Vísir - 13.07.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 13.07.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 13. júll 1974. visiftsm: Hvernig vildir þú helzt verja slik- um góftviftrisdegi? Gréta Sturludóttir, efnatæknir: — Ég vildi fara eitthvaö út I náttúr- una, t.d. hálendiö, og hafa það gott. Ég hugsa nú, að eg hafi ekki tækifæri til þess i sumar. Kristjana Kristjánsdóttir, bara húsmóöir: — Ætli það sé ekki langbezt að sitja úti i sólinni og láta sér liða vel? Svandls Kristianssen, barnapia: — Ég vildi t.d. fara i sundlaug- arnar og synda og slappa af. ÞaL geri ég reyndar stundum i góðu veðri. Ester Eygló Ingibergsdóttir, af- greiðslustúlka: — Ég vildi fara eitthvað út úr bænum, losna úr bæjarrykinu og komast i sveita- rykið. Sigrún Þorgrimsdóttir, húsmóö- ir: — Ég vildi verja honum úti i náttúrunni. Það er gaman að vera úti þar sem fallegt er landslag. Elfn Astrfður Gunnarsdóttir, nemandi: — Ég vildi sitja niðri viö Tjörn og horfa á fuglana og fólkiö eins og ég er að gera núna. lengi viltu biða eftir fréttunum? Mhu fá þurrheim til þin samdægurs? Eda' iltu biðd til n;esta morguns? N'ÍSIR fl'tur frcttir dausins idarf Eyddi tómstundum sínum í Víetnam í að fínna lausn á erfíðleikum íslendinga — Rœtt við Gunnar Tómasson, hagfrœðing, sem starfar í Asíu-deild Alþjóða gjaldeyrissjóðsins — Hefur fundið heildarlausn ó efnahagserfiðleikum íslenzku þjóðarinnar ,,Á 1100 ára afmæþ ís- landsbyggðar kann maður að vona, að það verði gæfa þjóðarinnar að geta tekizt á hendur timabundnar fórnir, sem tryggt gætu betri framtiðarveisæld lands- manna.” Þannig komst Gunnar Tómasson, hag- fræðingur, að orði i viðtali við Visi i gær. Gunnar er starfandi hjá Asiu- deild Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og hefur það verk með höndum um þessar mundir, að veita Suður-Vétnömum aðstoð veröb- olguvanda þeirra og öðrum efna- hagsörðugleikum. ,,I fristundum minum í vor vann ég svo við að setja á blað hugmyndir um lausn efnahags- vandans hér heima og er ég nú að leggja fram drög að heildarlausn á vandanum I ritgerðarformi. Birtist sú ritgerð væntanlega á prenti innan tlðar,” sagöi Gunn- ar. ,,Ég hef verið við störf I Saigon I eitt ár og á eftir að vera þar annaö ár til viðbótar,” sagði Gunnar. ,,A meðan er ég meö fjölskyldu mina I Bangkok og flýg einu sinni I viku til Saigon. Þaö er stutt flug. Aðeins klukkutlmi, en snúningarnir á flugvöllunum geta tekið annan eins tíma eða meiri og gert þessi ferðalög þreytandi.” Ferðalög hafa annars verið tíð hjá Gunnari, siðan hann hóf störf hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum árið 1966: Fyrstu árin var hann á stöðugum ferðum á milli Washington og Asiu, og hefur hann nú heimsótt mikinn fjölda Aslu-landa. Siðan var hann eitt og hálft ár viö störf I Indónesiu á vegum sjóðsins og þvi næst eitt ár I Kambódiu. „Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er stofnun, sem veitir aðildarrikj- um sinum fjárhagsfyrirgreiöslu og tæknilega aðstoö, þegar þau eiga við efnahagsvandræði að etja,” útskýrir Gunnar. „Aðild aö sjóðnum eiga um 125 riki eöa flest riki heims nema kommúnistarik- •in — aö yndanskildum Júgóslaviu og Rúmeniu.” Þaö er ekki ónýtt aö eiga aö mann á borð við Gunnar, sem hefur reynslu af verðbólgunni I ýmsum myndum. Hann var ófá- anlegur til að lfkja