Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 29. júli 1974. 3 Brotizt inn í opótek Kópavogs í nótt — ðrvandi lyfjum og peningum stolið Brotizt var inn I apótekiO i Kópavogi í nótt. Ekki var tilkynnt um innbrotið fyrr en I morgun, enda ekki um það vitað, fyrr en menn mættu þar til vinnu. Eftir þeim upplýsingum, sem við fengum hjá rannsóknar- lögreglunni i Kópavogi, var stolið talsverðu magni af örvándi lyfjum, og þá aðallega valium. Talsverðu var einnig stoliö af peningum, en eki var vitaö nákvæmlega, hversu miklu, það gæti( þó hafa verið um 20 þúsund. Gluggi hafði.verið brotinn og þjófurinn komizt inn um hann. Máliö er I rannsókn. —EA Átök á gjárbarminuin Fylkingin lét frá sér heyra á þjóðhátíðinni Blaðið spurði Magnús Einars- son aðalvarðstjóra hvað ráðið hefði þessum harða aðgangi við Fylkinguna. - bjóðhátiðarnefnd hefur Þingvelli til umráða á þessum degi fyrir þjóðhátiðar- gesti. Hér á þessum friðhelga stað er ekki liðið, að uppi séu pólitisk spjöld af neinu tagi. Bjarki Eliasson yfirlögreglu- Hópur iögregluþjóna kom upp á gjábarminn, þar sem Fylkingin hafði komið fyrir boröa með áletruninni „Island úr NATO”. Lögrcglan kippti þegar I boröann, og þegar hótað var að beita kylfum, slepptu óróaseggirnir Ljósm.JB Hvar er mamma? Fagnaðarfundir þegar börnin fundu aftur foreldra sína Það er kalt í sjónum í Keflavík Bandariskri stúlku fannst ákaf- lega mikið til um góða veðrið hjá okkur upp á Islandi i gærdag. Hún var stödd i Keflavik rétt hjá Vatnsnesvita, þegar henni datt i hug að fá sér smásundsprett. Ekki liktist staðurinn nú neinni baðströnd, þvi að stórgrýtt er fjaran á þessum slóðum. Heimamönnum stóð ekki á ,,Mamma mín er þarna í hópnum. Ég vil fara að leita að henni", sagði lítill strákur, meðan tárin runnu niður kinnarnar. I húsvagni á hátiðarsvæðinu á Þingvöllum voru tvær fóstrur, sem höfðu ofan af fyrir börnum, sem orðið höfðu viðskila við for- eldra sina Kristin Kristinsdóttir, önnur fóstran, sagði að til þeirra hefðu komiö 13 til 14 börn. „Þau eru frá 4 ára og allt upp i 11 ára. Tvö eru búin að vera hér siðan fyrir hádegi, en yfirleitt er nú komið og vitjað um þau fljótlega. Flest koma krakkarnir hingað i fylgd með lögregluþjónunum eða öðrum gestum. Það er verst, þegar þau fara að ráfa eitthvað um sjálf”. Krakkarnir, sem hittu þarna aftur foreldra sina, tóku heldur betur um hálsinn á pabba og mömmu, þegar þau koma að sækja þau. Svo þerruðu þau tárin, og þá voru þau aftur komin i þjóðhátiðarskapið. —JB Um tiu meðlimir Fy Ikingarinnar höfðu safnazt saman tæpt á efri brún Almannagjár kl. rúmlega 11 í gærdag, er Gunnar Thoroddsen var að flytja ræðu sína á al- þingi. þjónn sagði um sama atburð. „Þjóðhátiðarnefndin er með þetta svæði til umráða, og allt, sem hér fer fram á að fara fram á hennar vegum, en ekki annarra. Um þaö hvort við höf- um tekið hart á óróaseggjunum vil ég bara segja, að þetta eru fastir viðskiptavinir okkar, og við vitum, að þeir taka engu til- tali.” — JB Þeir héldu þar á tveimur áberandi borðum, sem á stóð: „tsland úr NATO - herinn burt,” og höfðu hengt þá á bjargbrún- ina. Meðlimir Fylkingarinnar sátu þarna makindalega, á meðan sveit lögregluþjóna var að klöngrast upp til þeirra. Lög- reglan hafði beðið meðlimi Flugbjörgunarsveitarinnar, sem voru við gæzlu á gjárbarm- inum, að stugga við þessum friðarspillum, en björgunar- sveitarmennirnir voru heldur tregir til, þar eð þeir töldu slik átök fyrir utan sinn verkahring. Þegar lögreglan kom á stað- inn, voru Fylkingarmennirnir ekki teknir neinum vettlinga- tökum. Lögregluþjónarnir hrifsuðu i borðana, en óróa- seggirnir héldu sem fastast. Lá við, að til átaka kæmi þarna á bjargbrúninni, en þegar lög- reglan mundaði kylfurnar, var borðunum sleppt. Fylkingarmennirnir voru teknir og fluttir i lögreglubil til Reykjavikur. Skömmu siðar voru 7 aðrir teknir, þar sem þeir voru að dreifa bæklingum Fylkingarinnar. Jesúbörn voru þarna lika mætt með bæklinga, en einhverra hluta vegna fengu þau að vera i friði, enda bar litið á þeim. Hann var glaður, litli strákurinn, er hann heimti aftur pabba sinn. Þarna er það Sveinn Björnsson flugmaður, sem heldur á stráknum sinum, báðir ánægðir að vonum sama um þessa tiltekt stúlkunnar og hafði lögreglan afskipti af málinu. Var stúikan flutt á