Tíminn - 17.02.1966, Side 3
FIMMTUDAGUR 17. febrúar 196G
TÍMINN
Nemenda-
mót Verzló
Þrítugasta og fjórða nemenda-
mót Verzlunarskólans var haldið í
Sigtúni í fyrrakvöld — og var ó-
venju vel til jiess vandað vegna
60 ára afmælis skólans. Ljósmynd
ari Tímans GE var staddur á nem
endamótinu og tók myndir þær
sem birtast hér. Efst er nemenda
mótskórinn, og stjórnandi hans,
Jan Moravek, við hljóðfærið. Þar
næst er Verzlunarskólahljómsveit-
in, og þá atriði úr leikritinu DeJe
rium Boubonis. Neðst sjást nokkr
ir nemendur, sem skemmta sér vcl.
Eindálka myndin er úr leikritinu
„Tjara 2“. Mótið var endurtekið
i gærkvöldi, en sérstök sýning
verður fyrir foreldra nemenda nk.
sunnudag.
3
Á VÍÐAVANGI
Er Vísir skynsamari
en Moggi?
Vísir hefur undanfarna daga
birt iðnaðarræðu Jóhanns Haf
steins í köflum, en Morgun-
blaðið birti hana sem kunnugt
er í einu lagi, og svo herti
hann á niðurlagsorffum henn-
ar með því að prenta í leiðara
tilmæli Jóhanns um, að menn
þegðu upi ávirðingar stjómar-
innar i garð iðnaðarins. Undir
þennan merkilega boðskap
kvaðst Moggi vilja taka alveg
sérstaklega og var ekki sams
konar yfirlýsing birt um aðra
þætti ræðunnar.
í gær birti Vísir lokaþátt
sinn af ræðu Jóhanns, en viti
menn. Hann setti punkt við,
þegar kom að hinu merkilega
niðurlagi ráðherráns, þar sem
hann bað menn að halda sér
saman, þessu atriði sem Moggi
taldi hámark snilldarinnar og
frelsisins. Hvernig stendur á
þessu? Hvað gengur Vísi til
að stinga þessu undan?Effa get
ur verið, að hann sé vitrari en
Moggi og hyggist láta sér fall
hans að kenningu verða? Eða
bað Jóhann Vísi að vera ekki
að flíka þessn?
„Ósæmilegir dómar"
Þjóðviljamenn mtfnnuðu sig
upp í það í gær að taka hreina
afstöðu móti dómunum yfir
rússnesku rithöfundunum.
Batnandi mönnum er bezt
að lifa. Leiðari Þjóðviljans um
þetta bar ofangreinda fyrir-
sögn og hljóðaði svo:
„Vandséð er, að hinir þungu
refsidómar yfir tveimur sovézk
um rithöfundum geti orðið til
nokkurs annars en valda So>
vétríkjunum stórfelldum álits
hnekki og verða vatn á myliu
þess áróðurs gegn alþýðurík-
inu. sem seint slotar. Aðal-
ákæran virðist hafa verið sú,
að bækurnar, sem þeir sendu
úr landi og gefnar voru út er-
lendis hafi verið notaðar sem
efni í árásir gegn sovézku
þjóðfélagi. Svo fjarri fer því,
aff þeim árásum sé skynsam-
lega svarað með því að daéma
rithöfundana til þungrar fang
elsisvistar, að hitt er einmitt
líklegra, að ekkert, sem þessir
tveir menn hafa skrifað eða
eiga óskrifað, gæti gefið ann
að eins tilefni til áróðurs og
árása á Sovétríkin og réttar-
höldin og dómamir yfir þeim.
Það er ekki fyrr en þessi at-
riði koma til, réttarhöldin og
dómurinn að Slnjavksí og Dan
íel <ærða helmskunnir menn.
f ákærunum gegn rithöfund
unum og dómunum yfir þeim
kemu> fram sá einstrengings-
háttur og skortur á umburðar
lyndi sem oft hefur sett mark
sitt á afstöðv ráðamanna til
bókmennta og lista í Sovétríkj
unum. Einmitt á því sviði hef
ur verið um verulega breyt-
ingu að ræða á selnni árura,
sem fagnað hefur verið af sós
íalistum og öðrum vinum So-
vétríkjanna hvarvetna. Þeim
mun hörmulegra er, að með
hinum þungu dómum yfir rit
höfundunum tveimur skuli haf
inn sá ósæmilegi óvinafagnað
ur að Iáta svipu refsidóma og
fangelsana svara rituðu orlH.
— s.”
k