Tíminn - 29.01.1966, Síða 14

Tíminn - 29.01.1966, Síða 14
14 TjMINN LAUGARDAGUR 29. janúar 1966 BEN BARKA Framhald at bls 1. Gillet, heimsækir Hassan, konung Marokkós. 6./11.: Fóstursonur Oufkirs hers höfðingja. E1 Ghali E1 Mahi, hand tekinn og ákærður fyrir hið sama og Lopez. E1 Mahi sagður vera sendimaður marókönsku lögregl unnar. 8./11.: Lopez segir, að hann hafi séð Oufkir á heimili sínu skömmu eftir ránið. E1 Mahi segir, að hann hafi sama dag verið með Oufkir í húsi Boucheseiehes. lO./ll.: Edgar Pisani, iandbúnaðar ráðherra Frakka, hættir við heim sókn sína til Marokkó. Sama er að segja um fyrirhugaða heimsókn Hassans konungs til Parísar. 13./11.: L. Zollinger, dómari, sem stjórnar rannsókn málsins, kallar Oufkir til yfirheyrslu, en Oufkir neitar að hafa komið nálægt rán inu og neitar að fara til Frakk- lands. Hann leggur til, að Zolling SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS M.s. Herðubreið fer austur um land í hringferð з. febr. Vörumótttaka á mánu- dag til Hornafjarðar, Djúpuvík и. », Breiðdalsvíkur, Stöðvar- fjarðar, Mjóafjarðar. Borgar- fjarðar, Vopnafjarðar, Bakka- fjarðar, Þórshafnar og Kópa- skers. Farseðlar seldir á miðvikudag. SKÓR - INNLEGG Smiða OrthoD-skó og inn- lege eftir mali Hef einnig tilbúna barnaskó með og án mnleggs. Oavíð Garðarsson, Ortop-skósmiður, Bergstaðastræti 48, Simi 18 8 93. er komi og yfirheyri hann opin- berlega í Marokkó. 17.11: De Gaulle, forseti, lofar því, að rannsókn málsins haldi áfram af fullum krafti svo að málið verði fullkomlega upplýst. 18. /11.: Þingmaður Gaullista í franska þjóðþinginu,. Pierre Lomarchand, vísar á bug fullyrðing um Lopezar um, að Lemarchand hafi leyft ránið. Lemarchand er einnig lögfræðingur glæpámanns ins Georges Figon, einn þeirra þriggja manna, som Ben Barka ætlaði að hitta, þegar honum var rænt. Hinir tveir voru kvikmynda leikstjórinn Georges Franju og blaðamaðurinn Philippe Bernier. 26./11.: Bernier handtekinn og ásakaður um þátttöku í ólöglegri handtöku. 10/1.: í viðtali, sem birtist í vikublaðinu L‘ Express, fullyrðir Figon, að hann hafi verið vitni að því að Oufkir misþyrmdi Ben Barka á heimili Boucheseiches. Figon fullyrti einnig, að Ben Barka hafi síðar verið kyrktur. — Lögreglumaðurinn Souchon, sem var handtekinn, fullyrðir sama dag, að nánustu samstarfs menn de Gaulles, Jacq- ues Foccart, og einn af leið togum frönsku gagnnjósnaþjónust unnar, Marcel Leroy, hafi vitað um ránsfyrirætlanir fyrirfram. Souchon sagði einnig, að maður einn, siem hefði kynnt sig sem1 Jacques Aubert, nánasti samstarfs maður Roger Frey, innanríkisráð herra, hafi beðið Souchon um að framkvæma fyrirætlun þessa. 15./1. Marcel Leroy játar, að hinn handtekni Antoine Lopez sé í rauninni franskur njósnari. 17./1. Georges Figon finnst látinn í heimili sínu, þegar lögreglan I kom þangað til þess að handtaka hann. Figon sagður hafa framið sjálfsmorð. 19. /1L’Yfirmaður frönsku gagn njósnaþjónustunnar, Paul Jacqui er, hershöfðingi, rekinn. Eugene Guibaud, hershöfðingi settur í hans stað. 22. /1.: Marokkó vísar á bug alþjóð legri handtökuskipun á Oufkir hershöfðinga. 