Vísir


Vísir - 01.07.1974, Qupperneq 5

Vísir - 01.07.1974, Qupperneq 5
FYRST SONURINN SKOTINN NÚ MÓÐIRIN EFTIR 6 ÁR Fjallið klofnaði og féll yfir biðröðina a veginum Björgunarmcnn gizkuðu á það i gærkvöldi, gð 250 manns hcfðu farizt undir milijónum smálcsta af leir og grjóti, sem féll i gifur- legri skriðu á þjóðveg í Kólumbíu og molaði undir sér fólksbila, flutningavagna og rútur, rétt eins og væru það leikföng ein. Skriðan féll einmitt á bilalest- ina, þegar hún beið eftir þvi, að vegagerðarmenn lykju viðgerð vegna skemmda frá smáskriðu, sem fallið hafði á veginn fyrr. „Fjallið hreinlega klofnaði i tvennt, og hrundi siðan yfir fólk og bila, malandi allt undir sér,” sagði prestur einn, sem var sjón- arvottur að slysinu. — Skeði þetta aðeinsrúma 100 km frá höfuðborg Kólombiu, Bogota. Björgunarsveitir hófust þegar handa við að grafa i skriðuna til þess að bjarga fólkinu, en yfir þeim vofði frekari skriðuföll úr hliðunum fyrir ofan. Miklar rign- ingar hafa gengið þarna yfir að undanförnu og losað jarðveginn. Luther Kings jr., sem var ráðinn af dögum 1968, var skotin við morgunguðsþjónustu i kirkju Ebenezerar skirara. Hóf stúdent- inn skothriðina um leið og kórinn hóf sönginn. „Honey, hvar finnurðu til?” spurði eiginmaðurinn, hinn 74 ára gamli sóknarprestur, sem hafði ekki verið að predika að þessu sinni, heldur setið i stúkunni skammt frá og hlaupið til konu sinnar, þegar hann sá hana hniga fyrir skoti. „Hún reyndi að segja mér eitt- hvað,” sagði hann eftir á. „En hún hafði það aldrei af.” Þeir, sem viðstaddir voru, sögðu að byssumaðurinn hefði um orð, að hann hefði drepið prest- frúna vegna þess „að hún er kristin og allir kristnir eru óvinir minir”. — Lögreglan segir, að blökkustúdentinn hafi sagt þeim, að i rauninni hafi hann ætlað að skjóta séra Martin Luther King, en frúin hafi verið næst honum. Martin Luther King. jr. blökkumannaleiðtógi var myrtur 1968. Móðir Martins Luthers King var skotin til bana í gær i sömu kirkjunni, þar sem sonur hennar predik- aði forðum frið með mönn- um. — Hún var að leika á orgelið, meðan á guðsþjón- ustu stóð, þegar skothríðin dundi skyndilega yfir. Djákninn lét sömuleiðis lifið, vegna skotárásarinn- ar, og annar safnaðarmeð- limur særðist. Lögreglan handtók skotmann- inn, 21 árs blökkustúdent Marcus Wayne Chenault að nafni, en hann sagðist hafa komið til Atlanta i áætlunarbil á laugardag. Þegar lögreglan gerði leit i ibúð hans heimaiColumbus i Ohio, fann hún lúða bibliu og lista með nöfnum nokkurra leiðtoga úr mannrétt- indabaráttu blökkumanna. Telur lögreglan ekkert benda til þess, að fleiri hafi verið i vitorði með stúdentinum. „Hann er bara brjálaður,” sögðu lögregluménn aðspuröir um, hver mundi haifa verið tilgangur morðingjans. Þrir forvigismenn blökku- manna segjast sannfærðir um, að morðið á frú Kip(g sé liður i stærra samsæri. Nöfn :þessara þriggja, séra Ralp Abernathy, séra Jesse Jackson og Hosea Williams, voru reyndar á nafnalista Chenaults, sem fannst i ibúð hans. Nafnið King var lika á listan- um, en ekkert fornafn. Kunningjar Chenaults i Ohio- rikisháskólanum lýsa honum svo, að hann hafi fengið trúarbrögð æ meir á heilann og( haldið þvi fram, að kristnin hefði ekkert fært blökkumönnum neitt gott. Hin 69 ára gamla móðir Martin Frú Isabel tekur við af Peron Isabel Peron, varaforseti Argentinu, sór á laugardaginn eið sem bráðabirgðaforseti-landsins i veikindaforföllum manns sins Juan Perons, forseta. Hann þjáist af alvarlegum blóðsjúkdómi, sem hefur hrjáð hann um nokkurn tima. Sagt er, að heilsu hans hafi enn hrakað yfir helgina, en for- sctinn er 78 ára. Juan Peron varð forseti Argen- tinu og kona hans varaforseti i september s.l., þegar hann sneri heim eftir 18 ára útlegð. Á þeim tima kynntist hann konu sinni, sem nú er 43 ára. Maria Estela Peron tók upp nafnið Isabel eftir að hún kynntist Peron i Panama, tsabel varaforseti undirritar nauðsynleg skjöl, áður en hún tekur við embætti af Peron. bar sem hún var dansmær. A morgun bárust þær fréttir, að æöstu menn hersins, leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar og for- ingi stjórnarandstöðunnar hefðu allir heitiö frú Peron hollustu. Þessi mynd var tekin úti fyrir kirkjudyrum, meðan fólk beið frétta og skýringa á skothvellunum, sem kváðu við inni i kirkjunni. , Visir. Mánudagur 1. júli 1974. 