Vísir - 13.07.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 13.07.1974, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Laugardagur 13. júll 1974. KIRKIAM Odr ÞIÓUIN Kristin kommúna Þau eru 6 — sex — sem hafa slegið sér saman um ibúð — þær eru tvær: Elisabet og Heiða, þeir fjórir: Pét- ur og Óli, Ronald og Ragnar. Þau virtust ekki eiga mikið sam- eiginlegt, nema þau höfðu verið saman einn vetur á Lýðháskólan- um i Rönningen. — Jú vissulega var annað sem tengdi þau saman — þau vildu öll lifa kristnu lifi. Aður en ég kom til Rönningen, segir Ronald, var ég harla lítið kunnugur kristindómnum. En mig langaði til útlanda. Og þá var mér ráðlagt að ganga kristniboðsnámsbrautina i Rönningen. Hvers vegna ég fór að búa i þessari kommúnu — þaðererfitt að segja. Þau komu bara og buðu mér að vera með. Og ég sló til. Ragnar: Ég var búinn að hugsa æði mikið um þetta — hvernig hægt væri að komast i samband við aðra og vera með þeim i innilegu og góðu samfé- lagi. Eins og þetta var i frum- kristninni og sagt er frá i Postulasögunni: En allir, sem trúðu voru saman og höfðu allt sameiginlegt, og þeir seldu eignir sinar og fjármuni og skiptu þvi meðal allra, eftir þvl sem hver hafði þörf til. (Post. 2.44.) Þegar ég er orðinn prestur, heldur Ragnar áfram (nú er hann að læra guðfræði i Safn- aöarháskólanum), þá ætla ég að fá stórt prestssetur. Þar eigum við að búa mörg saman, reka búskap og lifa á afrakstri bús- ins. En nú er ég vist farinn að vera rómantiskur, bætir hann við brosandi. Ragnar er viö nám, Pétur er i herþjónustu en Óli vinnur borg- araleg störf. Heiða starfar i endurhæfingarstofnun fyrir eiturlyfjaneytendur, Elisabet er forfallakennari, en Ronald hef- ur vinnu á barnadagheimili. Við komum sitt úr hverri áttinni en blöndumst hér ágætlega saman, venjumst húsverkum og búum okkur undir að vera fyrir- myndarmakar! Við erum gam- aldags hvað viðvikur skoðunum á samlifi kynjanna. Maöur á að vera einnar konu eiginmaður. Hjónabandið á að vara ævi- langt. En það á ekki að tákna einangrun eða innilokun. Heim- iliö á að vera opið fyrir vinum og einnig öllum þeim, sem eiga Slappað af við söng og gitarleik bágt og geta leitað þar hjálpar. En það er hugsjón, sem vert er að lifa fyrir, sjálfsagt er að keppa að og reyna að gera að veruleika. Svona talar og hugsar þetta unga fólk — þessi sex, sem búa i kristnu kommúnunni i Ammerud i Osló. Ragnar — Ragnar Tesdal — ætlar að verba prestur eins og fyrr er sagt. Hann er raunar sá eini af þessu unga kommúnu- fólki, sem umsjónarmaður Kirkjusiðunnar þekkir af eigin raun. Hann var þá smápatti hjá foreldrum sinum, prestshjónun- um I Indre-Arna nálægt Bergen, Solveigu og Einari Tesdal. Ragnar var þegar á barnsaldri ákaflega músíkalskur, spilaði á pianó hin erfiðustu verk. Hann átti heldur ekki langt að sækja það. Solveig móðir hans er mik- ill músikant og lengi kirkju- organisti og er það enn. En nú er sem sagt þessi litli tónsnillingur orðinn uppkominn maður, kominn á prestaskóla og farinn að búa i kommúnu. -O- Kommúna er — eins og marg- ir eflaust vita — ungt fólk i sam- býli — sem hefur komið sér saman um að „hafa allt sameig- inlegt” að svo miklu leyti, sem það er mögulegt og eðlilegt. Þetta gæti kallast nokkurs konar heimavist félagsfram- taksins, þar sem skólinn eða það opinbera kemur þó hvergi nærri. Þau voru heppin með húsnæði þessi sex, fengu næstum nýja villu með stórri stofu og þremur svefnherbergjum, búin nokkr- um húsmunum. Það er ekki gott aö hafa sameiginl. svefnher- bergi. Það getur valdið misklið á kvöldin. Sumir