23. /1.: Frakkland kallar sendi- herra sinn í París, Moulay Ali, fursta, heim. 25./1.: Lemarchand játar, þrátt fyr ir fyrri neitun, að Figon hafi sagt frá ráninu 2. nóvember. Lemarc ÞAKKARÁVÖRP Hugheilar þakkir færi ég hér með sveitungum mín- um, vandamönnum og vinum, sem vottuðu mér vináttu sína með gjöfum, heimsóknum og heillaskeytum á sjö- tíu ára afmæli mínu 11. janúar s.l. Guð blessi ykkur öll. ' Jón Gíslason, Norðurhjáleigu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Jóns Ásbjörnssonar fyrrverandi hæstaréttardómara, Vinir og vandamenn. Útför Jóhannesar Líndals Jónassonar fyrrv. kennara, sem andaðist 24. janúar s. I., fer fram frá Fossvogs- kirkju mlðvikudaginn 2. febrúar kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Margrét Guðmundsdóttir. Útför Pálínu SigríSar Sveinsdóttur frá Steðja sem léSt 23. þ. m., verður gerð frá Reykholtskirkju þriðjudaginn 1. febrúar og hefst kl. 2 e. h. Aðstandendur. hand segir, að Marokkó hafi, sam kvæmt Figon, boðið eina milljón franka fyrir ránið á Ben Barka. 26. /1.: Franska stjórnin játar, að vissir lögreglumenn séu blandaðir í málið, og að sambandið milli lög reglunnar og yfirvalda dómsmála hafi ekki verið sem bezt. Jafnframt segir stjórnin, að Zollinger dómari sé viss um, að Oufkir standi á bak við ránlð. 27. /1.: Þeir fimm, sem handteknir hafa verið, — Lopezí Souchon, Voitot, E1 Machi og Bernier ■— koma í fyrsta sinn allir í einu fyr ir Zollinger dómara. Segulbands spóla, sem fannst f íbúð Figons, hefur ekki að geyma þær játning ar, sem við var búist. 28. /1: 49 ára gullistískur ríkis starfsmaður segir Zollinger dóm ara — að sögn L‘Express — að hann hafi verið í hinni leynilegu lögreglu „Barbouzes", sem hafi tekið þátt í ráninu, og að Lemarc hand hafi átt mikinn þátt í því máli. Biður um lögregluvernd. FÁNAMÁLIÐ Framhald af bls. 1. mál á fundum Norðurlandamáls, yrði vikið. Við umræðurnar kom í ljós, að lítið hafði miðað í samkomulags átt hvað snertir efnahagslegt sam starf. Sænska tillagan um sam ræmingu tolla fékk misjafnar móttökur, og hið sama má segja um tillögu Dana, ’ osr efnis, að komið verði á sameiginlegum norrænum landbúnaðarvaramark- aði. Tryggve Bratteli frá Noregi, sem hóf umræðurnar, varaði mjög við því að snúa til baka til þjóðernis stefnu fyrri tíma 3 væri skref afturábak. Hann sagði, að Norð urlönd. yrðu nú að reyna að sam eina afstöðu sína m. a. til efna hagslegs samstarfs Norðurlanda og afstöðuna til efnahagssam- steypa Evrópu. Urðu miklar umræður, og sýndist sitt hverjum. Á morgun verða nefndarfund ir. KRAG-HJÓNIN Framhald af bls. 1. óskað að Jens Otto Krag flytji. ávarp kvöldsins. í gær barst svo stjórn Blaðamannafélags- ins svar forsætisráðherrahjón anna, þar sem þau taka boði félagsins með þökkum. Verða þetta að kallast ánægjuleg tíðindi, einkum að það skyldu verða dönsku for sætisráðherrahjónin, sem fyrst erlendra manna koma hingað á þennan ágæta fagna'J. Þau eru boðin hingað af heilum hug og verður áreiðanlega vel fagn að. ÓFÆRÐ Framhaid ai 16 síðu. f Fornahvammi eftir að komast leiðar sinnar en verða að bíða þar, sem þeir eru niður komnir og þá einkum vegna veðurs, sem hefur verið hið versta, snjókoma og rok. Vegurinn milli