Vísir - 24.06.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 24.06.1974, Blaðsíða 12
n Skotar áttu allan leik- inn, en það nœgði ekki! — og þeir geta nú nagað sig í handarbökin vegna mistaka í fyrsta leiknum Þaö er sorglegt aö Skotar eru úr HM-keppninni, en þeir geta aö- eins kennt um eigin kæruleysi i fyrsta leiknum gegn Zaire. Allir, sem sáu leik Skotlands og Júgó- slaviu í Frankfurt á laugardag, voru á einu máli um aö þaö væri beinlfnis synd, að skozka liöið veröur nú að halda heim — slegiö út úr keppninni, þar sem eitt mark réö úrsiitum gagnvart Braziliu. öll efstu liöin i 2. riðlin- um, Júgóslavia, Brazilia og Skot- land hlutu fjögur stig. Eftir frekar jafnan fyrri hálf- leik náðu Skotar, frábærlega stjórnað af Billy Bremner, öllum völdum i leiknum gegn Júgó- slaviu. Sóknarþunginn buldi á vörn Júgóslava, sem oft riðaði til falls — en öllu var bjargað á sið- ustu stundu. Og svo skeði það — eins og oft vill verða, þegar annað liðið sækir stift — langsending fram og vara- maðurinn Stanisslav Karasi, sem nýkominn var inn á, brunaði fram Aumingja ítalir! ltalir féllu á sföustu hindrun, Pólverjum, og einu marki. Mikiö var fall þeirra — hið óvæntasta, sem átt hefur sér stað á HM. „Gömlu mönnunum” tókst ekki að ná jafntefii gegn Pólverjum i Frankfurt i gær. Töpuðu 1-2 og eru úr keppninni. 73 þúsund áhorfendur voru á Wald-leikvanginum og sáu hrað- an , en aldrei grófan leik, þar sem Ólympiumeistararnir léku snilldarlega i fyrri hálfleik — en nokkurs kæruleysis gætti i leik þeirra I siðari hálfleiknum. Þeir voru þegar komnir áfram — en ekki einu sinni það gátu Italir not- fært sér. Italir urðu lika fyrir miklu áfalli á 28. min. Varnarmaðurinn frægi Burgnich var þá borinn af velli — og Pólverjar náðu undir- tökunum. Á 39. min. skoraði Szar- mach með skalla og Deyna frá- bært mark með siðustu spyrnunni I fyrri hálfleik. ttalia skoraði sitt eina mark, þegar fimm min. voru til leiksloka — Capello — en það var of seint. — hsim. PUMA fótboltaskór 10 gerðir Allar stœrðir Verð fró kr. 1920,00 Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar klappartllg 44 — Slml 11783 — Reykjavík eins og hraðlest. Hann fékk knött- inn frá Dragan Dzajic og skallaði i mark framhjá David Harway, sem hafði næstum verið sem áhorfandi að leiknum fram að þessu atviki. Þá voru átta minút- ur til leiksloka. En Skotar gáfust ekki upp. Pet- er Lorimer gaf á félaga sinn Joe Jordan, sem sendi knöttinn i mark Júgóslava á 89. min. Bar- áttan var i algleymingi, en Júgó- slövum tókst að verja mark sitt, það sem eftir var leiks — og kom- ust þannig áfram. Þeir máttu ekki tapa — þvi þá hefðu þeir fall- ið, ekki Brazilia. Skozka liöið lék snilldarlega i leiknum — hiklaust eitt af beztu liðum keppninnar —og mun betur en gegn Braziliu i leiknum á und- 1 an. En heppnin var ekki liðinu hliðholl — og á það bættist heimskan frá fyrsta leiknum. Furðulegt, að Skotar skildu ekki þá, að þeir þurftu að skora mörg mörk gegn Zaire, i stað þess að bera virðingu fyrir mótherjunum og sætta sig við „litinn” sigur, 2-0. Júgóslavar lentu i erfiðleikum gegn ágengniSkota — en sýndu sem áður, að lið þeirra er sterkt. Einkum komst Katalinski vel frá varnarleiknum — var hreint frá- bær, en fékk þó bókun vegna hörku. Bremner var bezti maður Skotlands, en Hay, Morgan og Holton áttu allir stórleik. Þegar úrslitin úr leik Braziliu og Zaire bárust féll Billy Bremn- er alveg saman — hágrét eins og litið barn. Skiljanlegt hjá leik- manni, sem gefið hafði svo mikið, þegar allir draumarnir brustu — leikmanni, sem sýnt hafði snilldarleik og verið einn albezti leikmaður keppninnar. —hsim. Glötuð tækifæri alls staöar hjá Skotum. Kenny Dalglish sendir knöttinn framhjá Marinho, Brazi- liu —en einnig framhjá markinu. Knötturinn strýkur greinilega hendi varnarmannsins — innan vitateigs. Hollendingar sáu um