Vísir - 18.07.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 18.07.1974, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur 18. juli 1974. LÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjon: BB/GP Bulent Ecevit, forsætisráöherra Tyrkja, sést hér veifa til mannfjöldans viö Downing stræti 10, þegar hann gengur inn til kvöldveröar meö Harold Wilson i gærkvöldi. Brezk lögregla herðir eftirlit Brezka lögreglan herti allt eftirlit meö opinberum bygging- um og ferðamannastööum i Lond- on i morgun eftir sprenginguna, sem varö i Tower of London I gær. Sprengjan þar varð einni konu aö bana og særöi 37 manns. Þetta var fjóröa sprengjutilræöið i Eng- landi á fjórum dögum, og telur lögreglan, að trski lýöveldisher- inn standi aö baki tilræöunum. Lögreglan hefur ekki enn fundið neinn, sem talinn er hafa staðið að sprengjunni i Tower. Hún hefur hvatt alla ferðamenn, sem voru þar i gær með mynda- vélar, til að gefa sig fram með filmur slnar, ef eitthvað grun- samlegt hefði af tilviljun festst á þær. Sérfræöingar lögreglunnar rannsaka verksummerkin eftir sprenginguna I Tower of Lond- on. Sprengingin, sem varð um tvö leytið i gær, olli erigum meirihátt- ar skemmdum á Tower, þessu gamla fangelsi. Sprengjan sprakk í þeim hluta kastalans, sem hefur að geyma safn hergagna og herklæða, og munu einhverjir sögulegir safngripir hafa skemmzt illa. Daglega koma um 10.000 ferðamenn i Tower og átti kastalinn að vera opinn i dag, þrátt fyrir sprenginguna i gær. Sprengjan er talin hafa verið hlaðin með tiu pundum af sprengiefni og búin rafhleðslu og klukku. Það eru nær þvi 90 ár siðan slikur atburður gerðist i hinum 900 ára gamla Tower. En 1885 sprengdu irskir öfgamenn dýnamitsprengju þar og særðu 16 manns. Á síðustu tveimur árum hafa 14 verið drepnir og nálægt 400 særðir i sprengjutilræðum i London. Makaríos hótar Grikklandsstjórn Makarios, forseti Kýpur, réöst I gær harkalega á herforingja- stjórnina i Grikklandi og sagöi, aö hún hefði hvatt til uppreisnar gegn sér. Hann hét þvi, aö Kýpur- búar mundu veita viðnám, þar tii herforingjunum i Aþenu heföi verið komið frá völdum. Makarios ávarpaöi fagnandi hóp Grikkja úr glugga hótelher- bergis sins i London i gær og sagði: ,,Ég vona, aö sá dagur renni fljótt upp, þegar grfska þjóöin getur sjálf losnaö viö þá hötuöu einræðisherra, sem kúga hana.” Makarios ræddi við Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, og James Callaghan, utanrikis- ráðherra, i London i gær. Hétu þeir forsetanum að gera allt, sem I þeirra valdi stæði til að koma honum aftur til valda á Kýpur. 1 dag heldur Makarios til New York, þar sem hann ætlar að sitja fund öryggisráös Sameinuðu þjóðanna og hvetja stórveldin til að koma sér til hjálpar. Bulent Ecevit Bulent Ecevit, forsætisráð- herra Tyrklands, kom einnig til Bretlands I gær ásamt land- varnaráðherra sinum og innan- rikisráðherra. Hittu þeir Harold Wilson og James Callaghan eftir fundinn með Makariosi. Við- ræðurnar stóðu fram á nótt, án þess að nokkur endanleg niður- staða fengist. 1 yfirlýsingu eftir fundinn kemur ekki fram, hvort Ecevit hefur fengið þann stuðning frá Bretum, sem hann fór fram á. Fyrst og fremst óskar hann eftir þvi, að brezki herinn á Kýpur xomi tyrkneska minnihlutanum á eyjunni til hjálpar, ef nauðsynlegt reynist að vernda hann gegn ofbeldi Grikkja. Brezka stjórnin hefur lýst þeirri skoðun sinni, að „griska stjórnin beri þunga ábyrgð á þvi, hvernig nú er komið á eyjunni.” Callaghan sagði bæði Makariosi og Ecevit, að Bretar vildu komast hjá öllum hernaðarátökum á Kýpur. Bulent Ecevit fer aftur til Tyrk- lands frá London i dag. Litlar líkurá átökum Frá Washington berast þær fréttir, að bandariskir hernaðar- fræðingar telji óliklegt, aö til hernaðarátaka komi milli Grikkja og Tyrkja út af Kýpur, enda þótt Tyrkir hafi flutt mikinn herafla til stöðva næst eyjunni á tyrkneska meginlandinu. Þeir töldu þó, að ástandið kynni að verða alvarlegra, ef rikis- stjórnir landanna tækju ákvöröun um það, að auka mannafla þann, sem þær hafa hvor um sig á eyj- unni. I tveimur herstöövum þar eru innan viö 1000 hermenn frá hvoru riki. Hernaðarfræöingarnir benda á það, að engir meiriháttar liðsflutningar hafa orðið i Grikk- landi, siðan byltingin var