Tíminn - 29.01.1966, Síða 16

Tíminn - 29.01.1966, Síða 16
MATAREITRUN í ÞORRABLÖTI KT—Reykjavik, föstndag. Um sl. helgi, eða nánar til- tekið á laugardag var haldið Þorrablót I Njarðvíkuim og var mjög vandað til þess og var matur keyptur frá kjötbúð nokkurri hér í borg. 8—9 klukkustundum eftir að gestirn ir höfðu neytt matarins, fékk meiri hluti þeirra matareitrun á lágu stigi. Málið er nú í rann sókn hjá Borgarlækni í Reykja vík. Það mun láta nærri, að 70— 80% gestanna á áðurnefndu Þorrablóti hafi veikst af þorra matnum, en eitrunin er talin hafa verið í rófustöppu, að því er Arinbjörn Ólafsson, læknir í Keflavík tjáði blaðinu í dag. Eitrunin var ekki á háa stigi, því enginn leitaði læknis af þessum sökum, en hún lýsti sér í verkjum og uppköstum. Sagði Arinbjörn, að mjög óhægt væri um vik að rannsaka málið, vegna þess að því, sem ekki var etið, var fleygt og þar að auki hefðu fréttir af þessu ekki borizt læknum fyrr en á sunnu dagskvöld. SÆTANYTING 75,7 EJ—Reykjavík, föstudag. Sætanýting Loftleiða á síðasta ári var mjög góð, að því cr Sig urður Magnússon, blaðafulltrúi Loftleiða, tjáði blaðamönnum í dag. Var sætanýtingin 1965 75.7%. Það er aðeins lægra, en tvö árin þar á undan, en árið 1964 var sæta nýtingin 77Æ% og árið 1963 77. 3%. Árið 1965 fluttu Loftleiðir 141. 051 farþega, og er það 37,7% aukn ing frá því árið 1964, en þá var farþegatalan 102.444. Árið þar á undan, 1963, var farþegatalan 80. 792, þannig að á tveim árum hefur farþegafjöldinn aukizt um ca. 60 þúsund farþega. f þessum tölum er bæði uim að ræða áætlunarflug og leiguflug. Á árinu . flugu véiar Loftieiða 8.379.000 kílómetra, sem er 11.6% aukning frá árinu 1964. Flugtfmar voru 17.785, eða 1,8% færri en árið 1964. ÞRÁNDUR í GÖTU UMFERÐARINNAR Þessi mynd er tektn á gatnamófom Safamýrar, Ármúla og Máaleltisbrautar. ÞaS, sem einkennir þessi gatna- mót öSrum fremur, eru tvS hús, sem b»SI skaga fram I götumar. NokkuS HarSfr árekstrar hafa orSiS á þessum gatnamótum og eflaust má rekja orsaklr einhverra þelrra til húsanna, sem byrgja útsýn. Eins og sjá má á myndlnni, stendur þetta hús alveg á annarri akreininni og nauSsynlegt er að fjarlægj'' þaS áSur en fleiri vmferSaróhöpp verSa á þessum staS í borginnl. (Tímamynd HZ) Veröur hafin rannsókn á byggingariðnaöinum FB-Reykjavík, föstudag. Stjóm Meistarasambands bygg- ingarmanna í Reykjavík, hefur sent Jóhanni Hafstein, . iðnaðar málaráðherra ályktun þess efnis að Meistarasambandið beini þeim tilmælum til ráðherrans, að hann láti fara fram rannsókn á bygging arkostnaði í landinu vegna þess, að undanfarið hafi hvað eftir ann að komið fram opinberlega full- yrðingar um, að byggingarkostn- aður hérlendis sé miklu hærri en eðlilegt megi teijast. Verði niður stöður rannsðknarinnar sfðan birt ar opinberlega. Hér á eftir fer ályktun Meist arasambandsins og síðan grein- argerð, sem blaðinu hefur borizt um þessi mál: „í tilefni af margendurteknum fullyrðingum á opinberum vett- vangi um að byggingakostnaður hér á landi sé óhóflegur, vill stjórn Meistarasambands bygg- ingarmanna beina þeim tilmæl- um til hæstvirts iðnaðarmálaráð herra, að hann láti fara fram raun hæfa rannsókn á byggingarkostn- aði hér á landi og að gerður verði saimanburður á honuim og bygg- ingakostnaði í nágrannalöndun- um á sambærilegum byggingum. Samanburður þessi verði gerður með tilliti til tækni, undirbúnings, skipulags og fjárhagsgrundvallar við byggingaframkvæmdir. Niðurstöður rannsóknarinnar verði birtar opinberlega.