ástandinu á ís- landi við eitthvað, sem hann þekkti annars staðar frá úr starfi sinu, en hann var tilbúinn til að lýsa skoðun sinni á efnahags- vandræðum þjóðarinnar: „Viö eigum við mjög mikinn efnahagsvanda að etja,” sagði hann, „og verður ekki komizt hjá mjög róttækum aðgerðum til að vinna bug á vandanum. Það er mikils virði, að góður skilningur er á eðli þess vanda, sem þjóðin býr nú við. Einnig hverjar lausnir eru fyrir hendi, ef vinnast á framtiðarárangur I baráttunni gegn veröbólguvand- anum. I ritgerð minni horfi ég fyrst á vandann frá fræðilegu sjónarmiði og reyni að gera það á aögengilegan hátt fyrir almenning,” heldur Gunnar áfram. „Eftir aö eöli vandans hefur svo verið skilgreint, set ég fram tillögur að heildarlausn á vandanum, sem gripa inn á flest svið hagkerfisins. Oruggt má telja, að sigur vinnst ekki á skömmum tima. Þjóðin þarf að gera þaö upp við sig, hvort hún vilji ná langvar- andi árangri eða hvort gripa skuli til bráðabirgðaúrræða. „Langvarandi lausn á vandan- um er til, og hana set ég fram 1 ritgerðinni. Vitaskuld geri ég mér fulla grein fyrir þvi, að verðbólga á íslandi er ekki eingöngu hag- fræðilegs eðlis heldur stjórnmálalegs — og félagslegs eölis,” segðir Gunnar. „Það, sem ég er að gera, er að benda á það, svo að ekki fari á milli mála, að hagfræðin á úrlausn á þessum vanda. Siðan er það fyrir önnur öfl i þjóðfélaginu að gera það upp viö sig, hvort farið skuli eftir þeim leiðum, sem til lausnar eru. Ég set fram eina allsherjar- lausn, sem byggist á algjörri kerfisbreytingu.” Og Gunnar heldur áfram: „Efnahagsvandræðin hér eru mjög mikil. Segja má, að ekki veröur komizt hjá stórfelldri timabundinni kjaraskerðingu. Þá vaknar sú spurning, sem hver Is- lendingur þarf að svara fyrir sig, hvar séu hagsmundir þjóðarinn- ar? Er einstaklingurinn tilbúinn til þess, eftir þá miklu uppgripa- tima, sem hér hafa verið og ' " markazt hafa af óeölilegum flutn- ingi fjármagns frá atvinnugrein- ENN UM 45 MILLJÓNIRNAR Vegna skrifa dagblaösins VIsis um málskostnað i Laxárdeilu þykir mér rétt að koma á fram- færi: t sáttargjörð I Laxárdeilu var ákvæði þess efnis, að rikissjóður greiöi deiluaðilum hæfilega fjár- hæð vegna þess kostnaðar, sem þeir hafa haft af málaferlum út af deilunni. Aðilar að sáttargjörðinni voru m.a. Landeigendafélag Laxár og Mývatns og islenzka rikið. Það var þvi mál þessara aðila, hvað Landeigendafélaginu yrði greitt úr rikissjóði i málskostnað. Mér var fullljóst, að málskostn- aöarákvæðið i sáttargjörðinni gat oröið nýtt þrætuepli. Hvað fólst I orðunum „hæfileg fjárhæö”? Ég taldi hvorki rikissjóð, Landeig- endafélagið né mig vera dóm- bæra aðila um, hvað væri hæfileg málflutninslaun. Máliðværi þess- um aðilum of skylt. Málið.varðaði mig nú ekki held- ur nema að nokkru leyti. Skrif- stofa min haföi fengið greiðslur frá Landeigendafélaginu smám saman þau þrjú ár frá mai 1970 til mai 1973, sem málaferlin stóöu yfir. Avallt haföi verið fullt sam- komulag um þær greiðslur. Nú var aöeins sú spurning efur, hvaö rikið skyldi greiða mikið. En þar átti Landeigendafélagiö að fá endurgreitt það fé, sem það hafði greitt skrifstofu minni. Af þessum ástæðum skrifaði ég engan reikning, heldur fór þess á leit viö gjaldskrárnefnd Lög- mannafélags íslands sem hlut- lausan og viðurkenndan úrskurð- araðila, að hún gæfi álit sitt á þvl, hvaö væri hæfileg málflutnings- laun. Nefndinni voru afhent öll tiltæk gögn, sem til stuðnings gátu orðið um matið. Niöurstaða nefndarinnar var, aö um 5,3 millj. kr. væri hæfileg fjárhæð. Þessu áliti nefndarinnar var siöan framvisað f.h. Landeig- endafélagsins til Fjármálaráðu- neytis. Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri geröi allt að einu að tillögu sinni, að aðeins 2,6 millj. kr. skyldu greiddar þrátt fyrir úrskurð gjaldskrárnefndar, en sú fjárhæð haföi verið greidd Laxárvirkjun þá þegar. Þessa ákvörðun tók .ráðuneytisstjórinn, án þess að kynna sér, hverjir sætu I gjald- skrárnefnd, án þess að ræða við þá menn, án þess að kynna sér, eftir hvað reglum nefndin starf- aði og án þess að kanna þau gögn sem nefndin stuödist við. Það er ranghermi dagblaösins Visis, að ég vilji fá 45 millj. kr. i málflutningslaun I Laxárdeilu. Ég hef aldrei farið fram á, að skrifstofa min fái annað en þaö, sem hlutlaus úrskurðaraðili álit- ur hæfilegt. Það er augljóst, að hvorki ég né ráðuneytisstjórinn i Fjármálaráðuneytinu erum dóm- bærir um, hvað sé hæfileg fjár- hæð. Sáttargjörðin lagði úrskurð- arvaldið ekki I hendur ráðuneyt- isins. Til ráðuneytisins hefi ég aldrei framvisað öðru en áliti gjaldskrárnefndarinnar um 5,3 millj. kr. Laxárdeilan snerist um, hvort reisa skyldi viö Laxá i S.-Þingeyj- arsýslu 56,4 MW risavirkjun með 84 metra fallhæð og 14 kilómetra löngu uppistöðulóni i Laxárdal, sem hefði lagt byggðina 1 dalnum undir vatn. Sú virkjun heföi, ef smiðuð heföi verið, lagt i auðn lif- riki Laxár og eyðilagt ána sem Laxveiðiá. Dægurmiölun vatns I virkjuninni hefði drepiö laxaseiði og gróður i ánni og árstlðamiðlun hefði sakir samsöfnunar Iskalds leysingavatns i uppistöðulóninu valdiö slikri lækfcun á hitastigi ár- innar, að lax hefði gengiö seint eða alls ekki i ána. Auk þess hef ðu þar með verið eyðilagðir um 245 hektarar góðra uppeldisskilyrða fyrir lax i Laxá ofan virkjana, sem nú verða nýttir með laxa- stiga. Til samanburðar skal getið að nú eru um 75 hektarar uppeld- isstöðva fyrir lax I Laxá neðan virkjana við Brúar, en sá hluti ár- innar er frægasta laxveiöisvæöi landsins. Gegn þessum virkjunarfram- kvæmdum stóð baráttan linnu- laust I þrjú ár. Margar matsgerð- ir óvilhallra valinkunnra mats- manna og sérfræðinga hafa nú gengiö um, hversu mikil verö- mæti voru i húfi I Laxárdeilu. A grundvelli þessara matsgerða hefur reiknazt til, að um 1500 millj. kr. hafi bjargazt meö mála- ferlunum og þeirri sáttargjörð, sem varð endir þeirra. Sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafé- lags Islands yrðu málflutnings- laun, ef reiknuð væru stærðfræði- lega eftir taxta gjaldskrárinnar um 45 millj. kr. Meö hliösjón af þvi mátti ráðu- neytisstjóri Fjármálaráðuneytis- ins vel una við 5,3 millj. kr. sem greiöslu til Landeigendafélags Laxár og Mývatns. En þegar hann leggur til, að neitaö sé að greiöa þá fjárhæð samkvæmt úr- skuröi hlutlauss aðila, er ekki annars von, en að honum þyki hugmyndin um 45 millj. kr. vera afkáraleg. Nixon liefur ekki sagt allan sann- leikann Lögmaður Laxárbœnda: VIU 45 MIIUÓNIR í LAUN — Ríkið býður honum 2.6 milliónii 1 ' , T swngS? setja mZJ&Z-r-s árbœnda _ Segir ráðoneytisstion sem eert hllilegii ,lá h£eir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.