Vísir - 02.08.1974, Blaðsíða 16
fejii ■2ZBéá&
Vísir. Föstudagur 2. ágúst 1974.
Helgarinn-
kaup á
áfengi í
fyrra lagi
„Þaö var talsvert meiri sala á
miövikudaginn heidur en venju-
lega. Ég held þaö hafi veriö ótti
manna viö lokun á fimmtudag,
sem olli henni”, sagöi afgreiöslu-
maöur I einni af áfengisútsölun-
um I borginni, er blaðiö ræddi viö
hann.
Margir hafa „óttazt” lokun
áfengisverzlana fyrir þjóð-
hátiöina i Reykjavik, meö likum
rökstuöningi og áfengisverzlun-
um var lokaö fyrir þjóöhátiöina á
Þingvöllum.
Sumir hafa ekki viljaö eiga
þetta á hættu, og þvi veriö
snemma i helgarinnkaupunum.
Afgreiöslumenn voru yfirleitt
sammála um að framan af vik-
unni heföi verið meiri sala en
áöur á sama tima. Þegar Visir
ræddi viö þá i gær, haföi engin til
kynning borizt um, aö loka skyldi
áf engisverzlunum.
„Þvi er nú verr og miður”,
sagöi einn, „það er nefnilega svo
gott veður”.
ÓH
Reiðtúrar í
Laugardalnum
Meöal þess, sem er til skemmt-
unar á Þróun 874-1974, er hesta-
leiga, og nota krakkarnir sér þaö
svo sannarlega óspart.
Þeir fullorönu bregöa sér einnig
á bak og þeysa um Laugardalinn,
enda ekki oft sem svona tækifæri
gefst inni I henni miöri Reykja-
vik, ef svo má segja.
Spretturinn kostar kr. 250 og
þaö kostar 100 kr. aö fá hest
handa litlu krökkunum, sem er
teymdur undir þeim. Hcstaleigan
er I fullum gangi núna yfir
helgina. —EVI
„Einhvers konar upphróp
til himins"
segir Ásmundur Sveinsson
um verk sitt sem nú blasir við
6 Bœjarhálsinum
,,Ég er spenntur að
sjá, hvernig þetta litur
út hjá þeim. Ég hef
ekki séð hana ennþá.”
Það var Ásmundur
Sveinsson, sem sagði
þetta við blaðamenn
Visis, er þeir fóru með
honum upp á Bæjar-
háls, þar sem verkinu
,,Friðar- og landnáms-
sól” hefur nú verið
komið fyrir.
Myndin er steypt i ál, og það
er raunar íslenzka álfélagið,
„Mér lizt bara vel á myndina á þessum staö”,
er hann kom viö á Bæjarhálsinum I morgun
sem gefur myndina i tilefni
þjóöhátiöarinnar. Myndin
veröur afhjúpuö eftir hádegi i
dag.
„Jú, jú, mér lizt vel á hana.
Hérna á hálsinum teygir hún sig
til himins, enda átti þetta að
vera einhvers konar upphróp til
himins. Hérna stendur hún
frjáls úti I náttúrunni, eins og
vera ber. Ég er mjög ánægður
meö staðinn.”
Verkiö stendur þarna á vega-
mótum Vesturlandsvegar og
Suöurlandsvegar og blasir vel
viö þeim, sem um vegina fara.
Ekki væri heldur illa til fundið
hjá vegfarendum að ganga upp
aö verkinu á Bæjarhálsi, þvi að
þaöan er mikið og áður óþekkt
útsýni yfir bæinn, sundin og
fjöllin i austri. —JB
sagöi Asmundur
Bj.Bj.
Fœreyjagjöfin leggst
að bryggju í dag
— og kannski fá menn að sjá fœreyskan
dans á bryggjunni
Þaö eru ekki einungis Norö-
menn, sem færa okkur skip aö
gjöf I tilefni ellefu alda búsetuaf-
mælisins.
Færeyskt átta manna far kem-
ur inn i Reykjavikurhöfn kl. 17.30
I dag, og leggst að Miðbakka,
fyrir framan Tollstöðvarbygging-
una.
Atta manna farið er gjöf Fær-
eyinga til Islendinga á ellefu alda
afmælinu, sérstaklega smiðað af
þvi tilefni. Farið kom hingað meö
færeyskri skútu, sem liggur á ytri
höfninni.
Guðmundur Benediktsson
ráöuneytisstjóri mun taka á móti
farinu, i forföllum forsætisráð-
herra.
