Vísir - 24.06.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 24.06.1974, Blaðsíða 13
Visir. Mánudagur 24. júni 1974. Glösin flugu háborðið féll er lcapparnir börðust! Foreman Heimsmeistarinn i þungavigt, George Foreman, heiöurs- gesturinn i 49. árlegu hófi blaða- manna, sem skrifa um hnefa- leika, og Muhammed Ali, aðal- ræðumaðurinn i hófinu i New York á laugardag, lentu I öskur- og sýningarleik yfir borðum og árangurinn var rifinn jakki Foremans og illa útleikinn smoking Alis. Glös og diskar gengu á milli kappanna — há: borðið féll um koll og gestir duttu af stólum sinum. Ali lét ekki þar við sitja heldur kastaði glösum á eftir Foreman, þegar hann yfirgaf hófið i miðj- um kliðum. Joe Frazier var einnig viðstaddur og hrópaöi til Ali: ,,Hæ, maður, nú er nóg komið! Þú gerir sjálfum þér ekkert gott með þessu. Nú verð- urðu að hætta”. Foreman á að verja titii sinn gegn Ali I Zaire hinn 25. septem- ber — en hann vann heims- meistaratitilinn, þegar hann sigraði Frazier á Jamaika 1973. Fyrir það hlaut hann Edward- nálina sem hnefaleikamaður ársins 1973 i hófinu. Hann tók á móti viðurkenningunni — sagði nokkur orð og siðan var Ali kynntur sem aðalræðumaður- inn. Hann talaði I um 20 minútur — fór með ljóð og gerði grin aö Foreman, sem hlustaði án nokkurra svipbrigða. „George, af hverju glápir þú svona á mig”? sagði Ali nokkrum sinn- um. Framkvæmdastjóri Fore- mans, Dick Sadler, greip þá hljóðnemann og fór að syngja um, hvernig Foreman mundi fara með Ali I Afríku. Ahorfend- ur fögnuðu og Foreman brosti. Hann fór að hljóðnemanum — ýtti Ali I burtu og sagðist vonast til að særa engan, þótt hann færi úr hófinu. Hann hefði heyrt nóg. Ali greip hljóðnemann aftur og sagði . ,,Þú hleypur ekki frá mér”, og náði i verðlaun Fore- mans. Heimsmeistarinn reyndi að ná þeim, en tókst ekki, og reif þá jakka Alis i sundur. Ali byrj- aði að hrópa — reif jakka Fore- mans og slagsmálin voru hafin. —hsim. Ali Enn morkolaust jafntefli Jafntefli I knattspyrnu þykja ekki leiðinleg, ef mörk eru skor- uð, en markalaus jafntefli skemmta áhorfendum litið, sér- staklega ef þau gerast tið. Sein- ustu tveir leikir ÍBK á heimavelli hafa einmitt endað án þess, að mörk væru skoruð. Um fyrri helgi gegn Vikingi og á laugardaginn gegn Vai. Og eftir viöureign Kefl- vlkinga og Vals að dæma, þurfa bæði liðin að auka mikið við getu sina til að hreppa Isiands- mcistaratitilinn I ár. I rauninni er óþarft að fara mörgum orðum um leikinn og vísa til umsagnar um leik ÍBK gegn Vikingi og biðja menn að- eins um að setja nöfn Valsmanna i staðinn fyrir Vikinga. Leikurinn gekk svipað fyrir sig. Valsmenn sóttu fast að marki ÍBK mestan hluta fyrri hálfleiks, en sóknin var broddlaus og brotnuðu flest upphlaupin á Grétari Magnús- syni, miðverði IBK, sem þó skap- aði Valsmönnum bezta færið, þegarhann sendi knöttinn I áttina til Þorsteins markvarðar, en hinn eldsnöggi Kristinn Björnsson, miðherji Vals, komst á milli en Þorsteinn varði skot hans. Eftir hálftima virtist mesti móöurinn runninn af Valsmönn- um eftir þó laglegt spil á köflum, og fóru heimamenn þá heldur að sækja sig, svo að Sigurður Haraldsson fékk stöku sinnum að handleika knöttinn, þegar hann greip inn i leikinn, en ekki af þvi að hann þyrfti að verja nokkuð, sem hægt væri að nefna skot, að marki. Keflvikingar settu Grétar i stöðu framliggjandi tengiliðar i seinni hálfleik, i.