Vísir


Vísir - 01.07.1974, Qupperneq 10

Vísir - 01.07.1974, Qupperneq 10
Sá bezti hér y á landi í ár — og Reykjavíkurúrvalið sigraði með 3-0 Úrvalsliö Reykjavikur i knatt- spyrnu vann mjög sannfærandi sigur á úrvalsliði „landsins” á Laugardalsvellinum um miðjan dag I gær, en leikurinn var liður i hátiðahöldum þjóðhátiðarársins. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Reykjavikurúrvalið — en leikur- inn var bráðvel leikinn, bezti knattspyrnuleikur, sem háður hefur verið hér á landi i ár. Talsverð forföll voru i báðum liðum frá þvi sem þau voru upphaflega valin — einkum þó hjá „landinu”, þar sem Vestmanna- eyingar komust ekki til leiks, og þrir Keflvikinga meiddir. Liðið hafði enga varamenn og lék Þor- steinn ólafsson, markvörður Keflavikur úti á vellinum framan af leiknum og var einn sterkasti maður liðsins — en ómar Karls- son, FH, lék i marki. í siðari hálf- leiknum kom landsliðsþjálfarinn Tony Knapp hins vegar i lið „landsins” og Þorsteinn fór i markið. Lið Reykjavikur var að mestu skipað leikmönnum úr Viking og Fram, auk tveggja Valsmanna. Fimm Vikingar — svo þeir fengu að leika þrátt fyrir ummæli þjálf- ara liðsins hér i föstudagsblaðinu — og fjórir úr Fram. Kjarninn i liði „landsins” var frá Akranesi fimm, þrir úr FH, tveir úr Kefla- vik og einn frá Breiðabliki, auk Knapps. Bráðskemmtilegum köflum brá fyrir i leiknum, en Reykjavikur- liðið var þó alltaf skerkari aðil- inn. Fyrsta mark leiksins var skorað á 24. min. Eirikur Þor- steinsson, bakvörður, lék upp og inn að vitateig. Þar spyrnti hann á markið. ómar hélt ekki knettin- um og Jóhánnes Bárðarson, sem fylgdi fast á eftir, renndi honum i markið. Rétt á eftir átti Reykja- vik stangarskot, en „landið” svo sitt bezta tækifæri, þegar Leifur Helgason, FH lék i gegn — á Arna markvörð, en hikaði svo við að ýta knettinum i opið markið, að varnarmanni tókst að spyrna knettinum i hórn. I siðari hálfleiknum lék Reykjavikurliðið undan snörpum vindinum og skoraði þá tvivegis. Fyrst Kristinn Björnsson, eftir hornspyrnu, sem Gunnar Orn Kristjánsson tók vel og Marteinn Geirsson skallaði fyrir fætur Kristins. Af siðara markinu átti Kristinn allan heiður. Hann lék i gegn — framhjá Þorsteini og gat svo rennt knettinum i markið. Valdi heldur að senda á Jóhannes Edvaldsson, sem einnig stóð fyrir opnu marki, og Jóhannes skoraði. Þarna var vörn „landsins” illa á verði. Vörn Reykjaikurliðsins var sterk með Vikingsbakverði og Frammiðverði — og þar vakti einkum stórgóður leikur Eiriks mikla athygli. Þá voru Jóhannes, Asgeri Eliasson og Gunnar örn góðir framverðir — og framlinu- mennirnir hættulegir, Jóhannes Bárðarson eldfljótur og ungu piltarnir úr unglingalandsliðinu, Kristinn og Óskar Tómasson, eflaust með hverjum leik. Matthias Hallgrimsson lét langmest að sér kveða hjá „landinu” og var óheppinn að skora ekki. FH-ingarnir Leifur og Janus Guðlaugsson, kornungir piltar, stóðu vel fyrir sinu — en vörnin var heldur slöpp. Óli Olsen dæmdi leikinn. —hsim. Matthias Hallgrimsson, Akranesi, var skæðastur framlinumanna „landsins” þótt honum tækist ekki að skora i leiknum. Hér er hann með knöttinn — kominn framhjá Jóni Péturssyni, Fram, en Grétar Magnússon, Keflavik, fylgist með. Ljósmynd Bjarnleifur. Fyrstí sigur Póllands gegn Júgóslavíu á réttum tíma! Pólverjar mœta nú Vestur-Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik í B-riðlinum á HM Pólland — drifiö áfram af stórgóöum leik vinstri útherjans, Gadocha, — hélt sigurgöngu sinni á HM áfram í gær í Frankfurt, þegar pólska liðið vann Júgóslavíu meö 2-1 og er þar meö enn eina liðið á HM, sem sigrað hefur í öll- Knútur sig við Knut Kvalhcim setti norskt met i 3000 metra hindrunarhlaupi á móti i Veserás i Sviþjóð á föstu- dagskvöld. Það er annað met hans á þremur dögum. Knut hljóp vegalengdina á 8:25.2 min. og bætti eigið met um sex sekúndubrot. A mið- vikudag bætti hann norska metið I 5000 m glæsilega, hljóp á 13:20.4 á móti I Heisinki, en bróðir hans Arne áttieldra metið á þeirri vegalengd. um