Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 17

Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 17
Visir. Mánudagur 29. júli 1974. 17 — Hugsaðu þér, forstjórinn er farinn að taka mig fram yfir með þvf að gefa mér gjafir, réttritunarbók, vekjaraklukku.... ÁRNAÐ HEILLA Þann 28. apríl voru gefin saman I hjónaband ungfrú Sigurbjörg Björnsdóttirog Michael Kingaby. Heimili þeirra er 14 Queens Cre- sant Burges Hill. Sussen. Eng- land. STUDIO GUÐMUNDAR. Þann 25.maf voru gefin saman I hjónaband i Kópavogskirkju af séra Þorbergi Kristjánssyni ung- frú Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán Sigurðsson. Heimili þeirra er að Reynihvammi 15. STUDIO GUÐMUNDAR. Þann 22. júni voru gefin saman i hjónaband I Dómkirkjunni af séra Þóri Stephensen ungfrú Sig riður Friðjónsdóttir og Sigurður Gislason. Heimili þeirra er að Grettisgötu 66. Rvk. STUDIO GUÐMUNDAR. -K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-K-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-K-k-K-k-k-K-k-K-k-kj ★ l ★ I I V ' W Ilrúturinn, 21. marz-20. april. Sýndu skilning gagnvart áhyggjum yfirmanna þinna. Vertu vel á verði og viðbragðsfljótur, þú kynnir þá aö hækka i áliti einhvers staðar. Nautið,21. april-21. mai. Þetta er rétti timinn til að bregðast við af krafti og innlifun. Áætlaðu áhættuna áður en þú tekur til við eitthvað, sem er ekki alveg öruggt. Tviburinn,22. mai-21. júni. Borgaðu skuldir, það mun auðvelda umgengni við fólk. Eignarréttur- inn virðist vera nokkuð rikjandi i fólki núna. Reyndu að gleyma áhyggjum og hlæja meira. Krabbinn, 22. júni-23. júli Annað fólk mun lik- lega sjá um að hafa frumkvæðið, og taktu þvi bara rólega. Láttu gera við bilaðar vélar, þú veizt, að þær geta reynzt hættulegar. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Þú ættir að auka við þekkingu þina á vinnunni og endurnýja tækja- búnað. Einnig ættirðu að auka við raunhæfa starfsreynslu þina. Meyjan, 24. ágúst.-23. sept. Snúðu þér af fullum krafti að þvi að skipuleggja smáatriðin i skap- andi hugmynd, er þú hefur i kollinum, vertu kraftmikill, það smitar lika aðra. Vogin, 24. sept.-23. okt. Dagurinn er upplagður til að ljúka af alls konar grundvallaratriðum. Sæktu af krafti eftir stuðningi annarra við fram- kvæmdir þinar. Drekinn,24. okt.-22. nóv. 1 dag ættirðu að sinna öllu, sem lýtur að vélum, flutningum eða við- gerðum. Ljúktu skyldustörfum og skemmtu þér svo með góðri samvizku. Bogmaðurinn, 22. nóv.-21. des. Hárbeitt, vel miðuð tilvitnun gæti orðið þér til mikils hagnað- ar. Samræmdu nauðsynlegustu áhöld kröfum timans. Eyddu kvöldinu yfir góðri bók. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Framagirni þin og áhugi á eigin persónu eru i forsæti hjá þér núna. Ef eitthvað þarfnast athugunar, framkvæmdu hana þá sjálfur. Vatnsberinn,21. jan.-19. feb. Þér farnast bezt öll vinna bak við tjöldin núna. Fyrirspurn eða at- hugun leiðir til mikilvægrar uppgötvunar. Láttu ekki aðra rugla þig. Fiskarnir, 20. feb.-20. marz. Ahugi þinn fyrir iþróttum og endurhæfingu lfkamans kynni aö aukast núna, og það er vel. Vertu hreinskilinn og einlægur viö vin. ! i ! 4 5 * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ k V 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 t 4 4 4 4 4 4 $ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 D KVÖLD | n □AG |í □AG | D KVOLD | n □AG | 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. tþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.35 Fréttir 1 stuttu máli. Dagskrárlok. SJONVARP 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýsingar 20.35 Neðansjávarhellarnir við Bahama-eyjar Bresk fræðslumynd um sérstæða neðansjávarhella við Bahama-eyjar og þjóðtrú, sem þeim er tengd. Þýðandi Guðrún Pétursdóttir. Þulur Gísli Sigurkarlsson 21.30 Deilt með tveim Sjón- varpsleikrit eftir Kristin Reyr. Leikstjóri Gisli Alfreðsson. Leikendur: Herdis Þorvaldsdóttir, Jón Sigurbjörnsson Halla Guð- mundsdóttir. Brynjólfur Jóhannesson og Elin Edda Arnadóttir. Leikmynd Björn Björnsson Stjórn upptöku Tage Ammendrup. Áður á dagskrá 29. nóvem- ber 1971 22.20 tþróttir Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðin Sjónvarpið í kvöld kl. 21.30: „DEILT MEÐ TVEIM" „Væri ekki synd að taka frá áhorfendum ánægjuna ef ein- hver er, með þvi að segja frá efninu?” sagði Kristinn Reyr, þegar við spurðum um leikrit hans „Dcilt með tveim”. — Það væri nú allt i lagi að fá að vita smávegis— ,,Það er um vandamál og uppákomu innan fjölskyldu, en hvorki trúarleg eða pólitisk predikun. Það frelsar varla heiminn nú fremur en 1971, þegar það var sýnt fyrst á skjánum”. — Hvernig er að skrifa eða semja fyrir sjónvarp? „Já, þetta var nú min frum- raun. En höfundur er ekki einn á báti, eftir að samþykkt hefur verið að festa ritsmið hans á sjónvarpsfilmu. Og samstarfið var gott. — Útvarpið frumflutti leikrit eftir þig i vor. Er auðveldara að skrifa fyrir útvarp? „Auðveldast er að skrifa ekki staf. En hvað mig áhrærir. er ég öllu hagvanari niðri i útvarpi heldur en inni i sjónvarpi”. — Eitthvað nýtt á prjón- unum? „Já, ljóðakver liklega ■ núna i vetur.”. — En leikrit? „Það er leikrit i deiglunni — hvað sem úr verður”, sagði Kristinn. Þá hefur höfundur látið frá sér fara 2 nótnahefti,7 einsöngs- lög árið 1957 og 19 sönglög árið 1972. Aðspurður svaraði hann að vbn væri á nýju hefti með 18 lögum. —EVI— Kristinn Reyr, höfundur sjónvarpsleikritsins „Deilt með tveim”, sem endurflutt er I kvöid.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.