Vísir - 13.07.1974, Blaðsíða 16
VÍSIR
Laugardagur 13. júli 1974.
Rafmagnsveitan:
SÆKIR
UM 30%
HÆKKUN
Rafmagnsveita Reykjavikur
hefur nú sótt um 30% hækkun á
útsöluveröi sfnu i bréfi til
Iönaöarráöuneytisins, og borgar-
ráö hefur samþykkt aö styöja þá
beiöni.
Verö á rafmagni i venjulegum
heimilistaxta er nú 5,20 kr. á
kllówattstund en yröi eftir
hækkunina um 6,90 kr. Frá 1970
hefur Rafmagnsveitan hækkað
gjöld sin um 90% vegna hækkana
frá Landsvirkjun, sem numið
hafa 152% á sama tima, og að
auki fengið 18% hækkun vegna
aukins rekstrarkostnaðar. Siðast
hækkaði rafmagnsverðið 15. mai
um 18,5% vegna hækkunar frá
Landsvirkjun.
Meðal útsöluverð á rafmagni
frá Landvirkjun til Rafmagnsv.
var á siöasta ári 1,12 krónur en
hjá Rafmagsnveitunni var
meðalútsöluverðið 2,93 krónur.
Biliö hefur eitthvað minnkað á
þessu ári.
„Við vonumst auðvitað til að
þessi breyting komist i gegn”,
sagöi Aðalsteinn Guðjohnsen raf-
magnsstjóri. Ég trúi bara ekki
öðru en að við fáum hækkunina,
þvi að annars er grundvellinum
kippt undan rekstrinum. Þetta
eru um það bil þær hækkanir, sem
við teljum okkur hafa þörf fyrir I
dag. Til að ná endum saman
næstu fimm árin, þ.e., ef engar
hækkanir verða annars staðar,
þyrftum við 35,4%.”
-JB.
Þriggja
daga
þjóðhátíð
ákveðin
í Eyjum
Þá hefur veriö ákveöiö aö
þjóöhátiöin i Eyjum veröi
haldin meö sama sniöi og var
fyrir gos.
Hún mun standa i þrjá daga
og þrjár nætur, meö svipaöri
dagskrá og veriö hefur. 1 þetta
sinn mun hún þó veröa iviö
veglegri I sniöum, vegna 1100
ára afmæiisins, og vegna þess
aö þetta er hundraöasta þjóö-
hátiö Vestmannaeyinga.
Engin tök eru á að halda
þjóðhátiðina I Herjólfsdal.
Dalurinn er allur i sárum, og
þar fýkur mikill vikur yfir. Er
meira að segja talið, að það
taki a.m.k. þrjú ár að gera
hann góðan.
tþróttafélagið Þór sér um
hátiðina að þessu sinni.
Þess má geta af þessu
tilefni, að vænta má að áfeng-
isútsalan i Eyjum verði opnuð
I kringum næstu mánaðamót,
en þjóðhátiðin verður haldin
9., 10. og 11. ágúst á
Breiðabakka, sama stað og i
fyrra.
— ÓH
Lítill hvolpur skorinn
upp á Blönduósi
Litill tveggja mánaöa hvolp-
ur, staddur rétt hjá Blönduósi,
átti ósköp bágt núna I vikunni,
Hann haföi fengiö uppköst, og
það var fariö með hann til dýra-
læknis, sem gaf honum meðul,
en ekki batnaði hvutta greyinu.
Nú fór eigandinn af staö meö
uppáhaldið sitt (hvolpinn) til aö
finna dýraiækninn á ný, en nú
var hann ekki viö.
Honum datt þá i hug að fara i
sjúkrahúsið á Blönduósi, þar
sem þeir báðir fengu hinar
beztu móttökur. Hvolpurinn var
röntgenmyndaður og siðan
skorinn upp hið bráðast til að
bjarga honum úr lifsháska. í
görnum hans komu I ljós tveir
steinar og barnasnuð (það er
ekki ofsögum sagt að hafa ekki
neitt fyrir ungviðinu, sem það
getur gleypt). Viðstaddir
uppskurðinn voru 4 læknar og
ein hjúkrunarkona. Allt gekk að
óskum og ber nú hvutti það góða
nafn Sigursteinn, bæði til minn-
ingar um steinana i görnunum
og einn lækninn, sem heitir
þessu nafni.