spitaia, þar sem hlúð var að henni. Henni var orðið allkalt, en náði sér fljótlega. Stúlkan var allsgáð. Skýringin á sundsprettinum var einfaldlega sú, að henni hafði fundizt heitt i veðri, og þvi taldi hún upplagt að fara i bað og kæla sig ofurlitið. —EVI Matareitrun á hátíðarsvœðinu Eitthvað hafa þær 50 þúsund pylsur, eða annað matarkyns, sem var selt á hátiðinni, farið misjafnlega I hátíðargesti. Væg matareitrun olli þvi, að biðraðir mynduðust fyrir utan kamrana um tima en svo fór að grynnka á þvögunni, er á leið. Á sjúkrahúsið komu hins vegar ekki nema 4 sjúklingar, sem kvörtuðu um matareitrun og niður.gang og seinna kom I ljós, að aðeins 2 af þeim höfðu keypt sér bita á hátíðarsvæðinu. Allir jöfnuðu þeir sig þó fljótt. — jb Útvarpið á þjóðhátíð: Nýr útvarpsbíll kom að góðu gagni STANZLAUS BIÐRÖÐ I ÞJÓÐ- HÁTÍÐAR STIMPIUNN „Hér er búin að vera stanzlaus biðröð síðan pósthúsið opnaði klukkan niu i morgun”, sagði GisliEyland, einn póstmannanna ipósthúsinu á Þingvölium, er Vis- ir ræddi við hann i gær. Gisli, áem var við að stimpla, sagði að mjög áberandi væri, hvað fólk léti stimpla mikið á umslög. „Mér finnst þetta mikil aðsókn aðpósthúsinu miðað við, að hér er hvorki verið að stimpla fyrsta- dags umslög, né er þetta útgáfu- dagúr”, sagði Árni Þór Jónsson, sem stjórnaði pósthúsinu. 1 „Það er mjög algengt að fólk kaupi alla frimerkjaserluna, sem kostar 400 krónur, ,og láti stimpla hana. Við erum hér með 25 manns við sölu umslága og frimerkja og milli 20 og 30 i að stimpla. En þrátt fyrir þettá mikla starfslið er óhætt að segja, að tekjur póstsins séu meiri en útgjöld,” sagði Árni. Hann sagði, að þetta væri þó ekki jafn mikíð annriki og á hestamannamótinu h Vindheima- melum. Þá voru milli 30 og 40 stimplarar langt fram á kvöld að ljúka öllum stimplunum. I , — ÓH , „fkkert sér- lega þreyttur" segir sérleyfishafinn sem slœr öll fyrri met Ingvar Sigurðsson hefur verið sérleyfishafi á Þingvöllum I 14 ár, en eins og að likum lætur slær siðasta helgi allar aðrar helgar út hvað farþegafjölda snertir. „Nei, nei, ég er ekkert orðinn verulega þreyttur og þetta er rólegt núna”, sagði hann, er við hittum hann um fjögurleytið i gær. „En við leggjum af stað með fólk núna kl. 5 Ég er'Sjálfur með alla mina ;7 bila i áætlunarakstri og þar að auki komið hingað 10 aðrir með farþega. Strætisvagn- arnir óku.hins vegar hingað háif- tómir og 20 alveg tómir. Þar að auki voru svo fjölmargir hóp- ferðabilar. Mér reiknast til, að i áætlunar- ferðunum hafi verið fluttir hingað eitthvað á annað þúsumj mánns; Og svo er að koma öllum fjöld- anum i bæinn aftur. Á heim-. leiðinni nýtast strætisvagnarnir nú vafalaust betur en. á leiðinni hingað upp eítir og svo tökum við farþega i rúturnar á Leirum, við Skógarhólá, vegamót Gjábakka- vegar og við Almannagjána”.-JB „Ég er ekki oröinn neitt mjög þreyttur”, sagði Ingvar Sigurös- son sérleyfishafi eftir erfiöasta daginn á 14 ára ferli. —Ljós, JB. að koma útvarpsefninu áleiðis til endurvarpsstöðvarinnar á Skála- felli og þaðan vitt og breitt um landið. Sigurður Sigurðsson var mætt- ur á staðinn ásamt 10 öðrum út- varpsmönnum. Hann sá um að senda fréttaefni frá þjóðhátiðinni til Reykjavikur, en Jón Ásgeirs- son stóð við útvarpsbílinn með samloku i annarri hendinni og hljóðnema 1 hinni og tengdi sam- an dagskráratriðin. Frá litlum kofa i námunda við stjórnstöðina bárust vegfarend- um með stuttu millibili hollar leiðbeiningar um hegðun i um- ferðinni. Þarna sátu þeir Pétúr Sveinbjarnarson og Arni Þór Ey- mundsson á vegum Umferðar- ráös og sögðu frá umferðarþunga og gerðu sitt ýtrasta til að greiða úr hinni geysilegu umferð, sem fór um Þingvallaveginn og aðra vegi i námunda Þingvalla. — JB Nýr bfil útvarpsins kom aö góöum notum viö útsendinguna frá Þingvöllum. Þarna er Jón Asgeirsson fréttamaöur til vinstri og Jón Sigurbjörnsson yfirmaður tæknideildar til hægri. Þeir útvarpsmenn voru mættir austur á Þingvöll með þennan bil og héldu uppi beinni útvarpssend- ingu þaðan. Þeir fengu að nota sendiskerm þann, sem Norðmenn höfðu lánað okkur til landsins, til Útvarpiö fékk fyrir skömmu nýjan og glæsilegan útvarpsbil. sem notaöur hefur verið að undanförnu viö upptöku dag- skráratriða á þjóöhátiöum úti á landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.