Vísir - 01.07.1974, Side 6

Vísir - 01.07.1974, Side 6
6 Vlsir. Mánudagur 1. júli 1974. visir (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösia: Ritst jórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhanncsson Hverfisgötu 32. Slmar 11660 86611 Iiverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Vinstri stjórnin féll og Sjálfstœðisflokkurinn vann Vinstri stjórnin féll i kosningunum i gær. Jafnframt virðist nú eðlilegt, að sigurvegari kosninganna, Sjálfstæðisflokkurinn, taki forustu um myndun nýrrar rikisstjórnar, sem þarf að taka til óspilltra málanna hið fyrsta. Sigur Sjálfstæðisflokksins var samt ekki nógu mikill til að hindra hugsanlega útvikkun vinstri stjórnarinnar með þátttöku Alþýðuflokksins. Sá flokkur heldur enn þeirri oddaaðstöðu, sem hann hefur löngum haft i stjórnmálunum. Fylgi Framsóknarflokksins og Alþýðubanda- lagsins stóð nokkurn veginn i stað i kosningunum og Alþýðuflokkurinn tapaði um hálfu öðru prósentustigi. Fylgi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hrundi hins vegar um nærri helm- ing eða um fjögur prósentustig. Sjálfstæðisflokkurinn einn sótti verulega á og jók fylgi sitt úr 36,2% i tæp 43% eða um nærri sjö prósentustig. Er slik fylgisaukning næsta fátið i islenzkum stjórnmálum. Með þessum sigri er meirihlutafylgi komið i augsýn flokksins i fram- tiðinni. Mestur varð sigur flokksins i Reykjaneskjör- dæmi, þar sem hann fékk 47,1% gildra atkvæða og hækkaði hlutfall sitt um hvorki meira né minna en 10.7 prósentustig. Þetta jafngildir um 30% fylgisaukningu umfram fólksfjölgun i kjör- dæminu og um 50% fylgisaukningu i beinum at- kvæðatölum. Sigurinn var einnig mikill i Reykjavik, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk meirihluta gildra at- kvæða og bætti við sig einum þingmanni eins og i Reykjaneskjördæmi. Úti á landi bætti flokkurinn einnig stöðu sina verulega i flestum kjördæmum. Hlutfall hans jókst um 5-6% á Suðurlandi og 4-5% á Vesturlandi og á Norðurlandi eystra. 1 sjónvarpinu i nótt kallaði Þórarinn Þórarins- son, ritstjóri Timans, þetta ,,umtalsverðan sig- ur”, og Magnús Kjartansson ráðherra kallaði hann „óneitanlega geigvænlegan sigur sjálf- stæðismanna”. Magnús Torfi ráðherra sagði við sama tækifæri, að i stjórnmálunum lægi „straumurinn greinilega til hægri”. Einnig var i kosningunum athyglisvert, hve sáralitið fylgi var hjá ýmsum sértrúarflokkum. Sú staðreynd og fylgishrun Samtakanna bendir til þess, að kjósendur kæri sig ekki um flokka- glundroða og sprengiframboð. Of snemmt er að spá með neinu öryggi um myndun nýrrar stjórnar. Ljóst er þó, að rikis- stjórn ólafs Jóhannessonar mun segja strax af sér, annað hvort á morgun eða hinn daginn. Einn- ig er ljóst, að alþingi verður kallað saman um leið og uppbótarþingmenn hafa verið úrskurðaðir. Þar með er vinstri stjórnin fallin og þar með horfin sú mara, sem hvilt hefur á þjóðinni i þrjú löng ár. Þetta fall og hin mikli sigur Sjálfstæðis- flokksins eru meginniðurstöður þessara tvisýnu kosninga. Kjósendur hafa hafnað framhaldi vinstri stjórnar og óska nú eftir stjórnarforustu Sjálfstæðisflokksins. — JK I | ALÞJÓÐLEG HVALAPÓLITÍK Flestir höfðu búið sig undir að ársfundur alþjóðlegu hvalveiði- nefndarinnar yrði stormasamur að þessu sinni. Náttúruverndarmenn hafa aldrei fyrr sótt jafn fast á takmörkun hval- veiðanna og friðun ein- stakra hvalategunda, en þeir áttu lika visa mót- herja, sem mundu verða fastir fyrir. Japanir og Sovétmenn hafa til þessa ekki ljáð máls á frekari takmörk- un hvalveiða en verið hafuri gildi siðustu árin. Flestir áttu þess þvi von, að Japanir, sem öðrum fremur þykja vera „vondu mennirnir” i þessu striði um viðkomu hvalanna, mundu bregð- ast þversum við öllu tali um algert bann við hval- veiði. Það var von á slikri tillögu frá að minnsta kosti Bandaríkjamönn- um, þar