Vísir - 02.08.1974, Blaðsíða 6
6
Vísir. Föstudagur 2. ágúst 1974.
visir
y
(Jtgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastj. erl. frétta:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
.Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
llaukur Ilelgason
Björn Bjarnason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Góðir gestir kvaddir
Margir góðir erlendir gestir hafa sótt land og
þjóð heim i tilefni landnámshátiðarinnar. Gömul
vinátta hefur verið endurnýjuð og til merkis um
hana hafa islenzku þjóðinni verið færðar stór-
höfðinglegar gjafir, sem seint verða metnar til
fulls.
Sérstaka ánægju vekur, að gjafirnar eru flestar
til þess fallnar að efla i raun tengslin milli vina,
þegar fram liða stundir. Norðurlandaþjóðirnar
hafa allar lagt fram fé i námstyrkjasjóði og sömu
sögu er að segja um Bandarikin. Ekki er siður
ástæða til að gleðjast yfir góðum bókagjöfum,
sem minna okkur á þá heitstrengingu að reisa
Þjóðarbókhlöðu i tilefni byggðaafmælisins. Allur
sá virðingar- og vináttuvottur, sem okkur hefur
verið sýndur af erlendum þjóðum á þessu sumri,
minnir á órjúfanleg tengsl okkar við þessar þjóð-
ir. Koma landnámsbátanna á næstu dögum og för
þeirra yfir hafið er ekki sizt til þess fallin að
vekja athygli á þvi, að Atlantsálar eru enn siður
nú en fyrr óyfirstiganlegur þröskuldur i sam-
skiptum við góða granna.
Að öllum öðrum ólöstuðum hafa íslendingar
ekki sizt fagnað fjölmennri sveit Vestur-ls-
lendinga, sem komið hefur langan veg til þátt-
töku i þjóðhátiðarhöldunum. Koma þeirra hefur
verið sérstakt fagnaðarefni og hún gefur alls ekki
til kynna, að tengslin milli austurs og vesturs i
þessum skilningi séu að rofna eða þar beri nokk-
urn skugga á.
í kveðjuhófi Vestur-íslendinganna lét Skúli Jó-
hannsson, forseti Þjóðræknisfélags fslendinga i
Vesturheimi, svo um mælt, að samband islenzku
„heimaþjóðarinnar” eins og hann orðaði það, og
þjóðarbrotsins i Kanada væri öðrum til fyrir-
myndar. Tengsl kanadiskra landnema og heima-
landsins væru hvergi eins náin eins og milli fs-
lendinga. Þetta er gleðileg staðreynd, og hún ætti
að vera okkur hvatning til að gera enn betur, þeg-
ar fram liða stundir.
Strax skömmu eftir siðustu aldamót, þegar
ekki voru nema rúmlega 25 ár liðin frá þvi, að
fyrsta íslendingabyggðin skaut rótum i Kanada,
voru þær raddir farnar að heyrast, að landnem-
arnir væru að glata móðurmáli sinu, islenzkunni.
Það er þvi ekki undarlegt, að menn furði sig á þvi
nú, þegar komið er að 100 ára afmæli landnáms-
ins, hversu vel islenzkan hefur haldið velli.
Enginn óttast, að tengslin milli heimaþjóðar-
innar og þjóðarbrotsins rofni, þótt is-
lenzku-kunnáttan minnki vestan hafs af eðlileg-
um ástæðum. Hitt skiptir mestu, að menningar-
arfurinn er hinn sami og honum er ekki sýnd
minni ræktarsemi i Vestur-ísléndingabyggðum
en hér á landi. Þá má ekki gleyma þvi, að á sið-
ustu árum hefur verið gert sérstakt átak til að
viðhalda islenzkunni i Manitoba-fylki, þar sem
íslendingar eru flestir. Auk þess sem islenzka er
kennd við háskólann þar hefur kennslan verið
færð út i barnaskóla.
Vestur-íslendingarnir, sem heiðruðu okkur
með þátttöku i landnámshátiðinni, eru nú að
hverfa til sins heima. Þeim fylgja góðar kveðjur.
Koma þeirra er okkur áminning um að láta ekki
okkar hlut eftir liggja við eflingu þjóðrækninnar.
Á næsta ári gefst okkur sérstakt tækifæri til að
sýna hugann i verki, þegar þess verður minnzt,
að 100 ár eru liðin frá upphafi íslendingabyggðar
i Kanada.
—BB.
KOSNINGAR
AFTUR HJÁ
BRETUM NÚ
í HAUST?
Þegar brezka þingið
gerði hlé á störfum sin-
um i fyrradag, voru
flestir þingmennirnir
vantrúaðir á, að þingið
yrði kallað aftur saman
að sumarfriinu liðnu,
sem er eftir tvo mánuði.
— Ekki fyrr en að und-
angengnum nýjum þing-
kosningum.
Minnihlutastjórn Harolds Wil-
sons og ráðherra hans úr Verka-
mannaflokknum hefur beðið
marga alvarlega ósigra i mál-
stofunni núna i vor, og siðasti
dagurinn fyrir sumarhlé var i
anda þess. Fimm sinnum i röð
beið flokkurinn ósigur i atkvæða-
greiðslu um breytingartillögur
stjórnarandstöðunnar á frum-
varpi stjórnarinnar um starfs-
hætti stéttarfélaga.
