Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 4
4 Visir. Mánudagur 29. júli 1974. , er stiflað? Þá er JET-PLUMPER rétta hjálpartœkiö. JET-PLUMPER er nútimalegt og hand- hægt tæki til aö hreinsa og fjarlægja stifl- ur, fitu og fúla lykt úr salcrnum, niöurföll- um og rörlögnum. Ein fylling af JET-PLUMPER þrýstilofti (Freonþrýsti- lofti) losar rækilega öll óhreinindi og skil- ur eftir ferska lykt. JET-PLUMPER sparar tíma, erfiöi og peninga. BYGGINGAVORUVERSLUN TRYGGVA HANNESSONAR Suðurlandsbraut 20, sími 83290 Æ9f umboð 'Á íslandi HÁLFDÁN HELGASON SF. BRAUTARHOLTI2 Nouðungaruppboð sem auglýst var I 30., 32. og 35. tbl. Lögbirtingablaös 1974 m.b. Helga SH-144 þingl. eign ólafs Gestssonar fer fram eftir kröfu Jóhanns Steinasonar, hrl., Þorfinns Egilsson- ar, hdl., og Fiskveiöasjóös tslands viö eöa i skipinu I skipasmiöastöðinni Bálalóni h.f., Hafnarfiröi, miöviku- daginn 31. júli 1974 kl. 2.45 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði Nauðungaruppboð sem auglýst var i 30., 32. og 35. tbl. Lögbirtingablaös 1974 á eigninni Markarflöt 47, Garöahreppi þingl. eign Helga Þ. Jónssonar fer fram cftir kröfu Iönaðarbanka islands h.f. Gunnars Möller, hrl. og Innheimtu rikissjóös á eigninni sjálfri miðvikudaginn 31. júli 1974 kl. 5.30 e.h. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var I 30., 32. og 35. tbl. Lögbirtingablaös 1974 á eigninni Reynilundi 4, Garöahreppi þingl. eign Baldurs Nielssonar fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóös á eingninni sjálfri miövikudaginn 31. júli 1974 kl. 3.30 e.h. Sýslumaöurinn i Kjósarsýslu AP/IMTB í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND Myndin sýnlr, þegar dómsmálanefnd Bandarlkjaþings hóf umræöurnar I lok stöustu viku, sem lyktaði meö stefnu gegn Nixon. v, ■ 'd-W STIFNAN KOMIN FYRIR DFIIDINA allt í óvissu um vörn Nixons Fulltrúadeild Bandarikjaþings er byrjuö undirbúning þess aö afgreiöa tillögu dómsmálanefnd- ar sinnar frá þvi á laugardag, þar sem mælt er meö þvi meö 27 at- kvæðum gegn 11, aö Richard Nixon Bandarikjaforseta verði stefnt fyrir öldungadeild þings, sem hefur vald til þess aö setja hann frá embætti. Samþykkt dómsmálanefndar- innar byggðist á þeirri forsendu, að forsetinn hefði reynt að hylma yfir innbrotið i höfuðstöðvar demókrata i Watergate-bygging- unni sumarið 1972. Dómsmála- nefndin mun einnig taka afstöðu til þess, hvort ástæða sé til aö stefna forsetanum fyrir misnotk- un forsetavaldsins. Fyrsta máls- ástæðan nægir ein til þess, að full- trúadeildin ræði tillögu nefndar- innar og greiði um hana atkvæði. Talið er liklegt, að umræðurnar i deildinni fari fram frá 12. til 23. ágúst. Fulltrúadeildin mun ekki fjalla um neitt annað mál á meðan, nema eitthvað sérstakt komi upp. Ljúki þessum umræð- um með þvi, að forsetanum verði stefnt fyrir öldungadeildina eins og flestir spá, mun málsmeð- ferðin i henni hefjast um það bil mánuði eftir afgreiðslu fulltrúa deildarinnar. Einfaldur meiri- hluti nægir til afgreiðslu stefn- unnar i fulltrúadeildinni, en tveir þriðju öldungadeildarmanna geta vikið forsetanum úr embætti, telji þeir hann sekan. Nixon forseti hefur dvalizt i Kaliforniu, á meðan hæstiréttur og dómsmálanefndin hafa fjallað um mál hans. í gær, þegar báðir þessir aðilar höfðu kveðið upp úr- skurði honum i óhag, sneri hann aftur til Washington. Eftir at- kvæðagreiðsluna i dómsmála- nefndinni sagði talsmaður forset- ans, að Nixon væri enn sannfærður um það, að fulltrúa- deildin mundi hafna tillögu nefndarinnar. Heimildarmenn innan veggja Hvita hússins segja, aö þar hafi Loforð Antonio de Spin- ola, Portúgalsforseta á laugardag um að viður- kenna rétt nýlendnanna til sjálfstæðis þykir hafa leitt Guinea-Bissau, Angola og Mosambique stórt skref í átt til sjálfstjórnar. í höfuðborg Mosambique var ekki verið mótuð nein stefna i vörn forsetans. Andrúmsloftinu er lýst á þann veg, að enginn viti, hvernig á málum verði gripið eða hver hafi forystu um aðgerðir. Sagt er, að forsetinn reyni æ meira að koma sér undan þvi að fjalla um Watergate-málið. Hann einangrar sig i skrifstofu sinni eða með fjölskyldunni og fjallar nær einvörðungu um efnahags- og utanrikismál. Starfsmenn forsetans segjast ekki vera vissir um, að hann geri sér grein fyrir, hve alvarlega er komið fyrir honum, eða hvort hann sé enn þeirrar skoðunar, að umræðurnar i þinginu um mál hans séu pólitiskar ofsóknir i sinn garð og rikisstjórnar sinnar. yfirlýsingu Spinola tekið með miklum fagnaðarlátum frum- byggjanna en hvitu ibúarnir brugðust illa við og kvörtuðu und- an svikum stjórnarinnar. í Mosambique og Angola óttast menn nú, að brjótast kunni út borgarastyrjöld milli hvitra og þeldökkra, en þar búa um hálf milljón hvita manna. LOFAÐI SJÁLFSTÆÐI Oröscnding tíl viöskiptamanna olíufclaganna Vegna mikilla rekstrarfjárörðugleika eru olíu- félögin neydd til að gera eftirfarandi ráðstaf- anir: Frá 7. ágúst 1974 falla úr gildi öll viðskipta- og kreditkort, sem olíufélögin hafa gefið út til bifreiðaeigenda, einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Frá sama degi verður bensín og aðrar vörur aðeins selt gegn staðgreiðslu frá bensxnstöðv- um félaganna. Vér væntum þess að viðskiptamenn vorir taki þessum nauðsynlegu ráðstöfunum með velvild og skilningi. REYKJAVlK, 25. jULl 1974 Olíufélagið hf. Olíuverzlun r Islands hf. Shell Olíufélagið Skeljungur hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.