Tíminn - 17.02.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.02.1966, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR TL febrwar 1366 ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR LANDINU VERÐISKIPTIFYLKI Alþlngi ályktar aS fela ríkis- stjóminni að skipa á árinu 1966 tíu manna nefncl til þess að at- huga og rann- saka, hvort ekki sé rétt að skipta landinu í fylki með sjálfstjórn í sérmálum. Kom ist nefndin að þeirri niðurstöðu, að þetta sé rétt, skal hún gera tillögur um fylkja- skipunina. í fylkjunum verði fylkisþing og fylkisstjórar, er fari með sérmál fylkjanna og taki þar með við nokkru af störfum Alþingis og ríkisstjórnar, enda verði í tillög- unum ýtarlega um það fjallað, hver sérmálin skuli vera og eftir hvaða reglum fylkin skuli fá rík- isfé til ráðstöfunar. Fjórir nefndarmennirnir skulu skipaðir eftir tilnefningu þing- flokkanna, einn frá hverjum flokki. Aðrir fjórir skulu skipaðir skv. tilnefningu landsfjórðunganna, einn frá hverj- um fjórðungi. í þeim landsfjórð- ungum, sem hafa Fjórðungs sambönd og fjórðungsþing, skulu menn þess ir tilnefndir af fjórðungsþingunum, en annars af sýslunefndum og þæjarstjórnum sameiginlega í fjórðungi hverjum. Reykjavík tekur ekki þátt í til- nefníngunni með sínum lands- fjórðungi, en borgarstjórnin til- Þingsályktunartiflaga Karls Kristjánssonar og Gísla Guðmundssonar, sem rædd var í gær á Alþingi. nefnir einn fulltrúa af hennar hátfií Félagsmálaráðuneytið skipar tíunda manninn í nefndina, án tilnefningar og er hann formaður. Nefndin skili áHti og tillögum svo fljótt sem henni er unnt. Kostnaður við störf nefndarinn- ar greiðist úr ríkissjóði. Greinargerð. Tillaga þessi var flutt af sömu mönnum á síðasta Alþingi, en hlaut ekki afgreiðslu, enda lenti þingið í tímahraki með afgreiðsln ýmissa mála, sem fyrir það voru lögð, og lauk þeim ekki. Tilefni tillögunnar hefur síður en svo minnkað, og þess vegna er hún nú endurflutt. Er hún óbreytt að öðru leyti en tímasetningu. Greinargerðin, sem fylgdi til- lögunni, fer hér á eftir. Hún er einnig óbreytt, nema að tímasetn- ingu: Nú eru 1000 ár liðin síðan hin forna skipting landsins í lands- fjórðunga var lögtekm á Alþingi á Þingvöllum við Öxará Sú skip- an hélzt um aldir, og ertn er all ríkt í hugum manna að vi.ja líta á landsfjórðungana sem einhvers konar sjálfstæðar heildir, þótt nú í seinni tíð hafi- fólksfjöidahlut- föllin mjög raskazt miili fjórð- unganna og um stjórnarfarslegar heildir hafi ekki verið að ræða. A ÞINGPALLI Matthías Bjarnason er veikur og sæti hans tekur Ragnar Jónsson skrifstofustjóri. if Á Alþingi í gær voru Iögð fram 5 ný frumvörp til laga, þrjú frá stjórninni og tvö frá Óiafi Jóhannessyni um breytingu á lögum uin lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og barnakennara. Hitt stjórnarfrv. felur í sér heimild til þess að leggja aðstöðugjald á ríkisstofnanir eins og einkafyrirtæki. ic Fyrsta mál á dagskrá var fyrirspurn frá Benedikt Gröndal um bif- reiðaferju á Hvalfjörð. Samþykkt var að leyfa fyrirspurnina. ie Ólafur Jóhannesson talaði fyrir þingsályktunartill. um kaup lausa- fjár, t. d. bílum, heimilistækjum, bókum o. fl. með afborgunarskii- málum. Taldi hann nauðsynlegt að sett verði lög um kaup ýmissa hluta með afborgunarkjörum. Slík lög hefðu verið setó i nágranna- Iöndum okkar og hefðu þau verið samin með norrænu samstarfi. fs- Iendingar hefðu þá ekki séð sér fært að taka þátt í því samstarfi þólt ekki hefði veitt af. Seljandi á hlut, sem hann