frá. Sinnuleysi borgaryfirvalda, sem þó ættu að
láta sig þessi mál mjög miklu skipta, er satt að segja
furðulegt og eitt dæmið um hirðuleysið sem ríkir í stjórn
borgarmálefna. En því ber að fagna, að tryggingafélögin
hafa hér riðið á vaðið, og þess er eindregið að vænta
að ráðstefna þessi beiti sér fyrst og fremst að því að
tryggja víðtækt og virkt samstarf margra áhrifaaðila til
umbóta í umferðinni, svo að hér verði um upphaf mikill-
ar og góðrar sögu að ræða, en endi með upphafi.
Að byrgja brunnmn
Það er mikilvægt að bætá svo sem verða má orðið
tjón og beðið böl, en mikilvægara er þó að efla fyrir-
hyggjuna, reyna að byrgja brunninn, áður en barnið er
dottið ofan i. Það er gömul og óbrotgjörn lífsvizka og
heillaráð. Jákvætt umbótastarf i umferðamálum bein-
ist æ meira að því, og umferðaráðstefnan er liður í því.
Þetta minnir á annan vettvang skyldan og tengdan,
áfengisvandamál þjóðarinnar. Það er mikilvægt að leggja
fram góðan skerf til hjálpar áfengissjúklingum, en
minna má framlagið ekki vera til þess að vinna gegn
áfengisnotkun ungs fólks og til þess að hjálpa því til
haldkvæmra viðbragða við þessum lífsvanda. Reykja-
víkurborg leggur til dæmis mun hærri fjárhæð til hjálp
ar drykkjusjúklingum en til bindindisfræðslu, og er þó
hvorugt nóg. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins
fluttu tillögu um það við afgreiðslu núgildandi fjárhags
áætlunar, að varið yrði allmyndarlegri fjárhæð til þess
að vinna gegn áfengisnotkun ungs fólks. Sú tillaga var
felld. Slíkt er óviturlegt, eins og ástandið er nú í borg
inni. Má t. d minna á að í almennu skemmtanalífi er
ungt fólk blátt áfram neytt til þess að sækja vínveit-
ingahúsin, af þvi að það á ekki í önnur hús að venda. en
borgaryfirvöld reyna ekki að bæta þar neitt úr skák.
Þessi tillaga hefði getað miðað þar til úrbóta, ef rétt
hefði verið á haldið og vilji fyrir hendi.
TÍMINN
Walter Lippmann ritar um aiþjóðamál:
Bandaríkin verða að skýra betur
að hverju þau stefna í Vietnam
Bréf Goldbergs til Thant var spor í rétta átt
ÞRÁTT fyrir stríðsþokuna,
sem umlykur sviðið, kann að
vera unnt að koma auga á viss-
ar hreyfingar, sem fremur virð
ast boða gott en illt. Engin
vissa er þó fyrir þessu. Fyrstu
viðbrögð valdhafanna í Hanoi
við friðarsókn Johnsons for
seta eru að byrja að koma í
Ijós og hygg ég, þegar höfð
er í huga vel rökstudd athuga-
semd Josephs Krafts um, að
samskiptaleiðin milli Hanoi og
Washington sé bæði torfær og
tregfær, að af þeim megi að
minnsta kosti ráða, hvað forset
inn ætti að taka sér næst fyrir
hendur.
Ekkert bendir til, að valda-
menn í Hanoi tilkynni allt í
einu, að þeir séu reiðubúnir
að taka þátt í friðarraðstefnu.
Ekkert bendir heldur tiL, að
Hanoi-menn ætli að kalla heim
hersveitir sínar úr suðri eða
koma í veg fyrir að aukið
herlið haldi áfram að slæðast
á vettvang. Við hljótum að
gera ráð fyrir, að valdhafarn-
ir í Hanoi haldi áfram að
leggja til það mikinn her, að
skæruhernaðurinn gangi að ósk
um og beri tilætlaðan árangur.
Vera má, að eitthvað dragi úr
hraða og ofsa hermdarverka,
að minnsta kosti meðan hlé er
á loftárásunum. En opinber-
lega hefur ekki komið neitt
fram, sem bendi til, að friðar-
ráðstefna eða raunverulegt
vopnahlé sé á næsta leiti.
#
f SJÓNMÁLI virðist aftur á
móti vera nokkurt tímabil
stjórnmálalegra samskipta, sem
ýmist fara fram opinberlega og
þá í seilingarfirrð að minnsta
kosti, eða einslega og í kyrr-
Þey, og þá með tilstyrk með-
algöngumanna, en ávallt íklætt
dulargerfi herskárrar mælsku
til þess í senn að fróa and 'æð-
inga friðarsamninga og verjast
þeim. Hið merkasta, sem fram
hefur komið f þessu sambandi,
er af okkar hálfu bréf Gold-
bergs aðalfulltrúa til ,fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu Þjóð
anna, en að hálfu gagnaðilans
forustugreinin, sem birtist
þriðja janúar í blaðinu Nhan
Dan í Norður-Víetnam. Á for-
ustugrein þessa má líta sem
opinbera umsögn um friðar-
sókn Johnsons forseta.
