Tíminn - 03.02.1966, Side 9
/
FIMMTUDAGUR *. febrúar 1966
Nokkur atriði úr skýrslu
TÍMINN
9
Fjöldi erlendra ferðamanna hingað
hefur fimmfaldazt á rúmum áratug
Blaðinu barst í fyrradag
skýrsla Ferðamálaráðs fyrir
tímabilið 7. júlí 1964 til 31.
des. 1965, ásamt yfirliti um
fjölda erlendra ferðam'anna
og gjaldeyristekjur þeirra
vegna á tímabilinu. IJm síð-
ustu áram. hafði Ferðam.ráð
starfað í nærri hálft annað
ár, og þótti eðlilegt að senda
frá sér nú skýrslu um störf-
in, svo að þeim, sem hlut eiga
að máli, gefist kostur að kynn
ast störfum Ferðamálaráðs.
Ýmsar merkilegar upplýsing-
ar koma fram í skýrslunni,
og þykir blaðinu því rétt að
birta hér nokkra kafla úr
henni..
Ferðamálasérfræðingur
,Snemma á starfstíma Ferða-
málaráðs var rætt um, hvort ekki
væri rétt að fá hingað til lands
erlendan sérfræðing um ferðamál
til ráðuneytis um framtiðarskipu-
lag ferðamálanna í landinu.
Leitað var til Irish Tourist
Board, Turistforeningen for Dan
mark og Landslaget for reiselivet
i Norge, og gerð fyrirspurn um,
hvort þessir aðilar gætu bent á
ferðamálasérfræðing, sem væri
reiðubúinn að taka að sér það
verkefni að gera áætlun um fram
tíðarskipulag ferðamála á íslandi.
Frá öllum ofangreindum aðilum
bárust vinsamleg svör við mála-
leitan vorri, hins vegar benti eng
inn á ákveðna lausn málsins nema
Turistforeningen for Danmark,
sem tilnefndi þrjá aðila, sem hæf-
ir væru að taka verkefnið að sér.
Eftir að Ferðamálaráð háfði at-
hugað málið, var ákveðið að leita
til próf. Ejlar Álkjær í Kaup-
mannahöfn, en hann hefur m.a.
verið ráðunautur ríkisstjóma
Nepal og Túnis um ferðamál. Sam
göngumálaráðherra heimilaði
Ferðamálaráði, að pi'ófessor Ál-
kjær hingað til lands til skrafs
og ráðagerða. Prófessorinn kom
hingað 2. júlí og dvaldi hér í 4
daga. Sat hann fundi með Ferða-
málaráði, og ferðaðist nokkuð um
suðurland. Var fastmælum bundið
milli Ferðamálaráðs og próf. Á1
kjær, að hann eftir heimkomu
sína velti fyrir sér væntanlegu
verkefni, svo og, hvort hann gæti
annríkis vegna, tekið að sér að
semja framtíðaráætlun um skip
an ferðamála á íslandi. Þá óskaði
Ferðamálaráð eftir að fá upplýst
hvað nefnd áætlunargerð mundi
kosta. Próf. Álkjær hefur þegar
þetta er ritað, lofað að taka verk-
efnið að sér gegn greiðslu, sem
nemur 15 þús. dönskum kr., auk
þess sem hann þarf að koma hing-
að tvisvar, meðan á áætlunargerð
inni stendur. Ferðamálaráð hefur
samþykkt að taka tilboði prófess
orsins með fyrirvara um samþ.
samg.m.ráðh. Perðamálaráð telur
það mikinn hag að fá að njóta
þekkingar og reynslu prófessors
Álkjær.
Kynnisferð um landið
Samgöngumálaráðherra gaf
Ferðamálaráði heimild til að
fara kynnisferð um landið s.l.
sumar, enda skyldi sú ferð vera
þáttur í heildaráætlunargerð um
framtíðarskipan gistihúsamál
anna í landinu. Ferðin stóð dag-
ana 12.—17. ágúst. Sex af með-
limum Ferðamálaráðs tóku þátt
í ferðinni, auk eftirlitsmanns með
gisti- og veitingahúsum.,Farið var
um austur-, norður og vesturland.
Komið var við á 31 veitinga- og
gististað. Á öllum stöðunum voru
húsakynni skoðuð og rætt við eig
endur eða forráðamenn. Heildar-
myndin af ástandi veitinga- og
gistihúsanna á landsbyggðinni er
sú, að hreinlæti og snyrtimennsku
er mjög ábótavant. Enda þótt
trassaskapur og kæruleysi sýnist
oft vera undirrot þess, sem ábóta
vant er, þá virðist oftar að van
Unnið var að því að fá rétta
mæla í leigubifreiðir.