Akureyrar og Húsavíkur er einnig lokaður og til dæmis um akstursörðugleika má geta þess, að mjólkurbílarnir frá Svarfaðardal urðu að snúa við skammt innan við Dalvík, en haft er fyrir satt, að þá sé ekki öðrum fært. í Þingeyjarsýslum eru vegir einnig lokaðir. Á Austurlandi er færðin í dag svipuð og undanfarna daga, þ. e. fært um Héraðið um Fagradal til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, en aðrir fjallvegir lokaðir. Eins og áður er sagt, hefur víða verið snjókoma og skafrenningur í dag. Samkvæmt upplýsingum Veð urstofunnar var norðaustan stór hríð um allt norðanvert landið og 10—12 stiga frost á Vestfjörðum. Náði snjókoman suður í Borgar fjörð, en á Suður- og Suðaustur landi var hvasst og skafrenningur víða, en frostlítið. ÍÞRÓTTIR Framhald af 12. síðu mörk yfir, 17:15. Þessi munur hélzt fram yfir miðjan hálfleik, og allt til síðustu mínútna ógnuðu Ármenningar Rvíkurmeisturunum, sem þó að lokum náðu undirtökun um — með hjálp markvarðarins — og sigruðu verðskuldað. Fraimliðið fær ekki ennþá það út úr sér, sem liðið á að geta sýnt. Þegar hið „taktiska" línuspil bregzt, eru langskytturnar ekki nógu virkar. Gunnlaugur og Sig urður Einarsson voru beztu menn Fram í leiknum fyrir utan Þor geir. Athygli vakti góður leikur nýliðans, Sigurbergs Sigsteins- sonar. Mörkin: Gunnl. 7, Sig. E: og Gylfi 5 hvor, Guðjón Hákonarss. 3, Guðjón J. 2 og Sigurbergur og Frímann 1 hvor. Þrátt fyrir 3 töp í fslandsmótinu til þessa, virðist Ármanns-liðið vera að korna til. Töpin hafa ekki verið stór og á Ármann án efa eft ir að krækja í nokkur stig í mót inu. Nýliðarnir Pétur og Hreinn lofa góðu og eru styrkur fyrir lið ið, sem annars mótast mikið af j Herði Kristinssyni. Mörkin: Hörð I ur 10, Pétur og Hreinn 4 hvor, Árni, Hans og Jakob 1 hver. Leikinn dæmdi Björn Kristjáns son og dæmdi yfirleitt vel, nema hvað gagnrýna má hann fyrir ó- ákveðni í einu eða tveimur til- vikum. Það er líka slaamur ávani að hlaupa til markdómara í tíma og ótima til að fá ráðleggingar. ÍÞRÓTTIR ^ramnah it 12. síðu landsliðsmaðurinn Ágúst Ög- mundsson skoraði jöfnunar- markið. Síðustu mínúturnar höfðu Valsarar tögl og hagldir og unnu verðskuldað 25:21. í heild var leikurinn nokkuð skemmtilegur. Ásgeir í Hauka- liðinu kom Valsmönnum úr jafn- vægi í fyrri hálfleik með því að skora 8 mörk, en í síðari hálfleik var hans betur gætt og skoraði aðeins 1 mark. Ljóður á ráði Hauka í s.h. var óstjórnleg skot- græðgi, sem liðið tapaði mikið á. í liði Vals bar mest á þeim félögum Bergi og Hermanni, eins og svo oft áður, og vissulega eru þeir aðalburðarásar liðsins, eink- ar skotvissir, og kæmi mér ekki á óvart, þótt annar hvor þeirra hlyti sæti í landsliði. Her- mann skoraði 6 mörk og Bergur 7. Guðjón Magnússon dæmdi leik inn og gerði það vel. Ung kona kom fyrir stuttu í heimsókn til kunningja- konu sinnar og báru launa- mál á góma í viðræðum þeirra. Unga konan hálfvor kenndi vinkonu sinni, sem var gift menntamanni, sem þ|egi þau laun, er opinberir aðilar bjóða yfirleitt slíkum mönnum. Hún sagði t.d., að frændi sinn, sem væri rétt índalaus pípulagningamað- ur,.hefði stundum 60 þús- und krónur í mánaðarlaun án þess