Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 15'. niai 19Y4. 3 Ottó Tynes aö leiðbeina Jór ívarssyni, sem situr i „linkinu og er að undirbúa aðflug til Isa fjarðar. tekur stefnuna beint niður á við... En Ottó og Jón eru ekkert á þeim buxunum, þegar við skiljum við þá. Inni i herbergi einu hefur Jón komið sér fyrir i TF-LNK. Hann ætlar að búa sig undir Isa- fjarðarflug, og Ottó hefur komið sér fyrir framan við skerminn, þar sem hann fylgist með fluginu, og leiðbeinir, ef á þarf að halda.... —EA eða stefni beint á Esjuna! Það er bara að bita i það súra epli, þvi enginn verður óbarinn biskup. Það er að segja, sllkar villur er hægt að fyrirgefa, á meðan menn sitja á jörðinni, og auðvitað gerast þær I byrjun. En „linkið” er fyrst og fremst notað til þess að þjálfa aðflug, og menn geta þjálfað sig i aðflugi á flugvelli úti um allan heim. Af 40 timum, sem menn þurfa að taka til þess að öðlast blindflugs- réttindi, mega þeir taka 20 á jörðu niðri, þ.e. i „linkinu”. Það er lika ódýrara, og svo er aldrei ófært fyrir kassann! „Sumir lifa sig svo inn i þetta, að þeir svitna, þegar þeir lenda i erfiðleikum. Aðrir muna alltaf, að þeir eru á jörðunni að fljúga”, segir Ottó. „I einum af jarð- skjálftakippunum miklu hér i vetur, var nemandi i „linkinu”. Þaðhrististallttil.en nemandinn sagði við mig, sem hann hélt að væri sökudólgurinn: Æ, láttu ekki svona maður, það er ekki svona mikil ókyrrð”. „Linkinu” er nefnilega hægt að halla til beggja hliða, og stýrinu er hægt að ýta fram og aftur, og kassinn eða „linkið” hreyfist eftir þvi. Allir mælar virka eðlilega, og það er meira að segja radió um borð, sem nemar tala i, i aðfluginu, og þá auðvitað við Ottó, sem situr fyrir utan kassann og er i þessu tilviki flugturn. Hann stjórnar umferðinni i hinu tilbúna lofti, og til þess að gera allt sem eðlilegast, þá læzt hann hafa viðskipti við fleiri flugvélar, sem gætu verið á flugi. Og eftir að Ottó hefur drifið blaðamann inn I kassann og lokað á eftir honum, þannig að honum finnst hann næstum einn i heiminum, þá er ekki erfitt að skilja, að sumir svitna. Þarna situr maður einn, með heil ósköp af stjórntækjum fyrir framan sig, og svo er manni bara sagt að fljúga. Ja, það er vist eins gott að vita ekkert um það, hvernig endalokin hefðu orðið, en það flýgur vist enginn lengi, sem Landspróf siglir hœgfara yfír í grunnskólann „Þaö er gert ráö fyrir aö landsprófið breytist smám saman, þar til grunnskólafrumvarpið er komið til framkvæmda. Og mér finnst skólamenn yfiHeitt vilja hægfara breytingar í þá átt." Þetta sagði Stefán Ólafur Jónsson, ritari prófanefndar, er Vísir ræddi við hann. Landspróf miðskóla stendur nú yfir, og i þetta sinn þreyta það fleiri nemendur en nokkru sinni fyrr eða 1700 talsins. Prófanefnd hefur þó ekki að- eins með landsprófið að gera, heldur og öll samræmd gagn- fræðapróf og barnaskólapróf. „Helztu breytingarnar á landsprófinu núna eru þær, að skólarnir fá sjálfir að semja 2 af hinum 8 prófum, sem tekin eru. Það er dregið um prófin, og i þetta sinn fá skólarnir að semja ensku- og sögupófið”, sagði Stefán. Stefán sagði einnig, að prófa- nefnd væri nú hætt að starfa sem „yfirdómur” prófúrlausna. Þess i stað er landinu skipt i nokkur svæði og einn yfir- dómari skipaður á hverjum stað. Hann ber siðan ábyrgð á prófúrlausnum. Með þessu móti eiga nemendur að fá einkunnir sinar fyrr en verið hefur. Stefán var spurður, hvort mikið væri kvartað undan of þungum prófum til nefndar- innar. „Það próf, sem einum finnst þungt, finnst öðrum létt. Þannig hefur þetta alltaf verið, og ég man ekki eftir að samdóma álit á einu prófi hafi nokkurn tima komið fram,” svaraoi Stefán. „En‘ samfara aukningu þeirra, sem þreyta landsprófið, hefur maður heyrt út undan sér, að árangurinn sé ekki jafngóður yfir heildina og áður”, hélt Stefán áfram. „Eflaust má finna út- skýringar t.d. á þvi að margir skólar slaka sifellt á kröfum til þeirra, sem ætla sér að stunda nám i miðskóla landsprófs. Skólarnir hafa yfirleitt haft ákveðnar lágmarkseinkunnir tii að miða við inntöku i lands prófsdeildir, en strangt til tekið, þá er ekki hægt að banna neinum að sitja I landsprófs- bekk”, sagði Stefán að lokum. Þessmá geta hér tilgamans, að gagnfræðaskólakennari sem Visir ræddi við, sagði aö lands- prófið hefði eitt einkenni — það væri alltaf gerð einhver vitleysa i sambandi við það, og þá oftast i reikningsprófunum. Hann sagði, að þetta væru sjaldnast alvarlegar villur, en þó árviss viðburður. Liklega