Tíminn - 03.02.1966, Síða 13

Tíminn - 03.02.1966, Síða 13
FIMMTUDAGUR 3. febrúar 1966 BRIDGE Rvíkurmótið í kvold Sveitakeppni meistaramóts Reykjavíkur í bridge hefst í Brcið firðingabúð í kvöld kl. 8, og er þetta í tíunda sinn, sem mótið er háð, Spilað er í tveimur flokkum, meistara- og 1. flokki og eru átta sveitir í hvorum flokki, frá öllum bridgefélögum í Reykjavík. Efsta sveitin í meistaraflokki hlýtur meistaratitil Reykjavíkur. í meistaraflokki skiptast svtitir þannig milli félaga. Frá Bridge félagi Reykjavíkur sveit Halls Sím onarsonar, núverandi Reykjavíkur meistari, sveit Gunnars Guðmunds sonar, sveit Ólafs Þorsteinssonar og sveit Róberts Sigmundssonar. Frá Bridgefélagi kvenna. Sveit Eggrúnar Arnórsdóttur og sveit Elínar Jónsdóttur, og frá Bridge deild Breiðfirðinga sveit Jóns Stefánssonar og' sveit Ingibjargar Halldórsdóttur. í kvöld spila meðal annars þessar sveitir saman í flokknum. Sveit Gunnars og sveit Róberts, og sveit Halls og Jóns Stefánssonar. f 1. flokki eru einnig átta sevit ir og færast tvær þær efstu upp í meistaraflokk að keppni lokinni. Þrjár þeirra eru frá Bridgefélagi kvenna, tvær frá Tafl- og bridge iklúbbnum, tvær frá Bridgedeild Breiðfirðinga og ein frá Bridgefé lagi Reykjavíkur. Eins og áður segir verður keppn in í Breiðfirðingabúð og verður spilað á fimmtudögum. Strax að sveitarkeppninni lokinni hefst tví menningskeppni mótsins, en R- víkurmeistarar í tvímennings- keppni eru Eggert Benónýsson og Þórir Sigurðsson en þeir eru einn ig meistarar í sveitakeppni ásamt Halli, Stéfáni Guðjohnsen, Símoni Símonarsyni og Þorgeiri Sigurðs syni. ÍÞRÓTTIR TJMINN ÍÞRÓTTIR 13 Kemur stjórnmála- þras í veg fyrir komu A-Þjóðverja? A-Þjóðverjar reiðubúnir að leika hér. unni og A-Þjóðverjar fengju til- skilin leyfi. Eins og kunnugt er, hefur oft komið til árekstra, þegar a-þýzkt íþróttafólk hefur ætlað að keppa í NATO-ríkjum, en upp á síð- kastið liefur þó borið minna á slíku. Og verður því ekki trúað að óreyndu, að a-þýzkt íþrótta- fólk verði meinað að koma hing- að vegna stjórnmáladeilna. KSÍ-menn gátu um, að nú væri á umræðustigi landsleikur gegn Noregi ytra, en ekkert væri búið að ákveða um það. Þá var að lokum minnzt á Norðurlandsmót unglijiga í knattspyrnu, sem hald- ið vérður í Noregi í júlí n.k., en ísland sendir lið í mótið eins og í fyrra. Fengu leyfi Ákveðið hefur verið, að Dukla Prag leiki gegn tilraunalandsliði í iþróttahöllinni í Laugardal á laugardaginn. Upphaflega var FH synjað að halda aukaleik í íþrótta- höllinni og voru horfur á, að leik- urinn yrði að fara fram á Kefla- víkurflugvelli. En nú hafa HKRR og ÍBR breytt afstöðu sinni og veitt FH leyfi til að halda leik- inn í Reykjavík. Knattspyrnukvikmynd í sérflokki á vegum KSI - verður sýnd annan laugardag. Alf-Reykjavík, miðvikudag. Annan Iaugardag mun Knatt- spyrnusamband fslands hefja sýn- ingar á knattspyrnukvikmynd í sérflokki, en það er mynd af leik West Ham og Miinchen í Evrópu- bikarkeppni bikarhafa, úrslita- leiknum, sem fram fór í London í fyrra og lauk með sigri West Ham 2:0. Þegar talað er um knattspyrnu kvikmynd í sérflokki er ekki endi lega átt við sérstaklega vel tekna mynd, heldur sérlega góðan knatt spyrnuleik. Það er mál manna, að leikur West Ham og Miinchen hafi verið í sérflokki, mjög vel leikinn Framhald á bls. 12 Alf-Reykjavík, miðvikudag. Á fundi með blaðamönnum í dag, skýrði stjórn Knattspyrnu- sambands íslands frá ýmsum verk efnum, sem framundan eru. Búið er að scmja um tvo landsleiki hér heima næsta sumar. Fyrri leikur inn verður gcgn Dönum (leik- menn yngri en 23ja ára) 4. júlí og síðari leikurinn vcrður gegn áhugamönnum Frakka 18. septem- ber. Björgvin Schram, formaður KSÍ tjáði blaðamönnum, að samningar stæðu yfir um landsleik gegn A- Þjóðverjum hér í Reykjavík næsta sumar. Sagði hann, að A-Þjóðverj- ar væru fúsir til að koma og byðu hagstæð kjör. Ekki hefur verið hægt að ganga endanlega frá þessum léik, sagði formaður- inn, þar sem Á-Þjóðverjum hefur ekki enn tekizt að afla sér farar- leyfis hjá v-þýzkum yfirvöldum. Sagði