Rætt um verðlag á veitinga- og
gistihúsum, og áhrifum beitt til
að halda verðlagi innan hóflegra
lakmarka
Unnið að því að koma upp góðri
aðstöðu í landi höfuðborgarinnar,
þar sem gestir geta dvalið í tjöld
um. Jafnframt þvi var bent á
nauðsyn þess að koma upp gróður
húsi þar sem hægt er að sýna
gestum allan gróður, sem vex við
jarðhita hér á landi.
Rætt var am að auka fjölda
vegaskilta á þjóðvegum og við
vegi, sem liggja að og frá Reykja
vík, og innan takmarka borgar-
innar. Tillögur til úrbóta sendar
Vegamálastjóra og borgarráði
Reykjavíkur.
Leitað var til viðkomandi yfir
valda um breytt skipulag á ferð
um almenningsvagna í höfuðborg
kvikmyndir til landkynningar
hafa verið rædd og komið á fót
nefnd til að vinna að þeim mál-
um í samvinnu við Ferðaskrif-
stofu ríkisins og Upplýsingadeild
utanríkisráðuneytisins.
Á starfstímanum hafa Ferða
málaráði borizt ýmsar kvartanir
bæði frá íslenzkum aðilum og er-
lendum.
Nokkrir erlendir blaðamenn,
sem hér dvöldu, komu á skrifstofu
Ferðamálaráðs til að afla sér upp
lýsinga um ráðið og starfsemi
þess. Ferðamálaráð hefur lagt á
það mikla áherzlu að svara öllum
fyrirspumum eins fljótt og að
stæður leyfa, einnig hefur verið
lögð á það áherzla að bregða
skjótt við, þegar óskað hefur
verið eftir, að Ferðamálaráð beitti
sér fyrir úrbótum þegar það hef
ur verið á þess valdi.
Fagrir staðir á landinu draga sífellt til sín fleiri ferðamenn. Myndin er frá Siúftnesi við Mývatn.
kunnátta orsaki þann frumstæða
aðbúnað og aumu afgreiðsluhætti
sem upp á er boðið. Það er sam-
dóma álit þeirra, sem þátt tóku
í ferðinni. að þörf væri á að ráða
farandkennara, sem gæti átt
nokkra viðdvöl a hverjum stað, til
að veita forráðamönnum og starfs
liði þæi leiðbeiningar sem nauð
synlegar eru. Þátttakendur í ferð
inni eru einhuga um að ferðin
hafi verið til mikillar nytsemdar
og Ferðamálaráði til aukins skiln
ings á þeim margvíslega vanda,
sem úrlausnar biður.
Önnur verketni
Á starfstímanum hafa Ferða-
málaráði borizt erindi frá erlend
um og íslenzkum aðilum, þ.á.m.
frá ýmsum ráðuneytum Stjómar-
ráðsins. Með þessum erindum hef
ur verið leitað álits ráðsins á
ýmsum málum, sem snerta ferða
mál. Á 65 bókuðum fundum
Ferðamálaráðs hafa einstakir með
limir lagt fyrir fjölda mála, þ.á.
m. ýmis nýmæli, sem öll miða að
því að bæta slæmt ástand í ferða
málum okkar. Hér á eftir eru tal
in nokkur mál sem Ferðacnálaráð
hefur látið sig varða og rætt á
fundum sínum. Er upptalningin
gerð af handahófi.
inni, vegna tilkomu umferðamið
stöðvarinnar og gistihúss Loft-
leiða h.f.
Unnið var að því að fá sam
ræmdan tíma þann, sem ákveðinn
er um br-ottför gesta af gistihúsi
að lokinni dvöl par.
Tilraun var gerð til að fá
breytt reglum um gjaldeyrismeð
ferð í fríhöfn Keflavíkurflugvall-
ar.
Óskað var eftir, að borgarráð
Reykjavíkur gæfi út kynningar-
bækling um höfuðborgina.
Óskað var eftir að Geysisnefnd
og Náttúruvemdarráð beittu sér
fyrir, að Geysir ; Haukadal yrði
endurvakinn.
Send var ósk til viðkomandi yf
irvalda um, að vélar og tæki til
gistihúsa fái sömu tollameðferð
og vélar til iðnaðar.
Erindi var sent til menntamála
ráðuneytisins, þar sem óskað er
niðurfellingar á 25 króna skatti
þeim, sem innheimtur er á veit-
inga- og gistihúsum enda er hann
í mörgum tilfellum þannig fram-
kvæmdur pð hann verður aðgangs
eyrir að matborði.
Gerðaæ varu tilraunir ttl að
koma á framfæri kynningargrein
mn um fsland við erlend blöð
Landkynningarbæklingar og
Erlendir ferðamenn
Það verður að teljast eðliiegt
og raunar sjálfsagt, að í
skýrslu sem þessari sé gerð grein
fyrir fiölda ferðamanna á árinu
1965 g gjaldeyristekjum, sem öfl
uðust peirra vegna. Ferðamála-
ráði þykir miður að nefndar upp
lýsingar er ekki að finna í þess-
ari skýrslu. Staiar þessi vöntun
af því, að ekki ei hægt að fá rétt
ar tölui um þessi efni fyrr en mik
ið er liðið á árið 1966 Verður því
nú og i framtíðinni að óbreyttum
aðstæðum, að byggja a tölum frá
árinu áður.
