Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 16
Möðruvallahreyfingin „til sölu"? ALGERLEGA TILHÆFULAUST segir Ólafur Ragnar „Þetta er algerlega tilhæfu- laust,” sagði ólafur Ragnar Grimsson í morgun, þegar Visir bar undir hann orðróm um „sölu” á Möðruvallahreyfing- unni. Visir spurði Ólaf, hvað væri hæft i sögusögnum um, að forysta Framsóknarflokksins hefði „keypt” Möðruvallahreyfinguna með þvi að setja „toppa” hennar i örugg sæti á listum. Sagan sagði, að reynt væri að losa til á fram- boðslistum, svo að Kristján Thorlacfus, formaður BSRB, fengi 2. sæti á B-listanum i Reykjavik við þingkosningarnar. Ennfremur fengi Ólafur Ragnar Grimsson 2. sætið á Austurlandi. Eysteinn Jónsson lætur af þing- mennsku, svo að sæti losnar fyrir austan, og raddir eru um, að Einar Agústsson viki af listanum i Reykjavik og fari i framboð annars staðar. ólafur Ragnar vlsaði þessu á bug og sagði, að þvert á móti hefðu þau stefnumál, sem hann berst fyrir, verið felld á siöasta miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. Hann sagði, að samningaum- leitanir við Samtök frjálslyndra og vinstri manna væru enn ,,i deiglunni”. — HH. lengur við þú „Fardagar? Er það í dag? Já, einmift." Þeir félagarnir, sem hér sjást bera húsgögn inn í flutningabíl virtust láta sér það í léttu rúmi liggja. Og þegar blaðamaður Vísis hafði samband við símastúlkur sendibíla- stöðvanna kvað við sama tón. „Það er alltaf mikið um búferla- flutninga um þessar mundir, en að 14. maí sé einhver sérstakur dagur til slíkra f lutninga, það er af og f rá. Það var einmitt svo rólegt hjá okkur í morgun," svaraði ein símastúlkan. Fardagar virðast hafa glatað gildi sínu á síðustu árum. Lík- lega yrði fátt um svör, ef skólabörnin sem sitja yf ir prófum sínum þessa dagana, væru spurð að því, hvaða merkingu orðið „fardagar" hefði... ÞJAA/Ljósm.: Bragi. Á þessari samkomu verða Margrét Danadrottning og Henrik prins, ennfremur Ingrid drottning. Forseti fslands mun flytja stuttan fræðilegan fyrir- lestur um efni sögulegs eðlis, og verður þetta liður i dagskrá hátíðarinnar. Mikil flokkamergð 8 eða 9 flokkar með fram- boð? Fleiri flokkar bjóða sennilcga fram i þingkosningunum 30. júni en áður hefur verið. Nokkuð öruggt er, að þeir verði sex, og þeir gætu orðið 8 og jafnvel 9. Auk Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, og Alþýðu- bandalags, munu Alþýðuflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna (Hannibal) ekki samein- ast fyrir kosningarnar. Þá er talið öruggt, að Frjálslyndi flokkurinn (Bjarni Guðnason) bjóði fram. Þarna eru komnir sex, og þó ekki allt talið. Vinstri framsóknar- menn undirbúa framboð en vilja helzt vera i bandalagi við Samtök frjálslyndra og vinstri manna, og þá liklega með Alþýðuflokknum i leiöinni. Samtök vinstri framsóknarmanna, Möðruvalla- hreyfingin, eru i rauninni nú þeg- ar orðinn sérstakur stjórnmála- flokkur. Auk þess hefur Kommúnista- flokkurinn aukið umsvif sin, eins og bezt kom fram 1. mai. Ekki er ósennilegt, að þessi flokkur bjóði fram i Reykjavik og hugsanlega viðar i þingkosningunum, þótt ekki sé frá þvi gengið. Loks mætti nefna Framboðs- flokkinn, sem hugsanlega byði fram. Með öllu þessu yrðu flokk- arnir 9, ef allir leggja i framboð. — HH. Jörð í Kenya fyrir fslending, sem hefur vinnukonuútsvar... Skyldi fyrirfinnast hér á landi einhver, sem vill breyta rækilega til, pakka niður I töskur og flytja búferlum til Afriku. Ef svo er, þá ætti