Vísir - 13.07.1974, Blaðsíða 6
6
Vísir. Laugardagur 13. júli 1974.
vism
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Kitstjórnarfuiltrúi:
Fréttastj. erl. frétta:
Aiiglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Askriftargjald 600 kr.
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Ilaukur llelgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
llverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Ilverfisgötu 32. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
á mánuði innanlands.
t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Þjóðin
er em
heild
Hringvegurinn verður formlega opnaður til
umferðar nú um helgina. Sú athöfn er eins og
aðrar á þessu hátiðarári til þess fallin að minna
okkur á það, að þjóðin er ein heild. Hringvegurinn
sannar okkur auk þess bókstaflega, að landið er
ein heild. Með þvi stórvirki, sem lagning vegarins
hefur verið, er okkur i fyrsta sinn i ellefu alda
sögu byggðar á íslandi gert kleift að komast
landveg umhverfis landið á venjulegum farar-
tækjum nútimans. Hringurinn breytir viðhorfi
okkar til landsins.
Nú sem fyrr er þjóðarnauðsyn að búa þannig að
þeim, sem i strjálbýlinu búa, að byggð geti
haldizt sem viðast um landið, Slikt er ekki siður
nauðsyn fyrir þéttbýlið en þá, sem búa i dreifðum
byggðum landsins. Þetta er og verður eitt
brýnasta verkefni islenzkra stjórnmála. Nútima-
tækni gerir okkur betur kleift að sinna þessari
skyldu. Nútimakröfur valda þvi þó einnig, að æ
fleiri laðast til þéttbýlis.
í tilefni af nýafstöðnum alþingiskosningum
hafa margir velt þvi fyrir sér, hvort ekki sé timi
til þess kominn að laga kjördæmaskipun landsins
að nýjum aðstæðum. Sú skipan, sem nú rikir,
hefur verið óbreytt i 15 ár, eða frá þvi á árinu
1959. Þegar stjórnarskránni var breytt þá, hafði
kjördæmaskipunin verið óbreytt i 17 ár eða frá
1942.
Reglur þær, sem mæla fyrir um, hvernig kosið
skuli til Alþingis, þjóna tvenns konar megin-
tilgangi. 1 fyrsta lagi hljóta þær að miða að þvi,
að Alþingi verði starfhæft að kosningum loknum.
í öðru lagi eiga þær að tryggja sem jöfnust áhrif
allra kjósenda á val þingmanna.
Miðað við óvissuna, sem rikti i störfum
Alþingis og tið stjórnarskipti á árunum 1942 til
1959, getur enginn mótmælt þvi, að núverandi
kjördæmaskipun hafi fram á siðustu ár tryggt
festu i stjórnmálunum. í tólf ár af þeim fimmtán,
sem hún hefur gilt, hafa sömu stjórnmálaflokkar
farið með völd i landinu. Það er fyrst nú, sem
alvarleg óvissa rikir um það, hvort Alþingi
verður starfhæft og unnt reynist að mynda meiri-
hlutastjórn. Þessi þróun byrjaði strax á siðasta
kjörtimabili. Hún á ef til vill rætur að rekja til
þess, að kjördæmaskipunin leyfir ekki lengur, að
þjóðarviljinn endurspeglist i þingmannafjölda
einstakra flokka.
Staðreyndin er sú, að strjálbýlið hefur hlut-
fallslega miklu fleiri þingmenn en þéttbýlið. Með
rökum má segja, að þetta misrétti sé sanngjarnt.
Enginn getur neitað þvi, að menn i þéttbýli eigi
auðveldara með að koma málum sinum fram en
þeir, sem i strjálbýli búa. Þetta eðlilega misrétti
má þó ekki ganga úr hömlu eins og nú er orðið.
