Vísir - 01.07.1974, Síða 12

Vísir - 01.07.1974, Síða 12
t Vísir. Mánudagur 1. júli 1974. Umsión: Hall þrívegis hjá sínum gamla markverol — og Akureyringar sigruðu Fram á Laugardalsvelli 3:2 Þeir eru mark- hœstir á HM! Gregorz Lato, sem skoraði sigur- mark Póllands i leiknum gegn Júgó- slaviu I HM-keppninni I gær, er nú markhæsti maður keppninnar með 6 mörk i fimm leikjum. Annars eru markhæstu menn þessir: Gregorz Lato, Pólandi Andrzej Szarmach, Póllandi Jonny Rep, Holiandi Ralf Edström, Sviþjóð Dusan Bajevic, Júgósl. Johnny Neeskens, Hollandi Kazimierz Deyna, Póliandi Rivellino, Brasiliu Þú koma eliefu menn með 2 mörk hver og eru þar m.a. Cruyff Hollandi, Houseman, Argeninu, Muller, Breitner og Overath Vestur-Þýzkalandi og Ro- land Sandberg Sviþjóð, svo aö ein- hverjir séu nefndir. Holland og Pólland í úrslit! Alfredo di Stefano, hinn fyrrum frægi leikmaður meö Real Madrid, segipaðPólland og Holland leiki til úr- slita I heimsmeistarakeppninni á Ólympiuleikvanginum I Múnchen hinn 7. júli. Hann segir: „önnur lið i keppninni hafa ekkert sýnt nýtt, en það hafa hins vegar Ólympiumeistarar Póllands og Holl- endingarnir fljúgandi gert. önnur lið hafa ekki átt svar við leikni þeirra hingað til”. Sveik út 100 þúsund mörk! Saksóknari Múnchen-borgar hefur nú hafið rannsókn á ákærum á hendur manni nokkrum, sem sagður er hafa svikið 100 þúsund mörk af knatt- spyrnuáhugamönnum. Maðurinn hafði lofað fólki miðum á heimsmeistara- keppnina — en svikizt um það. Lög- regla borgarinnar segir, að maðurinn hafi þegar eytt öllum peningunum i spilavitum. Orðinn plötu- sali í Munchen Henry Francillon, markvörður Haiti á HM, selur nú fólki plötur með „heitri músik” i verzlun i Múnchen. Hann segir, að það muni hafa ofan af fyrir honum, þar til hann byrjar að æfa og leika með þýzka 2. deildarliðinu Múnchen 1860 næsta keppnistimabil. Francillon fékk á sig 14 mörk i HM- leikjunum þremur, en sýndi þó snilld- armarkvörzlu — það svo, að mörg félög reyndu að fá hann til sin. Otlitið hjá bikarmeistur- ' unum Fram eftir fyrri um- ferð 1. deildarkeppninnar er nú orðið heldur Ijótt. Þeir eru aðeins með 3 stig eftir 7 leiki — 2 stigum á eftir næsta liði, sem er IBA og 8 stigum á eftir efsta liðinu, sem er ÍA. A föstudagskvöldið versnaði út- I litið hjá þeim allverulega, en þá töpuðu þeir — „á heimavelli” — ) fyrir Akureyringum, en það tap kom mörgum mjög á óvart. \ Almennt var talið, að Akureyr- ingar næðu ekki stigi af Frömur- I um i þessum leik. Sjálfsagt hafa Framarar sjálfir verið fremstir i I flokki og þvi vanmetið andstæð- ingana, sem voru á allt öðru máli. i Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti — fengu einar 6 hornspyrn- I ur á fyrstu 10 minútunum — og skoruðu svo mark á 20 minútu... i að visu með aðstoð eins Framara. Það var Jóhannes Jakobsson, l sem skaut lausu skoti á markið, ,en boltinn kom við varnarmann I Fram, og missti Árni Stefánsson, fyrrum markvörður Akureyringa i þar með af boltanum, sem skopp- aði i markið. i Eftir þetta mark áttu þeir ekki eitt einasta færi i fyrri hálfleik. i Framarar tóku öll völd á vellin- 1. deild Staðan i 1. deild Islandsmótsins i knattspyrnu að lokinni fyrri um- ferð: Valur-VIkingur 2:1 Akranes -KR 1:1 Fram-Akureyri 2:3 IBV-Keflavik 1:3 Akranes Keflavik KR IBV Valur Vlkingur Akureyri Fram 12:4 9:6 6:5 8:7 9:9 7:7 7:17 8:11 Markhæstu menn: Jóhann Torfason KR Steinar Jóhannsson, Keflav. Matthias Hallgrimss. Akran. Ingi Björn Albertss. Val Sveinn Sveinss. ÍBV Kári Kaaber, Viking Teitur