Tíminn - 17.02.1966, Side 8

Tíminn - 17.02.1966, Side 8
Bækur, fyrst og fremst bæk- ur, — samræmdir en ákveðnir litir f húsbúnaði, veggjum og málverkum, jafnt abstrakt sem raunsæilegum, er það, sem augað nemur fyrst og fremst á heimili Elsu E. Guðjónsson, magisters, og manns hennar Þórs Guðjónssonar, veiðimála- stjóra. Að þessu sinni geri ég mér það til erindis á það góða heim- ili að spjalla við húsfreyjuna um bók, sem hún hefur gert og út er komin í Kaupmanna- höfn hjá útgáfufélaginu Höst & Sön. Heitir bókin „Gamle islandske motiver til korss- sting“. Hún hefst með stuttum inngangi á dönsku og énsku uni íslenzkar hannyrðir fyrr á öld um, síðan er nokkrum íslenzk um saumgerðum lýst í máli og myndum og loks er aðaluppi- staða bókarinnar, 36 munstur- blaðsíður. — Hver voru tildrög þess, Elsa, að þp réðist í að gera þessa bók og að hún er gefin út í Danmörku? — Fyrstu drög má segja að liggi í því, að ég fór að taka upp — í og með til birtingar i „Húsfreyjunni" — munstur úr gömlum, íslenzkum hannyrðum. einkum þeim, sem geymdar eru á Þjóðminjasafninu og færa i það horf, að þau gætu hag lýtzt í nýtízkulegum búningi. 3mám saman óx hjá mér upp iráttarsafnið og var, að mér iannst, orðið talsvert fjöl- breytt, en skiljanlega voru ekki tök á að birta nema lítið brot af því í „Húsfreyjunni". Ég hafði séð frá þessu danska út gáfufélagi bækur í skemmtilegu broti og vandaðar að öllum frá gangi, sem í voru krosssaums munstur, þó eingöngu dönsk eða teiknuð af dönsku lista- fólki. En fyrir 2—3 árum kom út hjá forlaginu bók með göml um kínverskum krosssaums- munstrum. Datt mér þá í hug, að ef til vill mætti vekja áhuga forlagsins á útgáfu gamalla ís lenzkra munstra og tók mig til og skrifaði þeim. Einkum var það tvennt, sem fyrir mér vakti., Hér á landi er erfitt að fá svona bækur gefnar út, myndir í þær eru afar dýrar, en upplögin lítil — og svo lék mér jafnframt hugur á að við „íslenzka sjónabók", sem út kom í fyrra og ætluð var til kynningar á þjóðlegum hann yrðum hér innanlands. Þar var jöfnum höndum sagt frá upp- runa og gerð gamalla hann- yrða í Þjóðminjasafni og birt úr þeim munstur, en í þessari bók eru, sem fyrr segir, munstr in aðalatriðið. — Er mikið um það, að leit- að sé eftir því að fá munstur úr gripum á Þjóðminjasafninu? — Já, það held ég megi segja, og strax er ég fór að venja þangað komur mínar — og þó einkum eftir að ég fór að vinna þar, hef ég fundið til þess, að þörf væri á að endur nýja gömlu munstrin og gera þau aðgengileg. Það er léiðin- legt að verða alltaf að segja fólki, sem kemur á safnið og skuli ekki vera munstur af neinu heilu, stóri teppi, því að alltaf er áhugi fyrir þeim, þótt einkennlegt kunni að virðast. í bókinni eru þó hlutar, bæði myndir og bekkir, úr nokkrum Rætt við frú Elsu Guðjónsson, magister, um nýja bók, sem hún hefur gert og komin er út í Kaupmannahöfn kynna íslenzku munstrin erlend is, því að ýmislegt er í þeim að finna, sem er frábrugðið öllu, sem þar þekkist. • — En á ekki bókin líka að geta komið íslenzkum hann- yrðakonum að gagni? — Að sjálfsögðu, og ég vona- að hún megi verða þeim viðbót spyr um munstur. að efcki sé annað hægt fyrir það að gera en leyfa því að sitja á safninu og teikna upp munstrin. eða útvega því ljósmyndir af grip unum. Svo ég víki aftur að