selur, unz söluverðið er að fullu greitt. Ýmsir seljendur hefðu misnotað víxla og því væri ekki seinna vænna en setja þessi lög. Ágúst Þorvaidsson talaði fyrir þingsá.till. um dvaiarheimiK fyrir aldrað fóik en flutningsmenn tillögunnar voru fimm Framsóknar- menn. Þar sem meðalaldur færi sífeilt bækkandi ykist fjöldi aidraðs fólks og það væri tímabært að skipa nefnd til þess að rannsaka að- stöðu aldraða fólksins. M. a. væri hægt að byggja fyrir það færanleg hús eða byggja heimilahverfi fyrir það á jarðhitasvæðum. Margt aldr- að fólk hefði ágæta aðstöðu en annað ekki, þrátt fyrir almannatrygg- ingarnar. Það væri sjálfsagt að nýta vinnuafl aldraða fóiksins þaunig að þjóðarbúið nyti góðs af. Fólk myndi vilja borga hærri trygginga gjöld en nú er, ef það vissi að því yrði tryggð heimili í ellinni. Eagði hann til að skipuð yrði sjö manna nefnd, sem í ættu sæti einn maður frá hverjum flokki, einn frá Tryggingastofnun ríkisins, einn frá Sam- bandi ísl. sveitarfélaga og einn, sem skipaður yrði af ríkisstjórninni og yrði sá jafnframt formaður nefndarinnar. ★ Ragnar Jónsson mæiti fyrir þingsályktunartillögu um raforkuþörf Vestur-Skaftfeilinga austan Mýrdalssands. Meiri hluti bæjanna þar hefði einkarafstöðvar, sem að vetrinum til væru óvirkar vegna vatns- skorts. Því væru það tilmæli bændanna að fá rafmagn frá stærri stöðv- um, eða fá rafmagn á annan hátt. ir Helgi Bergs lét í ljós undrun sína að ekki væri kunn bezta leiðin til þess að rafvæða þetta svæði. Einu ieiðina taldi hann vera, að tengja þessa bæi via stærri veitukerfi. ★ Ingólfur Jónsson sagði, að þrátt fyrir þá stefnu, sem nú væri ríkjandi að stefna að stórvirkjunum, þá yrði að gera undantekningar og virkja fyrir einstakar sveitir eða viss svæði eins og til dæmis Vest- firði, þar sem dýrt væri að leggja raflagnir um langa vegu. Öílum hsugsandi mönnum um framtíðarhag þjóðarinnar er orð- ið það mikið áhyggjuefni, hve þungur. áhrifamikill og óheilla vænlegur sá straumur er, sem ber fólkið til búsetu í höfuðborg lands ins og hennar grennd frá öðrum landsvæðum. Sú búseturöskun er blóðtaka og máttarlömun fyr- ir þá landshluta, er fólkið missa, en Reykjavík ekki ávinningur að sama skapi, nema síður sé. Margt hjálpaðist að við að efla þennan örlagaríka straum. Sam- dráttur valdsins er ein af höfuð- ástæðunum. Allt ríkisvaldið er að heita má staðsett í Reykjavík. fslendingabók segir frá því, að hinn málsnjalli Breiðfirðingur, Þórður gellir, hafi beitt sér fyrir skiptingu landsins í fjórðunga. Þar stendur skráð í því sambandi: „Þá taldi Þórður gellir tölu um at Lögbergi, hve illa mönnum gegndi at fara í ókunn þing at sækja of víg eða harma sína, ok taldi, hvat honum varð fyrir, áður hann mætti því máli til laga koma, ok kvað ýmissa vandræða mundu verða, ef eigi réðusk bætuí á.“ Segja má, að saga sú, sem Þórð ur talar um, endurtaki sig á 20. öldinni, þótt ástæður hafi breytzt og menn þurfi ekki lengur að mæla eftir frændur sína, er vegn- ir hafi verið sem í fornöld. Mönn- um reynist langsótt og óft“ harmlaust að leita samfélagsrétt- ar síns og nauðsynlegrar og rétt- lætrar aðstoðar til valdstöðva rík isins í höfuðborginni eins og nú verður að gera í allt of mörgum efnum. Þetta færist ört í aukana eftir því, sem þjóðfélagið þróast til fjölþættara samfélags og fram kvæmdavald ríkisins nær til fleiri málaflokka. Það getur verið örðugt að koma á framfæri hjá opinberum stofn- unum og embættismönnum ríkis- ins í Reykjavík sérsjónarmiðum landshlutanna og þeirra, sem