leikjum sínum. Nokkur heppnisstimpill var á hin- um pólska sigri að þessu sinni — Júgóslavar voru óheppnir, þó mest að þurfa að leika án sinna tveggja beztu leikmanna megin hluta leiksins. Nú er aðeins ein hindrun eftir á vegi Knut varð i öðru sæti i hindrunarhiaupinu i Vestar- ás — Anders Gærderud, Evr- ópumethafinn, sigraði á 8:24.2 min. Bezta afrek mótsins vann Jim Boldin, USA, i 400 m. grindahlaupi — hljóp vegalengdina á 48,6 sek. sem er bezti timi i heim- inum I ár. Len Hilton, USA, sigraði i 1500 m. hiaupi á 3:40.4 min. en Arne Kval- lieim varð annar á sama tima. pólska liðsins í úrslitin — og það er erfið hindrun, vestur-þýzka landsliðið. Pólverjar úáðu forustu i leikn- uih i Frankfurt á 26. min. þegar dæmd var vitaspyrna á Stanis- sval Karasi, sem felldi Szarmach innan vitateigs, þó svo knötturinn væri tiu metra frá þeim — og Deyna, fyrirliði Póllands, skoraði úr vitinu. Þessi vitaspyrnudómur kom áhorfendum mjög á óvart. Karasi bætti brot sitt upp á 43. min. þegar hann jafnaði fyrir Júgóslaviu með föstu skoti af átta metra færi. Hann hafði sjálfur leikið I gegn á glæsilegan hátt. Sigurmark Póllands skoraði Lato á 63. min. — skoraði með hreint frábærum skalla eftir að Gadocha hafði tekið hornspyrnu. Þetta var sjötta mark hans á HM — hann er þar nú einn markhæstur. Sigurinn færði Pólverjum fjögur stig i riðlinum eins og Vestur- Þjóðverjar hafa, en Vestur-Þjóð- verjum nægir jafntefli i leiknum á miðvikudag vegna betri marka- tölu. Júgóslavar eru hins vegar úr leik — siðasti leikur þeirra á HM við Svia breytir engu. Fyrirliði Júgóslaviu og bezti maður liðsins, Dragan Dzajic, veiktist hastarlega fyrir leikinn og gat ekki leikið — og á 16. min. i leiknum varð Júgóslavia fyrir öðru áfalli. Hinn frábæri fram- vörður Oblak meiddist og var borinn af velli. Varamaður hans, Jure Jerkovic, lék þó mjög vel — og hann átti sendinguna, þegar Karasi skoraði. En Pólverjar sluppu heldur ekki heilir frá leiknum. Szarmach meiddist og varð að vikja af velli i siðari hálfleik, en ekki var vitað hve meiðsl þessa markakóngs eru alvarleg — og rétt i lok leiksins meiddist markvörðurinn frægi, Tomaszewski, og var studdur út af haltrandi. Hann slasaðist á ökkla. Eftir mark Lato lögðu Pólverj- ar megináherzlu á vörnina — jafnvel ánægðir þó svo leikurinn færi niður i jafntefli. En sóknar- lotur Júgóslava höfðu litla hættu i för með sér — þar féllu Slavarnir oftast á þvi að reyna einni send- ingu of mikið fyrir framan mark- ið. Tomaszewski réð einnig mjög vel viðhásendingar fyrir markið. t vörn Póllands vakti Gorgon eins og áður mesta athygli — hik- laust einn bezti miðvörðurinn á HM — en maður leiksins i pólska liðinu var þó Gadocha, Legia- leikmaðurinn frægi. Þetta er i fyrsta skipti, sem Pólverjar sigra Júgóslava i landsleik i knatt- spyrnu — og ekki er hægt að segja annað en hann hafi komið á rétt- um tima. Áföll hjá KR-ingum — Tveir menn fótbrotnuðu í síðustu viku t leik Akraness og KR á laugardaginn fótbrotnaði hinn harðskeytti miðherji KR, Jóhann Torfason, og mun hann verða frá I a.m.k. tvo mánuði. Hann lenti i samstuði við markvörð Akurnesinga, og var höggið það mikið að leggurinn brotnaði. Þetta er mikið áfali fyrir KR-inga, þvf Jóhann hefur verið drjúgur að skora fyrir liðiö — skoraði m.a. I leiknum á Akranesi — og ætið skapaö mikla hættu við mörkin. Fyrr i vikunni misstu KR- ingar annan mann, Þorvarð Höskuldsson vinstri bakvörð liðsins, sem var skorinn upp með brotna hnéskei daginn eftir leikinn viö Fram. Hann lenti i samstuði snemma i leiknum, en hélt samt áfram að leika og lék i einar 70 minútur með aðra hnéskelina brotna. Tony Knapp sagöi I viðtali við blaðið i gær, að þetta væri mikið áfall fyrir liðiö, en viö svona löguðu mætti alltaf búast I hörðum leikj- uin. 1 báðum tilfellunum væri engum um að kenna, þetta hafi verið hrein ó- heppni. „En við klórum okk- ur fram úr þessu á einhvern hátt og verðum áfram með I baráttunni”, sagði hann. -kip-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.