Vísir - 02.08.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 02.08.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Föstudagur 2. ágúst 1974. visiftsm: Hvaða mannkost meturðu mest og hvaða löstur finnst þér verstur i fari manna? Klemens Jónsson, leikari. — Versti lösturinn er að vera ótrúr sjálfum sér. „Vertu sjálfum þér trúr” eins og Einar Benediktsson segir. Ibsen og Arthur Miller fjalla báðir um lifslygina i sinum verkum eins og t.d. Ibsen i Pétri Gaut. Göfgin er mesti kosturinn, það að vera sannur. Hafliöi Halldórsson, forstjóri Gamla biós. Skilvisi og stundvisi f eru miklir mannkostir. Það er svo leiöinlegt að biða eftir fólki, sem kemur of seint t.d. I bió. Það er ekki ýkja algengur mannkostur meðal tslendinga að vera stund- vis. Lösturinn mesti er hið gagn- stæða óskilvlsi og óstundvisi. Heiðarleikanum vil ég lika bæta við, sem mannkosti. Janny Schokker, liffræðinemi frá Hollandi. — Vingjarnleiki er kostur. Það er t.d. þegar maður má fara yfir annarra landssvæði eða þegar bllar stoppa fyrir manni I umferðinni. Mesti löstur- inn er að virða ekki samborgara sina og ana áfram án þess að lita til hliðanna. Þetta er algengara I stórborgum en I litlum samfélög- um. Magnús Torfi ólafsson, ráðherra. — Þetta fer nú dálltið eftir sam- setningunni. Hreinskiptnin er mikill kostur. Ætli versti löstur- inn sé ekki lævlsi. Margrét Gisladóttir, afgreiðslu- maður. — Prúðmennskuna met ég mikils. Ókurteisi og rudda- skapur eins og t.d. þt gar svarað er önuglega eða einhverju er hreytt I mann. Anna Kristjánsdóttir, iögfræbing- ur. —Heiðarleikinn er með betri kostum t.d. að standa við sin lof- orð. Óheiöarleikinn og óáreiðan- leikinn er verstur. Mannsmynd fró Baldursheimi Nú fer hver að verða siðastur að sjá sýning- una „Islenzk myndlist i 1100 ár” á Kjarvals- stöðum, en hana hafa nú séð um 13 þús. manns. Það, sem einna mesta athygli vekur á sýningunni, er að hún sannar, að myndlist hafi verið til á íslandi frá upphafi vegar, og hún sýnir samfellda þróun hennar. Þar getur t.d. að líta manns- mynd úr hvalbeini, sem fannst I kumli hjá Baldursheimi við Mý- vatn og er talin frá 10. öld. Hún er sýnd með stækkaðri ljósmynd og kemur greinilega I ljós I smáatriðum handverk þess, sem myndina hefur gert. Þessi ljósmyndatækni er mikið notuö I eldri deild sýningarinn- ar. Mynd, sem nefnd er Hafgýgur af Ströndum sjáum við. Er það útskorin fjöl, 129 sm löng, með mynd af hafgúu með mikið slegið hár, sem heldur á manni milli brjósta sér. Undir sporði hennar er bátsstafn, en beggja- vegna við hana og fyrir ofan eru fuglar, fiskur, rostungur og stórgert blaðskraut. Sennilegast er hún ekki eldri en frá 17. öld. N.k. þriðjudag er fyrirhugað, að Þór Magnússon þjóðminja- vörður leiðbeini gestum um alla 45 MILLJONIRNAR OG SKRIF VÍSIS Aö leiða sannleikann til önd- vegis eða eins og okkar fyrsti sagnaritari komst að orði: að hafa það heldur er sannara reyn- ist, ætti að vera aðalsmerki hvers blaðamanns. Þvi miður hafa skrif dagblaðs- ins Vísis um 