Um allar tölulegar upplýsingar
sem hér fara a eftir, er stuðzt
við Fjármálatíðindi og Hagskýrsl-
ur en um alla sundurliðun talna
og samanburð á milli ára er að
mestu stuðzt við greip, sem Hörð
ur Sigurgestsson, viðskiptafræð-
ingur riitaði og birt er i tímaritinu
Frjáls verzlun, 4—5 hefti 1965.
Á árinu 1964 komu 22.969 er-
lendir ferðamenn til landsins, hér
eru ekki talidr þeir ferðamenn, er
komu með skemmtiferðaskipum,
enda ekki aðrir taldir ferðamenn
en þeir sem dvelja f landinu leng
ur en 24 klukkustundir. Með skip
um komu 3.157 ferðamenn, eða
14% af samanlögðum fjölda
þeirra, en með flugvélum komu
19.812 eða 86%. Af samanlögðum
fjölda ferðamanna voru 8.048
Norðurlandabúar, eða 35%. Næst
á eftir Norðurlandabúum koma
Bandaríkjamenn, sem voru 6.180
talsins. í þriðja sæti voru Bretar
2.980, en í fjórða sæti Þjóðverjar
2.603 talsins. Frakkar voru f
fimmta sæti en þeir voru 537.
Samtals er þessi hópur 89% af
heildartölu erlendra ferðamanna
á árinu 1964. Aðrir erlendir ferða
menn komu frá rúmlega 30 þjóð-
löndum og voru 11% af saman
lögðum fjölda erlendra ferða-
manna. Ef gerður er samanburð
ur á árinu 1950 og síðasta ári,
sem skýrslur eru til um, kemur í
ljós, að á tímabilinu hefur fjöldi
erlendra ferðamanna rúmlega
fimmfaldazt, aukizt úr 4.383 árið
1950, í 22.969 árið 1964. Á þessu
tímabili hefur þróunin ekki ver
ið jöfn, langhörðust og vaxandi
er þróunin seinni hluta tímabils
ins. Sé litið á síðustu tíu árin sem
eina heild er aukning á komu
erlendra ferðamanna til landsins
142% eða 14.2% að meðaltali á
árunum 1954-‘64. Það er athygl-
isvert, að þegar lftíð er á tölur
um fjölda ferðamanna árið 1950
og til ársins 1964, þá hefur flugið
yfirhöndina um flutning erlendra
ferðamanna til landsins og aukn
ing á flutningum nær öll komið
fram ■ fluginu. Á árinu 1950
komu 40% eriendra ferðamanna
með skipum, en 60% með flug-
vélum Á árinu 1964 komu 14%
ferðamanna með skipum en 86%
með flugvélum
Það ar ekki oeðlilegt að draga
þá ályktun af pessum' staðreynd-
■ um, að hinir miklu yfirburðir
flugsins í fjölda og aukningu er
lendra ferðamanna sé til kominn
vegna hinna miklu og vel • skipu-
lögðu auglýsingastarfsemi flug-
félaganna erlendis Hins vegar
má svo geta þess að flutningsgeta
skipanna hefur Htið eða ekki auk
izt á tímabilinu Þrjái þjóðir eru
fjölmennastar i liópi skipafarþega
á umræddu timabili. þær eru
Danir Þjóðverjar og Bretar Voru
þeir 30% af erlendum skioafar
þegum á árinu 1964
^ialdeyristekiur
Samkvæmt 'ipglýsingum Seðla-
bankans námu kaup bankanna á
erlendum gjaldeyri ferðamanna á
árinu 964 kr 31.700.000.00. Sam
bærileg tala ársins á undan var
kr. 56.300.000,00. nemur hækkun
milli áranna kr. 25.400.000,00 eða
45% í þessum tölum eru aðeins
talin kaup á seðlum og ferðatékk
um, en ekki taldar tekjur flugfé-
laga eða skipafélaga vegna far-
miðasölu o.fl. Þá eru ekki í heild
artölunum gjaldeyristekjur af frí
höfninni á Keflavíkurflugvelli, en
þær námu kr. 7.600.000 00 á árinu
1963, en kr. 13.100.000,00 á árinu
1964.
Sé framanrituðum upphæðum
deilt á samanlagða tölu erlendra
ferðamanna kemur i ljós, að á
árinu 1963 er eyðsla á hvem ferða
mann kr. 3.203,41, en á árinu
1964 er sambærileg tala kr. 3.557.
00, eða 11% hækkun milli áranna.
Framhaid á bls. 12