sá hinn sami að fletta upp i Mogganum sinum i morgun og lesa auglýsingu, þar sem boðin er til sölu ágæt jörð í Kenya. Okkur býður að visu i grun, að þessi jörð kosti skildinginn. Hún er tuttugu þúsund hektarar að stærð, enda veitir ekki af: jörð- inni fylgja nefnilega fjögur þús- und nautgripir, sem heimta sitt. Til viðmiðunar má geta þess, að Reykjavik inn að Elliðaám er 2200 hektarar. Það er ekki ótrúlegt, að ýmsir séu nú farnir að hugsa til hreyf- ings. Eins og nú er komið i lifs gæðakapphlaupinu á íslandi, er harla erfitt að ganga fram af keppinautnum. Stór einbýlishús, þrir bilar, bátur, hjólhýsi, nokkur hross, tvær og þrjár utanlands- ferðir með frúna árlega, sumar- bústaður, jafnvel ibúð á Spáni. Þegar þetta er allt saman fengið, er erfitt að ganga lengra. En þá koma loksins auglýsingar, eins og sú I Mogganum i morgun. Það hefur sjálfsagt mörgum létt við lestur hennar. Búgarðurinn, sem um getur, er I hliðum Kenyafjalls með útsýni yfir sléttur miðjarðarlinunnar, ómengað land með stórkostlegum jurtagróðri, fjölbreyttu dýralifi og mildu loftslagi. Alftanesið kemst varla i hálfkvisti við þenn- an „bezta stað á jörðinni” eins og honum er lýst i auglýsingunni. Þeir sem hafa áhuga geta snúið sér til Dr. Riccardo Bonadeo i Mllanó, sem er með jörðina i sölu. Hann hefur sima, en liklega er betra að lita inn hjá honum og tala við hann i eigin persónu. Það hlýtur að vera hægt að fá að skoða án þess að skuldbinda sig til að kaupa.... — ÞJM. innrósorfólkið leikur I_________I. „ I_ — en bó er nóg af lausum musum nmu klefum að Litla-Hraum vísib Miðvikudagur 15. mai 1974. Forsetinn gerður heiðursdoktor við Hóskólann í Óðinsvéum Forseti islands, dr. Kristján Eldjárn, og kona hans munu halda til Danmerkur föstudaginn 17. þ.m. og koma heim aftur þriðjudag 21. Er förinni heitið til Odense, þar sem forsetinn mun verða sæmdur heiðursdoktors- nafnbót á hátið Odense-háskóla. Fólkið, sem rændi ibúð 83 ára gamals manns á sunnudag, gengur nú laust. Þvi var sleppt i gær. Á meðan standa 13 til 14 klefar auðir á Litla-- Hrauni, þar sem einna eðlilegast væri að álita að fólkið ætti að dveljast um þessar mundir. Gamli maðurinn hefur nú fengið mestallar eigur sinar aft- ur. Og það furðulega atvik kom fyrir, að nokkrir þjófanna komu aftur til hans, eingöngu i þeim tilgangi að skila honum aftur peningunum, sem þeir stálu frá honum. Fyrir utan þrennt fullorðið, sem stal frá manninum, komu tveir 17 ára piltar i heimsókn til hans með hinu fólkinu. Þeir stálu frá honum bankabók með 40þúsund króna innistæðu. Þeir tóku alla peningana út og eyddu 11 þúsund krónum. A mánudag, daginn eftir ránið, hittu þeir kunningja sinn. Þeir sögðu hon- um söguna, en hann varð hneykslaður á framferði þeirra, og heimtaði að þeir skiluðu aftur peningunum. Þeir fóru þvi þrir saman til mannsins. Þar voru fyrir ættingjar hans, sem töfðu fyrir piltunum og kölluðu á lögreglu Piltarnir skelfdust, er þeir sái að lögreglan var að koma, og fleygðu þvi 15þúsund krónum af þvi sem eftir var. Þrátt fyrir mikla leit á eftir, fannst féð ekki og það urðu þvi ekki nema 14 þúsund krónur sem komu til baka. Fullorðna fólkið, sem tók þátt I ráninu, játaði á sig allar sakir, og var Játið laust i gær. Það biður nú dóms. En þegar kemur að þvi að dæmt verði i málinu, þá verður varla húsnæðisskortur fyrir fólkið, úr þvi að 13 til 14 klefar eru lausir á Litla-Hrauni. -ÓH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.