45 milljón króna kröfu lögmanns Landeigenda- félags Laxár og Mývatns ekki fullnægt þeim kröfum, sem Ari fróöi gerði til sjálfs sin á fyrstu dögum islenzkrar sagnaritunar. Skal það nú rakið ofurlitið nánar. I stórfréttaskrifum sinum rugl- aði blaðamaður VIsis saman tvl- vegis, svo að stóru skakkaði. Annars vegar ruglaði hann sam- an Sigurði Gizurarsyni lögmanni Landeigendafélags Laxár og Mý- vatns og umbjóðanda hans, Land- eigendafélaginu sjálfu, og hins vegar ruglaði hann saman út- reikningi á ákveðnum hagsmun- um, sem I húfi töldust vera I Lax- árdeilu, og kröfugerð á grundvelli þessara hagsmuna. Tilraun var gerð til að leiðrétta rangfærslur Visis 13. júli s.l., en blaðamaðurinn hélt þó i viðbótar- grein rangfærslum sínum til streitu. Verður þvi að vikja nánar að málinu. I fyrstu frétt blaðsins sagði I fyrirsögn, að lögmaður Landeig- endafélags Laxár og Mývatns kreföist 45 millj. kr. I mál- flutningsþóknun úr rikissjóði, en rikissjóður byði aðeins 2,6 millj. kr. Ef fréttin var lesin kom þó I ljós, að fyrirsögnin var ekki i neinu samræmi við það, sem á eftir fór. Eftir fyrirsögninni að dæma hafði aðeins I upphafi verið gerð 45 millj. kr. krafa á hendur rikinu, en það aðeins boðið 2,6 millj. Þetta var stórfelld rang- færsla. Samkvæmt sáttagjörð Land- eigendafélagsins og islenzka ríkisins skyldi Landeigendafélagi Laxár og Mývatns greidd hæfileg fjárhæð vegna kostnaðar þess af málaferlunum. Til þess að fá álit óvilhalls aðila um, hvað væri hæfileg fjárhæð, var fengin um- sögn gjaldskrárnefndar Lög- mannafélags Islands um málið. Nefndin taldi 5,3 millj. kr. vera hæfilega fjárhæð. Þessari álits- gerð var framvlsað til Fjármála- ráðuneytisins og þvl gert tilboð um að greiða þessa fjárhæð. Ráðuneytisstjórinn, Jón Sigurðs- son, neitaði að greiða meira en 2,6 millj. kr., þótt hann hefði ekkert kynnt sér, á hverjum rökum álits- gerðin var byggð. Samkvæmt stjórnsýslurétti er þó frumskylda embættismanna að rannsaka þau mál, sem þeir taka ákvarðanir um. Þar sem Landeigendafélagið var aðili að sáttagerðinni, en ekki Siguröur Gizurarson lögmaður þess, gat það eitt framvisað reikningum eða kröfum á hendur rikissjóði. Verður hér augljós fyrri rangfærsla blaðamanns VIs- is. Er og nokkuð mikill munur á 5,3 millj. kr. og 45 millj. kr., eins og blaðamaðurinn talaði um. En úr þvi að ráðuneytisstjórinn I Fjármálaráðuneytinu vildi ekki ganga að sanngjörnu boði grund- völluðu á áliti valinkunns hlut- lauss aðila, var ekki um annað að ræöa en að leita úrskurðar Lög- mannafélagsins og væntanlega slðar hæstaréttar, sem slðar mætti knýja fram með fjárnámi. Formaður Lögmannafélagsins, Páll S. Pálsson, fór þess á leit, að reiknað yrði út samkvæmt gjald- skrá félagsins hvaða þóknun mætti reikna eftir henni. Þar sem glfurlegir hagsmunir voru I húfi I Laxárdeilunni, laxveiðinytjar og möguleikar til þeirra bæði I Laxá neöan og ofan virkjana, ca. 1500 millj. kr., reiknaðist til, að mái- flutningslaun yrðu samkvæmt gjaldskrá félagsins 45 millj. kr. Þessi