Ýmsar aðferðir eru til þess fállnar að draga úr
misréttinu. Heppilegast væri, ef unnt reyndist i
eitt skipti fyrir öll að móta reglur, sem tryggðu,
að eðlilegt hlutfall héldist milli fulltrúa einstakra
kjördæma eftir fólksfjölda þeirra á hverjum
tima. Ójöfnuðurinn yrði ekki eins mikill, ef
dreifing þingsæta miðaðist við það, að landið væri
eitt kjördæmi. Einmenningskjördæmi mundu þó
bezt gera öllum jafn hátt undir höfði.
Hvað sem öðru liður er þjóðin ein heild. Þess
minnumst við oftar á þessu sumri en endranær.
Þær hátiðir, sem nú eru haldnar eiga að sameina
okkur en ekki sundra.
—BB
Myndin er tekin 16. mai s.l., þegar Antonio da I Palma Carlos, forsætisráðherra bráðabirgða-
Spinola, forseti Portúgals, skipaði Adelino da | stjórnar landsins. Sú stjórn er nú fallin.
Bandalag hersins og
kommúnista
í Portúgal
,,Ég held, aö atburðirnir I Chile
endurtaki sig ekki hér i Portúgal,
mér finnst það mjög óliklegt.
Auðvitað finnast einnig aftur-
haldsseggir og fasistar meðal
okkar, sem dreymir um alls-
herjarverkfall að dæmi Chilebúa.
En þaö er ekki unnt að bera
saman herinn i Portúgal og
herinn I Chile. Þar stjórna aftur-
haldssamir herforingjar hernum.
Herinn okkar framkvæmdi
byltinguna 25. april. Ég held, að
um þessar mundir geti enginn
stöðvað þróunina i lýðræðisátt i
landi okkar”.
Þannig komst Alvaro Cunhal,
formaður kommúnistaflokks
Portúgal og ráðherra án ráðu-
neytis i stjórn landsins, að orði i
viðtali, sem Der Spiegel átti við
hann nýlega. Eftir að stjórnmála-
flokkar fengu leyfi til að starfa
aftur i Portúgal, þegarhálfrarald-
ar einræðisstjórn hafði verið velt
úr sessi, hljóp mikið lif i stjórn-
málabaráttuna. Nú er talið, að
um 80 flokkar og flokksbrot séu
starfandi i landinu. Sá flokkur,
sem virðist bezt skipulagður, er
kommúnistaflokkurinn.
Frá þvi i byrjun þessarar viku
hefur verið stjórnarkreppa i
Portúgal. A þriðjudaginn sagði
Adelino da Palma Carlos, for-
sætisráðherra, af sér ásamt fimm
frjálslyndum og miðflokkamönn-
um i rikisstjórninni. Þessi afsögn
leiddi til þess, að á fimmtudag
leysti Antonio da Spinola, forseti,
stjórnina upp og búizt er við, að
hann skipi nýja stjórn i dag undir
forsæti herforingja. Talið er lik-
legast, að Spinola velji Mario
Firmino Miguel, sem var varnar-
málaráðherra i fyrri stjórn og
kemur úr hernum. Hann var einn
af upphafsmönnum byltingar-
innar.
Afsögn Palma Carlos átti sér
nokkurn aðdraganda. Hann
kvartaði undan þvi, að vald for-
sætisráðherrans væri ekki nægi-
lega afgerandi og án þess væri
ekki unnt að halda svo sundur-
leitri stjórn saman. En i stjórn-
inni sátu fulltrúar hersins og
stærstu stjórnmálaflokkanna eða
hreyfinganna — borgaralegra,
sósialista og kommúnista. Voru
vinstri menn i meirihluta. Palma
Carlos hafði einnig margsinnis
hvatt til þess, að Spinola efndi til
forsetakosninga, svo að forsetinn
hefði vald beint frá þjóðinni. Að-
eins á þann veg gæti hann öðlazt
þann áhrifamátt sem nauðsyn-
legur væri á þessum umbrotatim-
um.
Upp úr sauð innan rikis-
stjórnarinnar, þegar komm-
unistarnir i stjórninni gagnrýndu
meðráðherra sina fyrir að skipa
Jose Veiga Simano, sem var
menntamálaráðherra i stjórn
Caetanos fyrir byltinguna, i em-
bætti sendiherra Portúgals hjá
Sameinuðu þjóðunum. Töldu
kommúnistar þá ráðstöfun sizt til
að efla virðingu Portúgala á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna.