Umsögn þessi er ærið óljós,
og höfð það af ásettu ráði,
eins og vænta má af ríkis-
stjórn, sem aka verður segl-
um eftir vindi með hliðsjón
samtímis af Moskvu, Peking og
Washington. En svo virðist
sem greina megi gegnum hul-
una áskorun til forsetans um
að sanna, að hann eigi i tveim-
ur mikilvægum atriðum við
annað en valdhafarnir í Hanoi
halda að hann eigi við Skor-
að er f fyrsta lagi á hann að
afsanna, að hai:n ætli sér að
koma á fót „nýlendu af r.ýrri
gerð og varanlegri hernaðar- -
bækistöð Bandaríkjamanna og
viðhalda framvegis skiptingu
Vietnam í tvo hluta.“ í öðru
lagi er hann beðinn að sanna,
ið hann artb ekki aT ' fram
Rusk og Goldberg.
á að „Viet Cong-frelsissveitir
Suður-Vietnama — leggi niður
vopn — og verði síðan settar
undir yfirráð stjórnarinnar í
Saigon.“
Að MÍNU áliti ferst forset-
anum vel í því, að horfa fram-
hjá stóryrðunum, sem fokið
hafa af og til á liðinni tíð,
og halda áfram að ræða stríðs-
markmiðin og friðarskilmálana,
sem hann hefur boðað síðan
í ræðunni, sem hann hélt í
Baltimore í apríl í fyrra. Hon-
um er óhætt að gera ráð fyrir,
að það, sem Goldberg nefnir
rökræður eða viðræður án
allra fyrri takmarkana eða
skilyrða," er þegar hafi, ekki
enn að vísu á ráðstefnu, held-
ur álengdar, en að minnsta
kosti að nokkru leyti opinber-
lega.
Ef hér er rétt ályktað, hvar
málum sé komið er eincnitt
rétti tíminn til að hverfa frá
blaðamannafundum, útdráttum
og óformlegum ræðum, en
snúa sér í þess stað að hefð-
bundnum stjórnmálaorðsend
ingum. Samkvæmt áminntri um
sögn valdhafanna í Hanoi eru
meginatriðin einkum tvö: í
fyrsta lagi við hvaða aðstæð-
ur eða með hvaða skilyrðum
við Baridaríkjamenn kveðjum
her okkar heim frá Suður-Viet-
nam, og í öðru lagi, hvaða skil-
yrði þurfi að uppfylla til bess
að Viet Cong geti öðlazt þátt-
töku í stjórn landsins. Gold-
berg aðalfulltrúi hefur látið
hjá líða að kveða A um þessi
tvö ..triði og af þeim sökum
er bráðnauðsynlegt að skýra
hernaðarmarkmið okkar betur
en gert héfor v -i? '11 1 cssa.
Ég veit ekki hvort ríkis-
stjórni.i getur orðið á eitt * :tt
um slíka ákvörðun og útskýr-
ingu stríðsmarkmiðanna. En
ég veii. að slík útskýring á
stríðsmarkmiðum okkar, hvað
þessi tvö meginatriði snertir.
er alveg óhjákvæmileg, éf tak-
ast á að halda óskertu trausti
bæði heima fyrir og erlendis.
HVAð sem líður fyrstu við-
brögðum Hanoi-valdhafanna er
útskýring og afmörkun itríðs-
markmiða okkar nauðsynlegur
liður í þeirri viðleitni að þoka
stríðinu „af vígvellinurn og að
samningaborðinu." Jafnvel þó
að við gerum ráð fyrir að svör
Hanoi-manna sýni ekker, ann-
að en fyrirlitningu, — og það
ættum við raunar að gera —,
þá er aðalatriðið að þeir veiti
einhver svör og séu á þann
hátt orðnir þátttakendur í við-
ræðum um mótun þess, sem
koma —al.
Oft hefur því verið haldið
fram hér í Washington árið
sem leið, að við værum að
hlusta og hlustuðum galopnum
eyrum eftir svari frá Hanoi,
en hefðum aldrei orðið neins
varir. Þessi opinbera afstaða,
að tveir þurfi til að koma ef
úr samræðum eigi að verða,
virðist mörkuð án hliðsjónar af
þeirri staðreynd, að stórveldi
eins og Bandaríkin, sem nýtur
við jafn fjölbreyttra og uarg-
víslegra sambanda um allan
heim getur knúið fram umræð
ur með því einu að hefja þær,
og gert Vnum aðilanum í sí-
auknum mæli ómögulegt að
láta bær afskiptalausar.
Sé forsetanum fullt alvöru-
og kappsmál að koma á við-
ræðum verður að telja bréf
Goldbergs góða byrjun. Haldi
forsetinn ótrauður áfram líður
varla á löngu áður en honum
berast einhver sv . Ef dæma
má útfrá fyrstu viðbrögðum
Hanoi-manna við friðarsókn-
inni, sem haldið er uppi, er
satt að segja nokkur ástæða til
að álykta, að opinberar umræð
ur í raun og sannleika hafn
ar, og nú velti allt á því að
halda þeim áfram.