eiga heima fjarri höfuðborginni. Ná- kunnugleiki valdhafanna nær eðli lega alls ekki til þeirra Á þá löngum við. þó að í lýðræðislandi sé, gamli málshátturinn: „Það er löng leiðin til keisarans." Annað er þó ekki síður umhugs- unarvert í þessu sambandi. Sam- anþjöppun þjóðfélagsvaldsins og framkvæmdastofnana þess í Reykjavík dregur til sín eips og segull fólk, sem nútíminn þarfn- ast alltaf meir og meir: sérfræð- inga og kunnáttumenn, sem mennt un háfa hlotið til starfs, svo og marga aðra, sem af einni eða ann- ari ástæðu telja sig hafa skilyrði til forustu eða einhvers konar frama í félagsmálum, viðskiptum, atvinnulífi, lærdómslistum og vís- indum. En að sama skapi vex hætt- an á því, að fólk skorti í þessum efnum annars staðar i landinu. Dæmi um þetta eru deginum ljós- ari. Séu athugaðir búsetubreytingar innan þjóðfélagsins síðustu ár, virðist glögglega mega sjá, að valdasetrin og þjónustustöðvarn- ar umhverfis þau hafi einnig haft mikil aðdráttaráhrif á almenning. Fleira virðist þurfa til að koma en aukin framleiðsla og hráefnis- öflun. Fólk fer t.d. gjarnan að sunnan í síldarvinnu um veiðitím- ann norður og austur, en tekur sér fátt bólfestu þarna, þó að vel veiðist. Það er nauðsynlegt að efla at- vinnuiíf ailra landshluta. En það eitt virðist þó ekki vera nóg til byggðajafnvægis, og tekst varla, nema eflt sé stjórnarfarslegt vald landshlutanna um leið. Það þarf að gefa landshlutunum rétt til verulegrar heimastjórnar í ýms- um sérmálum, sem þeim „gegnir illa at fara í ókunn þing at sækja,“ dreifa að nokkru ti! landshlut- anna hinu mikla miðstöðvarvaldi, sem setzt er upp í höfuðborginni, án þess að hún þarfnist þess, óski eftir því eða hafi af því velfarnað. Vert er að athuga vel og ræki- lega, hvort endurtekningu sögunn ar frá fornöld á vandræðunum, sem Þórður gellir talaði um, sé ekki ráðlegt að mæta með endur tekningu í höfuðatriðum á úrræð- unum, sem þá var til gripið. Flutningsmenn þessarar tillögu telja rétt, að Alþingi kjósi nefnd til þess að athuga sérstaklega, hvort ekki sé vænlegast, eins og nú standa sakir, að dreifa vald- inu með þvi að skipta landinu í nokkur fylki, er hafi sjálfstjóm í sérstökum, tilgreindum málum, fylkisþing og fylkisstjóra, — og fer ekki illa á, að sú athugun sé gerð um það leyti, sem fjórðungs- skiptin gömlu eiga sitt 1000 ára afmæli. Flutningsmenn vitna til sögu fslands um fornu fjórðungs- skiptin, af því að sagan er jafnan lærdómsrík, þótt að sjálfsögðu sé hún. ekki óyggjanði fyrirmynd; af því að tfmar “breytast og menn og þjóðir með. Hins vegar er einnig auðvelt í þessu sambandi að taka dæmi sem fyrirmyndir úr nútímanum frá náskyldum þjóðum okkur ís- lendingum. I Noregi eru 20 fylki starfandi, sem ná yfir allan Noreg saman- lögð, og Svíar skipta sínu landi í 25 lén (Stokkhólmur þá meðtal- inn), sem eru hliðstæð fylkjunum •£ Noregi. Talið er, að þessar þjóð- ir telji þessa skipan gefast vel og séu ánægðar með hana. Er sjálfsagt, að umrædd nefnd kynni sér ýtarlega fyrirkomulagið í Nor- egi og Svíþjóð og ef til vill víðar erlendis. Stundum heyrist sagt, að af því að við íslendingar séum fámenn- ari en flestar aðrar þjóðir, eigum við að geta komizt af með ein- faldara stjórnarkerfi en þær. En þau rök nægja ekki til mótmæla, þegar um þetta er að ræða, vegna þess að við búum í hlutfallslega stóru landi, sem okkur greinir nú orðið . ekki á um að við vcrðum að leggja kapp á að halda öllu í byggð. Skilyrði landshlutanna eru sundurleit og hæfir ekki einn og sami