Vísir - 01.07.1974, Page 4
4
Vísir. Mánudagur 1. júli 1974.
„Eðlilegt, að
Sjálfstœðis-
flokkurinn tak-
ist á hendur
forystu
þjóðmálanna"
r
— segir Matthías A. Mathiesen
„Við sjálfstæðis-
menn i Reykjaneskjör-
dæmi erum mjög
ánægðir með þann
mikla sigur, sem
vannst i þessum kosn-
ingum”, sagði
Matthias Á. Mathiesen,
efsti maður D-listans i
Reykjaneskjördæmi,
þegar Visir hafði sam-
band við hann i morg-
un.
„ViB, sem valizt höfum til for-
ystu fyrir sjálfstæöismenn,
þökkum það mikla traust, sem
kjósendur hafa sýnt okkur, og
allt þaö mikla starf, sem fjöldi
flokksmanna hefur lagt af
mörkum og gert þennan sigur
aö veruleika.
Harðvitugri baráttu okkar við
vinstri menn hefur lokið þannig,
að við getum mjög vel við unað.
Fjórir sjálfstæðismenn munu
gæta hagsmuna Reykjanesbúa
á Alþingi næsta kjörtimabil.
Þaö er ljóst, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er sigurvegari þess-
ara kosninga. Ég tel eðlilegt, að
I framhaldi af þvi takist hann á
hendur forystu þjóömálanna,
enda ber að skilja úrslit kosn-
inganna sem kröfu kjósenda um
þaö”. — BB—
Hér situr Axel og eiginkona hans, Guðrún Gisladóttir,, ihópi kunningja að heimili þeirra I nótt og hiusta
spennt á nýjustu kosningatölur úr Reykjaneskjördæmi, þar sem D-listinn vann stóran sigur, stærsta
sigur kosninganna.
r/Beztu kosningaroð
vinna í síðan '56
— segir Axel Jónsson, sem situr nú i
fyrsta sinn i öruggu sœti ó Alþingi, þótt
hann hafi verið þingmaður af og til i 12 ór
Volkswagen —
Passat — K70 — og
Audi-eigendur
Eigendum Volkswagen, Passat, K70 og Audi er bent ó
að bifreiðaverkstœði okkar
verður lokaðvegna
sumarleyfa frá 15. júlí til 13. ágúst.
„Það hefur ekki verið eins gott
og auðvelt að vinna fyrir neinar
kosningar hér i kjördæminu siðan
1956”, sagði Axel Jónsson, 4
maður á D-lista I Reykjaneskjör-
dæmi I viðtali við VIsi I nótt.
Þá var orðið nokkuð ljóst að
Axel yrði fjórði þingmaður sjálf-
stæðismanna i Reykjaneskjör-
dæmi sem uppbótarþingmaður.
Axel, sem hefur verið varaþing-
maöur þrjú kjörtimabil, sagöi þó,
að allur væri varinn góður, þvi að
„við höfum verið að sveiflast út
og inn um gluggann i hvert sinn,
sem nýjar tölur birtast. En I
heildina komum við sjálfstæðis
menn nokkuð sterkir út hér i kjör-
dæminu”.
„En það hefur aldrei verið jafn
áberandi og i þessum kosningum
núna, hvað þingmenn kjördæmis-
ins eru fáir miðað við fjölda á
kjörskrá”, sagði Axel.
„Bak við hvern þingmann
hérna i kjördæminu eru um
fjögur þúsund og fjögur hundruð
atkvæði. Það eru fjórfalt fleiri at-
kvæði en þarf til að kjósa hvern
þingmann Vestfirðinga. Meðan
þetta ástand er óbreytt, er það
hreinn skripaleikur. 1 Reykjanes-
kjördæmi búa 20% landsmanna,
en við höfum aðeins 5 af 49 kjör-
dæmakjörnum þingmönnum”.
Til að bæta úr þessu taldi Axel,
að þyrfti nýja og breytta
kjördæmaskipan, jafnvel blöndu
af einmenningskjördæmum, meö
uppbótarþingsætum.
„En það gæti orðiö bráða-
birgöalausn að fækka uppbótar-
þingmönnunum og fjölga þannig
þingmönnum Reykjaneskjör-
dæmis, og reyndar lika Reykja-
vlkur”, sagði Axel.
„Hvert verður aðal hagsmuna-
mál Ibúa Reykjaneskjördæmis á
næstu árum?”
„Stærsta og lang veigamesta
málið er það að koma hitaveitu
sem viðast um Reykjanesið. Nú
þegar er lagning hennar hafin um
Kópavog, og næst tekur við
Hafnarfjörður. En sér i lagi er
það Suðurnesjaveita sem þarf að
vinna aö.
Stofnkostnaðurinn er mikill, en
hann borgar sig á stuttum tima,
sem sjá má af þvi, að hitunar-
kostnaður I Reykjavik er ekki
nema 30% af þeim hitunarkostn-
aði, er fólk má almennt búa við á
Reykjanesinu”, sagði Axel Jóns-
son að lokum. —óH
Þó mun deild sú, er framkvæmir skoðanir og eftirlit á nýaf-
greiddum bifreiðum, vera opin með venjulega þjónustu.
Reynt verður að sinna bráðnauðsynlegum minniháttar viðgerð-
um.
Ennfremur er viðskiptavinum okkar bent á7að umboðsverk-
stæði okkar, Vagninn, Borgarholtsbraut 69, Kópavogi, simi
42285, rekur alhliða Volkswagen-þjónustu.
Smurstöð okkar mun starfa á venjulegan hátt.
Laugavegi 170—172 — Simi 21240
RÁÐAGÓÐIR ALÞÝÐU-
BANDALAGSMENN
Kosningafundir rétt fyrir
kosningar þykja jafn sjálfsagðir
og smjör ofan á brauð.
Þvi iögðu fjórir Alþýðubanda-
lagsmenn i Norðurlandskjör-
dæmi eystra upp i það að halda
almennan kosningafund i Hris-
ey nokkrum dögum fyrir kosn-
ingar.
Þeir vissu fyrirfram að varla
væri að vænta teljandi að
sóknar að fundinum, þvi að i
Hrisey errikjandi,,hið svartasta
ihald”, eins og einn þessara Al-
þýðubandalagsmanna komst að
orði.
Ekki bætti það úr skák, að
þegar þeir komu út I eyna, var
29 stiga hiti og glampandi sól-
skin. Ekki virtist viðlit að nokk-
urn væri hægt að toga á fund.
En innan um voru ráðagóðir
menn, og var slegið upp útifundi
að sið „Ihaldsins i Reykjavik”.
25% eyjabúa sóttu fundinn, sól-
uðu sig og hlustuðu á ræður
Alþýðubandalagsmannanna —
samtals 50 manns. örugglega
met á útifundi — að sjálfsögðú
miðað við fólksfjölda.
— ÓH.