Vísir - 13.07.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Laugardagur 13. júli 1974.
IIMIM
SÍÐAN
Umsjón: Edda
Ofurlítil
blettasaga
Andrésdóttir
„Engin ábyrgð tekin
á gerviefnum.”— Þessi
setning stendur á þeim
miða, sem neytendum
er afhentur i efnalaug-
um, þegar þeir koma
með fatnað sinn i
hreinsun. Samkvæmt
lögum bera þó allir
sem taka verðmæti i
sina vörzlu til meðferð-
ar, ábyrgð á þeim. Að
visu er unnt að tak-
marka slika ábyrgð
með skýrum ákvæðum,
eins og efnalauga-
eigendur gera, og telja
sig þurfa að gera.
Nú á dögum keppast
fataframleiðendur við
að koma sem flestum
nýjungum á markað.
Reynslan er sú, að hin
mismunandi fataefni
sem komast i tizku
hverju sinni hafa mjög
mismunandi eigin-
leika. Til dæmis er ekki
alltaf hægt að komast
að raun um, hvaða
hreinsiefni eða með-
ferð þau þola.
Framleiöendur hugsa aðal-
lega um að koma á markað fatn
aði sem litur vel út, að minnsta
kosti á meðan hann er nýr. Virð-
ast þeir hugsa minna um það,
hvernig fatnaðurinn verður á
sig kominn þegar hann kemur
út úr hreinsun. Það er þvi mjög
eðlilegt, að efnalaugaeigendur
neyðist til þess að takmarka
ábyrgð sína.
Raunin verður sú, að
neytandinn verður að bera
skaðann. Lengi má um það
deila, hvort það er sanngjarnt.
Spurningin er einnig, geta menn
firrt sig allri ábyrgð og skákað
I þvl skjóli eins og þeim sýnist?
Sá neytandi sem fékk þennan
jakkg,sem sýndur er á myndinnj
úr hreinsun, var ekki ánægður
með árangurinn. Enda er jakk-
inn ónýtur, að minnsta kosti er
hann ekki sparijakki lengur.
Stór hvítur hringur er á jakkan-
um að framanverðu og I miðjum
hringnum hefur efnið harðnað.
Virðist efnið hafa bráðnað og
límzt saman. Að öðru leyti er
jakkinn óskemmdur.
„Hvað I ósköpunum kom fyr-
ir?”, spyr neytandinn I ofvæni,
þegar hann tók við jakkanum
Enginn vissi neitt og enginn
vildi svara til saka. Þegar loks-
ins tókst að ná I eiganda efna-
laugarinnar var svar hans á
þessa leið:
,,A þessum jakka var blettur,
sem við reyndum að ná burt
með einhverju blettaefni. Við
blésum svo gufu á blettinn, enda
náum við þannig flest öllum
blettum úr með góðum árangri
og leggjum við áherzlu á að
skila öllum fatnaði tandurhrein-
um. Það kemur okkur ekkert
við, þótt skemmdin hafi komið á
jakkann, við tökum enga ábyrgð
á gerviefnum eins og allir
vita.”
...jakkinn fór ekki betur en svo I hreinsun, að á hann kom stór
blettur, sem engin ábyrgö er borin á.
Neytandinn getur vlst ekki
notað nýja buxnadressið sitt
eins og.hann ætlaöi..
Eigandi jakkans hefði heldur
viljað fá jakkann óskemmdan
og hann hefði sætt sig viö, þótt
dálltill blettur hefði verið eftir I
jakkanum. Hann mundi ekki
eftir því, að blettur heföi verið á
þessum stað.
Matsnefnd I ágreiningsmál-
um efnalauga hjá Neytenda-
samtökunum áleit, að um hand-
vömm væri að ræða af hálfu
efnalaugarinnar og henni bæri
aö bæta skaðann. Sú nefnd hefur
ekkert dómsvald, en henni hefur
þó oft tekizt að ná samkomulagi
I slikum málum og bætt stöðu
neytendans.
Að þessu sinni sat efnalaugar-
eigandinn við sinn keip. Engin
ábyrgð er tekin á gerviefnum.
Neytandinn situr uppi með sárt
ennið. Hið nýja buxnadress
kemur ekki að tilætluðum
notum. Að visu er það ekki m jög
tilfinnanlegt tjón, ef miðaö er
við mörg önnur tjón, sem menn
geta orðið fyrir á ævinni. En sú
tilfinning, að menn standi uppi
réttindalausir i slikum tilvikum
er ekki þægileg.