stakkur. Verða landshlut- arnir því, hvað sem fólksfjölda þjóðarinnar í heild líður að fá vald til að sníða sér sjálfir stakk- ana að talsverðu leyti. Til þess að þjóðfélag okkar nái að standa traustum fótum, þarf að grundvalla byggðarjafnvægið með dreifingu valds í föstum, skipulegum formum, er myndi und irstöður heimastjórnar i mndshlut um (fylkjum) og safni um sig fólki, er hafi viðfargsefni fyrir hæfileika sfna og annað, er til nútíma lífsþarfa heyrir. svipað og á öðrum stöðum og myndi sterkar samtakaheildir, er verði f senn liðfylking og kjölfesta þjóðarskút- unnar. Tilraunir hafa verið gerðar heima fyrir i sumum landsfjórð- ungum f þessa átt með því að stofna svonefnd Fjórðungssam- bönd. Þau hafa í mörg undanfarin ár verið starfandi a.m.k. á Vest- fjörðum, Norðurlandi og á Aust- urlandi. Þau eru greinilega vottur þess, að fólkið í þessum lands- hlutum finnur til náttúrlegrar sam takaþarfar sín á milli, og eru því tvímælalus meðmæli með því, að lögleidd verði fylkjaskipun. Fjórðungssamböndin hafa hald ið fulltrúasamkomur (fjórðungs- þing), sem rætt hafa málefni sfns landshluta og samþykkt áskoran- ir til valdhafanna. En þau hefur skort vald til annars gagnvart rík- inu og orðið þess vegna að láta sér nægja að bera fram bæna- skrár í formi áskorana, sem venju lega virðast hafa farið í hinar stóru bréfakörfur miðstöðvarvalds ins, — því miður. Fjórðungssamböndin hafa þó með starfsemi sinni undirbúið jarðveginn fyrir fylkjaskipan í landinu. Fyrir hálfum öðrum áratug eða svo báru Fjórðungssamböndin á Austur- og Norðurlandi fram til- lögur um, að landinu yrði skipt í fimm eða sex fylki, og' gáfu út á prenti með skilmerkilegri grein argerö. (Fjórðungssambandið á Vestfjörðum var og meðmælt þeim tillögum). Tillögurnar virt- ust eiga mikinn hljómgrunn hjá almenningi víða um land, en á „hærri stöðum" var þeim fálega tekið og goldin að mestu þögn við þeim. Einhverjir sögðu, að með fylkja skipun mundi verða aukning manr.ahalds við stjórnaisfðrf, sem þegar væri þó orðið um of. Þess- um athugasemdum var svarað með því, að ef rétt væri á tekið ætti að mega flytja starfsmenn frá rík isstofnunum með verkefnunum til fylkjanna, — og í öðru lagi, að fólki væri hvort sein væri halda áfram að fjölga við opinber störf, þó að við sama skipulag sæti, og þá um leið vaxa ójafnvægið enn meir. Nú er einn og hálfur áratugur liðinn. Öfugþróunin í byggðajafn væginu hefur haldið áfram og stór lega aukizt. Starfsliði ríkisins hef- ur fjölgað, þó að vinnustöðum þess hafi ekki verið dreift um landið með fylkjaskipun. Sogkraft ur þéttbýlisins við Faxaflóa hefur dregið fólkið að sér til búsetu með sjálfvirkum hætti. Snotrar fjárveitingar aukreitis úr ríkis- kassa eða lánaútveganir til upp- byggingar og útvegunar atvinnu- tækja eða annað því um líkt á einstökum stöðum, sem eiga í vök að verjast, skal ekki meta lítils. En stundum er þetta samt eins og að sá í sand, sem fýkur, sé ekki meira gert. Það þarf að girða fyrir fokið með skjólgörðum. Slík- ir skjólgarðar ættu valdastöðvar fylkjanna að geta orðið. Reynslan af þjóðfélagsþróun- inni, síðan Fjórðungssamböndin komu, fram með tillögurnar um skiptingu iandsins í fylki, mælir Framhald á bls. 12. Sjö í út- varpsráði? Lagt var fram á Alþingi í gær stjórnarfrumvarp sem felur í sér fjölgun í útvarpsráði. f stað fimm manna komi sjö mcnn. Skulu þeír kosnit hlutfallslegum kosninguin á Alþingi á fyrsta bingi '*ir '•'■ngiskosningar. |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.