Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 1
Auglýsing I Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. 46. tbl. — Föstudagur 25. febrúar 1966 — 50. árg. BREYTT SKIPULAG A FLUTNINGI OG GEYMSLU FOÐURVORU RÆTT A BUNAÐARÞINGI: Hægt að spara 70 millj. á ári Gísli Kristjánsson, ritstjóri, bendir í ræðu á þörfina fyrir gjörbvltingu í flutningi kornvöru til íslands EJ—Reykjavík, fimmtudag. f merkri ræðu, sem Gísli Kristjánsson, ritstjóri Freys, hélt á Bún- aðarþingi f dag um innflutning á korni til manneldis og til skepnu- fóðurs, kom fram, að kerfi það, sem íslendingar nota er löngu orðið úrelt og kostar íslenzka bændur tugmilljónir umfram það, sem gerizt í nágrannalöndunum. Gísli sagði, að ef komið væri hér á fót nútíma fyrirkomulagi um flutning á kornvöru, geymslu hennar og dreifmgu, þá ætti það að spara árlega allt að 100 milljónir króna. Af þessari upphæð yrði sparnaðurinn við slíkt fyrirkomulag í sambandi við kraftfóður um 70 miljónir króna. Taldi Gísli að byrjunarframkvæmdir við slíkt nútíma fyrirkomulag myndu kosta um 60—70 milljónir, og myndi því sparnaðurinn geta afskrifað svo til allan stofnkostnað fyrsta áfangans á aðeins einu ári. Taldi hann þetta stórfelldasta hlut- verk bændastéttarinnar i dag, og að þjóðhagslega séð væri ekki eitt einasta verkefni, sem betur væri kjörið til þess að skapa stórstíga framför hér á landi, en þetta. Taldi hann, að hvorki kísilgúrverksmiðj an né alúmínfyrirtæki gætu sýnt hliðstætt hagræði. Kornhlaða við höfnina i Þrándheimi. Nkrumah fallinn! NTB-Lagos, miðvikudag. Kwame Nkrumah, forsera Ghana, var steypt af stóli r morgun, þegar liann sjálfur kom og mjög fagnað, til Pek- Nkrumah ing. Það var lögreglan og her inn, sem steypti honum. Josep.h Ankrah, hershöfðingi. sem ei 45 ára, hefur verið skipaður yfirmaður hersins og leiðtogi frelsisráðsins. sem stofnað hcf ur verið til þess að stjórna landinu. Nánasti samstarfsmað ur hans verður Hally, yfirmað ur lögreglunnai. Stjórnarbyltingin. sem átti sér stað snemma i morgun. var gerð mjög skyndilega, en hei ur verið í undirbúningi i fimm ár. Leiðtogar byltingar innar biðu þess að Nkrumoh og um 70 nánustu samstarfs menn færu úr landi. Nokkrum dögum eftir að Nkrumah hélt til Asíu, tók herinn landið J sínar hendur. Við forsetahö:! ina kom til vopnaskipta miili hersins og lífvarðar Nkrumah, en lífvörðurinn gafst unp er líða tók að hádegi. Þó mun hafa komið til átaka þar síð degis í dag. — Eiginkona Nkrumah. Fathia. leitaði hælis í sendiráði Egyptalands — hún er egypsk — ásamt börnum sir um tveimur. Rétt fyrir ki fimm í morgun að ísl. tíma tilkynnti E. K Kotoka. offursti 1 hernum Accraútvarpinu. að Nkrumao goðsögnin væri úr sögunni Nokkru síðar I dag tilkvnn.'i útvarpið, að allir leiðtogar stjórnarflokksins, — Conven- tion People's Party - sem er efni leyfði flokkui landsins. Framhald a oi ifi EFNI SUNNU- DAGSBLAÐS Regnþrungin haustdag fyrir nálega tvö hundruð árum þrammaði sægur Parísarkvenna þrjátiu kílómetra leið til Ver sala. Það var hæðst að göng unni, en þó gerðist það í för kvennanna, að