að leggja mjög hart að sér við vinnu. Fullyrt er, að margir iðn aðarmenn hafi 10-15 þús- und krónur á viku, og er þá vinnutíminn frá því kl. 8 að morgni til 7 á kvöldin, en ekki unnið á laugardögum. Úr því farið er að nefna þessi dæmi sem lið í bygg ingarkostnaði, þá þætti kannski einhverjum fróð- egt að vita, að maður, sem byggði stóra og dýra íbúð, taldi sig hafa tapað á ann- að hundrað þúsund krónum aðeins vegna þess, að hann gat aldrei fengið iðnaðar- menn til að mæta á tilsett- um tíma og stilla saman vinnu sína, þannig að oft þurfti að vinna upp aftur það, sem búið var að gera. Þá þótti það tíðindum sæta í stóru sambýlishúsi hér í bænum, sem byrjað var að byggja 1959, að þeg- ar um koll keyrði í sam- bandi við pípulagnir húss- ins, kom í ljós, að sá sem að allra' áliti og mótmæla- laust af hans hálf u hafði verið talinn pípulágningar- meistarinn, vísaði frá sér allri ábyrgð og benti á rétta meistarann! Þetta gerðist nú í vikunni, árið 1966! Og enn má halda áfram að nefna dæmi: Opinber embættismaður varð fyrir því tjóni fyrir skömmu, að vatnsleiðsla í vegg á íbúð hans fraius. Þegar farið var að rannsaka tenginguna kom í ljós, að það, sem átti að vera forhitari, reyndist 1 framkvæmdinni forkælir! Oft hafa menn imdrazt, hve tilboð í ákveðin verk í byggingariðnaðinum hafa verið mismunandi. At hyglisvert er, að þegar gerð voru tilboð í innréttingu á stóru húsi hér í bænum var mismunur á lægsta tilboði og því næst lægsta um 2 milljónir króna, og var þá ekki um að ræða mismun- andi gæði efnis, heldur var aðalmunurinn fólginn í hag stæðari samningsaðstöðu við erlent fyrirtæki. ÍÞRÓTTIR Framhalu af 12. síðu mæti á leiknum og hvetji hver li5 sitt til dáða. Á sunnudagskvöldið kl. 21, minnast körfuknattleiksmenn af mælis sambandsins, með dans- leik í Tjarnarbúð. Við það tæki- færi verða landsliðsmönnum af- hent lanósliðsmerki KKÍ í fyrsta skipti. Körfuknattleiksunnend ur eru hvattir til að sækja dans- leikinn, en aðgangur er frjáls, eftir þvi sem húsrúm leyfir. 60 ÞÚSUND Framhald af 16. síðu. mælingarkerfinu er óspart beitt. Ýmsar sögur eru á kreiki um laun iðnaðar- manna og fullyrt er, að smiðir fáist ekki til að vinna fyrir undir 100 kr. á timann sem, er í sjálfu sér ekki mikið miðað við tekj ur, sero menn geta haft sam kvæent uppmælingataxta. SKINNHANDRIT Framhald af bls. 3 ungis tvö, og vantar ofan á það fyrra. Bæði handritin eru 16,4 x 11,9 cm að stærð, og á þeim báðum er ritað framan og aftan á blöðin. Handritinu hefur verið valinn staður í handritadeild Þing bókasafnsins í Washington og verður það til sýnis í lestrarsal þeirrar deildar í febrúar og marz. Á 12. öld sendu Noregskonung ar oft og tíðum skrifara sína til Frakklands til að láta þá þýða og endursegja sögurnar af Karla- magnúsi og aðrar sögulegar skáld sögur. Ein þessara sagna er Sag- an af Tristram og ísold, og þegar hún hafði verið býdd' á norrænar tungur, varð hún að norrænu söguljóði, sem varð geysi vinsælt á Norðurlöndum og óskylt írum- texta sögunnar. Vitað er, að þrjár norrænar þýðingar þessarar sögu hafa varðveitzt og ein þeirra er á íslenzka tungu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.