Vísir - 02.08.1974, Blaðsíða 9
8
Vlsir. Föstudagur 2. ágúst 1974.
S/r},,.; |gj-cTl:'“T
■■E
Sigrum, en tví-
sýnt verður það
— sagði Örn Eiðsson um landskeppnina við íra
á Laugardalsvelli á mánudag og þriðjudag
— Átta ár síðan landskeppni hefur verið háð hér
Þingað í
Elmars-
málinu
t gær kom Dómstóll KRR saman og var þingaö I Elmarsmálinu —
kæru Vais á hendur Fram. Málsaöilar fóru fram á frest til gagna-
söfnunar og var hann veittur. Vikufrestur, sem er hámarkstlmi I sllku
tilfelli. Dómurinn kemur þv( saman aftur nk. fimmtudag. Myndin aö
ofan var tekin I gær af dómendum og fulltrúum Fram og Vals. Frá
vinstri Hannes Þ. Sigurösson (Fram), Hans Guömundsson (Val) og
þeir, sem skipa dóminn, Baldur Marlusson, Bergur Guönason,
formaöur, og Vilberg Skarphéöinsson. Fundurinn var I iþróttamiö-
stööinni og Bjarnleifur tók myndina.
KR-ingar runnu
létt gegn
- Sigruðu Ármann
7-0 í Bikarkeppni
KSÍ í gœrkvöldi
Ekki reyndist Laugardals-
völlurinn Ármenningum happa-
drjúgur, þegar liö þeirra keppti
þar i fyrsta skipti I gærkvöldi. 7
uröu mörkin, sem þeir fengu á sig
áöur en yfir lauk i viöureigninni
viö KR-inga I Bikarkeppni KSt og
þau heföu svo hægiega getaö
oröiö mun fleiri. KR-ingar voru i
ham — og ekki bætti úr fyrir
Ármenninga, aö einum bezta
ieikmanni iiösins, Kristni Peder-
sen, var vlsaö af leikvelli af
dómara leiksins, Eysteini
Guömundssyni.
Þaö skeði nokkuð snemma i
slöari hálfleiknum, þegar staðan
var oröinn 5-0 fyrir JCR, svo ekki
breytti þaö miklu um gang
leiksins. Var reyndar furöulegt,
aö KR-ingar skoruðu ekki nema
tvö mörk þaö sem eftir var — eins
og tækifærin hrönnuðust upp.
Baldvin Eliasson var á skot-
skónum i leiknum — skoraði
fjögur mörk, eitt þeirra sérlega
fallegt. Atli Þór Héðinsson
skoraði fyrsta mark KR, og auk
þess skoruðu Ólafur ólafsson og
Guðjón Hilmarsson. Mark
Guöjóns var sannkallaður
„þrumufleygur” — knötturinn
lenti efst I markhorninu eftir
spyrnu hans talsvert fyrir utan
vítateig.
öll 1. deildarliðin — nema
Akureyri — eru þvi komin I átta-
liða úrslit I bikarkeppninni ásamt
Völsungum frá Húsavlk. Dráttur I
næstu umferð verður þvi spenn-
andi, en mótanefnd KSI kemur
fljótlega saman til að fram-
kvæma hann. — hsim.
Það eru átta ár síöan viö háðum
landskeppni I frjálsum iþróttum hér
heima i öllum greinum — gegn Skot-
landi 1966 — og það er þvi mikið til-
hiökkunarefni aö eiga von á slikri
keppni á ný. Það veröur á mánudag og
þriöjudag þegar írska landsliðiö keppir
við þaö ielsnzka á Laugardalsvellinum
— og ekki þarf að efa aö þar veröur
mikið fjör, sagöi Þóröur B. Sigurðsson I
gær, en hann hefur manna mest unniö
aö undirbúningi landskeppninnar viö
tra.
Við ætlum að sigra I þessari keppni,
sagöi örn Eiðsson, formaöur , Frjáls-
tþróttasambands Islands, en hún
verður tvisýn, bætti hann við. trar eiga
prýðilegum hlaupurum á að skipa og
þau verða mörg góð hlaupin á Laugar-
dalsvellinum. Hins vegar eru þeir ekki
eins góðir I stökkurh og köstum, en eiga
þó einn og einn mann góðan innanum.