öll mörkin á móti Búlgaríu! Hollendingar skoruðu öll mörkin — fimm að tölu — i leiknum gegn Búlgariu i 3. riðli HM keppninnar á sunnu- daginn. Leiknum lauk með sigri Hollands 4:1 og skoraði Ruud Krol bezti varnarmaður Hol- lands eina mark Búlgariu, er hann sendi knöttinn fram hjá sinum eigin markverði um miðjan síðari hálfleik. Taugaspennan var yfirþyrm- andi hjá heimsmeisturum Brazi- liu gcgn Zaire i Gelsenkirchen á laugardag — en samt tókst það. Þeir.urðu að skora þrjú mörk og loks, þcgar 10 min. voru til leiks- loka kom þriöja markið. Hvilik heppni. Agjöriega hættulaust skot Valdomiro, laflaust, fór yfir öxl Kazadi, markvaröar, og I netiö — en Kazadi, sem tekinn var út af i ieiknum gegn Júgósiaviu, haföi oft variö vel I leiknum og þetta Johan Cruyff — súperstjarnan frá Barcelona — fékk hina 54.000 áhorfendur, flesta að visu frá Hollandi, til að hrópa upp yfir sig af fögnuði hvað eftir annað i leiknum. Hann dansaði á millli Búlgaranna og lagöi boltann á samherja af slikum glæsibrag, að jafnvel leikmenn Búlgariu gátu ekki annað en gefiö honum klapp. Tvö af mörkum Hollands i leiknum komu úr vitaspyrnum. í annað skiptið var Cruyff sjálfum brugöið fyrir innan vitateig, en i siöara skiptið var það Jansen eftir að Cruyff hafði gefiö á hann i dauðafæri. Johnny Neesken skoraöi örugglega úr báðum spyrnunum.... vinstra megin við markvörðinn. var eitt auöveldasta skotiö. Leikurinn var lélegur og enn hafa Braziliumenn ekkert sýnt i keppninni — en eitt er þó at- hyglisvert. Liðið hefur ekki fengið á sig mark. Það varð að vinna Zaire með þriggja marka mun og lengi vel leit út fyrir að það yrði ofraun fyrir Braziliu. Jairzinho skoraði þó fyrsta markið á 12 min. — fyrsta mark Braziliu i keppninni, en það var Cruiff var enn á ferðinni á 71. min. Þá tók hann aukaspyrnu innan vltateigs og lagði boltann svo að segja á tærnar á Johnny Rep, sem sendi hann i netið. Nokkrum min. siðar skoraði Sigurður Jónsson fyrrum landsliðseinvaldur var kosinn formaður Handknattleikssam- bands íslands á ársþingi HSI, sem haldið var um helgina. Sigurður hlaut 42 atkvæði, en Jón Asgeirsson fréttamaður,sem einnig var I framboöi, hlaut 24 at- kvæöi. 'Þrjár aðrar breytingar furðulegt hve Braziliumönnum reyndist erfitt að leika á vörn Zaire. Og stundum fengu Afriku- svertingjarnir góð tækifæri, þó þeir skoruðu ekki frekar en áður. Loks á 65. min. skoraði Revilino annað marlc Braziliu — og siðan urðu Kazadi á mistökin miklu. 35 þúsund áhorfendur piptu á leik- menn Braziliu i leiknum vegna hins slaka leiks heimsmeistar- anna — en heppnin var með þeim enn einu sinni. —hsim. svo Ruud Krol sjálfsmark en tveim min. fyrir leikslok óð Cruyff upp vinstri vænginn og gaf á Theo Jong, sem skallaði glæsi- lega i netið. -klp uröu á stjórninni. Jón Magnús- son, Jóhann Einvarðsson og Bergur Guðnason komu inn, en þeir Jón Kristjánsson, Sveinn Ragnarsson og Jón Asgeirsson gáfu ekki kost á sér til endur- kjörs. Aöalmál þingsins voru dómara- málin og endurskipting i flokka auk fleiri mála. Fjármálin voru einnig ofarlega á baugi, en skuld- ir HSl á árinu námu 1,5 milljón- um. Veltan á árinu var liðlega 20 milljónir. -klp- Heimsmet Andrea Lynch, Bretlandi, jafn- aði heimsinetiö i 60 metra hlaupi kvenna á móti á Crystal Palace leikvanginuin i Lundúnum á laugardag. Hún hljóp vegalengd- ina á 7.2 sekúndum og var fremst frá byrjun til loka — sigraði hina frægu, áströisku hiaupakonu, Arelene Boyle meö tveimur sckúndubrotum. Tvær konur hafa hiaupiö 60 metra á 7.2 sek. áöur — þær Betty Cuthbert, Ástraliu, og Irina Bochkary kova, Sovét- rikjunum. Lynette Tiilett, Astraiiu, hljóp á 7.1 sek. fyrir fjórum árum, cn sá timi var aidrei viðurkenndur af alþjóöa- frjálsiþróttasambandinu sem heimsmet —hsim. Klaufaleg mistök björguðu Brazilíu! Sigurður formaður HSÍ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.