útreikningur var þó aðeins geröur eftir beiðni og aldrei gerð krafa um, að sú fjárhæð yrði greidd heldur aðeins farið fram á, að hlutlaus aðili skæri úr um, hvað teldist hæfileg fjárhæð sem málflutningsþóknun. Laxárdeilan er langstærsta mál, sem verið hefur fyrir Islenzkum dómstólum fram til þessa. Fyrst var málið tekið fyrir á fundi stjórnar Lögmannafélags Islands sem mál milli Land- eigendafélags íslands og Fjármálaráðuneytisins, en stjórn Lögmannafélagsins komst fljótt að þeirri niðurstöðu, að Fjármálaráðuneytið gæti ekki átt hlut að úrskurði um málið, þar sem stjórnin hefði aðeins vald til að skera úr vafamálum milli lög- manna og umbjóðenda þeirra. Þannig verður fjallað um málið i stjórninni. Lögmaður Landeigendafélags Laxár og Mývatns, Sigurður Gizurarson, hefur aldrei haft uppi neinar fjárkröfur á hendur félag- inu fyrir málflutningsstörf sin fyrir félagið þau 4 ár, sem hann hefur starfað á vegum þess. Hef- ur hann þó flutt milli 20 og 30 mál fyrir félagið og bændur við Laxá og Mývatn. Það var að frumkvæði hans, að enginn reikningur var skrifaður heldur leitað álits hlutlauss aðila um, hvað væri hæfileg fjárhæð úr rlkissjóði til Landeigendafélags- ins samkvæmt ákv. sáttargerð- ar I Laxárdeilu. Það má og ljóst vera, að aldrei hefði unnizt sigur i hinni hatrömmu deilu gegmofur- efli ríkisvalds og fésterks virkjunaraðila, ef ekki hefðu allir þeir, sem tóku þátt I varnar- baráttunni við Laxá og Mývatn, sýnt óbifandi þolgæði og fórnfýsi. I ljósi þessa verða skrif VIsis ósköp ómerkilegt Gróuhjal. Laxárdeilan var ein hatramm- asta deila, sem upp hefur komið á íslandi I seinni tíð. Nú er búið að semja um lausn hennar til frambúðar, þvi virðist mér það undarlegt sjónarmið og i algjöru ósamræmi við anda sátta- samningsins um lausn Laxárdeil- unnar að vilja fara að vekja upp draug, sem búið var að kveða nið- ur. Það er þvi hvorki heppilegt, né heldur drengilegt, að vera að slá upp villandi söguburði um ósann- ar fjárkröfur lögmanns Land- eigendafélagsins, sem hefur innt af hendi eitt frábærasta náttúru- verndar-og réttarverndarstarf er unnið hefur verið á Islandi til þessa dags — ekki I eiginhags- munaskyni, heldur af áhuga og sannri réttlætiskennd gagnvart þeim, sem minna mega sin gegn valdaniðslu og blindri fjárhags- hyggju. Náttúruverndarmenn og aðrir þeir sem unna réttlæti og mannréttindum eiga þvi lög- manni okkar, Sigurði Gizurar- syni, mikið að þakka fyrirmargra ára þrotlaust starf hans að Is- lenzkum náttúruverndarmálum. — Þetta starf hefur nú sjálft Alþingi viðurkennt og virt með lögfestingu náttúruverndarlög- gjafarinnar um Laxá og Mývatn. Arnesi 25/7 ’74. Hermóður Guðmundsson. Kapprœður um höfund Njólu Þvi eru menn að kappræða um kempuna Njál og karitetur það, sem ritaði bókina um hann, er ná má tali af alit aö þvi hverri sál með samvinnu túlks, sem forna norrænu kann. Ég er ekki viss um, hvort vel þeir I himnunum heyri. Hittveitég, þaöersimium Akureyri. Ben Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.