Það kann nú einhver að segja
sem svo: Hvilikt og annað eins i
kringum einn hund ’ En fáið þið
lánaðan hvolp á þessum aldri,
eins og i viku tima og sjáið, hvað
ykkur finnst eftir það.
— EVI-
Hér sést inn I kjötiönaöarstööina, þar sem veggir og loft hafa látiö
undan hinum gifurlega þrýstingi, sem varö viö sprenginguna.
Ljósm: Pedro-myndir Friörik Vestmann.
ÓVÍST UM ÁSTÆÐUR
SPRENGINGARINNAR
Enn er ekki ljóst, hvaö olli
sprengingunni i vatnskatlinum i
Kjötiönaöarstöö KEA i fyrrinótt
öryggisveröir voru tveir á
katiinum, og þar aö auki
þrýstingsmælir
Taliö er, aö tjóniö nemi
mörgum milljónum, en þaö er
enn ekki aö fullu metiö
1 gær var fariö aö eiga viö þakiö
á suöurhliö hússins, þar sem þaö
brotnaöi svo mikiö, aö hætta var á
hruni.
Flestar uppistööur I húsinu
standa heilar, þannig aö búizt er
viö, aö mesta vinnan veröi viö aö
hlaöa veggi upp á nýtt. Stefnt
veröur aö þvi aö koma daglegri
framleiöslu kjötiönaöarstöövar-
innar i gang sem fyrst til aö sinna
markaössvæöinu noröanlands.
—ÓH
BRETAR VEIÐA
LÖGLEGA
— Landhelgisgœzlan hefur ekki orðið vör
ólöglegrar notkunar veiðarfœra
„Þegar varöskipiö Þór var á
ferö úti af Vestfjöröum fyrir
nokkru, var fariö um borö i Is-
lenzka og brezka togara til venju-
legs eftirlits. Af þeirri skoöun var
ekki annaö aö sjá en allar veiöar
færu löglega fram”.
Þetta sagði Pétur Sigurðsson,
forstjóri Landhelgisgæzlunnar, er
Vlsir ræddi við hann. Vegna
staðhæfinga ýmissa skipstjóra,
sem fiska á Vestfjarðamiðum,
þeirra á meðal Auðuns Auðuns-
sonar, um, að Bretar væru með
klædda poka I vörpunum, spurð-
um við Pétur, hvort sliks hefði
orðið vart.
„Nei, ekkert gaf til kynna, að
pokarnir væru klæddir.
Varðskipsmenn fóru um borð i
fjóra íslenzka og þrjá brezka
togara, og með þeim var fiski-
fræðingur frá Hafrannsóknar-
stofnuninni. Það eina, sem var
kannski athyglisvert við afla
Bretanna, var það, að oft var
meira um smærri fisk hjá þeim
en hjá Islendingum,” sagði
Pétur.
Pétur sagði, að á eftirlitsferð-
um varðskipanna væri oft og iðu-
lega farið um borð I togara til að
aögæta, hvort veiðar væru
stundaðar á löglegan hátt.
„Svo höfum við verið að
stugga við Þjóðverjunum, en
þótt þeir hafi sig á brott, eru þeir
komnir aftur á sama stað um leið
og varðskipin eru horfin úr
augsýn”, sagði Pétur að lokum.
-ÓH.
UTLENDINGAR SKIPTA
HUNDRUÐUM Á
VINDHEIMAMELUM
„Hér eru afar mörg tjöld, eins
og heil borg til aö sjá, enda
þegar komnir hér einir 2000
feröalangar”, sagöi Pétur
Hjálmsson mótstjóri á Vind-
heimamelum, þar sem lands-
mót hestamanna fer fram þessa
dagana.