sem náttúr- verndarmenn hafa skor- ið upp herör til að berj- ast fyrir hvalina. Þeir hafa hvatt fólk til þess að kaupa ekki japansk- an eða rússneskan varn- ing i tilraun til þess að knýja þær þjóðir til að láta af „útrýmingu” hvalanna, eins og þvi var lýst. Eins og lýst hefur verið hér áð- ur á siðunni, hafa Japanir marg- sagt það, að hvalaiðnaður þeirra væri það umtalsverður hluti kjöt- iðnaðar i Japan, að þeir mættu ekki viö þvi aö missa hann. — En Japanir og Rússar veiða um 85% þess hvals, sem drepinn er ár- lega. Við íslendingar náum þvi varla að komast á blað, svo smátækir sem við erum. Komumst við enda ekki með tærnar, þar sem frændur okkar Norðmenn hafa hælana, og eru þeir þó liðléttingar miðað viö Rússa og Japani. Þegar fynrsjáanlegt var að mætast mundu stálin stinn, á fundi hvalveiðinefndarinnar tókst mmmm Umsjón: GP Astrallumönnum að gera tillögu, sem samstaða fannst um. Sú til- laga fól I sér, að allar þjóðirnar fimmtán, (sem fundinn sækja) gengjust inn á að samþykkja þegar i stað algert bann við veiði á hvaltegund, sem sérfræðingum þætti hætt við útrýmingu. Þar með var stórt skref stigið I átt til verndunar hvalastofnun- um; stærra en þær veiðitak- markanir, sem settar hafa verið i gildi áður. 1 sögu hval- veiðanna kann þessari samþykkt að verða slðar meir jafnaö við það, þegar allar þjóðir urðu sam- mála um að draga úr drápi á kvendýrum hvala. Það fer ekki á milli mála, aö það er sterk hreyfing náttúru- verndarsjónarmiða, sem þarna hefur orkað á hvalveiðinefndina. — Og öllum að óvörum, sýndu Japanir litinn mótþróa. A þeim hafa enda spjótin stað- ið. Nýlega birtust t.d. þrjár ljós- hæröar stúlkur — ein frá Kanada, önnur frá Bandarikjunum og sú þriðja frá Sviþjóð — á þröskuldin- um hjá Tanaka forsætisráðherra, sem var þó fjarstaddur. Þær báru honum 75.000 bréf skólabarna o.fl., sem skoruðu á hann, ,,að bjarga hvalnum”... „gerast bezti vinur hvalsins”... o.s.frv. „Hvernig mundi þér lika, ef einhver kæmi og færi að kasta aö þér skutlum?” spurði einn bréfiritarinn, amerlsk skólatelpa. — Og eins og til þess að undir- strika þetta, settu nokkrir mót- mælendur upp hvalabyssu á stétt- ina fyrir framan fundarstað hval- veiöinefndarinnar i Lundúnum, og beindu henni að fundarfulltrú- um Sovéts og Japans, þegar þeir mættu til setningarinnar. Annar hópur mótmælenda stóð fyrir þvi að fleyta 10 metra uppblásnum belg I hvalliki niður Thames framhjá fundarstaönum. Að vlsu eru kosningar fram- undan hjá Japönum, og Tanaka vildi áreiðanlega hvers manns bón gera, en honum var vandi á höndum, þvi að jafnáreiðanlega vildi hann helzt ekkert það gera, sem reitt gæti til reiði þær 50 þús- undir manna, sem Japanir hafa sagt, að ættu i Japan allt sitt und- ir hvalnum. Flokkur Tanaka hef- ur ekki fengið svo litinn stuðning frá útgerðarmönnum, og mundu þeir telja sig eiga annað skilið af honum en kippt væri undan grundvellinum að tilveru fyrirtækja þeirra. Hvalaiðnaðurinn er nokkuð um fangsmikill, þótt satt sé að visu, að hann sé ekki nema brot af öllum iðnaði þessarar milljón- aþjóðar. Þær 123 þúsund smálest- iraf hvalkjöti,sem Japanir leggja sér árlega tii munns, eru unnar alveg upp til agna. Þeir sjóða kjötið af baki skepnunnar og borða það með grænmeti. Sporð- inn borða þeir hráan, en kviðinn steiktan og niðursoðinn, eða unn- an i sósu og súpur. Eistun þykja lostæti og ekki á hvers manns færi aö veita sér sllkan munað. Að segja sliku fólki að hætta að borða hvalkjöt er svipað, eins og aö segja okkur að hætta að borða fisk. Engu að siður hafa Japanir séð sig greinilega tilknúða til þess að láta undan þrýstingnum, sýna lit og vera með þvi að takmarka veiðarnar. Eins og formaður hvalveiði- nefndarinnar, Norðmaðurinn Inge Rindal, sagði: „Augu þeirra eru að opnast.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.