Björgvin, að stjórn KSÍ von- aði, að greiðast mundi úr flækj- Nýr varamaður skipaður Eins og sagt var frá hér á síð- unni í gær, mótmæltu landsdóm- arar í knattspyrnu því, að héraðs- dómari ætti sæti sem varamaður í dómaranefnd KSI. Á fundi með blaðamönnum í gær, tilkynnti stjórn KSÍ, um nefndir á vegum Framhalo a ois 12 Bandarískir körfuknattleiksmenn: Jerry West Los Angeles Lakers er nú sem stendur efst í vesturdeild bandarísku atvinnumannakeppn innar í körfuknattleik, og það er engin tilviljun. Liðið hefur nefnilega innan sinna vénanda leikmann, sem enginn getur stöðvað, komist hann á annað borð í gang. Þessi leikmaður er Jerry West, ein skærasta stjarnan í bandarískum körfu knattleik í dag. Af 46 leikjum, sem Los Angeles Lakers hef- ur leikið á þessu keppnistíma bili, hefur liðið unnið 26, og tíu sinnum hefur Jerry West skor að yfir 40 stig í leik. Mesti heiður, sem Jerry West hefur hlotnazt, þegar hann var valinn í bandaríska Olympiu- liðið er keppti í Róm ‘60. Það lið er álitið vera sterkasta lið, sem Bandaríkjamenn hafa teflt fram í keppni á erlendri grund fyrr og síðar. Jerry West stóð sig vel í Róm, varð þriðji stiga hæsti í bandaríska liðinu, og fjórði yfir öll liðin. Eftir heimkomuna var hann keyptur til Los Angeles Lak ers, og má segja. að þá hefjist uppgangur Los Angeles Lakers fyrir alvöru. Lakers hafði í i mörg ár staðið í ströngu gegn St. Louis Hawks, en nú er svo komið, að Lakers eru ókrýndir meistarar vestursins, og austur deildarliðin óttast þá. Má í því sambandi minna á ummæii Red Auerbach, þjálfari Boston Celt ics, sem er núverandi „World Champion“, en hann sagði ný- lega: „Það er aldrei að vita hvað tvíburarnir í vestri geta gert.“ Tvíburarnir eru þeir Jerry West og Elgin Baylor. Þessi ummæli frægasta og reyndasta körfuknattleiksþjálf ara Bandaríkjanna þurftu ekki að koma á óvart, því tvö síðustu keppnistímabilin hafa þeir fé- lagar West og Baylor skorað að meðaltali 64 stig' í leik. En gæfan hefur ekki alltaf verið þeim hliðholl Þannig var keppnistímabilið 1963—1964 mikið óhappatímabil. Baylor meiddist í hnéi og lék ekki með Laskers í einn og hálfan mán uð. Hann var ekki fyrr byrjað ur að leika en Jerry West varð fyrir því óhappi að nefbrotna svo harkalega, að hann gat ekki leikið í 3 vikur. Þetta var meiri blóðtaka en Los Angeles Lakers þoldi með góðu móti, og ekkert gat hindrað sigur andstæðingaliðsins, St. Louis. Á þessu sama keppnistímabili skoraði Jerry West samtals 2064 stig í 72 leikjum, eða 28,7 stig að meðaltali í leik. Þegar þetta var, þá var West 26 ára gamall og upp voru háværar raddir, sem vildu skipa honum á bekk í „All Time“ liðinu. Síðasta keppnistímabil var glæsilegt fyrir Jerry West. Þá vann Lakers vesturdeildina og komst áfram í undanúrslit, f undanúrslitum missti Lakers Baylor, — þar sem gömul meiðsl í hné tóku sig upp Og þá reyndi á hæfni Jerry West. í fimm leikjum liðsins gegn Baltimore Bullets, skoraði hann að meðaltali 41,6 stig í leik, á meðan Wilt Chamberlain var með 32,4 stig. En þrátt fyrir góða framgöngu West, sigraði Baltimore Bullets í þremur leikjum af fimm. Það hefur verið sagt um Jerry West, að hann reyni skot á körfuna í tíma og ótíma, en um þetta segir hann sjálfur: „í sannleika sagt er ég í eðli mínu töluverður einstaklings- hyggjumaður. Það segja marg ir, að ég skjóti of mikið, en hver ætlar sér að verða góður körfuknattleiksmaður án þess að skjóta á körfuna? Eg tek skot á körfuna einfaldlega vegna þess, að ég veit, að helm ingurinn af 40 eru 20 og helm ingurinn af 70 eru 35. Því fleiri skot, sem ég á, því fleiri stig hlýt ég að skora, ef reiknað er með sömu hittniprósentu.“ Svo mörg voru þau orð. Jerry West lýsti því yfir í blaðaviðtali nýlega, að takmark hans væri að verða „World Champion" með Lakers. Hvort það tekst, er óvíst, en eitt er víst. að Los Angeles Lakers hefur aldrei mætt sterkara til leiks en ein mitt á þessu keppnistímabili með þá félaga Jerry West og Elgin Baylor í broddi fylking ar. (GG tók saman). JERRY WEST

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.