Vísir - 01.07.1974, Page 7

Vísir - 01.07.1974, Page 7
Vísir. Mánudagur 1. júli 1974. 7 Leiðin að hjarta konunnar Sennilega eru nú margir vansvefna, en þurfa samt að halda upp á daginn vegna kosningasigra. Svo eru aðrir, sem hafa orðið fyrir vonbrigðum með kosningarnar. Báðum er þó það sammerkt, að ekki veitti af góðri mál- tið, helzt með gómsætu borðvini með, og slappa svo vel af, eins og við segjum. Þó a6 Burt Reynolds sá frægi kvikmyndaleikari og einn af þeim fyrstu, sem lét tilleiðast að sitja fyrir nakinn, gefi sinar uppskriftir aðallega svo, að karlmennirnir geti komizt að hjarta sinnar heittelskuðu, þá er ekkert athugavert fyrir kven- fólkið að fara eftir uppskriftun- um. Að visu segir Burt Reynolds okkur, að fleiri leiðir séu að hjarta konunnar en að gefa henni gott að borða. Blóm, gefin af svo sem engu tilefni, litill koss á kinnina, skilningur og gáfulegar samræður eiga mjög vel við. Hvort kvenfólkið á að fara eftir þessum ráðlegg- ingum? Hvi ekki? 1 stað blóm- anna gæti komið einhver smá- gjöf, sem kæmi sér vel. Það gildir það sama um bæði kynin, að það þarf að búa til matinn með einlægum vilja til að fá sem skemmtilegast and- rúmsloft. Það þarf að vera lagt fallega á borð, kertaljós saka auövitað ekki, þó að þau eigi kannski ekki við núna, þegar lengstur er dagurinn. Maturinn þarf ekki endilega að vera margbrotinn. Og auð- vitað eiga svo bæði að vaska upp saman á eftir. Hér koma svo uppskriftirnar: Marineruð grilluð steik Nautakjöt, sem er um 7 sm þykkt. Marinerið steikina i 1 msk. sitrónusafa, 1/2 bolla soyusósu, 1/2 teskeið Wor- chesterhire sósu, um 1/2 tsk. af papriku og enn minna af engi- fer , 1 tsk sykur, 1/2 hvitlauks- bátur marinn og 2 matskeiðar af góöu koniaki. Látið steikina marinerast i þessu i að minnsta kosti 30 minútur, jafnvel i klst. Eitt sem þarf að muna vel i sambandi við steik, er að fólk vill hafa hana mismikið steikta. Ef nú annað ykkar vill hafa hana vel steikta en hitt ekki, þá er hér ráð: Steik- ið fyrst steikina i heilu lagi, eins og sá vill hafa hana, sem vill lit- ið steikt. Siðan eru skornar sneiðar af, sem hæfa hinum. Panna er hituð vel, sett á hana smjör og sneiðarnar steiktar báðum megin, svona eins og i minútu hvorum megin. Takið steikina af pönnunni, setjið að- eins sitrónusafa út i smjörið, aðra skeið af koniaki og aðeins Worchestershire sósu. Látið þetta sjóða saman og hellið yfir steikina ykkar. Bakaðar kartöflur ALA Reynolds Ef þið ætlið að hafa bakaða kartöflu með steikinni, þá mun- ið, að hún þarf að bakast i 1 klst. Hafið hitann á 250, þegar hún er sett inn i. Penslið hana með oliu áöur, það gerir hýðiö (skrælið) stökkt, ef þið ætliö að borða það Ferskt grœn- metissalat IIMfiM IM Umsjón: Erna V. Ingólf sdóttir ar, 1/2 tsk dálitið sterkt sinnep og 1 bátur marinn hvitlaukur. Ostabrauð inni í ofni 10 minútum áður en þið berið fram matinn, setjið þið inn i ofn- inn með kartöflunum 4 þykkar sneiðar af franskbrauði smurt með smjöri og rifnum osti, ásamt svoiitlu hvitlaukssalti og papriku, til þess að fá fallegan lit. Þar sem litið er um fersk jarðarber hér á Islandi en við getum yfirleitt alltaf fengið banana, stingum við upp á ban- ana-desert. Bananar með ís 1 msk. smjör, 2 msk. púður- sykur, 1 vel þroskaður banani, 1 msk. af koniaki eða einhver góður likjör, 1/2 1 is. Bræöið smjörið á pönnu, setj- ið sykurinn saman við. Þegar það hefur samlagazt, skerið þið bananann niður langsum og setjið út i. Látið hann steikjast við vægan hita, þangað til hann er meyr. Setjið vinið yfir og hellið yfir isinn. Eins og tvo salathausa 1/4 agúrka og nokkrar sneiðar af lauk. Salatið er þvegið vel og þurrkað og skorið niður, gúrkan skorin i þunnar sneiðar. Ef þið notiö ekki beikon i kartöfluna, þá setjið það i salatið. Það er mjög gott. Ef hægt er að fá ferska sveppi, þá er gott að skera þá þunnt og setja nokkra saman við. Setjið salt og pipar og svolitinn sitrónusafa yfir. Rétt fyrir matinn er hrært upp i salatinu og sósan sett yfir. Sósan.6 msk. matarolia, 2 og 1/2 tsk sitrónusafi eða edik, 1 tsk. sykur, 1 tsk salt, 1/2 tsk pip- Leikarinn Burt Reynolds er m.a. frægur fyrir að vera með fyrstu karlmannafyrirsætum i Bandarfkjunum, sem sat fyrir nakinn. Burt Reynolds segir okkur, hvernig eigi að kokka fyrir sfna heittelskuöu, hvort sem það er nú kærastan eða eiginkonan. meö. Bakið kartöfluna, þangað til hún er orðin mjúk i gegn eða u.þ.b. 1 klst. Aður en þið berið fram kartöfluna, setjið hana i dálitið þykkan pappir t.d. margfalda þurrku. Haldið fast utan um hana og skerið i hana með gaffli yfir miðjuna. Kreistið kartöfl- una varlega neðan frá og upp. Þetta gerir alla kartöfluna mjúka i staðinn fyrir aðeins yfirborðið, þar sem þið setjið smjörklump á eða svolitið creame fraiche. Gott er að setja lika ofurlitið steiktan beikon- bita ofan á eða t.d. kaviar. Með máltiðinni passar vel að bera fram niðurskorna tómata, stráðum ofurlitlum sykri, eða ef þið viljið ekki bara sykur, þá salt og pipar, ásamt dálitlum sykri. Eða lika að bera fram ferskt grænmetissalat með.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.