Já, loksins eftir átta ár fáum við að
sjá landslið okkar í keppni hér heima,
þar sem keppt verður i öllum hinum
venjulegum landsliðsgreinum, tuttugu
að tölu. TIu greinum hvorn dag. Eftir
ágæta frammistöðu Islenzka landsliðs-
ins I Kalott-keppninni I Sviþjóð um
slðustu helgi má búast við, að það geri
einnig vel gegn irska liðinu.
Landskeppnin hefst á mánudag kl.
fimm með setningarathöfn — en hálf-
tlma fyrir keppnina byrjar Skólahljóm-
sveit Kópavogs að leika á Laugardals-
vellinum, jafnframt þvi sem keppni I
hástökki hefst um svipað leyti
Islenzka landsliðið hefur verið valið
og er þannig skipað:
100 m Bjarni Stefánsson — Vilmundur
Vilhjálmsson
200 m Bjarni Stefánsson — Vilmundur
Vilhjálmsson
400 m Bjarni Stefánsson — Vilmundur
Vilhjálmsson
800 m Ágúst Ásgeirsson — Jón Diðriks-
son
1500 m Ágúst Asgeirsson — Jón
Diðriksson
5000 m Sigfús Jónsson — Erlingur Þor-
steinsson
10.000 m Sigfús Jónsson — Jón H.
Sigurðsson
3000 m hindr. Einar Óskarsson — Gunn-
ar Snorrason
110 m grind. Stefán Hallgrimsson —
Hafsteinn Jóhannesson
400 m grind. Stefán Hallgrimsson —
Hafsteinn Jóhannesson
4x100 m Bjarni - Vilmundur - Marinó
Einarsson —■ Sigurður Sigurðsson
4x400 m Bjarni Stefánsson — Vilmundur
Vilhjálmsson • Stefán Hallgrimsson —
Gunnar Páll Jóakimsson
Kúla — Hreinn Halldórsson — Erlendur
Valdimarsson
Kringla — Erlendur Valdimarsson —
Óskar Jakobsson
Spjót — óskar Jakobsson — Snorri
Jóelsson
Sleggja — Óskar Sigurpálsson —
Erlendur Valdimarsson
Langstökk — Stefán Hallgrimsson —
Friðrik Þór Óskarsson
Hástökk — Karl West Fredriksen —
Ellas Sveinsson
Þrlstökk — Friðrik Þór Óskarsson —
Helgi Hauksson
Stöng — Guðmundur Jóhannesson —
Karl West Fredriksen
Sveitarstjóri Sigurður Helgason
Fró Akranesi á
Stórhlaupari Svíana
rétt við heimsmet!
— Frábœr árangur í Helsinki í frjálsum í gœr
iluuparinn Anders Evrópumetið á vegalengdinni sem fékk sama tii
Sænski stórhlauparinn Ánders
Gærderud setti glæsilegt Evrópu-
met I 3000 m hindrunarhlaupi á
aiþjóölegu frjáisiþróttamóti á
Olympiuleikvanginum I Heisinki I
gær. Hann hljóp vegalengdina á
hinum frábæra tima 8:14.2 min.,
sem er aöeins tveimur sckúndu-
brotum lakara en heimsmet Ben
Jipcho, Kenýa, og þaö afrek var I
fyrra I algjörum sérflokki.
Gærderud átti sjálfur gamla
Evrópumetið á vegalengdinni
8:18.4 mln. svo hann bætti tima
sinn um 4.2 sekúndur. Annar I
hlaupinu var Finninn kunni,
Tapio Kantanen, á 8:21.8 min.
Heimsmelhafinn Rick Wohl-
huter, USA, hljóp enn eitt stór-
hlaupið I Helsinki — nú I milu-
hlaupi, þar sem hann sigraði á
3:54.4 min. eftir hörkukeppni við
Ný-Sjálendingana Rod Dixon,
3:54,9 mln. og Johnny Walker,
Tvöfalt þríhyrningskerfi
Þó aö annað hemlakerfi Volvo bili skyndilega, er um
þaö bil 80% af hemlunargetu virk eftir sem áður.
