Vísir - 13.07.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Laugardagur 13. júli 1974 — 122. tbl.
LÍTILL HVOLPUR
SKORINN UPP
Á BLÖNDUÓSI
- BAKSÍÐA
Lesendur eru beðnir vel-
virðingar á, að blaðið I dag
er minna en venjan er með
laugardagsblöð. Astæðan er
skortur á pappir fyrir 20
siðna blöð. Margir fastir
laugardagsþættir eru þvi
ekki i blaðinu að þessu
sinni, eða á öðrum stöðum.
Blaðið á mánudaginn verður
aftur móti stærra i sniðum
og eflaust, eða a.m.k.
vonandi, fullt af góðu frétta-
efni.
m
KEMUR
FRÁ
SAIGON
MEÐ TIL-
LÖGUR AÐ
LAUSN
EFNAHAGS-
VANDA
OKKAR!
- Rœtf við
íslenzkan hagfrœðing,
sem starfar hjó
Alþjóða gjaldeyris
sjóðnum og vinnur í
tómstundum sínum
að ritgerð um
heildarlausn
efnahagsvandrœða
Islands
Lausnin á efnahags-
vandræðum þjóðarinnar er
fundin. Gunnar Tómasson,
hagfræðingur, sem hefur verið
við störf hjá Asiu-deild
Aiþjóða gjaldeyrissjóðsins
siðasta áratuginn og vinnur að
þvi um þessar mundir, að að-
stoða Vietnama við að leysa
þeirra verðbólguvanda, hafði
það að tómstundagamni i vor
að setja á blað hugmyndir að
leiðum til lausnar vandamála
okkar
Gunnar býr með fjölskyldu
sinni i Bangkok, á meðan hann
er við störf i Saigon, og flýgur
hann á fnilli borganna i viku
hverri. Vann hann þar að rit-
gerð sinni i april og mai, en
ritgerðin mun svo væntanlega
birtast á prenti innan
skamms.
„Langvarandi lausn á vand-
anum hér er til, og hana set ég
fram i ritgerðinni”, segir
Gunnar i viðtali sem birtist á
bls. 2-3 i dag. Segir hann þar
ennfremur, að öruggt megi
telja, að sigur vinnist ekki á
skömmum tima. „Þjóðin þarf
að gera það upp við sig, hvort
hún vilji ná langvarandi
árangri eða hvort gripa skuli
til bráðabirgðarlausnar”.
Gunnar kemst svo að orði á
öðrum stað I viðtalinu: ,,A
1100 ára afmælinu kann maður
að vona, að það verði gæfa
þjóðarinnar, að geta tekizt á
hendur timabundnar fórnir,
sem tryggt gætu betri fram-
tiðarvelsæld landsmanna”.
—ÞJM
Umferðin gerist stundum hættuieg á þessum góðviðrisdögum,
þegar Reykjavikurdæturnar fleygja af sér öllum óþarfa spjörum
og striþla um eins og þessisem var á ferð við Hringbrautina. Svo
vel vildi þó til, að engin ökumaðurinn missti stjórn á ökutæki
sinu, en sumir flautuðu þó og aðrir blistruðu, þegar þeir ráku
augun i hana Lilju á gangstéttinni.
Ananars eru ökumenn nú orönir svo vanir þvi I góða veðrinu að
undanförnu að sjá fáklædda vegfarendur, að þeir eru kannski
hættir að kippa sér upp við það.
Veðurstofan spáir sólskini og vestan golu á Suðurlandi og
Vesturiandi, en skýjuðu fyrir norðan. —JB/Ljósm.BG
floutuðu...
#
Sumir
Seðlabankinn hœkkar vexti
um 4%
Á að hvetja
til aulcinna
sparifjár-
innlána. og
minnlta útlán
Aukning innlána til
bankanna fyrstu fimm
mánuði ársins var
helmingi minni en á
sama tima i fyrra.
Aukning útlána varð
hins vegar 60% meiri.
Þetta hefur valdið við-
skiptabönkunum
miklum vandræðum, þvi
að sifellt minnkar fé til
að lána, og bankarnir
komnir i stórskuldir við
Seðlabankann.
Til að rétta úr kútnum
ákvað Seðlabanka-
stjórnin i gær að hækka
sparifjárvexti um 4%,
bæði innláns og útláns-
vexti. Þessi ráðstöfun á
að virka hvetjandi á
sparifjárinnlán, en gerir
alla lántöku dýrari
Hin litla aukning innlána, sem
hefur orðið á árinu, sýnir, að trú
fólks á að láta fé sitt liggja i
bönkum, fer þverrandi, en aðrir
sækja i lán vegna þess að útláns-
vextirnir hafa ekki við verð-
bólgunni.
En verði verðbólgan jafn mikil i
ár og spáð hefur verið, eða frá 30-
50% nægir þessi vaxtahækkun
hvergi til að halda verðgildi
innláns — og útlánsfjár óbreyttu.
1 greinargerð Seðlabankans
Rafmagnsveitan:
S/EKIR UM 30%
HÆKKUN — baksíða
segir, að með þessum ráð-
stöfunum sé stefnt að þvi að
draga úr þvi jafnvægisleysi sem
rikt hefur á innlendum markaði
fyrir lánsfé, enda sé ásókn i hvers
konar lánafyrirgreiðslu meiri en
bankar og lánastofnanir geti
ráðið við
1 greinargerðinni er drepið á
þá hugmynd, að tekið verði upp
hreyfanleg vaxtastefna, i likingu
við sveigjanlegu gengis-
skráninguna, sem verið hefur I
notkun hér i rúmt ár. Slikt þýðir
að vextir hækkuðu eða lækkuðu
eftir verðlaginu. Telur stjórn
Seðlabankans, að i raun sé
enginn munur á þvi, hvort hagur
sparifjáreigenda sé tryggður með
vaxtabreytingum, sem taki tillit
til verðlagshreyfinga, eða með
einhvers konar visitölubindingu.
Bankastjórnin tekur fram, að
hún hafi talið timabært fyrr að
hækka vexti. Þvi hafi hinsvegar
verið frestað vegna óska rikis-
stjórnarinnar Þess má geta, að i
málefnasamningi sinum lýstu
stjórnarflokkarnir þvi yfir, að
stefnt skyldi að lækkun vaxta.
Þótt rikisstjórnin hafi þannig
staðið fyrir frestun þessari tekur
stjórn Seðlabankans það fram i
greinargerðinni, að bankinn hafi
lögum samkvæmt ákvörðunar
vald um vexti og lánskjör
innlánsstofnana.
Bankastjórnin tekur einnig
fram að hún telji sjálfsagt, að
stefnan i vaxtamálum og ákvarð-
anir um verðtryggingu sparifjár
verði teknar til athugunar strax
og ný rikisstjórn hefur markað
varanlegri stefnu i stjórn efna-
hagsmála
—ÓH
ENN UM 45 MILLJÓNIRNAR