5 P/IMTB I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN HERINN VID VÖLD í EÞÍÓPÍU 24 FÓRUST f BRUNA Herinn i Eþiópiu tók völdin i iandinu nú um hclgina. Eftir vaidatöku sina hófust hermenn handa um að fangelsa aðalsmenn og stjórnmálaleiðtoga. Ýmsir af nánustu ráðgjöfum Haile Selassie, keisara, hafa verið handteknir. Talsmenn hersins hafa skýrt frá þvi, að Abiye Abeba, utan- rikisráðherra, og formaður keis- araráðsins séu i hópi hinna hand- teknu. 1 yfirlýsingu hersins, sem lesin var i gær, segir, að herinn styðji keisarann og beri hag þjóð- arinnar fyrir brjósti. A laugar- dagskvöld var fyrirskipað út- göngubann i höfuðborginni Addis Abeba. Um nóttina heyrðist slitr- ótt skothrið nokkrum sinnum, en i gær varalltmeðkyrrum kjörum i höfuðborginni. Valdataka hersins hófst með þvi á föstud.kvöld, að hermenn tóku yfirstjórn útvarpsstöðva, bæði stöð rikisútvarps Eþiópiu og stöð Lútherska heimssambands- ins, sem er i Addis Abeba. Við þá stöð starfar sr. Bernharður Guð- mundsson. Fréttastofur greina ekki frá beinum átökum við inn- hlaup hersins i stöðvarnar. En starfsmönnum þeirra var skipað að senda út ákærur á hendur 25 fyrrverandi ráðherrum, herfor- ingjum og öðrum embættismönn- Richard Nixon, Bandarikjafor- seti, var um helgina gestur Leonid Brezhnev, flokksleiðtoga, við Svartahaf. Þeir hittust þar á löngum fundum, en litið hefur verið látið uppi um árangur þeirra. Forsetinn lét þau orð ein falla, að þeim hefði miðað vel i viðræðum sínum. Fréttamenn scgja hins vcgar, að litið mark- vert hafi gerzt i viðræðunum. I morgun héldu bandarisku for- setahjónin aftur til Moskvu, en á leiðinni þangað hafa þau viðdvöl i borginni Minsk, þar sem Nixon um, sem herinn telur gjörspillta. Fregnir benda einna helzt til þess, að með valdatöku sinni ætli -herinna.m.k. fyrst að hreinsa til i embættismannakerfi Eþiópiu. Ollum eþiópiskum rikisborgurum hefur verið bannað að fara úr landi. leggur blómsveig á minnisvarða um hermenn, sem féllu i heims- styrjöldinni. Þeir Brezhnev og Nixon hittast aftur i Moskvu á morgun, en i dag munu þeir ræð- ast þar við Henry Kissinger og Andrei Gromyko, utanrikisráð- herra Sovétrikjanna. Nixon heldur til Bandarikjanna á miðvikudag. Ferð hans hefur fram til þessa einkennzt af undir- ritun samninga um viðskipta- og menningarmál. Hins vegar hefur minna miðað i viðræðum um ör- yggis- og hermál. 24 unginenni, sem voru að skemmta sér i „diskóteki” i bæn- um Port i New York, fórust, þeg- ar hljómplötukjallarinn brann. Önnur 27 unginenni urðu að leita sér læknisaðstoðar vegna reykeitrunar, og voru 15 lögð inn á sjúkrahús. Rokk-hljómsveitin The Creation lék fyrir dansi, þegar fyrirliði hennar var beðinn um að tilkynna.að eldur léki laus. Fljót- Dansari fíýr Enn einn af meistaradönsunum Kirov-ballettsins i Leningrad hef- ur flúið til Vesturlanda. Hann er fjórði flóttamaðurinn frá ballett- flokknum á 13 árum. Dansarinn heitirMikhail Barichnikov og er 26 ára gamall. Hann er sagður hafa gerzt flóttamaður, eftir að dansflokkur hans „Stjörnurnar frá Bolshoi” lauk sýningu sinni i Toronto i Kanada á laugardagskvöld. Fór lega varð fólk gripið örvænting- aræði, þegar Ijósin slokknuðu og salinn fyllti af reyk. Troðust þá margir undir. Þetta var i þriðja sinn, sem hús þetta brennur. Aður brann þar kaffihús Lucyar, og svo brann þar matstofa OPG. Núna i þessari þriðju eyðileggingu skemmdist lika mikið aðliggjandi keiluspils- salur. að austan hann i felur meö Christina Berlin, sem er bandarisk vinstúlka hans. Þau kynntust fyrir þremur árum i London, þegar Barichnikov kom fyrst fram á Vesturlöndum. Rudolf Nureyev var fyrsti flóttamaðurinn frá Kirov 1961. Natalia Makarova fetaöi i fótspor hans 1970. Valery Panov og kona hans, Galina, fengu leyfi til að flytjast til Israel fyrir þremur vikum eftir 26 mánaða baráttu viö sovézk stjórnvöld. Nixon til Minsk

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.