bókinni, þykist ég vita að is- lenzkar hannyrðakonur sakni þess sumar hverjar. að bar ■MMWSi. MBOMMMBMCtKa stórum, þekktum klæðum, rneð al annars „riddarateppinu’* svo nefnda. En að ég hef fremur lagt mig eftir því að búa munstr in í smærra form, er bæði af því. að ég tel útbreiðslu þeirra verða meiri á þann veg og að sú notkun þeirra samræmisf betur nútíma heimilum. Einnis FIMIWTUDAGUR 17. febrúar 1966 tel ég vænlegra að kynna saum gerðirnar. eins og gert er í bókinni, ef menn hafa fyrir sér lítil, viðráðanleg munstur. — Hvaða saumgerðum lýsir þú í bókinni? — íslenzka krosssaumnum, eða fléttusaumnum, eins og hann er nú ævinlega nefndur, glitsaumi, skakkagliti, augn- saumi, er nefna mætti tigul- augnsaum til aðgreiningar, og flórenzkum saumi, sem ég tel, að hafi verið nefndur pellsaum ur hér áður fyrr. Þá er einnig lýst venjulegum krosssaumi. — Nú er þessi bók þín ein- göngu með reitamunstrum, cn voru ekki aðrar saumgerðir en þær, sem fylgja reitum, kunnar hér fyrrum? — Vissulega. Má þá fyrst og fremst nefna refilsauminn, en altarisklæðin, sem hér hafa varðveitzt frá miðöldum og gerð eru með refilsaumi, verð ur að mínum dómi að telja merkilegust og sérstæðust af íslenzkum útsaumi fyrr og síð- ar. En aðrar frjálsar útsaums- gerðir, sem hér náðu vinsæld um, voru til dæmis varpleggur og steypilykkja, blómstursaum- ur og baldýring. — Hvað er það einkuiít, sem frábrugðið er í íslenzkum hann yrðum því, sem erlendis þekk ist? — Því treysti ég mér ekki til að svara í fáum orðum. En sem dæmi má kannski nefna augnsauminn. Notkun hans til þess að þekja alveg stóra fleti, svo sem sessuborð og rúmá- breiður, er einstæð að því er ég bezt veit. Þá eru glituðu rekkjureflarnir sérstæðir að því leyti meðal annars, að þeir eru saumaðir, en erlendir dúk ar, sem svipar til þeirra, ern útofnir. — Ég hef veitt því eftirtekt, að þú notar mörg gömul heiti á saumgerðir, sem horfin eru úr daglegu máli. Hvar hefur þú fundið þau? — Sum hef ég fundið í skýrsl um Þjóðminjasafnsins, önnur í gömlum skjölum eins og til dæmis vísitazíum, máldögum og skiptabréfum, sumpart prentuð um í „íslenzku fornbréfasafm". sumpart óprentuðum í vörzlu Þjóðskjalasafnsins. í þessum heimildum er talsvert af sér- kennilegum vefnaðar- og út saumsorðum. Eru sum torráðin. en önnur hefur verið hægt að skýra, sum vegna þess, að fjall að er um klæði. sem enn eru til. Til dæmis leikur engmn vafi á, að með orðinu skakka- glit sé átt við þá saumgerð, sem á seinni árum hefur ýmist verið nefnd vefnaðarsaumur eða vefsaumur. Þessi orð eru þýðingar á útlendu heiti saums ins, en óþarfi virðist vera að nota þau, þegar svo haglegt ís lenzkt orð er til, sem er auk þess rökrétt hugsað út frá glitsaumi. — Sprang er annað orð, sem hægt hefur verið að skýra, að minnsta kosti að nokkru, með samanburði á rit- uðum heimildum og varðveitt- um munum. Þess er getið í mál dögum alft frá byrjun 14. ald- ar. Öruggt er, að sprang hefur á 17. öld verið notað um það. sem nú er nefnt fílering eða fílerí, þ. e. saumur i hnýtt neí. en allt bendir til þess að merk- ing orðsins hafi verið víðtækari og átt við hvers konar opinn saum, bæði isaumað net og útdreginn og útklipptan grunna saum. f nokkrum heimildum er getið sérstakiega urn riðsprang.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.