Þórðars. Akran. um og óðu i tækifærunum en fóru hroðalega með þau. Það bezta af þeim öllum átti Jón Pétursson, er hann stóð um einn metra frá marki — en náði samt ekki að skora. í siðari hálfleik hélduFramarar áfram sömu látunum og tókst loks að jafna á 55 min. Guðgeir Leifsson gaf þá á Sigurberg Sig- steinsson, sem skallaði laglega i markið. Eftir þetta mark æstust Fram- arar enn meira og ætluðu sýni- lega allir að skora. En kapp er bezt með forsjá, eins og máltækið segir. í öllum hamagangnum gleymdu þeir þvi, að hinir gátu skorað lika, sem og þeir gerðu. Einn leikmanna Fram var aö gaufa með boltann á 60. minútu, er hann var tekinn af honum og Sigbjörn Gunnarsson brunaði upp og skoraði... 2:1 fyrir Akureyri. Aðeins 2:0 hjó FH ó ísafirði! FH-ingar sigruðu Isfirðinga I 2. deild á Isafirði á laugardaginn með tveim mörkum gegn engu, og var það mun minni sigur en al- mennt var búizt viö. Það fór ekki á milli mála, að Hafnfirðingarnir i hvitu peysun- um voru mun betri en heima- menn, sem þó stóðu vel fyrir sinu. Þetta var allskemmtilegur leikur, þrátt fyrir að mörkin væru ekki nema tvö, og voru Is- firðingar almennt hrifnir af FH-ingum, sem þeim þótti leika góðan fótbolta. Þeir skoruðu eitt mark i hvor- um hálfleik. Janus Guðlaugsson það fyrra, en markakóngur FH, Ólafur Danivalsson þaðsiðara, og voru þetta bæði góð mörk. FH-ingar áttu mörg góð tæki- færi til að skora, en tækifæri heimamanna, sem nú hafa loks fengið nýjan þjálfara, Guðmund Ólafsson, nýútskrifaðan iþrótta- kennara, voru fá. Það bezta kom á siðustu minútunum, en Ómar Karlsson markvörður FH bjarg- aði þá vel. -klp- Tvð opin golfmót á Akranesi um helgina Um næstu helgi fara fram tvö opin golfmót á velli Golfklúbbsins Leynis á Akranesi, Garðavelli. Þessi mót eru Unglingakeppni GSt og S.R. mótið svonefnda, en það mót er haldið á vegum klúbbsins og Sementverksmiðju rikisins. Unglingamótið fer fram á laug- ardag og er það fyrir alla pilta á aldrinum 15 til 21 árs, og má bú- ast við að þar verði allir þeir, sem æfa með unglingalandsliðinu og fleiri. S.R mótið hefst einnig á laugar- daginn. Þá verða leiknar 18 holur 12. og 3. flokki karla og veitt verð- laun með og án forgjafar. Daginn eftir verður leikið 11. og meistaraflokki karla. Leika þeir 18holur en 15 beztu halda siðan á- fram,enda gefur þessi keppni stig til landsliösins. Búast má við mörgum kepp- endum I báðum þessum mótum, enda er völlurinn á Akranesi — þar sem er vökvunarkerfi við all- ar flatir — nú i fullum skrúða og mjög góður miðað við árstima. Einnig geta yngri mennirnir, sem eru með lægstu forgjafirnar, tek- ið þátt I báðum mótunum. Ferðir frá Reykjavik verða með Akraborginni fyrir hádegi báða dagana — og ekki má gleyma landleiðinni, sem ekki er nema rétt 100 km — og það þykir ekki mikið hjá golfmönnum. Aðeins tveim minútum siðar missti sami maður boltann til Akureyrings, og þeir þutu með hann á stundinni upp að marki, þar sem Gunnar Blöndal sendi hann i netið fram hjá Arna Stef- ánssyni.. 3:1 fyrir Akureyri. Við þetta var eins og kaldri vatnsgusu væri skvett yfir Fram- ara, sem sáu sína sæng út- breidda. Þeim tókst þó að rétta örlitið úr kútnum á 83. min. er Kristinn Jörundsson skoraði eftir að hafa fengið boltann óvaldaður á vitateig eftir mikið skot Jóns Péturssonar, sem fór i þverslána og út til Kristins. Akureyringar böröust eins og ljón á lokaminútunum — minnug- ir leiksins við Val á dögunum, er Valsmenn jöfnuðu 3:3 á siðustu sekúndunum — og þeir létu það ekki koma fyrir i þetta sinn. Leikurinn i heild var mjög slak- ur. Mikið um langspörk, aðallega hjá Akureyringum, en Framarar gerðu af og til tilraun til að spila án þess þó/að fá nokkuð út úr þvi. Nokkur harka var I leiknum, enda var hann slaklega dæmdur af Guðjóni Finnbogasyni, sem var með rólegra móti i þetta sinn. Hann átti tvímælalaust að gefa þeim Gunnari Austfjörð og Kristni Jörundssyni áminningu — ef ekki visa þeim báðum útaf — en þeir stóðu I stanzlausum slags- málum allan leikinn. 