Michael Foót atvinnumálaráð-
herra, sem mælti fyrir frumvarp-
inu i neðri málstofunni, sagði að
breytingar þessar hefðu gert
lagaákvæðin nýju að einni ringul-
reið og vitleysu, eins og hann
hann væri upp á atkvæði annarra
kominn. Þvert á móti hefur hann
hvergi viljað hvika út af stefnu
flokksins i helztu málefnunum, og
hann hefur meira að segja skorað
Wilson og stjórn hans hafa beðið
hvern ósigurinn af öðrum i neöri
máistofunni, þar sem meirihlut-
inn hefur breytt flestum frum-
vörpum stjórnarinnar eða fellt.
Verkamannaflokkurinn undir stjórn Wilsons hefur krafizt endur-
skoðunar aðiidarsamnings Breta viö EBE, en þar standa Frakkar fast-
ir fyrir. Andstaða Frakka gegn breyttum aðildarskilmálum fyrir Breta
minnkaði ekkert við tiikomu d’Estaings I forsetaembættið, en hann sést
hér I samræðum við Wilson.
Wilson og frú fluttu inn i bústað forsætisráöherrans i Downingstræti 10,
eftir að hann myndaði minnihlutastjórn I marzbyrjun. En það horfir
ekki tii þess, að þau búi þar lengi að þessu sinni.
komst að orði. — En stjórnin átti
engan möguleika á að sporna
gegn breytingunum, annan en
fella sjálf sitt eigið frumvarp.
Eðliléga þrýtur smám saman
þolinmæði manna, sem marg-
sinnis reka sig á það, aö þeir fá
ekki komið fram þeim málum,
sem þeir ætluðu sér, eins og verið
hefur með stjórn Wilsons á þessu
þingi. Þvi hafa ýmsiF meðráö-
herrar Wilsons lagt fast að honum
að rjúfa þing og efna til kosninga i
haust. Fara sumir þeirra ekkert
leynt með þessa skoðun sina, eins
og Anthony Crosland, umhverfis-
málaráðherra, sem sagði, að það
yrði „allt vitlaust” ef kosningar
verði ekki haldnar senn.
Eftir að úrslit kosninganna
höfðu leitt til þeirrar úlfakreppu i
brezkum stjórnmálum, að hvorki
Verkamannaflokkurinn né t-
haldsflokkurinn höfðu meirihluta
þá myndaði Wilson minnihluta-
stjórn. Það erfyrsta minnihluta-
stjórn Verkamannaflokksin:'- i 40
ár.
Wilson hefur þó á engan hátt
slakað til, eða sýnt i verki, að
á stjórnarandstöðuna að knésetja
stjórn sina með þvi að neyða fram
atkvæðagreiðslu um vantraust.
íhaldsmennirnir hafa þó veigr-
að sér við, að láta skerast i odda.
Þess I stað hafa þeir gert stjórn-
inni ýmsar skráveifur með breyt-
ingum á lagafrumvörpum hennar
og flestum ráðstöfunum, þannig
að hvergi hefur stjórnin náð að
koma fram neinum róttækum að-
geröum, þvi að þær hafa allar
þynnzt út á leiðinni i gegnum
þingiö. Með þvi móti hafa þeir
jafnframt latt Wilson til þess að
reyna strax að koma fram helztu
áhugamálum Verkamanna-
flokksins, eins og þjóðnýtingará-
ætlunum.
Akvörðunin um, hvenær halda
skuli kosningar eða ekki, er þó al-
veg á valdi forsætisráðherrans,
og liklegt er, að Wilson sé tvistig-
andi i þvi um þessar mundir.
Eðlilega hafa þó brezkir forsætis-
ráðherrar jafnan reynt að stilá
upp á einhvern þann tima, sem
þeir ætluðu að flokkur þeirra
sjálfra stæði ögn hærra i áliti
kjósenda en stjórnarandstaðan.
IIIIIIIIIIII
m mm
Umsjón: G. P.
i kosningasiagnum i febrúar
var Wilson — þáverandi leið-
toga stjórnarandstööunnar —
vel tekið af kjósendum. Nú er
búizt við þvi, að hann verði aö
efna til nýrra kosninga ‘I
október.
Þriggja vikna fyrirvara verða
þeir þó að hafa á.
Skoðanakannanir að ‘undán-
förnu hafa ekki beinllnis verið
uppörvandi fyrir Verkamanna-
flokkinn. Þær benda til þess að
fylgi hans og Ihaldsflokksins sé
alltof svipað til þess, að Verka-
mannaflokkurinn geti gert sér
einhverjar vonir um sigur i kosn-
ingum, ef haldnar yrðú núna.
Skoðanakannanir eru að Visu ó-
nákvæmur mælikvarði og vara-
samur, en engu að siður sá éini,
sem Wilson hefur til að fara eftir.
Samt er á Wilson að héyra, eins
og hann sé með sjálfum sér búinn
að ákveða kosningar, eða það
þóttust þeir, sem hann þekkja ná-
ið, hálfpartinn greina á honum,
þegar hann hélt ræðu i þing-
flokknum á þriðjudag, daginn
fyrir þinghlé. Hann sagði, .að
hann vildi, að þeir „ihuguðu
vandlega þann boðskap, sem við
viljum, að kjósendum berist til
eyrna”.
„Næstu kosningar”, hélt Wilson
svo áfram, „munu eiga sér stað,
meðan Bretland stendur frammi
fyrir sinum versta efnahags-
vanda siðan striðinu.lauk.”
Þetta hljómar óneitanlega eins
og maðurinn sé að fara að búa
kjósendur undir kosningar.