Vísir - 02.08.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Föstudagur 2. ágúst 1974.
5
MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN
Umsjón: BB/GP
Brúin brotnaði
Furðurlegur árekstur varð
nálægt New Orleans i Banda
rikjunum i gær, þegar dráttar-
bátur sigldi niður brú, sem ligg-
ur þar um mikið stöðuvatn.
Báturinn var að athafna sig á
vatninu og vildi ekki betur til en
svo, að prammarnir, sem hann
dró rákust á brúarstólpana.
Umferð er mikil um brúna og
auðvitað var ekki strax unnt að
koma upp hættumerkjum við
slysstaðinn. Fór svo, að tveir
bilar að minnsta kosti þutu á
fleygiferð fram af brötnu brúar-
endunum og út i vatnið.
Verkamaður-
inn heila-
þvoði skurð-
lœkninn
BANDARIKIN HAFNA
TILLÖGU ÍSLANDS OG
8 ANNARRA RÍKJA
— ákvœðin um réttindi innan 200 mílna alltof óljós
Fulitrúi Bandarikjanna á haf-
réttarráðstefnunni i Caracas
sagði I gær, að stjórn sin ,,gæti
ekki einu sinni lýst yfir skilyrtum
stuðningi” við vinnuskjalið, sem
tslendingar og átta aðrar þjóðir
hafa lagt fram á ráðstefnunni.
Skjalið hefur að geyma tillögur i
19 greinum um heildarlausn á
þeim málcfnum, sem mest er
deilt um á ráðstefnunni.
,,í okkar augum og annarra
ræður það úrslitum um afstöðuna
til þessa skjals, að flutningsmenn
þess hafa sleppt veigamiklum
átriðum og gera ekki tillögur um
þau, þess vegna er það óaðgengi-
legt,” sagði John R. Stevenson,
formaður bandarisku sendi-
nefndarinnar. Hann flutti ræðu
slna I annarri starfsnefnd ráð-
stefnunnar, sem fjallar um stærð
landhelgi og efnahagslögsögu.
Skjalið fjallar um landhelgi,
eyjaklasariki, efnahagslögsögu
og landgrunnið, en þar er ekkert
minnzt á rétt herskipa til siglinga
um sund, sem lokast vegna út-
færslu landhelginnar I 12 sjómil-
Bandariski fulltrúinn sagðist
ekki geta sætt sig við skjalið sem
samningsgrundvöll, ef menn ættu
að láta sér nægja að draga hver
um sig ófullnægjandi ályktanir af
12. grein þess. Eða sætta sig við
það, sem væri enn þá verra, að
framvegis stæðu menn frammi
fyrir þeim rökum, að samkomu-
lag um slikt ákvæði væri sönnun
um ný alþjóðalög.
í 12. grein vinnuskjalsins er
fjallað um réttindi strandrikis
innan 200 milna auðlindalögsögu
þess. Þar segir: ,,Á svæði, sem
liggur utan við en að landhelginni
(þ.e. 12 milunum), og nefnist auð-
lindasvæði, skal strandriki hvar-
vetna hafa: a) fullveldisréttindi
til að kanna og nýta auðlindir,
hvort sem þær geta endurnýjast
eða ekki, á sjávarbotni, i jarð-
djúpinu og sjónum þar yfir: b)
önnur réttindi og skyldur til-
greind i þessum greinum varð-
andi vernd og viðhald hafhverfis-
ins og framkvæmd visindarann-
sókna...”
Kinversk kona með æxli i
móðurlifi lá á skurðarborðinu
I sjúkrahúsi i bænum
Shenyang i 16 klukkustundir
og var skurðurinn opnaður
tvivegis meðan pólitiskur
erindreki þrasaði við lækninn.
Samkvæmt fréttum
kinversks blaðs i bænum
Shenyang hafði einn af
læknum spitalans skorið
konuna upp til að fjarlægja
æxlið, en ekki litizt á blikuna
og flýtt sér að loka skurðinum
aftur.
Verkamaður einn, sem
frétti af þessu— segir blaðið —
sakaði skurðlæknana um að
setja sinn eigin orðstir ofar
hagsmunum alþýðunnar, og
leit hann á þetta sem merki
þess, að þeir hefðu orðið fyrir
áhrifum ihaldsaflannaí!)
Konan var þá skorin upp
aftur, en læknirinn, sem nú
vann að, komst að sömu
niðurstöðu og fyrirrennari
hans. Honum fannst aðgerðin
of áhættusöm og úrskurðaði,
að ekkert væri hér hægt að
gera. Sárið var saumað
saman aftur.