eru skemmtilegustu landsprófin söguprófin, þvi þar eru nemendur oft spurðir auka- spurninga, sem geta hækkað einkunnina — ef rétt er svarað. I sliku prófi, sem við fréttum af ofan úr Borgarfirði, mun Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda hafa verið gerður frægur fiðlu- leikari af meginþorra nemenda, en Þórður Breiðfjörð var af flestum álitinn — já einmitt,, hann var álitinn stjórnmála- maður. -ÓH. 874 ÍSLAND 1974 874 (SLAND 1974 llið blóði drifna timabil islands- sögunnar, Sturlungaöldin, er eitt þriggja efna nýrrar fri- merkjaútgáfu póst- og sima- málastjórnar i tilefni 1100 ára afmælis byggðar i landinu. Þrjú merki koma út 11. júní n.k. af þessu tilefni, en fjögur merki komu út af sama tilefni 12. marz Merkin sýna Sturlungaöld. eins og fyrr greinir, en teikning- una gerði Þorvaldur Skúlason listmálari. Annað merkið er til- einkað Flateyjarbók og það þriðja er af altarisklæði i Stapafellskirkju i Lóni. Verð- gildi inerkjanna er 100 kr., 25 kr. og 17 krónur. -JBP- Framboðsflokkurinn lifir enn! Framboðsflokkurinn, sem bauð fram O-Iistann i siðustu þingkosningum, hrærist enn, að minnsta kosti á einum stað landsins, Seyðisfirði. Þar bera ungir menn nú fram O-lista i nafni þess flokks við bæjarstjórnarkosningarnar. Fulltrúar Framboðsflokksins i Reykjavik hafa tilkynnt, að framboðið sé ekki á þeirra veg- um. — HH. Kappreiðarnar einnig utan skeiðvallarins „Við erum þeir einu, sem láta fara fram keppni i viðavangs- hlaupi hesta. Ég tel, að viða- vangshlaupin sýni, að það þarf ekki að hefla götuna undir is- lenzka hestinn”. Þetta sagði Björn Sigurðsson, formaður hestamannafélagsins Gusts i Kópavogi, er Visis ræddi við hann. Þeir félagar i Gusti og Andvara i Garðahreppi, halda sinar árlegu kappreiðar á Kjóa- völlum um næstú helgi. „Viðavangshlaupið fer þannig fram, að hestarnir hlaupa um 1500 m vegalengd, yfir hvað sem fyrir er, þúfur, börð, sand, grjót og allt sem nöfnum tjáir að nefna”, sagði Björn. Kappreiðarnar á Kjóavöllum eru orðnar árlegur stórviðburður hjá hestamönnum. Björn sagði.að búizt væri við mjög mörgum keppendum og landsþekktum hestum. „Áhuginn á hestamennsku er mjög mikill, og nú vantar okkur bara tilfinnanlega land undir fleiri hesthús i Kópavoginum”, sagði Björn. „Gustur er lika orðið annað stærsta hestamannafélagið á landinu, með 300 félaga”, bætti hann við. Allar tegundir kappreiða munu fara fram á Kjóavöllum, svo sem skeið, folahlaup, stökk, brokk og hraðtölt auk viðavangshlaupsins. Kappreiðarnar hefjast klukkan 15 á sunnudag. Skráning hesta fer hins vegar fram i kvöld, miðviku- dag, á Kjóavöllum. — ÓH. „Dýror innréttingar og fjölbreyttari matseðlar afleiðing samkeppninnar — segir einn veitingastaðareigandinn, sení opnað hefur veitingastofu með bœsuðum við og bólstruðum sœtum „Samkeppni allra steikarstaö- anna i borginni verður sifellt haröari. Þaö hefur leitt til þess, að hver staðurinn af öðrum hefur lagt út i dýrar og iburðarmiklar innréttingar. Auk þess sem að sjálfsögðu nýjum réttum er stöðugt bætt á matseðlana.” Ofanritað sagði Birgir Jónsson, eigandi veitingastofunnar Halti haninn að Laugavegi 178, en þar hefur verið veitingastaður i ára- tug. „Ég hef til beggja handa keppinauta,” sagði Birgir i viðtali við Visi. „Af ofangreindum á- stæðum lokaði ég staðnum i einn og hálfan mánuð og gerði gagn- gerar breytingar á innréttingun- um hér. Við þær breytingar, sem hér hafa verið gerðar, á öll af- greiðsla að geta gengið hraðar fyrir sig, en hér leggjum við áherzlu á alla almenna grill- rétti.” Og eins og Birgir sagði i upphafi máls sins, er lika nauð- synlegt að hafa eitthvað óvenju- legt á matseðlinum. I Halta hananum eru það margar teg- undir af þeim italska rétti, Pizza, sem staðurinn státar af öðru fremur. -ÞJM Hjartabillinn, sem Blaða- mannafélag íslands hefur gengizt fyrir að fá hingað til lands, er nú aö verða tilbúinn til afgreiðslu i Noregi og er búizt við að billinn verðikominn liingað fljótlega upp úr næstu mánaðamótum. Upphaflega átti billinn að kosta tæpar tvær milljónir króna, en nú er verð hans komið upp i tvær og hálfa milljón. Fjárframlög hafa samt haft við verðhækkunum og er söfnunarféð i dag orðið 2,6 milljónir. Hæsta fjárupphæðin var gefin af Lionsklúbbi i Reykja- vik og var það hálf milljón króna. Háar fjárupphæðir hafa einnig borizt frá einstaklingum, allt upp i eitt hundrað þúsund krónur. — ÞJM. HJARTABÍLLINN KOSTAR 2,5 MILLJÓNIR KRÓNA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.