Vísir


Vísir - 24.06.1974, Qupperneq 3

Vísir - 24.06.1974, Qupperneq 3
Vlsir. Mánudagur 24. júni 1974. 3 Póstur nú oftur fluttur með hestum Hestalestir hafa ekki sézt halda upp frá póst- húsinu í Reykjavík síðan um 1915. Þá var enn margt um hesta í mið- borginni og hestaskýli þar, sem nú er geymsla fyrir óskila hjólhesta hjá gömlu lögreglustöðinni. Aldraðir Reykvíkingar muna enn eftir Hansa póst, þar sem hann var að klyfja hesta sína í port- inu, áður en haldið var norðúr um land. Það er til að minnast hestsins i sögu landsins, sem hesta- mannafélög i Reykjavik, Kópa- vogi og i Kjósarsýslu taka upp þennan gamla sið og halda upp i póstferð þann 3. júli. Haldið verður frá Pósthúsinu i Reykja- vik, þar sem enn er að finna lykkjur til að binda hesta i. Ákvörðunarstaður póstlestar- innar eru Vindheimamelar i Skagafirði. t hestalestinni verða 20 hestar búnir kiyfsöðlum og póstkoffortum. Hefur þessum gripum ýmist verið safnað sam- an eða verið smiðaðir i þessu til- efni. Þeim, sem áhuga hafa á að senda póst á þennan sérstæða hátt, er bervt á, að koma bréfum sinum merktum „Hestapóstur" til aðalpósthússins i Reykjavik. Burðargjald er tvö hundruð krónur. Verða öll bréfin stimpl- uð sérstökum stimpli i tilefni ferðarinnar. — JB Tvíhjóla ó fjórhjóla Tvihjóla vegfarendum er ekki siður hætt við að lenda I slysum en öðrum vegfarendum. Drengur á reiðhjóli varð fyrir bil á Artúns- höfða um helgina. Hann lenti með höfuðið I rúðu bilsins, en meiddist ekki mjög mikið. Þá ók ungur pilturá vélhjóli á stag á ljósastaur á mótum Bæjarháls og Tungu- háls. Hann hafði misst stjórn á hjólinu. Stjórnendum tveggja hjóla farartækja er oft hættara en öðr- um við að lenda i árekstrum, einkum vegna þess hversu erfitt er að koma auga á þá á ferð. öku- menn á fjórhjóla farartækjum mættu hafa þetta i huga. —ÖH/Ljósm. Vfsis: JB. Lognið bjargaði Heiðmörk frá stórbruna Litlu munaði, að stórbruni yrði I Heiðmörk á föstudaginn. Af einhverjum ástæðum kvikn- aði þar I þurrum mosa, sem brann hratt. Svæðið, þar sem kviknaði I mosanum er tiltölulega afskekkt. Svo heppilega vildi þó til, að borgarstarfsmenn voru að vinna við gróðurstörf þarna nálægt. Þeir gerðu lögreglu og slökkviliði aðvart um brunann. En svæðið, sem eldurinn kom upp á, er svo afskekkt, að eng- um tækjum varð við komið til að hefta brunann. Þvi var gripið til þess ráðs að rifa upp belti af mosa i kringum svæðið sem brann. Þegar eldur- inn kom að beltinu, gat hann ekki dreifzt meira, og dó þvi smám saman út. Borgarstarfs- mennirnir, lögregiuþjónar og slökkviliðsmenn unnu þessi störf. Talið er, að um 300 fermetrar af mosa hafi brunnið. Það, sem bjargaði þvi að ekki varð stórbruni úr, var að algjört logn var, er eldurinn kviknaði. Ef einhver vindur hefði verið, er ekki gott að segja, hvar eldurinn hefði ekki geisað I skraufþurr- um gróðrinum i Heiðmörk. Það er þvi sérstök ástæða til að brýna fyrir fólki varúð i með- ferð elds á svæðum sem þess- um. — ÓH. t tilefni af 11 hundruö ára at- mælinu verða 11 ný frimerki gefin út á árinu. Myndefni merkjanna á að minna á sögu landsins i öll þessi ár. Nú þegar eru komin út 7 af þessum merkjum en 16. júli koma út hin 4 siðustu. Verðgildi þeirra merkja verður 15, 20, 40 og 60 krónur. Ætlunin var, að myndirnar á frimerkjunum uppfylltu ströng- ustu listrænu kröfur og minntu hver um sig á ákveðinn atburð i íslandssögunni. Merkin, sem út koma 16. júli, bera mynd af Guðbrandi Þorlákssyni, steinda glermynd úr Hallgrimskirkju á Saurbæ eftir Gerði Helgadóttur, útskurð frá 18. öld og lágmynd eftir Sigurjón Ólafsson, sem sýnir fiskvinnu. —JB ÍSLAND 1974 874 ÍSLAND 1974 874 fSLAND 1974 Skákin: Við erum ekki svo sterkir! Okkar sterkasta iið i skákinni gerir sannarlega ekki miklar rós- ir I Nice I Frakklandi, við erum hreint ekki eins sterkir og margir hugðu fyrir ólymplukeppnina. Við lentum I B-riðli þarna syöra, og nú er augljóst, að við verðum varla nema rétt um miðjan hóp i þeim „seiskap”, en náum aðveröa á undan Dönum. Rússar urðu efstir i A-riðlinum með 21 vinning og biðskák, Júgó- slavar með 19, Búlgaria og Ung- verjar 18, USA 15 og biðskák. I B- riðli vann Austurriki með 21 vinn- ing, Israel 18, Italia og Kúba 16 1/2 vinning, Noregur 15 1/2, Pól- land 15, Island 14 1/2, Colombia, Danmörk og Kanada með 14, en siðan koma Sviss, Skotland, Frakkland, Belgia, Portúgal og Túnis. í fóstrustétt Fjölgar Ein sú stétta, sem stórlega þarf að vaxa samkvæmt núverandi kröfum þjóðfélagsins, er stétt menntaðra barnfóstra. Æ fleiri konur telja nauðsyn á að ieita út fyrir veggi heimilisins til að vinna, og þá þarf að koma börn- unum fyrir I öruggum höndum. Þessi myndarlegi hópur, alls 42 ungar stúlkur, luku nýlega burt- fararprófi frá Fóstruskóla Is- lands. Þetta er fyrsti nemenda- hópurinn, sem skólinn útskrifar undir nýju nafni. Aður hét skólinn Fóstruskóli Sumargjafar og út- skrifaði sá skóli á aldarfjórðungi 340 fóstrur. 1 skólanum siðasta vetur voru 160 nemendur. Hæstu einkunnir við burtfararpróf i bók- legu námi hlutu þær Rebekka Arnadóttir og Unnur Stefánsdótt- ir, 8.9 i aðaleinkunn. I verklegu námi urðu hæstar þær Finnborg Scheving, Guðrún Asgrimsdóttir, Hulda Harðardóttir, Rebekka Árnadóttir, Unnur Stefánsdóttir, Þóranna Ingólfsdóttir og Þórdis Harðardóttir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.