vilja fara snemma að sofa. Aðrir hafa ljós og lesa fram eftir allri nóttu. Sérstaklega á þetta við um stúlkurnar. Það er sagt að þeim sé hættara við misklið, þær séu „fornemelsisgjarnari” heldur en strákarnir. — O — Hvernig gengur svo lifið i kommúnunni? Já, það yrði löng saga að segja frá þvi. Þau leggja öll mikla áherzlu á mikilvægi mánudagsfundanna. Þá eru rædd „vandamál” kommúnunnar, ef einhver eru. Þá biðjum við saman og gerum ráðstafanir fyrir komandi viku, og einsetjum okkur — með hjálþ Guös — aö gera það bezta til að komast vel ,,vel út af” hvert við annað, láta lifið ganga árekstralaust og reyna jafn- framt að koma einhverju góðu til leiðar hjá þeim, sem eiga bágt og finnst fokiö I skjólin. ir „kæra sig” um mann og að Guð „kærir sig” um mann. Það er þessi andi kristins samfélags, sem heldur okkur saman og ber kommúnuna uppi. „Vandamál”, sem við ráðum ekki við — þau leggjum við á vald Guðs. Við treystum honum til að haga hlutunum þannig, að þaö sé okkur öllum fyrir beztu. — O — Það er talsvert langt viðtalið við þessa 6 ibúa kommúnunnar, sem birtist i norska vikublaðinu Familien I vetur. Hér hefur að- eins verið tekinn hraflkenndur útdráttur, sem verður látinn nægja með þessum myndum, sem sýna svipinn á þessu glaða og góða sambýlisfólki i kristi- legu kommúnunni — sex menn- inganna sem gera einlæga til- raun til að endurlifga samlifs- form hinna fyrstu kristnu i Jerúsalem. Ragnar við planóiö sögunni. trr sjóðnum fær svo hver 20 krónur i vasapeninga á viku. Annars er sannleikurinn sá, að okkur finnst við séum alltaf að verða óháðari pening- unum. Þeir hafi ekki eins mikið aö segja fyrir okkur eins og áð- ur. Þetta hefur einkum mikil á- hrif á okkur stúlkurnar. Nú er- um við búnar að venja okkur at þvi að kaupa alls konar óþarfa. Nú spyrjum við okkur áður en" viö kaupum: Þurfum við á þessu að halda? Komumst við ekki mæta vel af án þess? Sama er að heyra á Ragnari. Hann segist alltaf hafa verið i vandræðum með aura. Þeir hafi verið horfnir áður en hann vissi af. Nú hugsar hann sig alltaf vel um áður en hann stofnar til út- gjalda jafnvel þótt i smáu sé. — -0 — Þaö er oft gestkvæmt i kommúnunni, allt upp i 50 manns stundum á laugardags- kvöldum, misjafn sauður I mörgu fé, skyldi maður ætla. En þetta hefur ekki komið að sök. Aldrei hefur nokkur hlutur horf- ið, hvorki peningar né önnur verðmæti. Eru þá bókstaflega engin vandamál, engir árekstrar i þessu samfélagi ykkar? spyr blaöamaöurinn. Útgjöldin? Við leggjum allar tekjurnar i sameiginlegan sjóð, eins og sagt er um frumsöfnuðinn i Postula- Þau lita hvort á annað með vandræðalegu brosi. Ja, ekki eru þau nú búin að stofna neitt guðsrikissamfélag. Það vilja þau viðurkenna. En við höfum reynt að „slipa á okkur kant- ana”, komast hjá að særa aðra eða reyta hvert annað til reiði. Til þess að gera það, máttum við ekki ganga með neinar inni- byrgðar gremju- eða óvináttu- kenndir. Við urðum að „lofta út” láta það ófeimin i ljós, sem okkur bjó i brjósti. Til þess voru mánudagsfundirnir einkar heppilegir og þá notuðum við vel. Þá gerðum við okkur það vel ljóst, að ýmislegt var okkur sjálfum að kenna. Sökin lá ekki alltaí hjá öðrum. — Mér finnst ég hafi haft ákaf- lega gott af þessum fundum, segir Óli. Ég veit af minum veiku hliðum, geri mér ljóst hverjar þær eru. Nú held ég, að ekkert geti komið mér til að reiðast eða móðgast. Það er notaleg tilfinning að vita að aðr- Kommúnan i stiganum — taliö að neðan: Ronaid, óli, Ragnar, Ileiða, Ellsabet og Pétur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.