“ Þvl er iðulega haldið fram í blöðum og útvarpi og víðar, að byggingakostnaður hér á landi sé óhóflega hár og miklu hærri en í nálægum löndum. Enda þótt þessar raddir hafi hlotið góðan hljómgrunn hefur aldrei verið tal Framhaid á bls 2. VEGIR L0KAST KT—Reykjavík, föstudag. Færðin um landið fer nú hríð- versnandi og hafa þjáðvegir víða lokazt af völdum hríðar snjókomu og skafrennings. Samkvæmt upplýsingum frá Vegamálastjórninni hefur verið mikill skafrenningur víða í Árnes- sýslu og ekki .fært nema stónim bílum að Selfossi og til Þorláks- hafnar og algerlega lokað að Stokkseyri og Eyrarbakka. Þá er þungfært austur Suðurlandsveg um Flóa. Þar fyrir austan hefur Þótt okkur hér á ísaköldu landi finnist enn ríkja hávetur, eru tízkufrömuðir í París greini jga homnir í vorstemmingu, sumir þeirra eru nefnilega að móta vortízkuna, en aðrir hafa þegar lokið því og eru nú önn um kafnir við að sýna kven þjóðinni, hvernig á að klæðast í vor. Tízkuhúsin eiga í hat- römmum erjum sín á milli, allir vUja tízkufrömuðirnir vera vinsælastir og beztir, en það er nú ekki hlaupið að því eins og gefur að skilja. Það ríkir alltaf mjög mikil leynd yfir starfi þessara háu herra, og enginn má hafa hugmynd um framleiðslu þeirra, fyrr en ’tízkuhúsin opna, það væri nú líka skárra því að þá væri leik ur einn, að skjóta þeim ref fyr ir rass og stæla þessar fínu hug myndir, sem hafa kostað svo mikil heilabrot og frumlegheit. Það eru nú heldur betur uppi fótur og fit í París, þegar tízku húsin opinbera framlciðsln sína. Vitanlcga kostar það of- fjár að vera viðstaddur „frum sýningar“ hjá þeim, svo að ekld er á allra færi að verða þess aðnjótandi. Meðfylgjandi mynd sýnir konur, sem hafa þó fundið ráð við þeim vanda, og standa í dyragættinni og horfa agndofa á það sem fram fer á „frumsýningu" hjá tízku húsi Maggy Rouff. hinsvegar verið nokkuð sæmileg færð og eins f uppsveitum Ámes sýslu. Vegir austan Fjalls hafa lokazt um tíma og hafa vinnutæki varla haft undan að ryðja vegina, svo ört hefur skafið. Vesturlandsvegur um Hvalfjörð og Borgarfjörð hefur verið greið fær og fært stórum bílum um mestan hluta Snæfellsness. Þá hefur verið fremur snjólétt í Döl um, en skafrenningur svo mikill að ekki er talið fýsilegt að aka eftir þjóðvegum. Þá hefur veðrið verið svo slæmt á Vestfjörðum, að ekki er hægt að telja fært um þá, nema e. t. v. innan sveita. Samikvæmt upplýsingum frá fréttaritara blaðsins á Akureyri, má heita, að allir vegir séu lok aðir á Norðurlandi. Bíður fjöldi bíla á Akureyri, Blönduósi og Framhald á bls. 14 60 ÞÚS. í LAUN A MÁN. SJ—Reykjavík, föstudag. Fyrir skömmu gerði blað ið könnun á kostnaði við byggingu einbýlishúss úti á landi og í Reykjavík. f ljós kom, að þessi munur var furðulega mikill, en til bess liggja ýmsar ástæður og sumar augljósar, eins og t.d. munur á lóðaverði, og sú staðreynd, að uppmæl- ingataxtar eru ekki notaðir líkt því eins mikið við bygg rngar úti á landi. Það er staðreynd, að vinnulaun iðnaðarm. eru stór liður i byggngarkostn aðinum, a.m.k. þar sem upp- Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.