Kommúnistarnir vöruðu
einnig við hættunni af þvi, að
þessi skipun yrði notuð sem for-
dæmi og fleiri fylgismenn fasist-
anna kæmust aftur til valda.
Sósialistarnir i stjórninni tóku
undir þá aðvörun.
Frá þvi byltingin var gerð hefur
verið mikið umrót á öllum sviðum
i Portúgal. Stjórnin hefur að þvi
er virðist staðiðeinhugaað öllum
aðgsrðum til að halda öfgaöflum i
skefjum. Kommúnistarnir i
stjórninni hafa staðið gegn verk-
föllum og mótmælaaðgerðum.
Þeir samþykktu athugasemda-
laust gagnráðstafanir stjórnar-
innar gegn upplausninni. En i
þeim fólst meðal annars, að her-
menn voru sendir inn i pósthúsin
til að sinna störfum póstmanna,
sem voru i verkfalli,
Kommúnistarnir hafa ekki heldur
gagnrýnt þá ritskoðun, sem aftur
Alvaro Cunhal, foringi
kommúnistaflokks Portúgals.
Hann kom til landsins úr margra
ára útlegö 30. april s.l. og hefur
siöan skipulagt öflugasta stjórn-
málaflokk landsins.
hefur verið komið á i landinu.
Samkv. nýjum reglum um hana
mun sjö manna nefnd herforingja
hafa eftirlit með öllum frétta-
miðlum. Þeir, sem hvetja til
verkfalla, gagnrýna her-
kvaðningu, ráðast opinberlega
gegn ráðherrum eða gerast sekir
um það, sem nefnt er ,,hug-
myndafræðileg gagnsókn” gegn
hernum, geta sætt allt að tveggja
milljón króna sekt og sex mánaða
útgáfubanni.
Rikisstjórn Palma Carlos var
friðsamlegrar
þróunnar í
lýðrœðisótt
llllllllllll
umsjón BB
Mario Firmino Miguel, herforingi
og fyrrverandi varnarmálaráð-
herra bráðabirgðastjórnarinnar.
Talinn líklegur forsætisráðherra.
brá'ðabirgðastjórn i þeim
skilningi, að hún átti að sitja, á
meðan samin yrði stjórnarskrá.
Ráðgert var, að kosningar færu
fram i apríl 1975. Við stjórnar-
skiptin. nú getur þetta allt
breytzt Ófriðurinn i stjórnmál-
um Portúgal á ekki sizt rætur að
rekja til þess, að borgaralegu
flokkarnir hræðast framgang
vinstri flokkanna — og ekki sizt
kommúnista. Sú þróun virðist
geta orðið, að herinn taki þá
stefnu að verða vinstri stjórn-
málaafl til mótvægis við
kommúnista. Ýmis ummæli
Spinola siðustu daga verða ekki
skilin á annan veg.
Fram til þessa hefur
kommúnistaflokkurinn i Portúgal
lagt sig fram um að vinna sig i
álit hjá herforingjunum. Komið
hefur fram, að Alvaro Cunhal,
foringi kommúnistanna, verði i
þeirri rikisstjórn, sem liklega
verður mynduð i dag. Sömu sögu
er að segja um Mario Soares,
leiðtoga sósialista og utanrikis-
ráðherra. Hins vegar hafa
foringjar borgaraflokkanna verið
tregari til að skuldbinda sig til
þátttöku i nýrri rikisstjórn. Þeir
virðast kjósa, að herinn verði
mótvægið gegn vinstri öflunum.
En hversu lengi helzt bandalag
hersins og kommúnista? Þeir,
sem kunna svarið við þessari
spurningu, geta einnig svarað
þvi, hvort þróun portúgölsku
þjóðarinnar i lýðræðisátt verður
friðsa.mleg eða umbrotasöm.