Vísir - 18.07.1974, Blaðsíða 4
4
Vlsir. Fimmtudagur 18. júli 1974.
Umsjón: Ó.H.
Lindsey
geríst kvik-
myndaleikarí
John Lindsay, fyrrverandi
borgarstjdri I New York, hefur
undirritab samning við Otto
Preminger, um aö leika I nýj-
ustu mynd Premingers.
Myndin fjallar um arabiska
mannræningja, sem ræna
snekkju.
Lindsay, sem er 52 ára, og
kona hans, komu til Bretlands
fyrir nokkrum dögum, en kvik-
myndunin á aö hefjast á næst-
unni. Myndatakan fer fram i
Frakklandi og tsrael.
Lindsay leikur bandarlskan
þingmann, sem á dóttur meöal
fimm stúlkna, sem eru um borö
I snekkju, sem Arabar ræna.
Hlutverk hans er ekki stórt I
sniöum. Þegar fréttamenn
spuröu talsmann kvikmynda-
leikstjórans Otto Preminger,
hvaö Lindsay fengi fyrir sinn
snúö, neitaöi hann aö svara þvl.
Lindsay hefur aldrei áöur
leikiö I kvikmynd.
Sú, sem leikur aöalhlutverkiö,
er 17 ára og heitir Kim Cattrall.
Nafn myndarinnar er „Rose-
bud”, og er hún gerö eftir sam-
nefndri sögu, sem kom út I
Frakklandi í fyrra. Höfundar
eru franskur blaöamaöur, og
dótturdóttir Ernst Hemingway.
HLUSTAÐ Á ÁSTINA
Áður fyrr var það
máninn, sem talinn var
hentugastur fyrir elsk-
endur að hittast undir.
Ef nýjasta „ástar-
uppfyndingin” reynist
haldgóð, má búast við
þvi, að i framtiðinni,
þegar elskendur mæt-
ast, þá setji þeir heyrn-
artól á höfuðið, tengi
elektróður við fingurna;
og þá fyrst sé allt klapp
að og klárt.
Nokkrir visindamenn hafa út-
búiö tæki, þar sem »par" getur
hlustaö á „ástina” i hinum aðil-
anum, þ.e. þegar hinn aðilinn
æsist, eöa bregzt á einhvern hátt
viö, þá heyrir mótaöilinn ná-
kvæmlega á hvern veg viö-
brögöin eru.
Eitt „par" var fengiö til aö
reyna tækið. Elektróöurnar
voru tengdar viö fingurna og
heyrnartólin sett upp. Eftir
nokkrar sekúndur fóru þau að
skrlkja, og svitna á bakinu. Og
þótt þau heföu aldrei þekkzt áö-
ur, fóru þaú aö sýna hvort ööru
ástaratlot eftir nokkurn tfma.
Þaö.sem þau heyröu,var stöð-
ugur tónn, sem hækkaöi eftir því
sem þau æstust meira. Viö skul-
um samt vona.aö þau hafi ekki
ærzt af hávaða undir lokin.
Þaö sem þetta tæki gerir, er
„Astarhlustarinn” var settur á höfuö og hendur þessara tveggja,
og þótt þau heföu aldrei þekkzt áöur, þá voru þau farin aö sýna
hvort ööru bliöu innan nokkurra
aö elektróöurnar mæla raka-
stigiö á fingrunum, þvi aö er
einhver æsist, þá sprettur fram
fingeröur sviti á fingrunum,
minútna.
sem elektróöurnar nema, og i
sérstökum magnara er skila-
boöum frá elektróöunum breytt
I hljóö.
ALLSBER FRAMBJOÐ-
ANDI í BARÁTTUNNI
Einn af frambjóöendum til emb
ættis rlkisstjóra I Kaiifornfu
mætti nakinn til kosningabarátt-
unnar á þriöjudaginn var.
Bragðiö hreif, og heill hópur af
blaðamönnum og ljósmyndurum
fylgdu á eftir ungfrú Elizabeth
Keathley, 21 árs að aldri, þar
sem hún stormaöi allsber um eina
af sólarströndum Los Angeles I
tæpan klukkutima og rétti
vegfarendum kynningarpésa
flokks sins.
Flokkurinn heitir „Friöar- og
frelsisflokkurinn”, og er einn sá
minnsti I rfkinu. „Ég er aö mót-
mæla banni viö þvi, aö fólk megi
vera allsnakiö á almannafæri”,
sagöi ungfrú Keathley viö blaöa-
menn.
Ströndin, sem hún fór um, er
mikiö sótt af þeim.sem vilja sóla
sig naktir, en i hyggju er að skera
upp herör gegn öllu sliku I Los
Angeles.