A hafnarbakkanum mun Skóla-
hljómsveit Kópavogs leika, og
Færeyingar mæta I þjóöbúningi
— og taka kannski einn „hringa-
dansur”. Það er Islenzk-færeyska
félagið, sem á heiðurinn af undir-
búningi móttökunnar. —óH
//
RETT TIL ÞESS AÐ VERA MEÐ
í ÞJÓÐHÁTÍÐARHALDINU"
og smíðaði veglegan silfurhníf
„Jú, ég smiöaöi þennan hnif I
tilefni þjóöhátiöarársins. Ég er
svona rétt aö reyna aö vera meö I
þjóöhátlöarhaldinu og leggja eitt-
hvaö af mörkum”, sagöi
Guömundur Björnsson gull-
smiöur, þegar viö höföum sam-
band viö hann I morgun
Eins og sést á meðfylgjandi
mynd, þá er hnifur þessi hinn
myndarlegasti gripur, en hann er
smiðaður úr silfri og hand-
smiðaður aö öllu leyti
Hann er handgrafinn, og á
skaftinu eru landvættirnir og svo
„ártölin, sem allir tala um”, eins
og Guðmundur orðaði það.
„Þaö eru svona tæpir þrir
mánuðir siöan ég byrjaöi á
smiöinni, en ég lauk henni fyrir
um þaö bil þremur vikum”, sagði
Guðmundur ennfremur
Og hvað skyldi svona gripur
kosta?
„Ég gæti trúaö, að hann myndi
kosta um 60 þúsund krónur”.
— Og hvað hefurðu hugsað þér
að gera við hann?
„Ja, ég er nú búinn aö selja
hann. Ég seldi hann til Halldórs
Sigurðssonar gullsmiðs, og þar
veröur hann til sölu.
Og Guðmundur kvaöst ætla, að
hann færi fljótt.
—EA
Þetta er silfurhnifurinn, sem er hinn glæsilegasti á aö lita. A honum
heldur svo Guðmundur Björnsson gullsmiöur, sem smiöaöi hann.
GÆZLUMENN
TIL STARFA
í DAG EF SEMST
„Viö vonum það bezta”, sagöi
Jakob Jónasson, sem nú gegnir
störfum yfirlæknis á Klepps-
spitalanum, þegar viö höföum
samband viö hann I morgun og
spurðum um framvindu mála
gæzlumanna spitalans.
Komið getur til greina að
gæzlumenn hefji aftur störf
klukkan hálffjögur i dag, en enn
hefur ekkert svar borizt frá fjár-
málaráðuneytinu, sem gæzlu-
menn gérðu tilboð. Ef gengið
verður að skilyrðum gæzlu-
manna, verða aftur hafin störf á
spitalanum siðla dags i dag, sem
fyrr segir.
Að sögn Jakpbs buðust gæzlu-
menn I tilboði sinu til þess að
veita 20 daga frest. Með þeim
skilyrðum þó að ekki yrðu aðrir
ráönir I stöður þeirra á meðan og
alger lausn fengist á launamálum
þeirra.
Jakob sagði, að 30 sjúklingar
heföu verið sendir heim i gær, en
þeir verða kallaðir inn i dag, ef
gæzlumenn hefja störf.
Um hádegið haföi gæzlu-
mönnum borizt bréf frá heil-
brigöis-og tryggingaráöuneytinu.
Gæzlumenn voru þá ekki búnir aö
kynna sér bréfið fullkomlega eöa
taka áfstöðu til þess..^ —EA
Ökubórar stoppqðir qf í Kópavoqi:
EINN Á HUNDRAÐ KM
HRAÐA Á ÍBÓÐARGÖTU
Lögreglan i Kópavógi mældi
hraöa meö radar i gærkvöldi, og
stöövaði nokkra bila fyrir of
hraðan akstur.
Einn var sviptur ökuskirteini til
bráðabirgða, þar sem hann ók á
tæplega hundrað kilómetrá hraða •
eftir Ibúðargötu.
Að sögn lögreglunnar* er
hapttast við að menn aki of hratt á
Kársnésbraut, Nýbýlavegi og
Kópavogsbraut, en þessar þrjár
götur eru allar nokkuð langar og
sléttar. tbúðarhús eru við allar
þessar. götur, og standa sum
þeirra þétt út að götunni.
Allir þéir'gem stöðvaðir voru i
gærkvöldi voru á yfir 60 krri
hraða.
—ÓH