2. deild Staðan i 2. deild tslandsmótsins I knattspyrnu að lokinni fyrri umferö: lsafjöröur - FH 0:2 Þróttur - Selfoss 2:1 Breiðablik - Völs*. v__ 3:2 Haukar-Ármann 2:0 FH Þróttur Breiðablik Haukar 7430 15:2 11 7430 11:6 11 7421 8:5 10 7 3 2 2 9:7 8 Völsungur 7 3 1 3 13:14 7 Selfoss 7 3 0 4 8:12 6 Ármann 7 1 0 6 7:19 2 tsafjörður 7 0 1 6 2:18 1 Markhæstu menn: Ólafur Danivalsson, FH 6 Guðmundur Þóröars. Breiðab. 6 Sumarliði Guðbjartss. Self. 5 Guðjón Sveinsson, Haukum 4 JúlIusBessason. Völsung. 4 ÓlafurFriðriksson,Breiðabl. 4 Jóhann Hreiðarsson, Þrótti 4 Leifur Helgason, FH 4 Hollendingar léku sér að Austur- Þjóðverjum! — Hafa enn ekki fengið á sig mark í A-riðlinum Johann Cruyff, fyrirliði hollenzka HM-liðsins, leiddi Hollendingana sína fljúgandi í enn einn sann- færandi sigur í gær. Það var í Gelsenkirchen, þegar Holland lék við Austur- Þjóðverja. Frábær sóknar- leikur hollenzka liðsins færði því sigur 2-0. Það var meistari leiksins og hefði auðveldlega getað unnið stærri sigur á hálum og blautum vellinum. Hollendingar hafa nú unnið báða leiki sina I A-riðlinum og markatalan er 6-0. Þeim nægir þvi jafntefli gegn Braziliu á mið- vikudag til að komast i úrslit — en eftir tapið eru Austur-Þjóðverjar úr leik. Yfir 70 þúsund áhorfendur sáu leikinn i gær — þar af 10 þúsund Hollendingar, eða mun færri en áður, og nú vantaði aðgöngumiða. Vörn Austur-Þjóðverja var grátt leikin á blautum vellinum og hol- lenzku sóknarloturnar dundu nær stöðugt á henni. Fyrra mark Hollands var skor- að á niundu minútu. Jansen tók þá hornspyrnu og Johnny Rep skallaði á mark. Varið — en knötturinn hrökk til Johanns Neeskens, sem skoraði auðvela- lega 3ja mark sitt á HM. Rétt fyr- ir leikinn hafði Neeskens ásamt Suurbier, bakverði, komizt I gegnum læknisskoðun. Báðir áttu við meiðsli að striða. Johan Cruyff stjórnaði sóknar- aðgerðum Hollands, þó svo hann væri með „yfirfrakka” allan leik- inn — Konrad Weise fylgdi honum, hvert sem hann fór, og tókst það hlutverk að ýmsu leyti betur en öðrum.sem það hafa fengið að leika. En það er engin leið að stöðva Cruyff — hvaða brögðum sem er beitt — og oft voru 11 leik- menn I vörn A-Þýzkalands. Það var Cruyff, sem sendi á Resen- brink, þegar hann skoraði annaö mark Hollands á 60. min. Eftir það fóru Hollendingar hægar i sakirnar — leikmenn forðuðust að taka nokkra áhættu. Þeir léku sér með knöttinn og létu Þjóðverjana hlaupa i „hringi”. Austur-Þjóðverjar léku illa að þessu sinni — og það virtist eina markmið þeirra að halda tapinu niðri. Liðið átti varla marktæki- færi — og Jan Jongblood hefur sjaldan átt rólegri dag i hollenzka markinu. Hins vegar var Jurgen Croy nær stöðugt i bardaganum og varði oft vel i þýzka markinu. í síðari hálfleiknum voru tveir varamenn sendir inn á I austur- þýzka liðið á 55. min., þeir Peter Ducke og Hans Kreische en allt kom fyrir ekki. Hollendingar sóttu — Cruyff mataði meðherja sina, en talsverð heppni og oft grófur leikur hélt markatölunni niðri hjá Þjóðverjum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.