Verkamaðurinn gaf sig þó
ekki. Las hann læknunum
lesturinn og var óspar á
tilvitnanir i Marx og Mao en
bað þá svo heitt og innilega að
gera sitt bezta til að bjarga lifi
sjúkiingsins. — Það hreif.
Læknarnir gengu nú til
verks af endurnýjuðum sann-
færingarkrafti, skáru konuna
upp i þriðja sinn og fjarlægðu
æxlið. Tókst aðgerðin vel,
skrifar kinverska blaðið.
U>
AFGREIÐA STEFNUNA
FYRIR LOK ÁGÚST
Dómur kveðinn upp yfir John Dean í dag
Fulltrúadeild Bandarikjaþin gs
byrjar umræður sinar um það,
hvort stefna eigi Richard Nixon,
Bandarikjaforseta, fyrir
öldungadeildina 19. ágúst n.k.
Stefnt er að þvi að ljúka um-
ræöunum og greiða atkvæði um
stefnuna fyrirlok þessa mánaðar.
t öldungadeildinni er undir-
búningur hafinn undir dómsmeð-
Handtökur í Eþíópíu
Makonnen, fyrrverandi for-
sætisráðherra Eþiópiu, sem sett-
ur var frá völdum fyrir 11 dögum,
er sagður hafa verið hnepptur i
varðhald.
1 útsendingu útvarpsstöðvar
hersins var sagt, að Makonnen,
sem áður hefur verið sakaður um
aðild að samsæri til að myrða
meðlimi sameiningarráðs hers og
borgara, hefði verið handtekinn
ásamt niu öðrum.
Meðal hinna handteknu á að
vera einkalifvörður keisarans,
Tassew Wojo ofursti, einn fyrr-
verandi meðlimur keisararáðs-
ins, Abebe Retta, og fyrrum æðst-
ráðandi flughersins, — auk þess
gat svo útvarpsstöðin um tvo
hæstaréttardómara, lögreglu-
stjóranna i Shoahéraðinu, en þar
er höfuðborgin, Addis Abeba.
Ollum er gefið að sök að hafa
bruggað meðlimum sameininga-
ráðsins, sem stjórna núna landinu
i krafti hersins, banaráð.
ferðina á forsetanum samkvæmt
stefnu frá fulltrúadeildinni. Sam-
komulag hefur tekizt um það i
fundarskapanefnd öldunga-
deildarinnar, að fylgt verði að
meginstefnu sömu réttarreglum
við mál Nixons og gert var fyrir
106árum, þegar Andrew Johnson
forseta var stefnt fyrir deildina.
Á meðan fulltrúadeild þingsins
býr sig undir lokasennuna um
mál forsetans, verða ráðin örlög
þess manns, sem fyrstur bendlaði
forsetann beinlinis við Water-
gate-hneykslið. 1 dag á að kveða
upp dóm yfir John Dean, sem á
sinum tima var lögfræðilegur
ráðunautur Nixons i Hvita hús-
inu.
Hann á yfir sér allt að 5 ára
fangelsi og 10.000 dollara sekt. En
vegna framlags hans til að upp-
lýsa málið eru flestir þeirrar
skoðunar, að hann fái mun
mildari dóm.
Valery Panov ballettdansari var meöal annars sakaður um snikjulifn-
aö, þegar kona hans varö aö sjá fyrir heimilinu af þvi aö hann fékk ekki
starfa, eftir að hann sótti um fararleyfi.
Panov-hjónin á ferð
Ballettdanshjónin, Valery og
Galina Panov, komu til London
frá Tel Aviv i gær. Það er fyrsta
heimsókn þeirra til Bretlands,
eftir að þau fóru frá Sovétrlkj-
unum til að setjast að i israel eftir
mikið þref við sovézk stjórnvöld,
eins og menn muna.
Sólbrún og brosandi út undir
eyru kölluðust þau á við hóp
aðdáenda og velunnara, sem tóku
á móti þeim á Heathrowflugvelli.
Sögðust þau ánægð yfir þvi að
vera komin þetta, en þau gáfu
engar yfirlýsingar aðrar.
Eftir tveggja ára baráttu við
sovézk stjórnvöld fengu þau loks
að fara úr landi, en áður hafði
Valery að visu fengið fararleyfi,
meðan konu hans, Galinu, sem er
ekki af Gyðingaættum, var á hinn
bóginn neitað. Umboðsmaður
þeirra sagði, að þau hefðu tekið
sér þessa ferð á hendur núna til
að þakka þvi fólki, sem lagt hafði
að stjórnvöldum Sovétrikjanna
að leyfa þeim að fara úr landi.