þær kúguðu konunginn til hlýðni við sig. f fyrsta skipti i sögu Norður álfu höfðu samtök tlþýðu kvenna breytt gangi stjórn- málasögunnar. í næsta Sunnudagsblaði verð ur sagt frá sivaxandi þátttöku kvenna i margvíslegum þjóð félagsstörfum. Þar er eiunig viðtal við islenzka konu sem prjónar brúður. Blánef og Presta-Gunnu og maddömuna Ódáðahrauni, og yrkir ljóð þess á milli. Kristínu Vigfúsdóttur frá Melaleiti er fylgt eftir upp í Lundareykjadal. þar sem eno gerast válegir atburðir á heim ili hennar. Og loks er þar greim frá prestum, sem fá embættis flugvél í sumar og hafa sjálfir lokið flugnámi og flugvirkja námi. svo að þeir séu engum háðir í húsvitjunum sinum é flugvélinni. Gísli sagði í lok ræðu sinnar um þetta mál: Niðurstöður þessara hugleið- inga, sem byggðar eru á reynslu annarra þjóða, en frá mínu sjónarmiði, ber að móta við okkar aðstöðu, verða þá j þessar: 1. Til þess að tryggja að ævin lega séu til birgðir fóðurs í land inu, þarf að hafa birgðastöðvar. Til þess skal byggja kornhlöður á þeim stöðum, sem stór skip geta affermt, og liggja nærri samfelldum notkunarsvæðum. 2. Búfé okkar er orðið það afurðasælt, og það vil ég undir strika sérstaklega, að eiginleik ar þess verða ekki fullnýttir, né á hagkvæmastan hátt nýttir, nema kraftfóður sé notað, i þeim mæli, a. m. k., sem nú gerizt. Þær aðferðir, sem nú eru hafð ar um flutning og geymslu fóð urvöru, eru í engu samræmi við nútímafyrirkomulag þessara hluta hjá öðrum þjóðum. Þvi ber að hverfa frá þeim hátturn, er við nú höfum, og að því, sem nútíma tæknibúnaður leggur okkur hentast í hendur 4 Miðað við alla aðstöðu okkar og landfræðileg skilyrði verði hafist handa um kerfis- bundnar áætlanir vegna fyrir hugaðra framkvæmda svo að að yfirveguðu ráði verði tekið til og hornsteinar lagðir a heil brigðum forsendum. 5. Það má telja eðlilegt, að bændastéttin sameinist einhuga um þau hlutverk, sem lúta að þessu máli, og vinni í félags framtaki að framgangi þess. M. a. þarf að mennta menn til þess að stýra starfsemi á fag legum forsendum a þessu sviði með hjálp nýrrar tækni. 6. Að því er bezt verður séð, er hér um að ræða svo stórfellt efnahagslegt atriði fyr ir bændastéttina sem heild, að með hverju ári sem líður, fer hún á mis við tugi milljóna króna er nú fara i óeðlilegan flutnings kostnað, sem vinnulaun til er lendra aðilja og ýmsa aðra vegu. Og svo er það þar að auki stórfellt þjóðhagslegt atriði. Hér á eftir fara éfnislega kafl- ar úr ræðu Gísla á fundi Búnað arþings: Efnahagssamvinnustofnunin í París tilkynnti á s.l. sumri, að íslendingar ættu völ á fjár hagslegri aðstoð til að kynna sér einhverjar þær greinar, er snertu landbúnað. Ég var einn þeirra, sem fór utan á nefndri forsendu. í fyrsta lagi kynnti ég mér lána kjör og lánamál landbúnaðarin og dvaldi með ráðunautum, og á stofnunum, sem annast hag fræðilegar rannsóknir og leið beiningar á sviði búskapar á Norðurlöndum. Hitt verksviðið, sem ég kynnti Framhald á bls 7. Gisli Kristjánsson að flytja sina i Búnaðarþingi i gær. ræðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.