þeirri von að hann gæti hrist slénið af fádæma slökum framherjum. Að visu áttu Keflvikingar sæmilegan hluta I seinni hálfleik, en undir lokin sótti i sama farið og Valsmenn náðu undirtökunum og voru nærri sigri, þegar Alexander Jóhannes- son slapp inn fyrir vörnina og skaut þrumuskoti á markið, sem Þorsteini tókst að verja á snaggaralegan hátt. Þá voru að- eins fáar minútur til leiksloka, og það mátti reyndar greina á mörg- um leikmönnum beggja liða, sem aðeins virtust biða eftir þvi, að leiktiminn væri úti. Þarna tryggði Þorsteinn rétt einu sinni enn ann- að stigið fyrir IBK. Dómari var Guðjón Finnboga- son. —emm Kanslarinn vondur! Kanslari Vestur-Þýzka- lands, Helmut Schmidt, gagnrýndi mjög vestur-þýzka landsiiðið eftir hið óvænta tap þess fyrir Austur-Þjóðverjum á laugardag. Hann sagði. — Liðið vanmat mótherjana og hraða þeirra. Þaö lék ekki af nægri einbeitni eink- um innan vitateigs, sagði kanslarinn, þegar hann yfir- gaf leikvanginn i Hamborg meira en litið gramur. Hinn nýi fulltrúi A-Þýzka- lands i Bonn, Michael Kohl, var hins vegar mjög glaður. Hann sýndi að knattspyrnan i DDR er i mikilli framför — lið DDR lék knattspyrnu i betri klassa en mótherjarn- >r. -hsim. ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★ * Markvörður Júgóslava, Enver Maric, hefur sýnt snilldarmarkvörzlu á HM — en fékk loks á sig mark, þegar Joe Jordan skoraði mlnútu fyrir leikslok fyrir Skota á laugardag. Þarna slær Maric knöttinn frá Valdo- miro — þess, sem skoraði heppnismark Brazzanna gegn Zaire á laugardag. Von Chile Von Chile til að komast áfram I heimsmeistarakeppninni hvarf á regnþungum vellinum I Berlin á laugardag — liðinu tókst ekki að skora mark gegn Ástralíu, en þurfti að vinna góð- an sigur til aö halda i vonina, og að auki að Vestur-Þjóðverjar sigruðu Austur-Þjóðverja I sið- asta leiknum I 1. riðlinum. Hvorugtkomé daginn. Leiknum á Óly mpluleikvanginum i Berlin, þar sem aðeins 16 þús- und áhorfendur voru á áhorf- endasvæðunum, sem rúma 87 þúsund, lauk með markalausu jafntefli. Geysilega rigningu gerði i hálfleik og varð að fresta leikn- um i fimm min. af þeim sökum — en siðan byrjaði sama sagan i siðari hálfleik. Afar lélegur leikur og bæði lið geta nú haldið heim. Tvennt er minnisstætt frá leiknum. Ray Richards, kant- manni Astraliu, var visað af leikvelli af dómaranum á 85. min. — og á siðustu min. leiks- ins missti ástralski mark- vörðurinn, Reilly, knöttinn og Ahumada fékk auðvelt tækifæri. Fyrirliði Astralíu, Peter Wilson, skallaði hins vegar frá á mark- linu. * * * * * * * * * * * * * * ORÐSENDING fró Byggingavöruverzlun Breiðholts, Leirubakka, til viðskiptavina sinna nœr og fjœr. Þar sem allar mólningarverksmiðjur selja mólningu beint fró verksmiðjunum, sjóum við okkur ekki annað fœrt en að selja málninguna á sama verði og verksmiðjurnar, það sem við bjóðum framyfir verksmiðjurnar er tónalitablöndun, einnig á verksmiðjuverði. Leiðbeinum fólki rneð val á litum eftir sem áður. Sendum í póstkröfu hverf á lund sem er. Bygging Leirubakka — Sími 72160 verzlunin er á tveimur hœðum * * * * * * * * * * * * * * ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.