Pétur sagði, að útlendingar á
mótinu skiptu hundruðum og
fánaborg frá löndunum 7 sem
væru I sambandi eigenda
Islenzku hestsins i Evrópu,
blöktu við hún ásamt hinum
Islenzk:a
I gær var glampandi sólskin
og norðanátt en ekki hlýtt.
Þegar er búið að hnekkja
tslandsmetinu i 800 m stökki og
hlupu tveir hestar undir meti,
Frúar-Jarpur, Unnar Einars-
dóttur i hestamannafélaginu
Geysi á 59.9 og Kári, Freys
Árnasonar i Gusti á 60,8.
A fimmtudaginn fór fram
samæfing fyrir , „Æskan og
hesturinn”, sem Rosmary Þor-
leifsdóttir stjórnaði af list. Voru
það 18 ungmenni, frá 12-16 ára,
frá 9 hestamannafélögum, 2 úr
hverju, sem sýndu léttar
æfingar Tóku krakkarnir sig
hið bezta út i svörtum
reiðjökkum, svörtum stigvélum
með svartan knapahatt og i
ljósum buxum. Krakkarnir frá
hestamannafélaginu Létti voru
þeir einu i knallrauðum jökkum.
Póstlestin mun ríða inn á
Vindheimamela kl. 13.30 i dag
og er mikill spenningur i
mönnum að fá sérstimpluð um-
slög i tilefni af þvi, Veitingaað-
staða og þjónusta er með af-
brigðum góð —EVI—
Tilboö opnuö I hafnarframkvæmdir I Þorlákshöfn i gær. Frá hægri eru
Brynjólfur Ingólfsson, ráöuneytisstjóri I samgöngumálaráöuneytinu,
Aöalsteinn JúIIusson, hafnarmálastjóri og Halldór Matthiasson skrif-
stofustjóri hafnarmálaskrifstofunnar.
Ljósm. Bragi
Þorlákshöfn!
262 milión króna munur á hœsta og lœgsta
tilboði
ístak og Phil og Sön
með lœgsta tilboð í
tstak h/f, I samvinnu viö
danska fyrirtækiö Phil og Sön,
reyndist eiga lægsta tilboöiö I
framkvæmdir viö landshöfnina i
Þorlákshöfn, sem nú eru fyrir-
hugaöar.
Tilboð voru opnuð I gær, og
buðu þrír aðilar i verkið. Holl-
ándische Betonsnaatschappij b.v.
I Hollandi var með hæsta tilboðiö
1 miljarð og 39 milljónir. Skánska
Cementgjudteried i Sviþjóð bauð
942 miljónir I verkið og lestina
ráku ístak og Phil og Sön I Dan-
mörku með 777 miljónir.
Samkvæmt áætlun Vita- og
hafnarmálastofnunarinnar var
reiknað með, að >verkið myndi
kosta um 600 milljtjnir. Sú áætlun
var hins vegar gerð i april, og
verð hefur breytzt siðan.
Sömu aðilar buðu einnig i fram-
kvæmdir við Grindavikurhöfn.
Þar ei“ um að ræða byggingu neö-
ansjávarbylgjubrjóts til að bæta
innsiglinguna og gera höfnina
færa i sem flestum verðum.
„Það er ekki einu sinni búið að
ákveða, hvort ráðizt verður I
þessar framkvæmdir”, sagði
Aðalsteinn Júliusson, hafnamála-
stjóri. „Viö töldum hins vegar
heppilegt aö láta sömu aðila
bjóða lika i það verk til að fá hag-
stæðari tilboð. Heföum við boðið
, verkið út eitt sér, hefðu tilboðin
efalaust verið hærri.”
t framkvæmdirnar við Grinda-
vikurhöfn var tilboð hollenzka
fyrirtækisins 116 milljónir,
sænska fyrirtækisins 100 milljón-
ir, og ístak og Phil og Sön buðu 80
milljónir.
Væntaniegar framkvæmdir við
höfnina i Þorlákshöfn eru lenging
aðalhafnargarðs, bygging nýs
innri hafnargarðs, bryggjufram-
kvæmdir og dýpkun.
Gert er ráð fyrir, að fram-
kvæmdunum ljúki seint á árinu
1976.
—JB