Vísir - 01.07.1974, Síða 11
.Visir. Mánudagur 1. júlí 1974.
11
l/MM 74
Heimsmeistarakeppnin
13. júní — 7. júlí 1974
Hreinir úrslitaleikir
háðir í báðum riðlum!
en Hollendingum nœgir jafntefli gegn Brazilíu, og V Þýzkalandi gegn Póllandi
Aðeins ein umferð er nú
eftir i riðlakeppninni á
HM í Vestur-Þýzkalandi/
en samt er ekki hægt að
segja með nokkurri vissu
hvaða tvö lið koma til
með að leika til úrslita í
keppninni. Eftir leikina
i gær eru þó aðeins f jögur
lið/ sem koma til greina/
heimsmeistarar Brazilíu,
Holland, Pólland og gest-
gjafarnir Vestur-Þýzka-
land. Fjögur lönd heltust
úr lestinni i gær eftir tap-
leiki — það eru Júgó-
slavía, Argentína, Sví-
þjóðog Austur-Þýzkaland
Svlinn Edström skoraöi fyrsta
markiö I leik Vestur-Þýzka-
lands og Svíþjóöar í gær.
— þau koma ekki til
greina í fjögur efstu sæt-
in, þar sem þau hafa tap-
að baðum leikjum sínum í
Aog B riðlunum. Holland
vann Austur-Þýzkaland 2-
0 og Brazilia vann Argen-
tinu 2-1 í A-riðlinum, Pól-
land vann Júgóslaviu 2-1,
og Vestur-Þýzkaland
vann Svíþjóð 4-2 í B-riðl-
inum í leikjunum í gær.
Svo skemmtilega vill til, aö
það verða hreinir úrslitaleikir I
báðum riðlum um það hvaða lið
komast i úrslit I keppriinni. 1 A-
riðlinum leika Holland og Brazi-
lia og i B-riðlinum Pólland og
Vestur-Þýzkaland. öll löndin
hafa fjögur stig i riðlinum —
hafa unnið báða sina leiki, en
Hollendingar og Vestur-Þjóð-
verjar standa að þvi leyti betur
að vigi, að þeim nægir jafntefli i
leikjunum á miðvikudaginn til
að komast i úrslit. Holland hefur
mun betri markatölu en Brazi-
lia i A-riðlinum og sama er að
segja um Vestur-Þýzkaland
gagnvart Póllandi i B-riðlinum.
Markatala kann þvi að ráða
úrslitum — og þá vaknar sú
spurning hvort hið nýja
keppnisfyrirkomulag sé ekki
lakara en það, sem áður var
keppt eftir. Það er útsláttar-
keppni, þar til tvö lið stóðu uppi,
sem léku til úrslita. Segjum til
dæmis að Pólverjar geri jafn-
tefli við V-Þýzkaland. Það næg-
ir Þjóðverjum, en hins vegar
verða Pólverjar þá úr leik i
keppninni um heimsmeistara-
titilinn, þó svo liðið hafi ekki
tapað leik i HM-keppninni. Litið
réttlæti i þvi — og sama á alveg
við um Hollendinga eða Brazi-
liumenn. Hvorugt liðið hefur
enn tapað i keppninni og verði
jafntefli dettur annað út — án
taps. En hvað sem þessum hug-
leiðingum liður þá verður ekki
aftur snúið. Þegar hafa taplaus
lið orðið að halda heim —
samanber Skotland.
En við skulum nú lita á stöð-
una i riðlunum.
A-riðill
Holland
Brazilia
A-Þýzkaland
Argentina
2 2 0 0 6-0 4
2 2 0 0 3-1 4
2 0 0 2 0-3 0'
2 0 0 2 1-6 0
B-riðill
V-Þýzkaland 2 2 0 0 6-2 4
Pólland 2 2 0 0 3-1 4
Sviþjóð 2 0 0 2 2-5 0
Júgóslavia 2 0 0 2 1-4 0
Siðasta umferðin verður svo á
miðvikudag og leika þá Holland
og Brazilia i Dortmund, en
Vestur-Þjóðverjar og Pólverjar
i Frankfurt. Auk þess leika
Austur-Þjóðverjar og Argen-
tinumenn i Gelsenkirchen og
Júgóslavia og Sviþjóð i
Dusseldorf. Þessir tveir siðast-
töldu leikir skera úr um röðina
frá 5.-8. i keppninni.
Keppnin um 3ja sætið i keppn-
inni verður svo næstkomandi
laugardag i Munchen, og daginn
eftir verður sjálfur úrslitaleik-
urinn — sunnudaginn 7. júli á
Olympiuleikvanginum i
Munchen.
— hsim.
Gæzla lögreglunnar hefur aukizt meö hverjum degi á HM, enda moröhótanir gagnvart einstökum leik-
mönnum eöa heilum liöum nær daglegir viðburðir. A myndinni streyma lögregiumenn á Wald-leikvang-
inn i Frankfurt.
SPAHNAÐUR
Stórlækkun á byggingakostnaði.
Thoroseal, múrhúðun,
Thoroseal endist eins og steinninn, sem það er sett á.
Það er ekkert "undraefni" heldur efni, sem
byggingariðnaðurinn i 42 löndum hefur viðurkennt.
Nú á timum sihækkandi byggingarkostnaðar er
Thoroseal merkilegt framlag til lækkunar kostnaðar
við ytri sem innri frágang húsa.
í stað þess að múra húsið að utan, bera á það
vatnsþétting og litun
þéttiefni og mála það siðan 2-3 sinnum,
getur húsbyggjandi unnið sjálfur við að bera Thoroseal
á veggina og er hann þá í senn búinn að vatnsþétta,
múrhúða og lita. Thoroseal er til I 10 litum.
Thoroseal flagnar ekki af. Thoroseal "andar” án þess
að hleypa vatni í gegn. Thoroseal er áferðarfallegt.
Thoroset Metallic
stálgólf
Thoroset Metallic er sett á gólfið um leið og þat
er steypt. Þetta efni inniheldur stálagnir, sem
fjórfalda slitþol gólfsins og eykur höggstyrk
um 50%. I vinnusölum, þar sem þungar
vinnuvélar fara um gólf, hefur efnið reynst
framúrskarandi vel.
P&W
Það er sett á gólf eftir að platan hefur verið
steypt. Þetta efni er glær vökvi, sem er borinn
á gólfið.
Slitþol þrefaldast og höggstyrkur eykst um 25°o.
steinprýði
BORGARTÚNI 29 SÍMI 28290