Sérstakt viövörunarljós í mælaborði segir til um
hemlabilun.
sem fékk sama tima. Mike Boit,
Kenýu, varð fjórði á 3:55.4 mln.
og Ulf Högberg, Svlþjóð, fimmti á
3:56.7 mín. Stórkostlegt hlaup.
Steve Williams, USA, sigraði I
100 m hlaupi á 10.1 sek. Landi
hans Mark Lutz varð annar á 10.3
sek. og Raimo Vilen, Finnlandi,
og Christer Garpenborg, Sviþjóð,
hlupu á sama tima. I spjótkasti
sigraði Jorma Jaakkloa, Finn-
landi, með 84.28 m og Hannu
Siitonen, Finnlandi, kom skammt
á eftir með 83.50 metra. I
stangarstökki sigraði Carrigan,
USA, — stökk 5.20 metra, en
Finninn Antti Kalliomæki varð
annar með 5.10 metra.
Drengja- stúlkna- sveina-
og meyjameistaramót ís-
lands i frjálsum iþróttum,
sem fram átti að fara á Akra-
nesi dagana 10. og 11. ágúst
verður ekki haldið þar, þar
sem völlurinn er ónothæfur. í
þess stað fer mótið fram á
íþróttavelli Ármanns v. Sig-
tún sömu daga og hefst kl. 2
báða dagana.
Keppnisgreinar — fyrri dagur:
Drengir (f. 1956 og 1957) 100 m: hlaup
kúluvarp, hástökk, 800 -m hlaup,
spjótkast, langstökk, 200 m grinda-
hlaup.
Stúlkur (f. 1956 og 1957) 100 m hlaup,
hástökk, kringlukast, 400 m hlaup, 4x100
m boðhlaup.
Sveinar ( f. 1958 og 1959 ) 100 m hlaup,
7 Ég verð aö sanna að
ég stend
. undir nafni
400 m hlaup, 1500 m hlaup, hástökk, þri-
stökk, kúluvarp, spjótkast, og 4x100 m
boðhlaup.
Meyjar (f. 1958 og 1959) 100 m hlaup,
400 m hlaup, hástökk, kringlukast,
spjótkast, 4x100 m boðhlaup.
Slöari dagur:
Drengir: 110 m grindahlaup, kringlu-
kast, stangarstökk, 400 m hlaup, þrl-
stökk, 1500 m hlaup, 4x100 m hlaup.
Stúlkur: 200 m hlaup, 800 m hlaup, 100
m grindahlaup, kúluvarp, spjótkast,
langst.
Sveinar:200m hlaup, 800 m hlaup, 100
m grindahlaup, stangarstökk, þristökk
og kringlukast.
Meyjar: 200 m hlaup, 400 m hlaup, 100
m grindahlaup, kúluvarp, spjótkast,
langstökk.
Þátttökutilkynningar sendist skrif-
lega I pósthólf 1099 ásamt þátttökugjaldi
kr. 50,00 fyrir hverja grein og kr. 100,00
fyrir boðhlaupssveit I slðasta lagi 8.
ágúst.
Æææi
/
Fyrsta
gagnárásin.,
z-zz
J Kui| Fr*4urr« Srndrr.K. |nc |97S World n«kli
Vlsir. Föstudagur 2. ágúst 1974.
9
Nær allir þeir piitar, sem eru á þessari mynd, leika meö unglingalandsliöinu, sem mætir unglingalandsliöi Færeyja á Akranesi I kvöld. Þetta er
liðiö, sem tók þátt I Evrópukeppni unglinga I Svlþjóöl vor, og stóö sig þar meö sóma. Færeyingar gera sér samt vonir um aö vinna þetta liö 1 kvöld.
Brœðurnir frá Klakks-
vík beztir í liðinu!