Að visu eru til dómstólar i
landinu, en menn veigra sér við
að leggja slik litilræði fyrir dóm
og leggja á sig erfiði og fyrir-
höfn og kostnað þvi samfara.
Erlendis er viða veriö að
stofna neytendadómstóla, sem
hafaúrskurðarvald i málum sem
þessum. En það kostar fé og
fyrirhöfn að koma upp sliku
kerfi. Við skulum að minnsta
kosti vona, að efnalaugareig-
endur og aðrir sýni sanngirni I
málum eins og þessu og virði
einnig sjónarmið neytenda.
Sigriður Haraldsdóttir.
Umsjón : Stefán Guójohnsen
SPAÐANIAN
VARÐ
SAGNHAFA
AÐ FALLI
Nú er lokið við aö spila 96 spil í
einvigi BSt um landsliðssætin.
Spilað var i þremur 32 spilalotum,
sem fóru þannig:
Sveit A
Asmundur
Hjalti
Guðlaugur
Örn
1. lota 75-55
2. lota 93-47
3. lota 54-75
Stigin standa þvi 222-177 fyrir
sveit A, en eftir er að spila siðustu
32 spilalotuna.
Annað spil i þriðju lotu leit sak-
leysislega út á skorblaðinu, þvi á
báðum borðum höfðu n-s fengið 50
og spilið féll. Það lýsti þó engan
veginn þvi tækifæri, sem B-sveit-
in missti.
Staðan var n-s á hættu og aust-
ur gaf.
A D-7- i
V 8-7-5-4
♦ 8-7-6
* G-6-5
AK-G-9
T A-K-G-9
♦ A-G-4
♦ K-D-3
A 10-8-4-2
V 10
♦ K-D-3-2
* 9-7-4-2
t lokaða salnum áttu a-v aldrei
von, en þar gengu sagnir:
Austur Suður Vestur Noröur
Asmundur Guðm, Hjalti • Karl
1 + P 1 G P
2 G P 3 G P
4 G P 5 V P
6 G P P P
AA-6-5
V D-6-3-2
♦ 10-9-5
A A-10-8
Sveit B
Karl
Guðmundur
Simon
Stefán
Upplýst var, að hjartasögnin
væri einshvers konar styrkur i
hjarta.
Norður spilaði út hjarta og
Hjalti gerði vel að sleppa njeð
einn niður.
1 opna salnum gengu sagnir
nokkuð á annan veg:
Austur
Stefán
3J
4 ♦
P
P
P
Simon Guðlaugur
3 ♦ P
Suður Vestur Norður
Örn
P
4 * P
4 A P
5V P
P P
örn dró rangar ályktanir af
sögnunum og spilaði út tigulkóng
og þar með er ekki hægt að tapa
slemmunni, þvi spaðadrottning
liggur rétt. En biðum við?
Austur drap á ásinn og tók fjór-
um sinnum tromp, þegar legan
kom i ljós. Suður gaf af sér einn
tigul og tvö lauf. Nú kom litill tig-
ull frá gosanum, lágt og tian átti
slaginn. Þá voru teknir þrir slagir
á lauf og i þriðja laufi kastaði suð-
ur spaðatvisti.
Sagnhafi getur nú unniö spilið á
tvo vegu, með þvi að spila suðri
inn á tigulkóng og láta hann spila
spaða, eða að spila spaða á ásinn
og svina siðan gosanum. En aust-
ur hafði suður grunaðan um að
eiga spaðadrottningu og þvi spil-
aði hann út spaöagosa. Siðan
skyldi svinað fyrir spaðatiu hjá
norðri. En norður átti spaða-
drottningu, einn niður og spilið
féll.
Má segja, að mikil ógæfa hafi
veriö fyrir austur að eiga spaöatl-
una, þvi að annars getur hann
ekki tapað spilinu.
Siöasta lotan i einviginu verður
spiluð n.k. miövikudagskvöld i
Félagsheimili Flugfélags Islands
við Siðumúla.
IVÍSIR flytur helgar- 1 I fréttirnar á mánu- 1
| dögum. Do gi fyrrenönnur dagblöd. 1 (gerist áskrifendur)
Fyrstur med fréttimar vtsm