Einn af þeim, sem voru á
ströndinni, var miðaldra maöur
— allsber. Hann sagði: „Ég kann
vel viö þetta. En hún fær ekki mitt
atkvæöi bara út á það aö vera ber.
Ég vil heyra boðskapinn lika”.
í dag er hangikjöts
dagur hjá
Kaupgarði
Hveiti
Strásykur
Jakobs' s tekex
Libby tómatsósa
Grænar baunir
Kr. 1.786.00
Kr. 2.803.00
Kr. 49.00
Kr. 64.00
Kr. 134.00
25 kg.
25 kg.
pk.
gi.
1/1 ds.
Ger/ð helgarinnkaupin á
fimmtudögum.
Nýjar uppskriftir fylgja
innkaupum.
Kaupgaröur
“ Smiöjuvegi 9 Kópavogi
AP/NTB ÚTLÖND
Upphaflega höfuðið
nú loks fundið
1 rústum niöurrifins húss i
Trastevere-hverfinu I Róm hefur
fundizt listagripur, sem sérfræöingar
telja vera höfuöiö á Kristmynd
Michelangelos, Rieta Rondanini.
Svo virðist sem hinn skapmikli lista-
maöur hafi verið óánægður með hand-
bragö sitt, þegar hann hjó til drættina I
andlitinu á myndinni, og hafi þá fleygt
frá sér höföinu I bræði sinni. Oldum
saman hgfur það siðan legið upp við
vegg I húsi einu nærri Piazza Santa
Maria f Trastevere.
Forstööumaður þjóðlistasafnsins
segist alveg viss I sinni sök og hefur
meðal annars slegiö þvi föstu, aö höf-
uðið sé höggviö úr sama marmaranum
og Michelangelo geröi Pieta Ronda-
nini.
Frakkar spara
Franska stjórnin ákvað i gær að
skera niöur enn eina framkvæmdar-
átælunina, sem hafði verið sniðin til að
auka hróður landsins út á við. Þar var
um að ræða smiði einteinungslestar
við Paris.
Þetta kemur i kjölfar ákvörðunar
um aö hætta rekstri lúxusfarþega-
skipsins „France” og annarra slikra
sparnaðarráðstafana.
Einteiningurinn átti að tengja
nýborgina Cergy-Pontoise við úthverfi
Parisar, en það er 15 milna vegalengd.
Lestin átti að renna á nýrri
uppfinningu, einum teini i stað þessara
venjulegu tveggja. — Tilraunalest af
þessari gerð hefur verið i gangi um
nokkurra ára skeið hjá Orleans.
í BUÐARÁPI
Eftir rúmlega 50 ára stjórnmála-
starf hætti Golda Meir þingmennsku I
slöasta mánuöi og dró sig I hlé. Dútlar
hún nú viö venjulega kvenmannsiöju,
og hér á myndinni sést hún meö systur
sinni Klöru Stern, sem er a.nnars
búsett I Bandarfkjunum, I búöarápi I
Tel Aviv. Þær systur voru aö leita sér
aö matarstelli fyrir Goldu.
Eydrottning gengin
á vit feðra sinna
Sybil Hathaway, greifynja, sem
stýröi smáeyjunni Sark I Ermasundi I
nær hálfa öld, var jarösungin i gær.
Ogum leiöbrutu eyjaskeggjar I fyrsta
sinn gegn vilja hennar — Þeir lögöu
blóm á leiöiö
Sybil greifynja, sem var niræð oröin,
haföi spornað viö þvi, að tækni og
hraöi nútimans spillti ró eyjarinnar
meö þvi aö banna bila, skatta og
deilur.
— A segulspólu hafði hún skilið eftir
sig ströng fyrirmæli um, að jarðarför
hennar færi fram i kyrrþey og án við-
hafnar.
En þegnar hennar, allir 582 með
tölu,höföu þau fyrirmæli að engu. Þeir
gengu i röö hjá kistu hennar, meöan
hún stóö uppi i kirkjunni, til að votta
þeirri konu, er stýröi þeim gegnum 5
ára hersetu nazista i siðari heims-
styrjöldinni, hinztu viröingu. Margir
þeirra voru meö tárin i augunum.
Arftaki hennar, sonurinn Michael
Beuamont geimverkfræðingur, sem
hefur sagt upp tæknistörfum sinum
hjá brezku stjórninni til að taka sæti
móöur sinnar, hefur lýst þvi yfir, að
hann muni engu breyta i lifsreglum
eyjarskeggja.