gerð á Kýpur. Þeir segja einnig, að viðbúnaður Tyrkja eigi að sýna, að þeir séu reiðubúnir til valdbeitingar, verði gert á hlut tyrkneska minnihlutans á eyj- unni. 1967 hótuðu Tyrkir að ráðast inn á eyjuna, en Bandarikjamenn og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna komu þá á stjórnmála-sáttum I tæka tið. f Vegna byltingarinnar hefur Bandarikjastjórn sent Joseph J. Sisco, aðstoðar-utanrikisráð- herra, til London. A hann að ræða við brezka og tyrkneska stjórn- málamenn um ástandiö. Á Kýpur Byltingastjórnin undir forsæti Nikosar Sampsons hefur ekki lent i neinum erfiðleikum við að koma sér fyrir á eyjunni, eftir að upp- hafleg andstaða var brotin á bak aftur. Lifið á Kýpur viröist vera að komast i eðlilegt horf, og i morgun var flugvöllurinn i Nikósiu opnaður fyrir almenna umferð. 1 útvarpi byltingarmanna eru sifelit sendar orðsendingar til tyrkneska minnihlutans þess efnis, að hann hafi ekkert að ótt- ast. Miklir herflutningar fóru fram I Tyrklandi I gær og var liöinu safnað saman á strönd landsíns I næsta nágrenni Kýpur. Myndin sýnir lest brynvaröra vagna meö tyrkneska hermenn á leiö til strandar. Peningar verða að vera dýrír — vilji menn sigrast á verðbólgunni, segir kanslari Vestur-Þýzkalands Helmut Schmidt, kanslari Vest- ur-Þýzkalands, sagöi I gær, aö spennan milli Bandarikjanna og bandamanna þeirra I Evrópu heföi aö mestu leyti horfiö og nú vær'i unnt aö telja Atlantshafs- samstarfiö i nokkuð eölilegu horfi. Hann gaf einnig til kynna, aö verðbólgan gæti eyöilagt lýö- ræöislega stjórnarhætti Vestur- landa. í einkaviðtali við fréttamann AP-fréttastofunnar saeði kansl- arinn einnig að siðan striðið varð fyrir botni Miðjarðarhafs á sið- asta ári og oliukreppan i kjölfar þess, sem hvort tveggja hafði þungbær áhrif á samstarfið innan NATO, hefðu Bandarikjamenn og Evrópubúar viðurkennt nauðsyn þess ,,aö hafa samráð, áður en þeir hæfust handa”. Verðbólga i Vestur-Þýzkalandi er 7%, einna minnst á Vestur- Sendi Gaddafi kafbótinn? Voldugasti maöur Libýu, Mo- ammar Gaddafi, var Arabaleiö- toginn, sem Sadat Egyptalands- forseti vildi ekki nafngreina, þeg- ar hann sagöi, aö egypzkum kaf- bát heföi verið sigaö á brezka skemmtiferöaskipiö „Queen Elizabeth 2”. Sadat sagöist hafa orðið aö grlpa i taumana og gefa kafbáts- foringjanum önnur fyrirmæli, eftir aö einn af leiðtogum Araba heföi fyrirskipaö aö kafbáturinn skyldi sökkva farþegaskipinu meö 590 Gyðingum innanborös. Eitt aðalmálgagn Araba, blaðið A1 Akhbar, heldur þvi fram, að þarna hafi verið um að ræða Gaddafi ofursta. — Kemur enda varla nokkur annar Arabaleiðtogi til greina, þvi að ekki gat hver sem vera vildi sigað sjóher Egypta út um hvippinn og hvapp- inn. Um þetta leyti voru samein- ingaráform Libýu og Egypta- lands 1 fullu gengi og I orði kveðnu hétu bæði rikin eitt undir forystu fóstbræðranna, Sadats og Gadd- afis. Siðar slettist upp á vinskapinn og samrunaáformin runnu út i sandinn. A1 Akhbar heldur þvi fram, að Gaddafi hafi viljað hefna fyrir það, þegar Israelsmenn skutu niður yfir Sinai farþegaþotu frá Libýu. Með henni fórust rúmlega 100 manns, flestir Arabar. löndum. Schmidt hvatti rikis- stjórnir iðnrikjanna til að grípa harðar á upptökum verðbólgunn- ar innan eigin landamæra en þær hafa gert fram til þessa. „Ef það verður ekki gert”, sagði kanslar- inn, „getur það haft alvarlegar hættur i för með sér fyrir sér- kenni lýðræðislegra þjóðfélaga vorra.” „Ekki verður sigrazt á verð- bólgunni með þvi að gera peninga ódýra. Þaðmega ekki vera miklir peningar i umferð og það verður að vera dýrt að afla sér þeirra, ef menn ætla að berjast viö verð- bólguna,” sagði Schmidt, sem áður var fjármálaráðherra. Hann lagði áherzlu á það, að stjórn sin mundi viðhalda háum vöxtum og takmarka eyðslu hins opinbera. Nýi kanslarinn sagðist mundu halda áfram stefnu Willy Brandts gagnvart rikjunum i austri — Ostpolitik — en gaf hins vegar til kynna, að hann mundi ekki leita eftir neinum nýjum samstarfs leiðum við kommúnistarikin: „Þýzka austurstefnan....fer sam- an við heildarmynd samskipta Vesturlanda við Sovétrikin og fylgiriki þeirra. Hún gengur i engu lengra en détente-stefna Bandarikjanna,” sagði Helmut Schmidt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.