— Leika á
Akranesi
í kvöld
I kvöld fefla Færeyingar og ts-
lendingar slnum yngstu lands-
liðsmönnum I knattspyrnu fram I
landsleik, sem háöur verður á
grasvellinum á Akranesi.
tslenzka liöiö verður aö mestu
skipaö þeim piitum, sem léku I
lokakeppni Evrópumóts unglinga
I Sviþjóö I vor, og stóöu sig þar
með ágætum —enda eru nú flest-
ir af þessum piitum ieikmenn
meö meistaraflokksliðum félaga
sinna.
Færeyska liðið kom til landsins
I gær. Þetta er svo til sama lið og
tapaði naumlega ..2:1.. fyrir is-
lenzka unglingalandsliðinu I Fær-
eyjum I fyrrasumar, en nýir leik-
menn hafa þó komið inn, sumir
þeirra mjög skemmtilegir, að
sögn Eggerts Jóhannessonar, Is-
lenzka knattspyrnuþjálfarans I
Færeyjum.
Liðið hefur æft reglulega
saman siðan i marz og leikið
marga æfingaleiki, þar á meðal
við mörg 1. deildaríið, sem máttu
leggja sig öll fram til að standa I
strákunum. Eitt þeirra varð
meira að segja að þola 6:2 tap
fyrir þeim.
1 liðinu eru stórir og sterkir
strákar, sem allir leika með 1.
deildarliðum — beztir þeirra eru
bræöurnir Mikael og Birgir frá
Klakksvik, sem eru taldir efni-
— Leika á
Akranesi
í kvöld
legustu knattspyrnumenn Fær-
eyja, en einnig eru þar margir
aðrir ágætir leikmenn.
Blöð I Færeyjum hafa nokkuð
skrifað um þéssa ferð liðsins og
gera þau sér vonir um, að
strákarnir sigri Islendingana I
þetta sinn. Þótt óttast þau, að ef
leikurinn fari fram á grasvelli,
geti það orðið erfitt fyrir þá, þvl
að þeir eru óvanir að leika við
slikar aðstæður. -klp-
Fimm norsk
sundmet
í Evrópu-
klassanum
Mjög góöur árangur náöist
á norska meistaramótinu i
sundi. sem hófst i Lilleström
i gær — afrek unnin. sem eru
á góðan Evrópumælikvarða.
Fimm norsk met voru sett
og mesta athygli vakti
árangur hinnar 16 ára
stúlku, Björg Jensen. Hún
bætti metið I 800 m
skriðsundi um 20 sekúndur
synti á 9:23.7 min. Það er
langtundir lágmarksafreki á
vegalengdinni fyrir EM, sem
háð verður i Vinarborg eftir
14 daga. Norskir reikna með
henni þar I úrslitum.
Þá náði Atle Malberg EM-
lágmarkinu i 200 m flug-
sundi, setti norskt met 2:10,6
min., sem er glæsilegur
árangur. 1 100 m
bringusundi kvenna setti
Elln Knag norskt með 1:18.3
min. Gunnar Gundersen
bætti met sitt I 400 metra
fjórsundi um tvær sekúndur
synti á 4:47,8 mln.m en
EM-lágmarkið er 4:46.0 min.
Gunnar féll þar á slöku bak-
sundi. Fimmta metið var i
4x100 m skriðsundi kvenna,
þar sem sveit BSC synti á
4:26.6 min.
Muniö FRt-skokkiö
Sala minnispenings Þjóðhá-
tíðarnefndar 1974 er hafin. Söluna
annast bankar og helstu mynt-
salar.
Fornar vættir og landnáms-
eldur prýða peninginn, sem hann-
aður er af Kristínu Þorkelsdóttur
teiknara. Peningurinn er 7 cm í
þvermál, hátt upphleýptur og þykk-
ur.
Slegnar voru tvö þúsund
samstæður af silfur- og bronspen-
ingi, sem kosta kr. 18.000,00, og
ellefu þúsund eintök af stökum
bronspeningum á kr. 1.900,00.
Hver peningur er númeraður. Pen-
ingarnir eru seldir í öskjum, og
fylgir hverri þeirra smárit, sem
gerir grein fyrir landvættum ís-
lands og útgáfu peningsins. v-,.
• r
>6